Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Fjallskil 2025
2504018
Tillaga umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar að fjallskilaseðli Hvalfjarðarsveitar árið 2025.
2.Umhverfisviðurkenning Hvalfjarðarsveitar
2504009
Umhverfisviðurkenningar Hvalfjarðarsveitar voru veittar á Hvalfjarðardögum 16. ágúst s.l.
Viðurkenningarnar voru veittar á Vinavelli við athöfn á Hvalfjarðardögum á nýliðinni helgi og í ár voru þær veittar ábúendum á Eystra-Súlunesi I og II fyrir snyrtilegasta býlið og
íbúum í Hlíðarbæ 18 fyrir snyrtilegasta garðinn. Frétt og myndir af viðurkenningarhöfum birtust á Skessuhorni og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar öllum þeim sem sendu inn tilnefningar til sveitarfélagsins.
íbúum í Hlíðarbæ 18 fyrir snyrtilegasta garðinn. Frétt og myndir af viðurkenningarhöfum birtust á Skessuhorni og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar öllum þeim sem sendu inn tilnefningar til sveitarfélagsins.
3.Umferðaröryggismál
2508022
Umferðaröryggismál.
Á síðasta fundi USNL-nefndar var óformlega og utan dagskrár rætt um umferðaröryggismál og ákveðið að setja málið á dagskrá á þessum fundi.
Á síðasta fundi USNL-nefndar var óformlega og utan dagskrár rætt um umferðaröryggismál og ákveðið að setja málið á dagskrá á þessum fundi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar á Vesturlandi.
4.Krossland - Opin svæði leiksvæði.
2409033
Erindi frá Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar.
Á 83. fundi Mannvirkja- og framkvæmmdanefndar þann 12. ágúst 2025 var fjallað um fyrirhugað leiksvæði í Krosslandi og kynnt drög að leiksvæðaskipulagi, staðsetningu leiktækja ásamt fleiri tillögum. Einnig var lögð fram fornleifaskýrsla sem unnin var af Fornleifastofnun Íslands.
Fyrirhugað leiksvæði er í samræmi við framkvæmdaáætlun Hvalfjarðarsveitar.
Unnið hefur verið að því að skipta á landsvæði sveitarfélagsins, sem áður var ráðgert að nýta undir leiksvæði, sem er um 1.600 m2 samfélagsþjónustusvæði skv. aðalskipulagi, fyrir stærra svæði úr Krosslandi eystra sem staðsett er við gamlan rústahól, þar sem eru ýmsar fornminjar á svæðinu, en nánar tiltekið er svæðið í framhaldi af lóðinni Garðavöllum 12, sem er óbyggð lóð í eigu sveitarfélagsins. Svæðið sem væntanlega fellur í hlut sveitarfélagsins mun rúma nýtt leiksvæði og göngustíg.
Sveitarfélagið hefur fundað með landeiganda Krosslands eystra og liggur fyrir að eigandi landsins er hlynntur þessum breytingum.
Umrætt svæði í eigu sveitarfélagsins er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreint sem Samfélagslóð, en svæðið í landi Krosslands eystra er skilgreint sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi. Gera þarf því breytingu á aðalskipulagi svæðisins, skilgreina samfélagslóðina sem íbúðarsvæði og skilgreina leiksvæðið með viðeigandi hætti ásamt því sem göngustígar breytast lítilsháttar. Mörk milli Kross og Krosslands eystra breytast lítillega. Gera þarf breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins til samræmæis við breytt aðalskipulag. Einnig þarf að gera merkjalýsingar á þeim lóðum sem skipta um eigendur, en samfélagslóðin í landi Kross, sameinast landi Krosslands eystra, og leikvallarlóðin úr Krosslandi eystra, sameinast landi Kross, landeignanúmer 198194 í eigu sveitarfélagsins. Einnig gæti nýja leikvallarlóðin úr landi Krosslands eystra, sameinist lóðinni Garðavöllum 12 með breyttu hlutverki sem leikvallarlóð.
Óskað er eftir að heimila Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að ganga frá drögum að samkomulagi milli beggja landeigenda, og að hefja vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulagsbreytingar og gerð merkjalýsinga vegna fyrirhugaðra landskipta.
Á 83. fundi Mannvirkja- og framkvæmmdanefndar þann 12. ágúst 2025 var fjallað um fyrirhugað leiksvæði í Krosslandi og kynnt drög að leiksvæðaskipulagi, staðsetningu leiktækja ásamt fleiri tillögum. Einnig var lögð fram fornleifaskýrsla sem unnin var af Fornleifastofnun Íslands.
Fyrirhugað leiksvæði er í samræmi við framkvæmdaáætlun Hvalfjarðarsveitar.
Unnið hefur verið að því að skipta á landsvæði sveitarfélagsins, sem áður var ráðgert að nýta undir leiksvæði, sem er um 1.600 m2 samfélagsþjónustusvæði skv. aðalskipulagi, fyrir stærra svæði úr Krosslandi eystra sem staðsett er við gamlan rústahól, þar sem eru ýmsar fornminjar á svæðinu, en nánar tiltekið er svæðið í framhaldi af lóðinni Garðavöllum 12, sem er óbyggð lóð í eigu sveitarfélagsins. Svæðið sem væntanlega fellur í hlut sveitarfélagsins mun rúma nýtt leiksvæði og göngustíg.
Sveitarfélagið hefur fundað með landeiganda Krosslands eystra og liggur fyrir að eigandi landsins er hlynntur þessum breytingum.
Umrætt svæði í eigu sveitarfélagsins er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreint sem Samfélagslóð, en svæðið í landi Krosslands eystra er skilgreint sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi. Gera þarf því breytingu á aðalskipulagi svæðisins, skilgreina samfélagslóðina sem íbúðarsvæði og skilgreina leiksvæðið með viðeigandi hætti ásamt því sem göngustígar breytast lítilsháttar. Mörk milli Kross og Krosslands eystra breytast lítillega. Gera þarf breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins til samræmæis við breytt aðalskipulag. Einnig þarf að gera merkjalýsingar á þeim lóðum sem skipta um eigendur, en samfélagslóðin í landi Kross, sameinast landi Krosslands eystra, og leikvallarlóðin úr Krosslandi eystra, sameinast landi Kross, landeignanúmer 198194 í eigu sveitarfélagsins. Einnig gæti nýja leikvallarlóðin úr landi Krosslands eystra, sameinist lóðinni Garðavöllum 12 með breyttu hlutverki sem leikvallarlóð.
Óskað er eftir að heimila Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að ganga frá drögum að samkomulagi milli beggja landeigenda, og að hefja vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulagsbreytingar og gerð merkjalýsinga vegna fyrirhugaðra landskipta.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að ganga frá drögum að samkomulagi milli beggja landeigenda, og að hefja vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulagsbreytingar og gerð merkjalýsinga vegna fyrirhugaðra landskipta.
Endanlegri ákvörðun vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri ákvörðun vísað til sveitarstjórnar.
5.Örnefni í Hafnarfjalli.
2405013
Svar Örnefnanefndar dags. 7. ágúst 2025 við erindi Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar dags. 31. mars 2025.
Forsögu málsins má rekja til þess er Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs lét útbúa upplýsingaskilti, sem staðsett er á bílastæðinu við gönguleiðina á Hafnarfjall.
Við vinnslu kortsins kom í ljós að einn tindurinn í hinni vinsælu "sjö tinda hringgöngu" hafði ekki nafn.
Kom upp sú tillaga hjá Ferðafélaginu að kanna hvort hann mætti heita Miðtindur og sendi félagið sveitarfélaginu erindi þess efnis dags. 13.05.2024.
Rök Ferðafélagins voru þau að þegar gengið er upp Hafnarfjallsöxlina blasir hann við í miðjunni milli Gildalshnúks og Klausturtunguhóls.
Einnig fannst ferðafélaginu vanta "tind" í þessum sjö tinda klasa; Hafnarfjall - Gildalshnúkur - Miðtindur - Klausturtunguhóll - Katlaþúfa - Þverfell - Tungukollur.
Óskaði ferðafélagið eftir samþykki fyrir þessu nýja nafni.
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar fjallaði um málið á 37. fundi sínum þann 5.6.2024.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Inngangur:
„Erindi frá Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs. Í erindinu kom fram að félagið hafi látið gera upplýsingaskilti sem sé á bílastæðinu við gönguleiðina á Hafnarfjall. Við vinnslu kortsins uppgötvaðist að einn tindurinn í hinni vinsælu "sjö tinda hringgöngu" hafði ekki nafn. Er í erindinu gerð tillaga um að láta hann heita Miðtind. Rökin eru þau að þegar gengið er upp Hafnarfjallsöxlina blasir hann við í miðjunni milli Gildalshnúks og Klausturtunguhóls. Einnig fannst félaginu vanta "tind" í þessum sjö tinda klasa þ.e. Hafnarfjall - Gildalshnúkur - Miðtindur - Klausturtunguhóll - Katlaþúfa - Þverfell - Tungukollur. Í erindinu er þess óskað að sveitarfélagið vinni málið áfram.“
Niðurstaða:
„Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir áliti Örnefnanefndar á vegum stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, varðandi tillögu að heiti. Einnig verði sambærileg ósk send landeigendum.“
Barst sveitarfélaginu dags. 20 júlí 2024 ábending frá afkomanda fyrri ábúenda á Narfastöðum, gein eftir Þorvald Steinason frá Narfastöðum sem fæddur var 1907. Hann gekk margoft þarna um og skrifaði lýsingu á fjöllum og útsýni frá Gildalshnúk árið 1964 ásamt frásögnum. Skv. heimildum Þorvalds heita tindarnir Vestri og Eystri (vestari og austari) Gildalshnúkar.
