Fara í efni

Sveitarstjórn

426. fundur 27. ágúst 2025 kl. 15:23 - 15:52 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Marie Greve Rasmussen Varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Inga María Sigurðardóttir og Helgi Pétur Ottesen boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 425

2508001F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 83

2508003F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 83 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja hönnun á innra skipulagi leikskólans, nefndin gerir athugasemdir við þakgerð byggingarinnar á núverandi hönnunarstigi. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða út verkfræðihluta hönnunar leikskólans í lokuðu útboði. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir hönnun á innra skipulagi leikskólans, sveitarstjórn tekur undir athugasemdir við þakgerð byggingarinnar á núverandi hönnunarstigi. Sveitarstjórn samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða út verkfræðihluta hönnunar leikskólans í lokuðu útboði."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52

2508002F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • 3.1 2504018 Fjallskil 2025
    Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Tillaga til sveitarstjórnar að fjallskilaseðli Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2025.

    A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar. Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt. Fyrri Núparétt er sunnudaginn 14. september kl. 13 og seinni rétt laugardaginn 27. september þegar smölun lýkur.
    Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon. Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
    Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
    Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

    B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru, nema ef réttarstjóri og leitarstjóri ákveði annað. Fyrri Reynisrétt er laugardaginn 27. september þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Sigurgeir Guðni Ólafsson.
    Réttarstjóri er Sævar Ingi Jónsson.
    Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.

    C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir. Fyrri Svarthamarsrétt er sunnudaginn 21. september kl. 10 og seinni rétt sunnudaginn 5. október þegar smölun lýkur.
    Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
    Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
    Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen.
    Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.

    Kaffiveitingar verða að höfðu samráði við réttarstjóra.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir tillögu nefndarinnar að fjallskilaseðli Hvalfjarðarsveitar árið 2025.

    A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar. Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt. Fyrri Núparétt er sunnudaginn 14. september kl. 13 og seinni rétt laugardaginn 27. september þegar smölun lýkur. Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon. Réttarstjóri er Baldvin Björnsson. Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson. Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

    B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru, nema ef réttarstjóri og leitarstjóri ákveði annað. Fyrri Reynisrétt er laugardaginn 27. september þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Sigurgeir Guðni Ólafsson. Réttarstjóri er Sævar Ingi Jónsson. Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.

    C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir. Fyrri Svarthamarsrétt er sunnudaginn 21. september kl. 10 og seinni rétt sunnudaginn 5. október þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson. Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir. Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen. Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson

    Sveitarstjórn samþykkir að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar að höfðu samráði við réttarstjóra."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að ganga frá drögum að samkomulagi milli beggja landeigenda, og að hefja vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulagsbreytingar og gerð merkjalýsinga vegna fyrirhugaðra landskipta.
    Endanlegri ákvörðun vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að ganga frá drögum að samkomulagi milli landeigenda og að hefja vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulagsbreytingar og gerð merkjalýsinga vegna fyrirhugaðra landskipta."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar eftir köldu neysluvatni á lóð Galtarvíkur 2, L193424. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar eftir köldu neysluvatni á lóð Galtarvíkur 2, L193424."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skipulagslýsingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælir með að landeigandi girði umrætt svæði fjárheldri girðingu og viðhaldi henni.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að skipulagslýsingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og mælir með að landeigandi girði umrætt svæði fjárheldri girðingu og viðhaldi henni."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Að mati Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar víkur tillagan ekki verulega frá meginstefnu aðalskipulagsins en landið var áður landbúnaðarland áður en því var breytt í frístundabyggð og aðliggjandi land er landbúnaðarland. Tillagan hefur ekki áhrif á stórt svæði, ekki er verið að auka við landnotkun heldur breyta henni.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi með áorðnum breytingum fyrir Eyrarlund skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi með áorðnum breytingum fyrir Eyrarlund, L177284, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum, að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir, með áorðnum breytingum, að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþkkir að auglýsa breytingartillöguna með áorðnum breytingum samkvæmt 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa breytingartillöguna með áorðnum breytingum samkvæmt 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Grundartanga vestursvæði, enda víkur tillagan að mati nefndarinnar að óverulegu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Nefndin samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Þ.e. Klafastaðavegur 1 L215933, Klafastaðavegur 4 L215936, Klafastaðavegur 12 L220445 og Faxaflóahafnir sf.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda, þ.e. Klafastaðavegur 1 L215933, Klafastaðavegur 4 L215936, Klafastaðavegur 12 L220445 og Faxaflóahafnir sf."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

    Sæmundur Víglundsson vék að fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 52 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd að starfsleyfi Elkem á Grundartanga verði framlengt um eitt ár, eða til 1. september 2026 eins og Umhverfis- og Orkustofnun hefur heimild til.
    Endalegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við að starfsleyfi Elkem á Grundartanga verði framlengt um eitt ár, eða til 1. september 2026, eins og Umhverfis- og Orkustofnun hefur heimild til."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2025-2028

2406020

Viðaukar nr. 18-23 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Viðaukabeiðnir 2025.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð -48.802.316 kr. vegna hærri arðgreiðslu Faxaflóahafna til Hvalfjarðarsveitar en áætluð var. Auknar tekjur koma til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun 2025 vegna breytingar á rekstrarframlagi milli A og B hluta. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu heldur snýr að því að fjárheimildir eru fluttar á milli deilda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2025 þar sem fjárheimildir eru fluttar á milli deilda. Lögfræðikostnaður er áætlaður á einni deild 21048 í upphafi árs, hann er nú færður með viðaukanum á þær deildir sem hafa nýtt sér lögfræðiþjónustu tímabilið janúar til júní 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð 25.559.147 kr. vegna nýrra kjarasamninga KÍ. Aukinn kostnaður kemur til lækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð -1.432.407 kr. Um er að ræða tilfærslu á milli deilda vegna kostnaðar sem tekinn er af þar sem talið er að hann verði ekki nýttur á móti hærri kostnaði afsláttar fasteignaskatts. Samantekið er breytingin lægri en gjaldfærsla og kemur til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð -4.076.752 kr. vegna launakostnaðar sem verður ekki nýttur á árinu. Breytingin kemur til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2026-2029.

2505008

Skatttekjuáætlun 2026.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Skatttekjuáætlun 2026 lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir áætlunina til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Umsagnarbeiðni - rekstur gististaðar í flokki IV-A, Hótel Glymur.

2508025

Erindi frá Sýslumanni Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Mönnun á starfsstöðvum HVE.

2410036

Samstarfsyfirlýsing Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Samstarfsyfirlýsingin framlögð.

8.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf. 2025.

2506010

Aðalfundargerð.
Fundargerðin framlögð.

9.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Heilbrigðisnefnd Vesturlands.

2503018

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

10.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

2502009

Fundargerð 162. fundar.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:52.

Efni síðunnar