Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Ása Hólmarsdóttir og Svenja Neele Verena Auhage boðuðu forföll.
1.Aðalskipulag - þynningarsvæði.
2506015
Erindi frá Hvalfjarðarsveit er varðar breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna afnáms þynningarsvæðis.
Forsögu að stóriðju á Grundartanga má rekja aftur til ársins 1977 þegar þáverandi ráðherra gaf út starfsleyfi fyrir járnblendiverksmiðju á Grundartanga. Árið 1979 var verksmiðjan svo gangsett en íslenska ríkið var á þeim tíma meirihlutaeigandi að Íslenska járnblendifélaginu hf.
Árið 1997, eða 20 árum síðar, samdi íslenska ríkið við Norðurál um rekstur álbræðslu á Grundartanga og gaf þáverandi Umhverfisráðherra út starfsleyfi vegna þess.
Árið 1994 var sett mengunarvarnarreglugerð nr. 48/1994, með stoð í lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, þar sem þynningarsvæði var skilgreint sem sá hluti viðtaka þar sem þynning mengunar á sér stað og eftirlitsaðilar (Hollustuvernd ríkisins) samþykktu að mengun mætti vera yfir viðmiðunarmörkum. Var ráðið af reglugerðinni að Hollustuvernd ríkisins skyldi afmarka þynningarsvæði í starfsleyfum iðjuvera.
Þá var sett reglugerð af stjórnvöldum nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, með stoð í lögum nr. 7/1998, þar sem mælt var fyrir um þynningarsvæði og það skilgreint sem sá hluti viðtaka sem þynning mengunar á sér stað og ákvæði starfsleyfis kvæði á um að mengun mætti vera yfir umhverfismörkum eða gæðamarkmiðum.
Árið 2002 tók gildi reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og var þar mælt fyrir um að íbúðarhúsnæði skyldi ekki vera á þynningarsvæði.
Stofnanir ríkisins höfðu einnig forgöngu um að ekki skyldi stundaður hefðbundinn landbúnaður, heynytjar eða beit á túnum innan þynningarsvæðis, Skipulagsstofnun úrskurðaði um þetta árið 2002 í tengslum við stækkun Norðuráls.
Með lögum nr. 66/2017, sem tóku gildi 1. júlí 2017, voru gerðar breytingar á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir en með setningu þessara laga var innleidd tilskipun ESB 2010/75 um losun í iðnaði sem gerir ekki ráð fyrir þynningarsvæðum.
Í kjölfar lagabreytinganna var sett reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunareftirlit sem mælir ekki fyrir um þynningarsvæði. Með þessari reglugerð voru einnig settar nýjar BAT kröfur (Besta Aðgengilega Tækni) sem skyldu koma fram í starfsleyfum, sbr. einnig 2. mgr. 9. gr. laganna.
Í þessum laga og reglugerðabreytingum fólst sú stefnumörkun að skilgreina ekki lengur þynningarsvæði í starfsleyfum. Og til frekari skýringa, þá gildir nú, eftir fyrrnefndar lagabreytingar, að í staðinn fyrir þynningarsvæði skulu viðmiðunarmörk fyrir losun mengandi efna gilda á losunarstað efnanna við losunarstöð, sbr.1. mgr. 10. gr. laga nr. 7/1998. Einnig gilda hinar nýju BAT kröfur (Besta Aðgengilega Tækni) sem framvegis eiga að koma fram í starfsleyfum. Umhverfis- og orkustofnun (eftirlitsaðili) fer með eftirlit með starfsemi og starfsleyfi stóriðju á Grundartanga.
Þá má nefna að í greinargerð ríkisins, dags. 22. júní 2023 sem ríkið lagði fram vegna máls sem var höfðað vegna þynningarsvæðis gegn ríkinu og Hvalfjarðarsveit, kom fram að ekki væri unnt að veita ný starfsleyfi fyrr en upplýsingar lægju fyrir um dreifingu mengunar frá starfsemi.
Sveitarfélagið fékk tilkynningu frá Umhverfis og orkustofnun í maí 2025 um að stofnunin hefði auglýst tillögu að starfsleyfum Elkem og Norðuráls. Var sveitarfélaginu boðið að skila athugasemdum sem og var gert. Hinn 19. júní 2025 tók Umhverfis- og orkustofnun ákvörðun um að fella brott þynningarsvæði úr starfsleyfum Elkem og Norðuráls.
Ákvarðarnir ríkisins um þynningarsvæði, í tímans rás, hafa verið teknar upp í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur talið sér skylt að gera það.
Ákvæði um þynningarsvæði og bann við íbúðarhúsnæði á þynningarsvæði hafa nú verið afnumin úr reglum og starfsleyfum stóriðjuvera á Grundartanga. Samkvæmt breyttum starfsleyfum stóriðjuvera má mengun nú ekki fara yfir loftgæðamörk/viðmiðunarmörk utan iðnaðarsvæðisins á Grundartanga eins og það er skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Forsendur fyrir þynningarsvæðum í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar eru því brostnar með breyttum lögum og reglugerðum svo og breyttum starfsleyfum stóriðjuvera, sem gera ekki ráð fyrir þynningarsvæðum.
Í gildandi aðalskipulagi 2020-2032, sem tók gildi árið 2023, er kveðið á um að þynningarsvæði sé víkjandi á skipulagstímabili og gert ráð fyrir að það verði fellt út og takmarkanir innan þess endurskoðaðar samhliða endurnýjun starfsleyfa stóriðjuvera á Grundartanga, vegna breyttrar stefnumörkunar ríkisins í umhverfis- og loftgæðamálum með lögum nr. 66/2017 sem rekja má til innleiðingar á tilskipun ESB.
Í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, er tiltekið að afmarka skuli varúðarsvæði þar sem takmarkanir gilda vegna hættu fyrir heilsu og öryggi manna svo sem vegna hávaða, mengunar, hættulegra efna og annarra takmarkana sem setja þarf í varúðarskyni.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 segir um varúðarsvæði (þynningarsvæði), í kafla 2.5.4:
"Varúðarsvæði vegna starfsemi á Grundartangasvæðinu eru sýnd á aðalskipulagsuppdrætti, en eru víkjandi á skipulagstímabilinu. Gert er ráð fyrir að þau verði felld út á skipulagstímabilinu samhliða endurnýjun starfsleyfa fyrirtækja á svæðinu. Meðan þynningarsvæði við Grundartanga er gildandi er að jafnaði ekki heimil skipulögð byggð eða ástundun hefðbundins búskapar, heynytja, akuryrkju eða beit á túnum nema sýnt sé fram á að mengun í jarðvegi og grunnvatni sé undir viðmiðunarmörkum."
Þá segir í kafla 2.5.4. í almennum skilmálum „Takmarkanir vegna þynningarsvæðis umhverfis Grundartanga verða endurskoðaðar með endurnýjun starfsleyfa á svæðinu.“ ... „ Við niðurfellingu þynningarsvæða skal sýna fram á að mengun frá Grundartangasvæðinu sé undir viðmiðunarmörkum vegna þungmálma, lífrænna efnasambanda og sjúkdómsvalda í jarðvegi í samræmi við viðauka I í reglugerð nr. 1400/2020.“
Sveitarfélagið þarf að undirbúa breytingu á aðalskipulagi vegna ákvörðunar stjórnvalda að afnema ákvæði um þynningarsvæði úr reglum og starfsleyfum. Sveitarfélagið veltir óneitanlega fyrir sér hvernig skipulagsákvörðunum skuli vera háttað á því svæði sem hefur verið skilgreint sem þynningarsvæði í gegnum tíðina, m.t.t. uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, landbúnaðar o.fl. Að auki hverjum beri að kosta rannsóknir og eftirlit á svæðinu, í ljósi þess að íslensk stjórnvöld og stofnanir á vegum þess, samþykktu á sínum tíma rekstur álbræðslu og járnblendiverksmiðju á Grundartanga, settu lög og reglugerðir og gáfu út starfsleyfi, sem voru grundvöllur að því svæði þar sem mengun mátti þynnast út á.
Það er því ljóst að vandasamt verk er framundan hjá sveitarfélaginu.
Forsögu að stóriðju á Grundartanga má rekja aftur til ársins 1977 þegar þáverandi ráðherra gaf út starfsleyfi fyrir járnblendiverksmiðju á Grundartanga. Árið 1979 var verksmiðjan svo gangsett en íslenska ríkið var á þeim tíma meirihlutaeigandi að Íslenska járnblendifélaginu hf.
Árið 1997, eða 20 árum síðar, samdi íslenska ríkið við Norðurál um rekstur álbræðslu á Grundartanga og gaf þáverandi Umhverfisráðherra út starfsleyfi vegna þess.
Árið 1994 var sett mengunarvarnarreglugerð nr. 48/1994, með stoð í lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, þar sem þynningarsvæði var skilgreint sem sá hluti viðtaka þar sem þynning mengunar á sér stað og eftirlitsaðilar (Hollustuvernd ríkisins) samþykktu að mengun mætti vera yfir viðmiðunarmörkum. Var ráðið af reglugerðinni að Hollustuvernd ríkisins skyldi afmarka þynningarsvæði í starfsleyfum iðjuvera.
Þá var sett reglugerð af stjórnvöldum nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, með stoð í lögum nr. 7/1998, þar sem mælt var fyrir um þynningarsvæði og það skilgreint sem sá hluti viðtaka sem þynning mengunar á sér stað og ákvæði starfsleyfis kvæði á um að mengun mætti vera yfir umhverfismörkum eða gæðamarkmiðum.
Árið 2002 tók gildi reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og var þar mælt fyrir um að íbúðarhúsnæði skyldi ekki vera á þynningarsvæði.
Stofnanir ríkisins höfðu einnig forgöngu um að ekki skyldi stundaður hefðbundinn landbúnaður, heynytjar eða beit á túnum innan þynningarsvæðis, Skipulagsstofnun úrskurðaði um þetta árið 2002 í tengslum við stækkun Norðuráls.
Með lögum nr. 66/2017, sem tóku gildi 1. júlí 2017, voru gerðar breytingar á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir en með setningu þessara laga var innleidd tilskipun ESB 2010/75 um losun í iðnaði sem gerir ekki ráð fyrir þynningarsvæðum.
Í kjölfar lagabreytinganna var sett reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunareftirlit sem mælir ekki fyrir um þynningarsvæði. Með þessari reglugerð voru einnig settar nýjar BAT kröfur (Besta Aðgengilega Tækni) sem skyldu koma fram í starfsleyfum, sbr. einnig 2. mgr. 9. gr. laganna.
