Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 424
2507001F
Fundargerðin framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51
2507004F
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við tillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir Borgarbyggð 2025-2037.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við tillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir Borgarbyggð 2025-2037."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar eftir köldu neysluvatni, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og tilheyrandi fylgiskjölum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, sbr. einnig umsókn landeiganda, dags. 30. júní 2025.
Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar.
Kostnaður við framkvæmdaleyfi og úttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
Gildistími framkvæmdaleyfis verði til 01.08.2026.
Verði þörf á að færa til rotþrær á svæðínu vegna tilkomu nýrrar vatnsveitu, fer nefndin fram á að það verði gert í samráði við sveitarfélagið og eftir atvikum getur þurft að breyta deiliskipulagi vegna þess.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill árétta að óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
Endanlegri afgreiðslu vegna framkvæmdaleyfis vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin mælir með að landeigandi girði umrætt svæði fjárheldri girðingu og viðhaldi henni.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðanna og merkjalýsingu vegna þeirra.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Melahverfis I og II, með áorðnum breytingum í samræmi við 3. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Svör við framkomnum athugasemdum liggja fyrir á fundinum og voru þær samþykktar og er umhverfis- og skipulagsdeild falið að svara framkomnum athugasemdum.
Tillögunni vísað til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Melahverfis I og II, með áorðnum breytingum, í samræmi við 3. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögunni vísað til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skipuð verði raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 51 Í ljósi þess að þynningarsvæði er ennþá í gildi í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, telur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd sér ekki fært um að samþykkja erindið.
Nefndin vill benda á að fyrirhugað er að hefja vinnu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins með það að markmiði að fella niður þynningarsvæðið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Menningar- og markaðsnefnd - 59
2506004F
Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Menningar- og markaðsnefnd - 59 Valdimar kom undir þessum lið og kynnti drög að dagskrá fyrir Hvalfjarðardaga 2025. Menningar- og markaðsnefnd þakkar Valdimari fyrir góða og áhugaverða kynningu á spennandi dagskrá. Nefndin óskar skipuleggjendum góðs gengis með framkvæmd Hvalfjarðardaga 2025.
Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir endurgjaldslausum afnotkun af Miðgarði sunnudaginn 17. ágúst 2025 í tengslum við Hvalfjarðardaga. Afgreiðslu vegna beiðni um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Hvalfjarðardagar verða haldnir dagana 14. til 17. ágúst 2025. Fram er komin glæsileg dagskrá með fjölbreyttum viðburðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Óskað var eftir endurgjaldslausum afnotum af Miðgarði í tengslum við Hvalfjarðardaga. Síðan fundur Menningar- og markaðsnefndar fór fram hafa orðið breytingar og er nú ekki þörf á afnotum af Miðgarði.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sendir íbúum góðar óskir um gleðilega Hvalfjarðardaga og hvetur bæði íbúa og gesti til að njóta hátíðarinnar og gera sér glaða daga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna fyrirhugaðra verndartolla ESB á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi.
2508004
Áskorun frá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
Áskorun frá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til íslenskra stjórnvalda vegna fyrirhugaðra verndartolla ESB á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi var send ráðherrum, þingmönnum Norðvesturkjördæmis og fréttamiðlum þann 28. júlí síðastliðinn.
Þann 31. júlí sl. áttu fulltrúar frá Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupsstað fund með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna málsins. Farið var ítarlega yfir málið og ráðherra voru kynntar áskoranir/ályktarnir beggja sveitarstjórna í málinu.
Þann 31. júlí sl. áttu fulltrúar frá Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupsstað fund með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna málsins. Farið var ítarlega yfir málið og ráðherra voru kynntar áskoranir/ályktarnir beggja sveitarstjórna í málinu.
5.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.
2508005
Aðalfundarboð.
Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar verður haldinn fimmtudaginn 21. ágúst nk. í Stjórnsýsluhúsinu í Melahverfi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð og atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð og atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Umsagnarbeiðni - breyting rekstrarleyfis Móar guesthouse,cottages.
2508001
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Gandheimar, L 133740 og Geldingaá, L 133739 - aðalskipulagsbreyting.
2504027
Erindi frá landeigendum að Geldingaá og Gandheimum og Námufjelaginu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Fram hefur komið í gögnum málsins að matsáætlun og álit Skipulagsstofnunar vegna hennar, liggi fyrir en það er áætlun framkvæmdaraðila um hvernig fyrirhugað er að standa að umhverfismati fyrirhugaðrar framkvæmdar og á hvaða þætti framkvæmdarinnar og umhverfis verði lögð áhersla í umhverfismatsskýrslu.
Fram hefur einnig komið að umhverfismatsskýrsla sé í vinnslu á vegum framkvæmdaraðila/landeiganda og að niðurstaða Skipulagsstofnunar muni í framhaldi liggja fyrir en umhverfismatsskýrsla fjallar um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar eða áætlunar og starfsemi sem henni fylgir ásamt tillögum um mótvægisaðgerðir eftir því sem við á.
Fyrirhuguð efnistaka fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skv. lið 2.01 í 1. viðauka laganna, segir að efnistaka þar sem áætlað er að raska 25 ha svæði eða stærra eða efnismagn sé 500.000 m3 eða meira, sé ávallt háð umhverfismati og eins og fram kemur í erindinu er unnið að umhverfismati fyrir efnistökuna samkvæmt kröfum laganna.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fjallaði um málið á 49. fundi sínum þann 4. júní 2025.
Í bókun nefndarinnar kom m.a. fram að í stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sé gert ráð fyrir að efnistaka verði takmörkuð við núverandi staði til að vernda sem mest lítt raskað land í sveitarfélaginu, en umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Jafnframt kom fram að forðast skuli efnistöku á svæðum sem hafa sérstakt verndargildi, s.s. friðlýstum svæðum, svæðum á náttúruminjaskrá og hverfisverndarsvæðum, en í nágrenni fyrirhugaðs efnistökusvæðis eru m.a. vatnsverndarsvæði og hverfisverndarsvæði.
Í almennum skilmálum í aðalskipulaginu segir að engar framkvæmdir eða starfsemi sem ógnað geta brunnsvæðum verði leyfðar í nágrenni þeirra.
Þá kemur fram í stefnu aðalskipulagsins að afmörkuð séu rúmlega 30 efnistökusvæði og gert ráð fyrir áframhaldandi efnistöku á þeim svæðum sem þegar eru nýtt.
Efnistökusvæði í Hvalfjarðarsveit eru nú um 38 talsins og er stærð þeirra alls um 200 hektarar. Fyrirhugað námusvæði í Geldingaá/Gandheimum verður 52 hektarar sem er um fjórðungs aukning á svæði undir námur í sveitarfélaginu.
Í október á sl. ári, 2024, var hafist handa við dælingu vatns úr botni Skorholtsnámu. Sú aðgerð var af mörgum landeigendum á svæðinu talin hafa afgerandi áhrif á vatnsborðsstöðu á aðliggjandi svæði. Ekki er því unnt að útiloka að svæðið sé viðkvæmt m.t.t. vatnsbúskapar á heildarsvæðinu og ljóst að fara verður varlega í allar meiriháttar aðgerðir eins og fyrirhuguð efnistaka í Geldingaá/Gandheimum telst vera.
Á fundi Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar í september 2024, undir lið um fjárhagsáætlun ársins 2025, var ákveðið að ráðast í að skoða námumál í sveitarfélaginu á árinu 2025.
Leitaði nefndin eftir verðupplýsingum frá nokkrum aðilum vegna skoðunar á núverandi námum í sveitarfélaginu.
Í þessu fólst m.a. að skoða hverja og eina námu í sveitarfélaginu, þó aðallega þær stærstu, gera dróna-yfirborðsmælingu og áætla það magn sem búið er að taka úr viðkomandi námu, skila yfirborði náma í þrívídd og gögnin styðjist við fastmerki til að hægt sé að gera samanburð við síðari mælingar/landlíkön. Með öðrum orðum er verkefnið að gera landlíkön, reikna magn og flatarmál og gera stutta skýrslu um stöðu mála.
Samið var við Verkís verkfræðistofu um verkið, það var unnið sumarið 2025 og vinnur Verkís nú að úrvinnslu vegna þessarar vinnu og væntir sveitarfélagið þess að niðurstöður liggi fyrir á næstu vikum.
Í gögnum Námufélagsins má skilja sem svo að efni til reiðu í sveitarfélaginu sé senn á þrotum, að efnisskortur sé fyrirsjáanlegur á næstu árum og þörf sé á nýjum námusvæðum í náinni framtíð ef ekki eigi að verða skortur á efni í komandi framtíð.
Tilgangur sveitarfélagsins með skoðun á öllum stærstu námum sveitarfélagsins er einmitt sá að fá heildarmynd á stöðu efnistöku í sveitarfélaginu og þannig átta sig á hvort þörf sé á meira efnismagni í komandi framtíð.
Hinsvegar eru ákvæði aðalskipulagsins nokkuð skýr varðandi það að efnistaka á skipulagstímabilinu 2020-2032, verði takmörkuð við núverandi staði og jafnframt að forðast skuli efnistöku á verndarsvæðum og að engar framkvæmdir, sem ógnað geti brunnsvæðum, verði heimilaðar í nágrenni þeirra.
Ákvæði aðalskipulagsins eru nokkuð afdráttarlaus hvað varðar vatnsvernd og stækkun efnistökusvæða. Með niðurstöðu Verkís að leiðarljósi, síðar á þessu ári, mun væntanlega verða hægt að sjá hvort fyrirsjáanlega verði skortur á efni til framkvæmda í komandi framtíð. Verði það niðurstaðan er skv. aðalskipulaginu gert ráð fyrir að núverandi námur geti í einhverjum tilfellum stækkað en ekki er gert ráð fyrir að námum fjölgi.
Vill sveitarfélagið bíða eftir niðurstöðu Verkís vegna magntökurannsókna á námum í sveitarfélaginu og byggja ákvarðanir um framtíð námumála í framhaldi af þeirri skýrslu.
Jafnframt í ljósi þeirra vísbendinga sem fram hafa komið um næmi svæðisins, svo sem m.t.t. breytinga á vatnsborðsstöðu og ákvæða um vernd svæðisins, vill sveitarfélagið stíga varlega til jarðar varðandi að heimila stórfellda efnistöku á svæðinu og í því sambandi er rétt að benda á að unnið er að umhverfismatsskýrslu á vegum landeigenda sem m.a. Skipulagsstofnun og aðrir umsagnaraðilar (opinberar stofnanir, stjórnvöld eða aðrir lögaðilar) munu eflaust fjalla um þegar þar að kemur.
Í ljósi alls ofangreinds telur sveitarstjórn sér ekki fært að taka erindið til umfjöllunar eða að heimila aðilum að hefja skipulagsvinnu, samhliða umhverfismati, eins og óskað er eftir í erindinu, fyrr en faglegar forsendur og álit sérfræðinga liggja fyrir og ekki hvað síst niðurstaða sveitarfélagsins um stöðu námumála og hvort þörf sé á breytingum á námusvæðum í tengslum við þá stöðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Fram hefur komið í gögnum málsins að matsáætlun og álit Skipulagsstofnunar vegna hennar, liggi fyrir en það er áætlun framkvæmdaraðila um hvernig fyrirhugað er að standa að umhverfismati fyrirhugaðrar framkvæmdar og á hvaða þætti framkvæmdarinnar og umhverfis verði lögð áhersla í umhverfismatsskýrslu.
Fram hefur einnig komið að umhverfismatsskýrsla sé í vinnslu á vegum framkvæmdaraðila/landeiganda og að niðurstaða Skipulagsstofnunar muni í framhaldi liggja fyrir en umhverfismatsskýrsla fjallar um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar eða áætlunar og starfsemi sem henni fylgir ásamt tillögum um mótvægisaðgerðir eftir því sem við á.
Fyrirhuguð efnistaka fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skv. lið 2.01 í 1. viðauka laganna, segir að efnistaka þar sem áætlað er að raska 25 ha svæði eða stærra eða efnismagn sé 500.000 m3 eða meira, sé ávallt háð umhverfismati og eins og fram kemur í erindinu er unnið að umhverfismati fyrir efnistökuna samkvæmt kröfum laganna.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fjallaði um málið á 49. fundi sínum þann 4. júní 2025.
Í bókun nefndarinnar kom m.a. fram að í stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sé gert ráð fyrir að efnistaka verði takmörkuð við núverandi staði til að vernda sem mest lítt raskað land í sveitarfélaginu, en umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Jafnframt kom fram að forðast skuli efnistöku á svæðum sem hafa sérstakt verndargildi, s.s. friðlýstum svæðum, svæðum á náttúruminjaskrá og hverfisverndarsvæðum, en í nágrenni fyrirhugaðs efnistökusvæðis eru m.a. vatnsverndarsvæði og hverfisverndarsvæði.
Í almennum skilmálum í aðalskipulaginu segir að engar framkvæmdir eða starfsemi sem ógnað geta brunnsvæðum verði leyfðar í nágrenni þeirra.
Þá kemur fram í stefnu aðalskipulagsins að afmörkuð séu rúmlega 30 efnistökusvæði og gert ráð fyrir áframhaldandi efnistöku á þeim svæðum sem þegar eru nýtt.
Efnistökusvæði í Hvalfjarðarsveit eru nú um 38 talsins og er stærð þeirra alls um 200 hektarar. Fyrirhugað námusvæði í Geldingaá/Gandheimum verður 52 hektarar sem er um fjórðungs aukning á svæði undir námur í sveitarfélaginu.
