Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Hvalfjarðardagar 2025
2411038
Verksamningur við Valdimar Inga Brynjarsson og Hjörvar Gunnarsson um skipulagningu og framkvæmd Hvalfjarðardaga 2025 hefur verið undirritaður.
Hvalfjarðardagar fara fram þriðju helgina í ágúst, 15 til 17 ágúst 2025.
Hvalfjarðardagar fara fram þriðju helgina í ágúst, 15 til 17 ágúst 2025.
2.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Unnið hefur verið að því að útbúa áningarstað við sögu- og merkistaðaskiltin í sveitarfélaginu og hafa nú verið settir upp bekkir við Hallgrímskirkju í Saurbæ, þar sem fyrsta slíka skiltið var reist. Þar má einnig finna göngustíg sem liggur niður að fjörunni, sem gerir staðinn að kjörnum áningarstað.
Leyfi frá landeigendum liggur fyrir.
Stefnt er að því að setja bekk við skiltið við Hléseyjarveg, leyfi frá landeigum liggur nú þegar fyrir.
Leyfi frá landeigendum liggur fyrir.
Stefnt er að því að setja bekk við skiltið við Hléseyjarveg, leyfi frá landeigum liggur nú þegar fyrir.
Málið rætt.
3.Þjóðhátíðardagur - 17 júní 2025
2411039
Hátíðarhöld á 17. júní fóru fram í Heiðarskóla. Ræðumaður dagsins var Sr. Þráinn Haraldsson, sóknarprestur í Saurbæjarprestakalli og fjallkona var Karen Líndal sem flutti ljóðið Sveitasæla eftir Steingrím Thorsteinsson.
Kór Saurbæjarprestakalls söng nokkur létt lög undir stjórn Davids Curtright og Gróu Valdimars. Leiklistarhópurinn Melló kom fram með atriði úr leikritinu Gauragangi, auk þess að Solla og Íþróttaálfurinn úr Latabæ kíktu í heimsókn.
Lalli töframaður mætti einnig á svæðið með töfra, gleði og grín og galdraði fram blöðrudýr fyrir krakkana. Einnig var boðið upp á andlitsmálun og hoppukastala.
Félagar úr Hestamannafélaginu Dreyra teymdu undir þá sem vildu og boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi og kræsingar.
Kór Saurbæjarprestakalls söng nokkur létt lög undir stjórn Davids Curtright og Gróu Valdimars. Leiklistarhópurinn Melló kom fram með atriði úr leikritinu Gauragangi, auk þess að Solla og Íþróttaálfurinn úr Latabæ kíktu í heimsókn.
Lalli töframaður mætti einnig á svæðið með töfra, gleði og grín og galdraði fram blöðrudýr fyrir krakkana. Einnig var boðið upp á andlitsmálun og hoppukastala.
Félagar úr Hestamannafélaginu Dreyra teymdu undir þá sem vildu og boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi og kræsingar.
Dagurinn var vel heppnaður og þakkar Menningar- og markaðsnefnd öllum sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og sendir Tónlistarfélagi Hvalfjarðarsveitar og kór Saurbæjarprestakalls sérstakar þakkir fyrir að skipuleggja og halda utan um hátíðarhöldin með glæsibrag.
4.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit
1905042
Í samstarfi við auglýsingarstofuna ENNEMM hefur verið í gangi samfélagsmiðlaherferð síðustu misseri. Árangur herferðarinnar liggur nú fyrir.
Málið rætt og lagt fram til kynningar.
5.Barnaþing 2025.
2503015
Samantekt frá Barnaþingi 2025 var vísað inn til kynningar í allar nefndir sveitarfélagsins af sveitastjórn.
Málið rætt og lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:40.
Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir endurgjaldslausum afnotkun af Miðgarði sunnudaginn 17. ágúst 2025 í tengslum við Hvalfjarðardaga. Afgreiðslu vegna beiðni um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.