Með erindi Hvafjarðarsveitar var óskað eftir afstöðu Örnefnanefndar á vegum stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til tillögu Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs sbr. bókun USNL-nefndar Hvalfjarðarsveitar frá 37. fundi sínum þann 5.6.2024.
Í svari Örnefnanefndar til sveitarfélagsins dags. 7. ágúst 2025 fellst nefndin á heitið Miðtind og telur nafnið falla að örnefnahefð í landinu.
Forsögu málsins má rekja til þess er Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs lét útbúa upplýsingaskilti, sem staðsett er á bílastæðinu við gönguleiðina á Hafnarfjall.
Við vinnslu kortsins kom í ljós að einn tindurinn í hinni vinsælu "sjö tinda hringgöngu" hafði ekki nafn.
Kom upp sú tillaga hjá Ferðafélaginu að kanna hvort hann mætti heita Miðtindur og sendi félagið sveitarfélaginu erindi þess efnis dags. 13.05.2024.
Rök Ferðafélagins voru þau að þegar gengið er upp Hafnarfjallsöxlina blasir hann við í miðjunni milli Gildalshnúks og Klausturtunguhóls.
Einnig fannst ferðafélaginu vanta "tind" í þessum sjö tinda klasa; Hafnarfjall - Gildalshnúkur - Miðtindur - Klausturtunguhóll - Katlaþúfa - Þverfell - Tungukollur.
Óskaði ferðafélagið eftir samþykki fyrir þessu nýja nafni.
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar fjallaði um málið á 37. fundi sínum þann 5.6.2024.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Inngangur:
„Erindi frá Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs. Í erindinu kom fram að félagið hafi látið gera upplýsingaskilti sem sé á bílastæðinu við gönguleiðina á Hafnarfjall. Við vinnslu kortsins uppgötvaðist að einn tindurinn í hinni vinsælu "sjö tinda hringgöngu" hafði ekki nafn. Er í erindinu gerð tillaga um að láta hann heita Miðtind. Rökin eru þau að þegar gengið er upp Hafnarfjallsöxlina blasir hann við í miðjunni milli Gildalshnúks og Klausturtunguhóls. Einnig fannst félaginu vanta "tind" í þessum sjö tinda klasa þ.e. Hafnarfjall - Gildalshnúkur - Miðtindur - Klausturtunguhóll - Katlaþúfa - Þverfell - Tungukollur. Í erindinu er þess óskað að sveitarfélagið vinni málið áfram.“
Niðurstaða:
„Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir áliti Örnefnanefndar á vegum stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, varðandi tillögu að heiti. Einnig verði sambærileg ósk send landeigendum.“
Barst sveitarfélaginu dags. 20 júlí 2024 ábending frá afkomanda fyrri ábúenda á Narfastöðum, gein eftir Þorvald Steinason frá Narfastöðum sem fæddur var 1907. Hann gekk margoft þarna um og skrifaði lýsingu á fjöllum og útsýni frá Gildalshnúk árið 1964 ásamt frásögnum. Skv. heimildum Þorvalds heita tindarnir Vestri og Eystri (vestari og austari) Gildalshnúkar.
Með erindi Hvafjarðarsveitar var óskað eftir afstöðu Örnefnanefndar á vegum stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til tillögu Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs sbr. bókun USNL-nefndar Hvalfjarðarsveitar frá 37. fundi sínum þann 5.6.2024.
Í svari Örnefnanefndar til sveitarfélagsins dags. 7. ágúst 2025 fellst nefndin á heitið Miðtind og telur nafnið falla að örnefnahefð í landinu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að afla frekari upplýsinga um málið.
6.Galtarvík 2 - borun eftir köldu vatni - ósk um framkvæmdaleyfi
2508010
Erindi dags. 10. ágúst 2025 frá Axel Blomsterberg.
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir köldu neysluvatni á lóð Galtarvíkur 2, L193424.
Um er að ræða 2.500 m2 lóð og er áformað að bora í norð austur hluta lóðarinnar.
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir köldu neysluvatni á lóð Galtarvíkur 2, L193424.
Um er að ræða 2.500 m2 lóð og er áformað að bora í norð austur hluta lóðarinnar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar eftir köldu neysluvatni á lóð Galtarvíkur 2, L193424.
7.Ferstikla - L133168 - Skipulagslýsing aðalskipulagsbreytingar vegna skógræktar.
2507012
Erindi dags. 13. ágúst 2025 frá Yggdrasill Carbon.
Óskað er eftir samþykki fyrir skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags fyrir hluta jarðarinnar Ferstiklu 1 (L133168) í Hvalfjarðarsveit.
Í breytingunni felst að hluta núverandi landbúnaðarlands (L2) og óbyggðs svæðis (ÓB1) verði breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Markmið breytingarinnar er að styðja við sjálfbæra landnýtingu og nýta vannýtt land til bindingar kolefnis, uppgræðslu og aukins skjólmyndunar, í anda stefnumörkunar stjórnvalda um loftslagsmál og endurheimt vistkerfa. Tillagan byggir á gildandi aðalskipulagi og tekur mið af landsskipulagsstefnu, vatnaáætlun og öðrum viðeigandi rammaáætlunum.
Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Ferstiklu (L133168) og er um 86,2 ha að stærð. Áætlað er að 67 ha svæði verði skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði.
Óskað er eftir samþykki fyrir skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags fyrir hluta jarðarinnar Ferstiklu 1 (L133168) í Hvalfjarðarsveit.
Í breytingunni felst að hluta núverandi landbúnaðarlands (L2) og óbyggðs svæðis (ÓB1) verði breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Markmið breytingarinnar er að styðja við sjálfbæra landnýtingu og nýta vannýtt land til bindingar kolefnis, uppgræðslu og aukins skjólmyndunar, í anda stefnumörkunar stjórnvalda um loftslagsmál og endurheimt vistkerfa. Tillagan byggir á gildandi aðalskipulagi og tekur mið af landsskipulagsstefnu, vatnaáætlun og öðrum viðeigandi rammaáætlunum.
Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Ferstiklu (L133168) og er um 86,2 ha að stærð. Áætlað er að 67 ha svæði verði skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skipulagslýsingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælir með að landeigandi girði umrætt svæði fjárheldri girðingu og viðhaldi henni.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
8.Eyrarlundur - L177284, aðalskipulagsbreyting
2508002
Aðalskipulagsbreyting.
Erindi dags. 30. júlí 2025 frá Rými teiknistofu f.h. landeiganda.
Sótt er um breytingu á landnotkun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Eyrarlundar L177284.
Landeignin hefur árið 1996 verið leyst úr landbúnaðarnotum af þáverandi landbúnaðarráðherra. Í bréfi ráðherra kom fram að landeignin væri ætluð til byggingar íbúðarhúss. Síðar sama ár samþykkti byggingarnefnd Snæfellsnes- og Borgarfjarðarumdæmis umsókn landeiganda um byggingu íbúðarhúss á lóðinni. Allar götur síðan hefur íbúðarhús verið skráð á lóðinni skv. Fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 var landspildan skilgreind sem frístundabyggð.
Er þess óskað að skilgreining landeignarinnar Eyrarlundar L177284 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar verði breytt í landbúnaðarland L2.
Erindi dags. 30. júlí 2025 frá Rými teiknistofu f.h. landeiganda.
Sótt er um breytingu á landnotkun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Eyrarlundar L177284.
Landeignin hefur árið 1996 verið leyst úr landbúnaðarnotum af þáverandi landbúnaðarráðherra. Í bréfi ráðherra kom fram að landeignin væri ætluð til byggingar íbúðarhúss. Síðar sama ár samþykkti byggingarnefnd Snæfellsnes- og Borgarfjarðarumdæmis umsókn landeiganda um byggingu íbúðarhúss á lóðinni. Allar götur síðan hefur íbúðarhús verið skráð á lóðinni skv. Fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 var landspildan skilgreind sem frístundabyggð.
Er þess óskað að skilgreining landeignarinnar Eyrarlundar L177284 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar verði breytt í landbúnaðarland L2.
Að mati Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar víkur tillagan ekki verulega frá meginstefnu aðalskipulagsins en landið var áður landbúnaðarland áður en því var breytt í frístundabyggð og aðliggjandi land er landbúnaðarland. Tillagan hefur ekki áhrif á stórt svæði, ekki er verið að auka við landnotkun heldur breyta henni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi með áorðnum breytingum fyrir Eyrarlund skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi með áorðnum breytingum fyrir Eyrarlund skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
9.Leirá - Torfholt - Deiliskipulag
2508017
Erindi frá Ásgeiri Kristinssyni f.h. landeigenda.
Sett er fram deiliskipulag fyrir nýbýlið Torfholt í Hvalfjarðarsveit. Lóðinni verður skipt út úr jörðinni Leirá L133774. Fyrirhugað er að byggja íbúðarhús, 6 gestahús og hesthús/vélageymslu. Deiliskipulagið nær yfir 4 ha.
Fyrirlögð gögn eru Skipulagsgögn, greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt umhverfismatsskýrslu og deiliskipulagsuppdrætti.
Aðkoma að Torfholti er af Leirársveitarvegi nr. 504 og um nýjan veg af honum og kvöð er á jörðinni Leirá L133774 um aðkomuveg, eins og hann er sýndur á deiliskipulagsuppdrætti, eða annan sambærilegan.