Í október á sl. ári, 2024, var hafist handa við dælingu vatns úr botni Skorholtsnámu. Sú aðgerð var af mörgum landeigendum á svæðinu talin hafa afgerandi áhrif á vatnsborðsstöðu á aðliggjandi svæði. Ekki er því unnt að útiloka að svæðið sé viðkvæmt m.t.t. vatnsbúskapar á heildarsvæðinu og ljóst að fara verður varlega í allar meiriháttar aðgerðir eins og fyrirhuguð efnistaka í Geldingaá/Gandheimum telst vera.
Á fundi Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar í september 2024, undir lið um fjárhagsáætlun ársins 2025, var ákveðið að ráðast í að skoða námumál í sveitarfélaginu á árinu 2025.
Leitaði nefndin eftir verðupplýsingum frá nokkrum aðilum vegna skoðunar á núverandi námum í sveitarfélaginu.
Í þessu fólst m.a. að skoða hverja og eina námu í sveitarfélaginu, þó aðallega þær stærstu, gera dróna-yfirborðsmælingu og áætla það magn sem búið er að taka úr viðkomandi námu, skila yfirborði náma í þrívídd og gögnin styðjist við fastmerki til að hægt sé að gera samanburð við síðari mælingar/landlíkön. Með öðrum orðum er verkefnið að gera landlíkön, reikna magn og flatarmál og gera stutta skýrslu um stöðu mála.
Samið var við Verkís verkfræðistofu um verkið, það var unnið sumarið 2025 og vinnur Verkís nú að úrvinnslu vegna þessarar vinnu og væntir sveitarfélagið þess að niðurstöður liggi fyrir á næstu vikum.
Í gögnum Námufélagsins má skilja sem svo að efni til reiðu í sveitarfélaginu sé senn á þrotum, að efnisskortur sé fyrirsjáanlegur á næstu árum og þörf sé á nýjum námusvæðum í náinni framtíð ef ekki eigi að verða skortur á efni í komandi framtíð.
Tilgangur sveitarfélagsins með skoðun á öllum stærstu námum sveitarfélagsins er einmitt sá að fá heildarmynd á stöðu efnistöku í sveitarfélaginu og þannig átta sig á hvort þörf sé á meira efnismagni í komandi framtíð.
Hinsvegar eru ákvæði aðalskipulagsins nokkuð skýr varðandi það að efnistaka á skipulagstímabilinu 2020-2032, verði takmörkuð við núverandi staði og jafnframt að forðast skuli efnistöku á verndarsvæðum og að engar framkvæmdir, sem ógnað geti brunnsvæðum, verði heimilaðar í nágrenni þeirra.
Ákvæði aðalskipulagsins eru nokkuð afdráttarlaus hvað varðar vatnsvernd og stækkun efnistökusvæða. Með niðurstöðu Verkís að leiðarljósi, síðar á þessu ári, mun væntanlega verða hægt að sjá hvort fyrirsjáanlega verði skortur á efni til framkvæmda í komandi framtíð. Verði það niðurstaðan er skv. aðalskipulaginu gert ráð fyrir að núverandi námur geti í einhverjum tilfellum stækkað en ekki er gert ráð fyrir að námum fjölgi.
Vill sveitarfélagið bíða eftir niðurstöðu Verkís vegna magntökurannsókna á námum í sveitarfélaginu og byggja ákvarðanir um framtíð námumála í framhaldi af þeirri skýrslu.
Jafnframt í ljósi þeirra vísbendinga sem fram hafa komið um næmi svæðisins, svo sem m.t.t. breytinga á vatnsborðsstöðu og ákvæða um vernd svæðisins, vill sveitarfélagið stíga varlega til jarðar varðandi að heimila stórfellda efnistöku á svæðinu og í því sambandi er rétt að benda á að unnið er að umhverfismatsskýrslu á vegum landeigenda sem m.a. Skipulagsstofnun og aðrir umsagnaraðilar (opinberar stofnanir, stjórnvöld eða aðrir lögaðilar) munu eflaust fjalla um þegar þar að kemur.
Í ljósi alls ofangreinds telur sveitarstjórn sér ekki fært að taka erindið til umfjöllunar eða að heimila aðilum að hefja skipulagsvinnu, samhliða umhverfismati, eins og óskað er eftir í erindinu, fyrr en faglegar forsendur og álit sérfræðinga liggja fyrir og ekki hvað síst niðurstaða sveitarfélagsins um stöðu námumála og hvort þörf sé á breytingum á námusvæðum í tengslum við þá stöðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Faxaflóahafnir sf.
2504040
Aðalfundargerð og fundargerð 258. fundar.
Fundargerðirnar framlagðar.
Fundi slitið - kl. 15:43.