Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

83. fundur 12. ágúst 2025 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Marteinn Njálsson 2. varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Salvör Brandsdóttir boðar forföll.

1.Íþróttahús - Heiðarborg

2001042

Vinna við fyrsta áfanga íþróttahússins er að mestu lokið. Húsið hefur verið klætt, en frágangi á grófjöfnun lóðar er í gangi. Verksamningur vegna áfanga 2. við K16 ehf var undirritaður 6.ágúst 2025, og er áætlaður verklokatími 1.ágúst 2026.
Verkstaða framkvæmda kynnt.

2.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd

2409030

Farið yfir verkstöðu framkvæmda.
Verkstaða framkvæmda kynnt.

3.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Yfirferð á verkstöðu framkvæmda við Eiðisvatn.
Verkstaða framkvæmda kynnt.

4.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg

2202016

Andrúm arkitektar hafa skilað inn grunnmynd af tillögu 3 sem unnin var í samráði með vinnuhóp sveitarfélagsins.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja hönnun á innra skipulagi leikskólans, nefndin gerir athugasemdir við þakgerð byggingarinnar á núverandi hönnunarstigi. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða út verkfræðihluta hönnunar leikskólans í lokuðu útboði.

5.Krossland - Opin svæði leiksvæði.

2409033

Verkfræðistofan Efla hefur gert drög að leiksvæðaskipulagi, staðsetningu leiktækja ásamt öðrum tillögum. Framlögð er fornleifaskýrsla af svæðinu frá Fornleifastofnun Íslands SES.
Lagt fram til kynningar.

6.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028

2409031

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir verkstöðu framkvæmda.
Verkstaða framkvæmda kynnt.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar