Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

85. fundur 07. október 2025 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Einar Engilbert Jóhannesson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Salvör Lilja Brandsdóttir boðar forföll.

1.Íþróttahús - Heiðarborg

2001042

Verkstaða framkvæmda íþróttahúss við Heiðarborg.
Verkstaða framkvæmda kynnt.

2.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd

2409030

Verkstaða gatnaframkvæmda Melahverfi III.
Verkstaða framkvæmda kynnt.

3.Krossland - Opin svæði leiksvæði.

2409033

Framlögð er skipulagslýsing í landi Kross L198194 og Krosslands eystra L205470.
Fundarmenn fóru í vettvangsskoðun á fyrirhugað leiksvæði/samfélagssvæði í Krosslandi. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna málið áfram með hönnuðum svæðisins.

4.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg

2202016

Verkstaða hönnunar á nýju leikskólahúsnæði Skýjaborgar.
Framlögð drög að aðaluppdráttum hönnunar á nýju leikskólahúsnæði Skýjaborgar frá Andrúm arkitektum.

5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028

2409031

Viðhalds- og fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða viðhaldsáætlun fyrir árin 2026-2029.

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir árin 2026-2029.

6.Samstarfsverkefni lögreglunar á Vesturlandi og Hvalfjarðarsveitar

2510001

Beiðni frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi um samstarfsverkefni er varðar að Hvalfjarðarsveit kosti kaup og uppsetningu á eftirlitsmyndavélum.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd hefur tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi um uppsetningu á löggæslumyndavélum við Hvalfjarðargöng norðan megin og inn í Hvalfirði.

Nefndin telur að þetta sé mikilvægt skref í öryggismálum sveitarfélagsins.

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Lögreglustjóra ásamt áætlun og kostnaðargreiningu verkefnisins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar