Fara í efni

Velferðar- og fræðslunefnd

4. fundur 02. október 2025 kl. 15:30 - 18:08 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helga Harðardóttir formaður
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir varaformaður
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ritari
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Diljá Marín Jónsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Katrín Rós Sigvaldadóttir áheyrnafulltrúi
  • Jóhanna S Vilhjálmsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Hildur Jónsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Svala Ýr Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Deildarstjóri Velferðar- og fræðsludeildar
Dagskrá
Inga María Sigurðardóttir boðaði forföll.

Áheyrnarfulltrúar skólastjórar leik- og grunnskóla sátu undir liðum 2, 3, 8, 9, 10 og 11. Diljá Marín Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi sat undir liðum 9-11.

1.Trúnaðarmál Velferðar- og fræðslunefndar

2504003

Trúnaðarmál tekin fyrir í Velferðar- og fræðslunefnd.

2.Starfsáætlun Heiðarskóla 2025-2026

2509006

Lokadrög að starfsáætlun Heiðarskóla 2025-2026 lögð fram.
Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun Heiðarskóla 2025-2026. Nefndin hvetur alla forráðamenn barna og aðra hagaðila að kynna sé starfsáætlunina.

3.Starfsáætlun Skýjaborgar 2025-2026

2509005

Lokadrög að starfsáætlun Skýjaborgar 2025-2026 lögð fram.
Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun Skýjaborgar fyrir skólaárið 2025-2026. Nefndin hvetur alla forráðamenn barna og aðra hagaðila að kynna sé starfsáætlunina.

4.Fjárhagsáætlun Velferðar- og fræðsludeildar 2026

2509038

Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áherslu á þá málaflokka sem heyra undir velferðar- og fræðsludeild.
Lagt fram. Deildarstjóra velferðar- og fræðsludeildar er falið að vinna áfram að fjárhagsáætlun út frá umræðum á fundi.

5.Reglur um akstursþjónustu

2509036

Staðið hefur yfir vinna á velferðar- og fræðsludeild við mótun reglna um akstursþjónustu fyrir fatlað í Hvalfjarðarsveit.
Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir drög að reglum um aksturþjónustu fyrir fatlað fólk og vísar þeim til samþykktar hjá sveitastjórn.

6.Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni

2509037

Drög að reglum um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Hvalfjarðarsveit lögð fram til afgreiðslu.
Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir drög að reglum um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni og vísar þeim til samþykktar hjá sveitastjórn.

7.Farsældarráð Vesturlands.

2509021

Vesturland var fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði samning þess efnis við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi 16. maí 2024.



Markmið samstarfsins er að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur á Vesturlandi með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Jafnframt mun farsældarráð vinna að því að styrkja þverfaglegt samstarf og tryggja að farsæld barna sé leiðarljós í stefnumótun og framkvæmd þjónustu í landshlutanum.



Stjórn SSV samþykkti á fundi þann 20. ágúst að stofnað yrði svæðisbundið Farsældarráð á Vesturlandi. Um er að ræða samstarfsvettvang þjónustuveitenda ríkis og sveitarfélaga sem sinna málefnum barna í landshlutanum. Í ráðinu skulu eiga sæti m.a. fulltrúar leik, grunn- og framhaldsskóla, félagsþjónustu og barnaverndar, heilbrigðisþjónustu, lögreglu, skólaþjónustu, frístunda- og íþróttastarfs, ungmenna sem og aðrir aðilar eftir þörfum svæðisins.



Á fundi sveitastjórnar í Hvalfjarðarsveit þann 10.09.2025 var samþykkt að taka þátt í stofnun Farsældarráðs Vesturlands.
Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins sem og verklagsreglur vegna stofnunar svæðisbundins farsældarráðs á Vesturlandi. Þá vill Velferðar- og fræðslunefnd koma á framfæri að væntingar séu að stofnun farsældarráðs muni enn frekar efla samhæfingu og samstarf allra þjónustuaðila á Vesturlandi, hvort sem þeir starfa á vegum ríkisins eða sveitarfélaga.

8.Fundargerðir skólaráðs

2309030

Fundargerð skólaráð 25.09.2025 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

9.Innra mat Skýjaborgar

2509039

Greinargerð um innra mat leikskóla 2024-2025 lögð fram til kynningar.
Leikskólastjóri kynnti skýrslu um innra mat skýjaborgar. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar fyrir greinagóða kynningu.

10.Sjálfsmatsskýrsla Heiðarskóla 2024-2025

2509041

Lögð fram drög á sjálfsmatsskýrslu Heiðarskóla fyrir skólaárið 2025-2026.
Skólastjóri kynnti sjálfsmatsskýrslu Heiðarskóla eftir skólaárið 2024-2025. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar fyrir greinagóða kynningu.

11.Íþróttamiðstöðin Heiðarborg

2404102

Dagatal með opnun Heiðarborgar lagt fram til kynningar.
Lagt fram.

12.Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar

2401027

Unnið hefur verið að handbók vinnuskóla á Velferðar- og fræðsludeild. Drög kynnt.
Verkefnastjóri á velferðar- og fræðsludeild kynnti drög að handbók vinnuskóla í Hvalfjarðarsveit.

Fundi slitið - kl. 18:08.

Efni síðunnar