Torfholt mun tengjast dreifikerfi rafveitu, vatnsveitu frá H avarsstöðum, hitaveitu og ljósleiðara sveitarfélagsins.
Deiliskipulagið fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Stefna deiliskipulagsins er í samræmi við skilmála fyrir landbúnaðarsvæði L2 í aðalskipulagi. Áhrif af stefnu deiliskipulagsins eru metin jákvæð því verið er að byggja upp til fastrar búsetu, landbúnaðarstarfsemi og minniháttar ferðaþjónustu.
Sett er fram deiliskipulag fyrir nýbýlið Torfholt í Hvalfjarðarsveit. Lóðinni verður skipt út úr jörðinni Leirá L133774. Fyrirhugað er að byggja íbúðarhús, 6 gestahús og hesthús/vélageymslu. Deiliskipulagið nær yfir 4 ha.
Fyrirlögð gögn eru Skipulagsgögn, greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt umhverfismatsskýrslu og deiliskipulagsuppdrætti.
Aðkoma að Torfholti er af Leirársveitarvegi nr. 504 og um nýjan veg af honum og kvöð er á jörðinni Leirá L133774 um aðkomuveg, eins og hann er sýndur á deiliskipulagsuppdrætti, eða annan sambærilegan.
Torfholt mun tengjast dreifikerfi rafveitu, vatnsveitu frá H avarsstöðum, hitaveitu og ljósleiðara sveitarfélagsins.
Deiliskipulagið fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Stefna deiliskipulagsins er í samræmi við skilmála fyrir landbúnaðarsvæði L2 í aðalskipulagi. Áhrif af stefnu deiliskipulagsins eru metin jákvæð því verið er að byggja upp til fastrar búsetu, landbúnaðarstarfsemi og minniháttar ferðaþjónustu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum, að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
10.Holtaflöt - Deiliskipulagsbreyting - Tækjahús við Hvalfjarðargöng
2504012
Erindi frá Vegagerðinni dags. 15. ágúst 2025 er varðar ósk um deiliskipulagsbreytingu.
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Holtsflöt í landi Kirkjubóls og Innri-Hólms sem staðfest var af hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps þann 27.03.1995 og af Skipulagsstjóra ríkisins þann 21.04.1995. Er breytingin til komin vegna fyrirhugaðs tækjahúss við Hvalfjarðargöng.
Málið á sér þá forsögu að á 48. fundi USNL-nefndar þann 16.04.2025, hafnaði nefndin erindinu m.a. á grundvelli þess að ekki lá fyrir heimild landeiganda vegna breytinganna. Ekki lá heldur fyrir umsögn Vegagerðar vegna framkvæmda innan 30 m veghelgunarsvæðisins. Ekki var í hinu breytta deiliskipulagi fjallað um aðrar framkvæmdir s.s. gám sem þegar var á svæðinu, vantaði að skilgreina fjarlægð mannvirkis frá sjó og frá þjóðvegi 1 en getið um að sækja ætti um undanþágu vegna nálægðar við þjóðveg. Skv. deiliskipulagsbreytingunni yrði heimilt að staðsetja gám innan lóðarinnar.
USNL-nefnd fjallaði að nýju um málið á 50. fundi sínum þann 2. júlí sl. og voru þá lögð fram breytt gögn vegna málsins. Var erindinu þá aftur hafnað á grundvelli þess að nefndin teldi Vegagerðina ekki hafa uppfyllt þau skilyrði sem sveitarfélagið setti í fyrri afgreiðslu vegna málsins. Var erindinu hafnað á grundvelli þess að ekki lægi fyrir hvernig eignarhaldi væri háttað á svæðinu.
Í framhaldi af afgreiðslu nefndarinnar í júlí sl., lágu fyrir formsatriði varðandi eignarhald svæðisins, en veghelgunarsvæðið var tekið eignarnámi af Vegagerðinni á sínum tíma og er nú formlega í eigu Spalar ehf.
Miðvikudaginn 13. ágúst sl., funduðu forsvarsaðilar Vegagerðarinnar með starfsfólki Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar.
Kom sveitarfélagið á framfæri sínum sjónarmiðum m.a. varðandi að færa fyrirhugað hús lengra frá þjóðvegi 1 og hvaða augum sveitarfélagið lítur á staðsetningu nýs gáms á svæðinu eins og tillaga Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir, en skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir að stöðuleyfi fyrir gáma skuli mest veitt til 12 mánaða nema ákvæði skipulags mæli fyrir um annað.
Á fundinum upplýsti Vegagerðin um reglur og staðla sem um svona tækjahús gilda og hvernig tækjahús eru almennt staðsett við önnur jarðgöng á Íslandi og í Noregi og eins hver tilgangur slíkra húsa sé í tengslum við öryggismál jarðganga.
Í kjölfar fundarins eða þann 15. ágúst sl., barst sveitarfélaginu minnisblað frá Vegagerðinni, þar sem komið er til móts við sjónarmið sveitarfélagsins, húsið færst aftar í lóð (veghelgunarsvæði) Vegagerðarinnar, núverandi tækjagámur, sem staðsettur er í barði ofan vegar, verði fjarlægður þegar nýtt tækjahús er komið í gagnið, og skoðað verði með aðra lausn / aðra staðsetningu fyrir merki og annan búnað og sá gámur verði einnig fjarlægður.
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Holtsflöt í landi Kirkjubóls og Innri-Hólms sem staðfest var af hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps þann 27.03.1995 og af Skipulagsstjóra ríkisins þann 21.04.1995. Er breytingin til komin vegna fyrirhugaðs tækjahúss við Hvalfjarðargöng.
Málið á sér þá forsögu að á 48. fundi USNL-nefndar þann 16.04.2025, hafnaði nefndin erindinu m.a. á grundvelli þess að ekki lá fyrir heimild landeiganda vegna breytinganna. Ekki lá heldur fyrir umsögn Vegagerðar vegna framkvæmda innan 30 m veghelgunarsvæðisins. Ekki var í hinu breytta deiliskipulagi fjallað um aðrar framkvæmdir s.s. gám sem þegar var á svæðinu, vantaði að skilgreina fjarlægð mannvirkis frá sjó og frá þjóðvegi 1 en getið um að sækja ætti um undanþágu vegna nálægðar við þjóðveg. Skv. deiliskipulagsbreytingunni yrði heimilt að staðsetja gám innan lóðarinnar.
USNL-nefnd fjallaði að nýju um málið á 50. fundi sínum þann 2. júlí sl. og voru þá lögð fram breytt gögn vegna málsins. Var erindinu þá aftur hafnað á grundvelli þess að nefndin teldi Vegagerðina ekki hafa uppfyllt þau skilyrði sem sveitarfélagið setti í fyrri afgreiðslu vegna málsins. Var erindinu hafnað á grundvelli þess að ekki lægi fyrir hvernig eignarhaldi væri háttað á svæðinu.
Í framhaldi af afgreiðslu nefndarinnar í júlí sl., lágu fyrir formsatriði varðandi eignarhald svæðisins, en veghelgunarsvæðið var tekið eignarnámi af Vegagerðinni á sínum tíma og er nú formlega í eigu Spalar ehf.
Miðvikudaginn 13. ágúst sl., funduðu forsvarsaðilar Vegagerðarinnar með starfsfólki Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar.
Kom sveitarfélagið á framfæri sínum sjónarmiðum m.a. varðandi að færa fyrirhugað hús lengra frá þjóðvegi 1 og hvaða augum sveitarfélagið lítur á staðsetningu nýs gáms á svæðinu eins og tillaga Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir, en skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir að stöðuleyfi fyrir gáma skuli mest veitt til 12 mánaða nema ákvæði skipulags mæli fyrir um annað.
Á fundinum upplýsti Vegagerðin um reglur og staðla sem um svona tækjahús gilda og hvernig tækjahús eru almennt staðsett við önnur jarðgöng á Íslandi og í Noregi og eins hver tilgangur slíkra húsa sé í tengslum við öryggismál jarðganga.
Í kjölfar fundarins eða þann 15. ágúst sl., barst sveitarfélaginu minnisblað frá Vegagerðinni, þar sem komið er til móts við sjónarmið sveitarfélagsins, húsið færst aftar í lóð (veghelgunarsvæði) Vegagerðarinnar, núverandi tækjagámur, sem staðsettur er í barði ofan vegar, verði fjarlægður þegar nýtt tækjahús er komið í gagnið, og skoðað verði með aðra lausn / aðra staðsetningu fyrir merki og annan búnað og sá gámur verði einnig fjarlægður.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþkkir að auglýsa breytingartillöguna með áorðnum breytingum samkvæmt 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
11.Klafastaðavegur 5, 7 og 9 - Óveruleg deiliskipulagsbreyting
2508006
Erindi dags. 16. júlí 2025 frá VSÓ Ráðgjöf f.h. lóðarhafa Eimskips.
Sótt er um óverulega breytingu á deiliskipulag athafna- og hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis
á Grundartanga, vestursvæðis.
Lóðarhafi að Klafastaðavegi 5, 7 og 9 hyggst nýta lóðirnar sem geymslusvæði.
Í því skyni er lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Með breytingunni felst að skýra nánar fyrirkomulag og afmörkun lóðanna, einkum hvað varðar yfirbragð, nýtingu og aðstöðu innan svæðisins.
Í breytingunni felst meðal annars að byggingarreitum á lóðum nr. 7 og 9 er breytt þannig að spennivirki og aðstöðuhús, sem þegar hafa verið reist á lóðarmörkum, falli innan marka nýrra byggingarreita. Með þessu er tryggt að mannvirkin samræmist ákvæðum deiliskipulagsins.
Breytingin telst óveruleg í skilningi 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gerð er óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir lóðirnar við Klafastaðaveg 5,7 og 9. Við bætast eftirfarandi sérskilmálar fyrir nýtingu og frágang lóða:
Heimilt er að nýta lóðirnar sem geymslusvæði.
Lóðir skulu vera afmarkaðar með girðingum. Ekki er gerð krafa um girðingu milli þessara lóða.
Gerð og frágangi girðinga skal haga þannig að þær valdi ekki truflun fyrir almenna umferð og að ekki stafi af þeim hætta vegna foks eða annras.
Byggingarreitur stækkaður Klafastaðavegur 7 og Klafastaðavegur 9:
Byggingarreitur stækkar til vesturs að lóðarmörkum til að ná yfir þegar uppsett mannvirki á lóðarmörkum, svo sem spennivirki,
þjónustu- og starfsmannahús.
Með breytingunni verða byggingar sem fyrir eru innan marka byggingarreits og samræmast þannig gildandi skipulagsákvæðum.
Lóðarstærð, nýtingarhlutfall og byggingarmagn haldast óbreytt við þessa breytingu.
Sótt er um óverulega breytingu á deiliskipulag athafna- og hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis
á Grundartanga, vestursvæðis.
Lóðarhafi að Klafastaðavegi 5, 7 og 9 hyggst nýta lóðirnar sem geymslusvæði.
Í því skyni er lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Með breytingunni felst að skýra nánar fyrirkomulag og afmörkun lóðanna, einkum hvað varðar yfirbragð, nýtingu og aðstöðu innan svæðisins.
Í breytingunni felst meðal annars að byggingarreitum á lóðum nr. 7 og 9 er breytt þannig að spennivirki og aðstöðuhús, sem þegar hafa verið reist á lóðarmörkum, falli innan marka nýrra byggingarreita. Með þessu er tryggt að mannvirkin samræmist ákvæðum deiliskipulagsins.
Breytingin telst óveruleg í skilningi 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gerð er óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir lóðirnar við Klafastaðaveg 5,7 og 9. Við bætast eftirfarandi sérskilmálar fyrir nýtingu og frágang lóða:
Heimilt er að nýta lóðirnar sem geymslusvæði.
Lóðir skulu vera afmarkaðar með girðingum. Ekki er gerð krafa um girðingu milli þessara lóða.
Gerð og frágangi girðinga skal haga þannig að þær valdi ekki truflun fyrir almenna umferð og að ekki stafi af þeim hætta vegna foks eða annras.
Byggingarreitur stækkaður Klafastaðavegur 7 og Klafastaðavegur 9:
Byggingarreitur stækkar til vesturs að lóðarmörkum til að ná yfir þegar uppsett mannvirki á lóðarmörkum, svo sem spennivirki,
þjónustu- og starfsmannahús.
Með breytingunni verða byggingar sem fyrir eru innan marka byggingarreits og samræmast þannig gildandi skipulagsákvæðum.
Lóðarstærð, nýtingarhlutfall og byggingarmagn haldast óbreytt við þessa breytingu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Grundartanga vestursvæði, enda víkur tillagan að mati nefndarinnar að óverulegu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Nefndin samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Þ.e. Klafastaðavegur 1 L215933, Klafastaðavegur 4 L215936, Klafastaðavegur 12 L220445 og Faxaflóahafnir sf.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
12.Merkjalýsing - Akurey og Skorholtsnes, L 133729.
2508003
Erindi frá Sæmundi Víglundssyni f.h. landeiganda.
Óskað er eftir samþykki fyrir merkjalýsingu vegna Skorholtsness.
Í breytingunum felst m.a. að lóðirnar Skorholtsnes 1 - 4 verða felldar út og lóðirnar sameinaðar Akurey L133729.
Nafni lóðarinnar Skorholtsnes 5 verður breytt í Akurey 1.
Óskað er eftir samþykki fyrir merkjalýsingu vegna Skorholtsness.
Í breytingunum felst m.a. að lóðirnar Skorholtsnes 1 - 4 verða felldar út og lóðirnar sameinaðar Akurey L133729.
Nafni lóðarinnar Skorholtsnes 5 verður breytt í Akurey 1.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Sæmundur Víglundsson vék að fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Sæmundur Víglundsson vék að fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
13.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Neðra-Skarð 133792 - Flokkur 1
2506006
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 9. júlí 2025 að grenndarkynna byggingarleyfi íbúðarhúss á Neðra-Skarði í Hvalfjarðarsveit fyrir aðliggjandi lóðarhöfum s.s. Neðra-Skarði 1 L223468 og Neðra-Skarði 2 L176172.
Sótt var um leyfi til að byggja einlyft einbýlishús, stærð 72,5m2 og 257,9 m3 á jörðinni.
Tillagan var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og var kynningartími frá 11. júlí 2025 til 8. ágúst 2025. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Sótt var um leyfi til að byggja einlyft einbýlishús, stærð 72,5m2 og 257,9 m3 á jörðinni.
Tillagan var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og var kynningartími frá 11. júlí 2025 til 8. ágúst 2025. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu sem grenndarkynnt var í Skipulagsgátt án athugasemda.
14.Starfsleyfi Elkem á Grundartanga - framlenging.
2508018
Erindi frá Umhverfis- og orkustofnun þar sem vakin er athygli á auglýsingu vegna áforma um framlengingu á starfsleyfi Elkem á Grundartanga.
Áformað er að framlengja starfsleyfi Elkem ehf. á Grundartanga sem gildir fyrir framleiðslu á kísil og kísiljárni. Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að framlengja starfsleyfi rekstraraðila í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Framlenging á starfsleyfi er heimil til eins árs eða til 1. september 2026.
Athugasemdir við áform um framlengingu leyfisins skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun á netfangið uos@uos.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 25. ágúst 2025.
Áformað er að framlengja starfsleyfi Elkem ehf. á Grundartanga sem gildir fyrir framleiðslu á kísil og kísiljárni. Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að framlengja starfsleyfi rekstraraðila í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Framlenging á starfsleyfi er heimil til eins árs eða til 1. september 2026.
Athugasemdir við áform um framlengingu leyfisins skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun á netfangið uos@uos.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 25. ágúst 2025.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd að starfsleyfi Elkem á Grundartanga verði framlengt um eitt ár, eða til 1. september 2026 eins og Umhverfis- og Orkustofnun hefur heimild til.
Endalegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endalegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
15.Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar - 2024
2508013
Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar 2024.
Náttúrufræðistofnun hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2024. Þetta er fyrsta ársskýrsla sameinaðrar stofnunar og jafnframt síðasta ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.
Í skýrslunni er farið yfir helstu verkefni ársins, sameiningarferlið og framtíðarsýn nýrrar stofnunar. Einnig er rakin saga stofnananna þriggja sem nú hafa sameinast í eina heild.
Árið 2024 einkenndist af fjölbreyttum rannsóknum og verkefnum á sviði náttúruvöktunar, landmælinga og kortagerðar, auk þess undirbúningi og framkvæmd sameiningar, þar á meðal samræmingu starfshátta, samþættingu gagna og mótun nýrrar ásýndar.
Ársskýrslan er birt í vefformi sem gerir hana aðgengilega og auðvelt er að fletta á milli kafla og efnisflokka. Einnig er hægt að skoða hana í hefðbundnu pdf-formi.
Náttúrufræðistofnun hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2024. Þetta er fyrsta ársskýrsla sameinaðrar stofnunar og jafnframt síðasta ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.
Í skýrslunni er farið yfir helstu verkefni ársins, sameiningarferlið og framtíðarsýn nýrrar stofnunar. Einnig er rakin saga stofnananna þriggja sem nú hafa sameinast í eina heild.
Árið 2024 einkenndist af fjölbreyttum rannsóknum og verkefnum á sviði náttúruvöktunar, landmælinga og kortagerðar, auk þess undirbúningi og framkvæmd sameiningar, þar á meðal samræmingu starfshátta, samþættingu gagna og mótun nýrrar ásýndar.
Ársskýrslan er birt í vefformi sem gerir hana aðgengilega og auðvelt er að fletta á milli kafla og efnisflokka. Einnig er hægt að skoða hana í hefðbundnu pdf-formi.
Lagt fram til kynningar.
16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 106
2507005F
Lagt fram.
- 16.1 2507007 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hrísabrekka 20 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 106 Umsóknin samræmist lögum um amannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 16.2 2507006 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Móar 207358 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 106 Umsóknin samræmist lögum um amannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 16.3 2507014 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bláskógar 3 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 106 Samrýmist skipulagi og er samþykkt.
17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 107
2507006F
Lagt fram.
- 17.1 2507019 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gröf II 207694 - Flokkur 2Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 107 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 17.2 2507020 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Þaravellir 133728 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 107 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Fundi slitið - kl. 17:00.
A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar. Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt. Fyrri Núparétt er sunnudaginn 14. september kl. 13 og seinni rétt laugardaginn 27. september þegar smölun lýkur.
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon. Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru, nema ef réttarstjóri og leitarstjóri ákveði annað. Fyrri Reynisrétt er laugardaginn 27. september þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Sigurgeir Guðni Ólafsson.
Réttarstjóri er Sævar Ingi Jónsson.
Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir. Fyrri Svarthamarsrétt er sunnudaginn 21. september kl. 10 og seinni rétt sunnudaginn 5. október þegar smölun lýkur.
Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen.
Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.
Kaffiveitingar verða að höfðu samráði við réttarstjóra.