Fara í efni

Sveitarstjórn

429. fundur 08. október 2025 kl. 15:17 - 15:32 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2509009F - Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 85.
Málið verður nr. 3 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2510001 - Samstarfsverkefni lögreglunnar á Vesturlandi og Hvalfjarðarsveitar.
Málið verður nr. 3.6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Helgi Pétur Ottesen boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 428

2509007F

Fundargerðin framlögð.

2.Velferðar- og fræðslunefnd - 4

2509010F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 4 Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir drög að reglum um aksturþjónustu fyrir fatlað fólk og vísar þeim til samþykktar hjá sveitastjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 4 Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir drög að reglum um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni og vísar þeim til samþykktar hjá sveitastjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 4 Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins sem og verklagsreglur vegna stofnunar svæðisbundins farsældarráðs á Vesturlandi. Þá vill Velferðar- og fræðslunefnd koma á framfæri að væntingar séu að stofnun farsældarráðs muni enn frekar efla samhæfingu og samstarf allra þjónustuaðila á Vesturlandi, hvort sem þeir starfa á vegum ríkisins eða sveitarfélaga.
    Bókun fundar Sveitarstjórnarmenn og forsvarsmenn stofnana og félaga á Vesturlandi undirrituðu stofnsamning Farsældarráðs Vesturlands þann 1. október síðastliðinn.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins sem og verklagsreglur vegna stofnunar svæðisbundins farsældarráðs á Vesturlandi. Sveitarstjórn mun tilnefna fulltrúa í ráðið á næsta fundi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 85

2509009F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 85 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd hefur tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi um uppsetningu á löggæslumyndavélum við Hvalfjarðargöng norðan megin og inn í Hvalfirði.

    Nefndin telur að þetta sé mikilvægt skref í öryggismálum sveitarfélagsins.

    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Lögreglustjóra ásamt áætlun og kostnaðargreiningu verkefnisins.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir þátttöku í verkefninu sem felst í fjárfestingu eftirlitsmyndavéla/löggæslumyndavéla á tveimur stöðum í sveitarfélaginu skv. meðfylgjandi áætlun og kostnaðargreiningu. Lagt er upp með að kerfin verði uppsett norðanmegin Hvalfjarðargangna og inni í Hvalfirði. Gert verður ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins 2026."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ósk um endurgjaldslaus afnot af íþróttasal í Heiðarborg.

2510004

Erindi frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar endurgjaldslaus afnot af íþróttasalnum í Heiðarborg alla miðvikudaga frá klukkan 19:00 til 20:30 fyrir karla körfuboltaæfingar og fimmtudaga frá klukkan 18:30 til 19:30 fyrir kvenna skotbolta/brennó æfingar. Afnotin verði bókuð til tekna á íþróttamiðstöðina Heiðarborg og til gjalda á styrkveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

2510007

Erindi frá sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita sóknarnefnd Innra- Hólmskirkju endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði dagana 29. og 30. nóvember nk. Þá helgi stendur sóknarnefndin fyrir árlegum jólamarkaði til styrktar viðhaldssjóði kirkjunnar. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum.

2509016

Erindi frá Ásdísi B. Björgvinsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða styrkbeiðni til nema í leikskólakennarafræðum fyrir haustönn 2025 skv. reglum um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Beiðni um heimild til tímabundinnar ráðningar.

2503041

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir heimild til tímabundinnar ráðningar í allt að 100% stöðugildi á Velferðar- og fræðsludeild til ársloka 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011.

2510005

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Erindi framlagt, sveitarstjórn samþykkir að senda inn umsögn.

9.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

2501032

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindi framlagt.

10.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Heilbrigðisnefnd Vesturlands.

2503018

Fundargerð 197. fundar.
Fundargerðin framlögð.

11.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerð 985. fundar.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:32.

Efni síðunnar