Í þessum laga og reglugerðabreytingum fólst sú stefnumörkun að skilgreina ekki lengur þynningarsvæði í starfsleyfum. Og til frekari skýringa, þá gildir nú, eftir fyrrnefndar lagabreytingar, að í staðinn fyrir þynningarsvæði skulu viðmiðunarmörk fyrir losun mengandi efna gilda á losunarstað efnanna við losunarstöð, sbr.1. mgr. 10. gr. laga nr. 7/1998. Einnig gilda hinar nýju BAT kröfur (Besta Aðgengilega Tækni) sem framvegis eiga að koma fram í starfsleyfum. Umhverfis- og orkustofnun (eftirlitsaðili) fer með eftirlit með starfsemi og starfsleyfi stóriðju á Grundartanga.
Þá má nefna að í greinargerð ríkisins, dags. 22. júní 2023 sem ríkið lagði fram vegna máls sem var höfðað vegna þynningarsvæðis gegn ríkinu og Hvalfjarðarsveit, kom fram að ekki væri unnt að veita ný starfsleyfi fyrr en upplýsingar lægju fyrir um dreifingu mengunar frá starfsemi.
Sveitarfélagið fékk tilkynningu frá Umhverfis og orkustofnun í maí 2025 um að stofnunin hefði auglýst tillögu að starfsleyfum Elkem og Norðuráls. Var sveitarfélaginu boðið að skila athugasemdum sem og var gert. Hinn 19. júní 2025 tók Umhverfis- og orkustofnun ákvörðun um að fella brott þynningarsvæði úr starfsleyfum Elkem og Norðuráls.
Ákvarðarnir ríkisins um þynningarsvæði, í tímans rás, hafa verið teknar upp í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur talið sér skylt að gera það.
Ákvæði um þynningarsvæði og bann við íbúðarhúsnæði á þynningarsvæði hafa nú verið afnumin úr reglum og starfsleyfum stóriðjuvera á Grundartanga. Samkvæmt breyttum starfsleyfum stóriðjuvera má mengun nú ekki fara yfir loftgæðamörk/viðmiðunarmörk utan iðnaðarsvæðisins á Grundartanga eins og það er skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Forsendur fyrir þynningarsvæðum í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar eru því brostnar með breyttum lögum og reglugerðum svo og breyttum starfsleyfum stóriðjuvera, sem gera ekki ráð fyrir þynningarsvæðum.
Í gildandi aðalskipulagi 2020-2032, sem tók gildi árið 2023, er kveðið á um að þynningarsvæði sé víkjandi á skipulagstímabili og gert ráð fyrir að það verði fellt út og takmarkanir innan þess endurskoðaðar samhliða endurnýjun starfsleyfa stóriðjuvera á Grundartanga, vegna breyttrar stefnumörkunar ríkisins í umhverfis- og loftgæðamálum með lögum nr. 66/2017 sem rekja má til innleiðingar á tilskipun ESB.
Í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, er tiltekið að afmarka skuli varúðarsvæði þar sem takmarkanir gilda vegna hættu fyrir heilsu og öryggi manna svo sem vegna hávaða, mengunar, hættulegra efna og annarra takmarkana sem setja þarf í varúðarskyni.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 segir um varúðarsvæði (þynningarsvæði), í kafla 2.5.4:
"Varúðarsvæði vegna starfsemi á Grundartangasvæðinu eru sýnd á aðalskipulagsuppdrætti, en eru víkjandi á skipulagstímabilinu. Gert er ráð fyrir að þau verði felld út á skipulagstímabilinu samhliða endurnýjun starfsleyfa fyrirtækja á svæðinu. Meðan þynningarsvæði við Grundartanga er gildandi er að jafnaði ekki heimil skipulögð byggð eða ástundun hefðbundins búskapar, heynytja, akuryrkju eða beit á túnum nema sýnt sé fram á að mengun í jarðvegi og grunnvatni sé undir viðmiðunarmörkum."
Þá segir í kafla 2.5.4. í almennum skilmálum „Takmarkanir vegna þynningarsvæðis umhverfis Grundartanga verða endurskoðaðar með endurnýjun starfsleyfa á svæðinu.“ ... „ Við niðurfellingu þynningarsvæða skal sýna fram á að mengun frá Grundartangasvæðinu sé undir viðmiðunarmörkum vegna þungmálma, lífrænna efnasambanda og sjúkdómsvalda í jarðvegi í samræmi við viðauka I í reglugerð nr. 1400/2020.“
Sveitarfélagið þarf að undirbúa breytingu á aðalskipulagi vegna ákvörðunar stjórnvalda að afnema ákvæði um þynningarsvæði úr reglum og starfsleyfum. Sveitarfélagið veltir óneitanlega fyrir sér hvernig skipulagsákvörðunum skuli vera háttað á því svæði sem hefur verið skilgreint sem þynningarsvæði í gegnum tíðina, m.t.t. uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, landbúnaðar o.fl. Að auki hverjum beri að kosta rannsóknir og eftirlit á svæðinu, í ljósi þess að íslensk stjórnvöld og stofnanir á vegum þess, samþykktu á sínum tíma rekstur álbræðslu og járnblendiverksmiðju á Grundartanga, settu lög og reglugerðir og gáfu út starfsleyfi, sem voru grundvöllur að því svæði þar sem mengun mátti þynnast út á.
Það er því ljóst að vandasamt verk er framundan hjá sveitarfélaginu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hefja undirbúning vegna vinnu við breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna niðurfellingar á þynningarsvæði.
Nefndin vill árétta að í ljósi þess að íslensk stjórnvöld og stofnanir á vegum þess, samþykktu á sínum tíma rekstur álbræðslu og járnblendiverksmiðju á Grundartanga, settu lög og reglugerðir og gáfu út starfsleyfi, sem voru grundvöllur að því þynningarsvæði þar sem mengun mátti þynnast út á, og voru sá eftirlitsaðili sem hafði með starfsemi og starfsleyfi stóriðju á Grundartanga að gera, telur nefndin að sömu aðilar beri ábyrgð á því að staðfesta stöðu svæðisins m.t.t. mengunar, svo heimila megi byggingu íbúðarhúss, stunda hefðbundinn landbúnað, heynytjar eða beit á túnum, á því svæði sem nú er skilgreint sem þynningarsvæði.
Þá gerir nefndin athugasemd við stjórnsýslu Umhverfis- og orkustofnunar, sem vann að því að fella brott þynningarsvæði úr starfsleyfum stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga, að hafa ekki samráð við sveitarfélagið í undirbúningi og aðdraganda þess máls, sem hefði getað leitt til þess að sveitarfélagið gæti unnið að niðurfellingunni í aðalskipulagi, samhliða vinnu Umhverfis- og orkustofnunar að breyttum starfsleyfum, en sveitarfélagið fékk tilkynningu frá Umhverfis og orkustofnun í maí 2025 um að stofnunin hefði auglýst tillögu að starfsleyfum og sveitarfélaginu boðið að skila inn athugasemdum, sem og var gert, og lá ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar fyrir hinn 19. júní 2025. Starfsfólk Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar hélt fund með starfsfólki Umhverfis- og orkustofnunar þann 4. júní sl., þar sem komið var á framfæri óánægju sveitarfélagsins með þessi vinnubrögð stofnunarinnar.
Nefndin vill árétta að í ljósi þess að íslensk stjórnvöld og stofnanir á vegum þess, samþykktu á sínum tíma rekstur álbræðslu og járnblendiverksmiðju á Grundartanga, settu lög og reglugerðir og gáfu út starfsleyfi, sem voru grundvöllur að því þynningarsvæði þar sem mengun mátti þynnast út á, og voru sá eftirlitsaðili sem hafði með starfsemi og starfsleyfi stóriðju á Grundartanga að gera, telur nefndin að sömu aðilar beri ábyrgð á því að staðfesta stöðu svæðisins m.t.t. mengunar, svo heimila megi byggingu íbúðarhúss, stunda hefðbundinn landbúnað, heynytjar eða beit á túnum, á því svæði sem nú er skilgreint sem þynningarsvæði.
Þá gerir nefndin athugasemd við stjórnsýslu Umhverfis- og orkustofnunar, sem vann að því að fella brott þynningarsvæði úr starfsleyfum stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga, að hafa ekki samráð við sveitarfélagið í undirbúningi og aðdraganda þess máls, sem hefði getað leitt til þess að sveitarfélagið gæti unnið að niðurfellingunni í aðalskipulagi, samhliða vinnu Umhverfis- og orkustofnunar að breyttum starfsleyfum, en sveitarfélagið fékk tilkynningu frá Umhverfis og orkustofnun í maí 2025 um að stofnunin hefði auglýst tillögu að starfsleyfum og sveitarfélaginu boðið að skila inn athugasemdum, sem og var gert, og lá ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar fyrir hinn 19. júní 2025. Starfsfólk Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar hélt fund með starfsfólki Umhverfis- og orkustofnunar þann 4. júní sl., þar sem komið var á framfæri óánægju sveitarfélagsins með þessi vinnubrögð stofnunarinnar.
2.Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 - umsagnarbeiðni.
2306040
Erindi dags. 24. júní 2025 frá Skipulagsgátt.
Fram kemur í erindinu að Borgarbyggð vinni að endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037, sbr. mál nr. 242/2023 í Skipulagsgátt og að óskað sé umsagnar Hvalfjarðarsveitar vegna málsins.
Kynningartími er frá 24.6.2025 til 28.8.2025.
Í gögnum málsins má sjá umfjöllun m.a. um vatnsverndarsvæði í Hafnarfjalli og gönguleiðir á fjallið, háspennulínur, veg og reiðleið austur af Skorradal, auk þess sem fjallað er um færslu hringvegar austur fyrir Borgarnes.
Sveitarfélagamörkin eru sett fram skv. IS-50v og tekið fram að þau séu ekki endilega rétt.
Fram kemur í erindinu að Borgarbyggð vinni að endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037, sbr. mál nr. 242/2023 í Skipulagsgátt og að óskað sé umsagnar Hvalfjarðarsveitar vegna málsins.
Kynningartími er frá 24.6.2025 til 28.8.2025.
Í gögnum málsins má sjá umfjöllun m.a. um vatnsverndarsvæði í Hafnarfjalli og gönguleiðir á fjallið, háspennulínur, veg og reiðleið austur af Skorradal, auk þess sem fjallað er um færslu hringvegar austur fyrir Borgarnes.
Sveitarfélagamörkin eru sett fram skv. IS-50v og tekið fram að þau séu ekki endilega rétt.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við tillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir Borgarbyggð 2025-2037.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
3.Umsókn um framkvæmdaleyfi -Hafnarland Lísuborgir, L 203319 - Borhola.
2506033
Erindi dags. 30. júní 2025 frá Panorama Glass Lodge.
Sót er um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir köldu neysluvatni á lóð Hafnarlands Lísuborga L203319.
Skipulagsfulltrúi átti símafund með Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þar sem fram kom að Heilbrigðiseftirlitið áformaði ekki að gera athugasemd við fyrirhugaða borun að svo komnu máli, að því gefnu að rotþrær yrðu staðsettar með öðrum hætti en fyrirhugað var.
Sót er um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir köldu neysluvatni á lóð Hafnarlands Lísuborga L203319.
Skipulagsfulltrúi átti símafund með Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þar sem fram kom að Heilbrigðiseftirlitið áformaði ekki að gera athugasemd við fyrirhugaða borun að svo komnu máli, að því gefnu að rotþrær yrðu staðsettar með öðrum hætti en fyrirhugað var.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar eftir köldu neysluvatni, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og tilheyrandi fylgiskjölum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, sbr. einnig umsókn landeiganda, dags. 30. júní 2025.
Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar.
Kostnaður við framkvæmdaleyfi og úttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
Gildistími framkvæmdaleyfis verði til 01.08.2026.
Verði þörf á að færa til rotþrær á svæðínu vegna tilkomu nýrrar vatnsveitu, fer nefndin fram á að það verði gert í samráði við sveitarfélagið og eftir atvikum getur þurft að breyta deiliskipulagi vegna þess.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill árétta að óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
Endanlegri afgreiðslu vegna framkvæmdaleyfis vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar.
Kostnaður við framkvæmdaleyfi og úttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
Gildistími framkvæmdaleyfis verði til 01.08.2026.
Verði þörf á að færa til rotþrær á svæðínu vegna tilkomu nýrrar vatnsveitu, fer nefndin fram á að það verði gert í samráði við sveitarfélagið og eftir atvikum getur þurft að breyta deiliskipulagi vegna þess.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill árétta að óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
Endanlegri afgreiðslu vegna framkvæmdaleyfis vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
4.Ferstikla - L133168 - aðalskipulagsbreyting vegna skógræktar.
2507013
Erindi frá Yggdrasill Carbon f.h. landeigenda Ferstiklu L133168.
Óskað er eftir að breyta hluta jarðarinnar úr Landbúnaðarlandi (L2) og óbyggðu svæði (ÓB1) í skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið sem um ræðir er um 67 ha að stærð.
Jörðin er skráð 2,5 km2 samkvæmt Fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar eða um 252,7 ha að stærð.
Verkefnið nær til 86,2 hektara svæðis innan jarðar Ferstiklu 1, þar af eru 67 hektarar skilgreindir sem gróðursetningarsvæði. Svæðið liggur hátt á milli 80 og 300 metra yfir sjávarmáli og einkennist af djúpum giljum, aflíðandi brekkum og hryggjum. Jarðvegurinn er að mestu möl með misgrónum lyngmóa.
Markmið landeiganda með breytingunni er m.a. að nýta betur þau tekjusköpunartækifæri sem til staðar eru á jörðinni með skógrækt til kolefnisbindingar.
Samkvæmt 3. gr. jarðalaga nr. 81/2004 er skógrækt einnig landbúnaður en einnig er talsvert framboð af landbúnaðarlandi innan sveitarfélagsins og umrætt svæði flokkast ekki sem úrvals landbúnaðarland, sbr. flokkun þess.
Samkvæmt vistgerðarkortlagningu Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) er svæði breytingarinnar skilgreint sem Fjalldrapamóavist (L10.6), Stinnastaravist (L9.1), Snarrótarvist (L9.4), Lyngmóavist (L10.7), Grasmóavist (L10.4), Mosamelavist (L1.3), Ljónslappaskriðuvist (L3.3), Hraungambravist (L5.3), Urðarskriðuvist (L3.1), Bugðupuntsvist (L9.3), og að stórum hluta Eyðimelavist (L1.1).
Allar þessar vistgerðir eru fremur algengar á landsvísu en hafa hátt og nokkuð hátt verndargildi.
Í kafla 2.4 í aðalskipulagi er eftirfarandi stefna um skógræktar og landgræðslusvæði:
- Skógrækt og skjólbeltarækt verði nýtt til að bæta búsetuskilyrði og ræktunarmöguleika.
- Skógrækt verði efld til útivistar, skjóls og bindingar kolefnis samhliða nýtingu skógarafurða.
Óskað er eftir að breyta hluta jarðarinnar úr Landbúnaðarlandi (L2) og óbyggðu svæði (ÓB1) í skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið sem um ræðir er um 67 ha að stærð.
Jörðin er skráð 2,5 km2 samkvæmt Fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar eða um 252,7 ha að stærð.
Verkefnið nær til 86,2 hektara svæðis innan jarðar Ferstiklu 1, þar af eru 67 hektarar skilgreindir sem gróðursetningarsvæði. Svæðið liggur hátt á milli 80 og 300 metra yfir sjávarmáli og einkennist af djúpum giljum, aflíðandi brekkum og hryggjum. Jarðvegurinn er að mestu möl með misgrónum lyngmóa.
Markmið landeiganda með breytingunni er m.a. að nýta betur þau tekjusköpunartækifæri sem til staðar eru á jörðinni með skógrækt til kolefnisbindingar.
Samkvæmt 3. gr. jarðalaga nr. 81/2004 er skógrækt einnig landbúnaður en einnig er talsvert framboð af landbúnaðarlandi innan sveitarfélagsins og umrætt svæði flokkast ekki sem úrvals landbúnaðarland, sbr. flokkun þess.
Samkvæmt vistgerðarkortlagningu Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) er svæði breytingarinnar skilgreint sem Fjalldrapamóavist (L10.6), Stinnastaravist (L9.1), Snarrótarvist (L9.4), Lyngmóavist (L10.7), Grasmóavist (L10.4), Mosamelavist (L1.3), Ljónslappaskriðuvist (L3.3), Hraungambravist (L5.3), Urðarskriðuvist (L3.1), Bugðupuntsvist (L9.3), og að stórum hluta Eyðimelavist (L1.1).
Allar þessar vistgerðir eru fremur algengar á landsvísu en hafa hátt og nokkuð hátt verndargildi.
Í kafla 2.4 í aðalskipulagi er eftirfarandi stefna um skógræktar og landgræðslusvæði:
- Skógrækt og skjólbeltarækt verði nýtt til að bæta búsetuskilyrði og ræktunarmöguleika.
- Skógrækt verði efld til útivistar, skjóls og bindingar kolefnis samhliða nýtingu skógarafurða.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin mælir með að landeigandi girði umrætt svæði fjárheldri girðingu og viðhaldi henni.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin mælir með að landeigandi girði umrætt svæði fjárheldri girðingu og viðhaldi henni.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
5.Lækur Hafnarlandi L210327 - Aðalskipulagsbreyting
2506025
Erindi frá Eflu f.h. landeiganda.
Sótt er um leyfi fyrir aðalskipulagsbreytingu og gerð nýs deiliskipulags fyrir Læk í Hafnarlandi.
Nánar tiltekið er sett fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags fyrir Læk Hafnarlandi (landeignanr. 210327) í Hvalfjarðarsveit. Landeigandi hyggst byggja lóðina upp og er áætlað að byggja þar íbúðarhús og gistihús til útleigu, fyrir allt að 60 gesti, auk þjónustubygginga. Í aðalskipulagi verður frístundabyggð breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 15ha og innan þess verður heimild til fastrar búsetu og ferðaþjónustu. Í grófum dráttum er gert er ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum ásamt allt að 13 gistihúsum til útleigu og þremur þjónustubyggingum fyrir ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir allt að 60 gestum í gistingu.
Lóðin Lækur Hafnarland er 14,7 ha að stærð og liggur vestan við þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli. Aðliggjandi lóðir eru Hestholt Hafnarlandi, Árós Hafnarlandi og Sæla Hafnarlandi. Lóðin er mikið gróin og nokkuð flatlend en hallar þó til vesturs að sjó. Aðkoma að lóðinni er frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Engar byggingar eru á lóðinni. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Með erindinu fylgdi skipulagslýsing.
Málið var áður á dagskrá 50. fundar USNL-nefndar og samþykkti nefndin að fresta afgreiðslu málsins og fól Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu.
Sótt er um leyfi fyrir aðalskipulagsbreytingu og gerð nýs deiliskipulags fyrir Læk í Hafnarlandi.
Nánar tiltekið er sett fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags fyrir Læk Hafnarlandi (landeignanr. 210327) í Hvalfjarðarsveit. Landeigandi hyggst byggja lóðina upp og er áætlað að byggja þar íbúðarhús og gistihús til útleigu, fyrir allt að 60 gesti, auk þjónustubygginga. Í aðalskipulagi verður frístundabyggð breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 15ha og innan þess verður heimild til fastrar búsetu og ferðaþjónustu. Í grófum dráttum er gert er ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum ásamt allt að 13 gistihúsum til útleigu og þremur þjónustubyggingum fyrir ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir allt að 60 gestum í gistingu.
Lóðin Lækur Hafnarland er 14,7 ha að stærð og liggur vestan við þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli. Aðliggjandi lóðir eru Hestholt Hafnarlandi, Árós Hafnarlandi og Sæla Hafnarlandi. Lóðin er mikið gróin og nokkuð flatlend en hallar þó til vesturs að sjó. Aðkoma að lóðinni er frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Engar byggingar eru á lóðinni. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Með erindinu fylgdi skipulagslýsing.
Málið var áður á dagskrá 50. fundar USNL-nefndar og samþykkti nefndin að fresta afgreiðslu málsins og fól Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
6.Merkjalýsing - Jaðar L223085
2506016
Erindi frá Guðna Erni Jónssyni f.h. landeiganda Grafar.
Sótt er um stofnun 2,1 ha lóðar, Jaðars millispildu, úr jörðinni Gröf L133629. Lóðin verður sameinuð Jaðri L223085.
Gröf er skráð 184,1 ha í fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, en minnkar um 2,1 ha og verður 182 ha.
Jaðar er skráð 2,3 ha í fasteignaskrá og verður eftir sameiningu við Jaðar millispildu, 4,4 ha að stærð.
Meðfylgjandi eru undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.
Málið var áður á dagskrá 50. fundar USNL-nefndar og samþykkti nefndin að fresta afgreiðslu málsins og fól Umhverfis- og skipulagsdeild að afla frekari upplýsinga vegna málsins.
Með tölvupósti þann 3. júlí 2025 dró Guðni umsókn sína til baka og var því einnig fylgt eftir með símtali landeiganda til Umhverfis- og skipulagsdeildar þann sama dag.
Sótt er um stofnun 2,1 ha lóðar, Jaðars millispildu, úr jörðinni Gröf L133629. Lóðin verður sameinuð Jaðri L223085.
Gröf er skráð 184,1 ha í fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, en minnkar um 2,1 ha og verður 182 ha.
Jaðar er skráð 2,3 ha í fasteignaskrá og verður eftir sameiningu við Jaðar millispildu, 4,4 ha að stærð.
Meðfylgjandi eru undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.
Málið var áður á dagskrá 50. fundar USNL-nefndar og samþykkti nefndin að fresta afgreiðslu málsins og fól Umhverfis- og skipulagsdeild að afla frekari upplýsinga vegna málsins.
Með tölvupósti þann 3. júlí 2025 dró Guðni umsókn sína til baka og var því einnig fylgt eftir með símtali landeiganda til Umhverfis- og skipulagsdeildar þann sama dag.
Umsókn dregin til baka.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7.Áshamar III, L233966, stofnun millispildu, til stækkunar á Áshamri II, L233965
2507016
Erindi frá Jónu Björg Kristinsdóttur.
Sótt eru um stofnun millispildu úr upprunalandi Áshamars III, L233966, sem kemur til stækkunar á Áshamri II, L233965.
Með erindinu fylgir merkjalýsing unnin af Sæmundi Víglundssyni.
Sótt eru um stofnun millispildu úr upprunalandi Áshamars III, L233966, sem kemur til stækkunar á Áshamri II, L233965.
Með erindinu fylgir merkjalýsing unnin af Sæmundi Víglundssyni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðanna og merkjalýsingu vegna þeirra.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
8.Kúludalsárland 4 L133703 - Deiliskipulagsbreyting
2505029
Erindi frá landeiganda Kúludalsárlands.
Lagt fram deiliskipulag dags. 10.07.2025.
Svæðið sem deiliskipulagið nær til er innan jarðarinnar Kúludalsárlands 4 og er aðkoma að svæðinu frá Vesturlandsvegi. Á svæðinu eru nú sumarbústaðir, íbúðarhús og skemma.
Í gildi er deiliskipulag fyrir skipulagssvæðið sem fellt verður úr gildi, staðfest í desember 1998.
Nýtt deiliskipulag tekur til um 5,5 ha svæðis þar sem m.a. er gert ráð fyrir fastri búsetu. Á uppdrætti eru afmarkaðar lóðir, vegir og byggingarreitir. Ekki er heimilt að staðsetja ný íbúðarhús nær miðlínu þjóðvegar en 100 m sbr. gr. 5.3.2.4 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og er því byggingarreit B1 skipt í tvennt.
Erindið var áður á dagskrá USNL-nefndar á 50. fundi nefndarinnar þann 2. júlí sl. og frestaði nefndin afgreiðslu málsins.
Sú breyting sem gerð hefur verið frá fyrri tillögu, sem var til umfjölluanr á sl. fundi, er í megindráttum sú að byggingarreitir fyrir íbúðarhús og bílskúra, miða nú við 100 m helgunarsvæði frá þjóðvegi 1 og tekinn hefur verið út texti um að sótt verði um undanþágu vegna þess.
Túlkun nefndarinnar er að bílskúrar, sem eru hluti af íbúðarhúsnæði og eru jafnvel oft sambyggðir íbúðarhúsnæði, falli undir sömu fjarlægðarreglu og íbúðarhús þ.e. að þufa að vera staðsettir 100 m frá miðlínu þjóðvegar.
Þá hafa mörk byggingarreita milli lóðarmarka verið rýmkuð til að hafa svigrúm til að byggja bílskúra við hlið íbúðarhúsa, en ekki aftan við eins og tillagan gerði áður ráð fyrir, enda gildir 10 m reglan aðeins um sumarhús skv. reglugerð.
Breytingarnar sem hér um ræðir gilda eingöngu um Lambalæk og Kúludalsá C, D og E.
Lagt fram deiliskipulag dags. 10.07.2025.
Svæðið sem deiliskipulagið nær til er innan jarðarinnar Kúludalsárlands 4 og er aðkoma að svæðinu frá Vesturlandsvegi. Á svæðinu eru nú sumarbústaðir, íbúðarhús og skemma.
Í gildi er deiliskipulag fyrir skipulagssvæðið sem fellt verður úr gildi, staðfest í desember 1998.
Nýtt deiliskipulag tekur til um 5,5 ha svæðis þar sem m.a. er gert ráð fyrir fastri búsetu. Á uppdrætti eru afmarkaðar lóðir, vegir og byggingarreitir. Ekki er heimilt að staðsetja ný íbúðarhús nær miðlínu þjóðvegar en 100 m sbr. gr. 5.3.2.4 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og er því byggingarreit B1 skipt í tvennt.
Erindið var áður á dagskrá USNL-nefndar á 50. fundi nefndarinnar þann 2. júlí sl. og frestaði nefndin afgreiðslu málsins.
Sú breyting sem gerð hefur verið frá fyrri tillögu, sem var til umfjölluanr á sl. fundi, er í megindráttum sú að byggingarreitir fyrir íbúðarhús og bílskúra, miða nú við 100 m helgunarsvæði frá þjóðvegi 1 og tekinn hefur verið út texti um að sótt verði um undanþágu vegna þess.
Túlkun nefndarinnar er að bílskúrar, sem eru hluti af íbúðarhúsnæði og eru jafnvel oft sambyggðir íbúðarhúsnæði, falli undir sömu fjarlægðarreglu og íbúðarhús þ.e. að þufa að vera staðsettir 100 m frá miðlínu þjóðvegar.
Þá hafa mörk byggingarreita milli lóðarmarka verið rýmkuð til að hafa svigrúm til að byggja bílskúra við hlið íbúðarhúsa, en ekki aftan við eins og tillagan gerði áður ráð fyrir, enda gildir 10 m reglan aðeins um sumarhús skv. reglugerð.
Breytingarnar sem hér um ræðir gilda eingöngu um Lambalæk og Kúludalsá C, D og E.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
9.Melahverfi-deiliskipulag - I. og II. áfangi.
2203054
Erindi frá Hvalfjarðarsveit er varaðr Melahverfi I og II - L191593.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. apríl 2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Melahverfi I og II í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin tekur til íbúðarbyggðar og þjónustulóða Melahverfis. Skipulagssvæðið er um 18 ha að stærð. Á skipulagssvæðinu eru tvö deiliskipulög í gildi og skv. breytingunni er gerð ein deiliskipulagstillaga fyrir svæðið í heild þar sem gildandi skipulagsáætlanir eru komnar til ára sinna og eru nú uppfærðar í samræmi við breyttar kröfur. Á byggðum lóðum verða lóðamörk í einhverjum tilfellum yfirfarin og byggingarskilmálar endurskoðaðir.
Tillagan var auglýst frá 29.05.2025 - 10.07.2025.
Alls bárust 7 umsagnir, frá 1) Skipulagsstofnun, 2) Náttúruverndarstofnun, 3) Veitum, 4) Minjastofnun Íslands, 5) Vegagerðinni, 6) Náttúrufræðistofnun og 7) Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
1) Skipulagsstofnun bendir á að það er ekki lögbundið hlutverk hennar að gefa umsögn um tillögur að deiliskipulagi á kynningartíma og telur því ekki tilefni til að gefa almenna umsögn um tillöguna á þessu stigi málsins.
2) Náttúruverndarstofnun bendir á að í 2. mgr. 68. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd kemur fram að leita skuli umsagnar Náttúruverndarstofnunar við gerð deiliskipulags á náttúruverndarsvæðum og á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laganna, og telur stofnunin að svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Stofnunin áformar því að veita ekki umsögn varðandi tillöguna.
3) Veitur hafa farið yfir tillöguna og vilja koma á framfæri að unnið er að hönnun dreifikerfis hitaveitu fyrir nýja byggð á svæðinu og komi til uppfærslu á skipulagi sem gæti haft áhrif á hönnun hitaveitukerfisins, óska Veitur eftir góðu og reglulegu samráði.
4) Minjastofnun Íslands / Minjavörður Vesturlands hefur farið yfir tillöguna og hefur ekki athugasemdir þar sem engar minjar virðast vera innan skipulagsreitsins.
5) Vegagerðin hefur kynnt sér tillöguna og telur, með hliðsjón af hlutverki stofnunarinnar, að nægilega vel sé gerð grein fyrir helstu þáttum í fyrirhugaðri tillögu og gerir ekki athugasemd.
6) Náttúrufræðistofnun bendir á að hluti þeirra lóða sem skilgreindar eru sem óbyggðar eða í uppbyggingu í Melahverfi II virðist, samkvæmt lýsingu og skipulagsuppdrætti, að hluta vera á deiglendi eða votlendi, þrátt fyrir að vera framræst. Í greinargerð (kafli 3.1) kemur fram að á svæðinu sé m.a. að finna vistgerðir eins og starungsmýravist, grasengjavist og lyngmóavist á láglendi sem flokkast með hátt eða mjög hátt verndargildi samkvæmt vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar og eru á lista Bernarsamningsins frá árinu 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Við skipulagsgerð og framkvæmdir skal gæta sérstakrar varfærni gagnvart slíkum vistgerðum.
Á tímum loftslagsbreytinga er mikilvægt að dregið sé úr raski á votlendi, enda gegnir það mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu, vatnsbúskap og líffræðilegri fjölbreytni. Því vill stofnunin hvetja Hvalfjarðarsveit til að kanna hvort unnt sé að vega upp á mót raski á blautu landi eða votlendi innan Melahverfis með mótvægisaðgerðum, t.d. með endurheimt votlendis á öðrum svæðum í sveitarfélaginu. Náttúrufræðistofnun gerir ekki frekari athugasemdir.
7) Heilbrigðiseftirlitið leggur fram 7 tölusettar hugmyndir/athugasemdir til að tryggja sjálfbærni í skipulaginu, og eru þær settar fram með vísun til 1. gr. laga nr 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir þar sem markmið laganna er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. apríl 2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Melahverfi I og II í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin tekur til íbúðarbyggðar og þjónustulóða Melahverfis. Skipulagssvæðið er um 18 ha að stærð. Á skipulagssvæðinu eru tvö deiliskipulög í gildi og skv. breytingunni er gerð ein deiliskipulagstillaga fyrir svæðið í heild þar sem gildandi skipulagsáætlanir eru komnar til ára sinna og eru nú uppfærðar í samræmi við breyttar kröfur. Á byggðum lóðum verða lóðamörk í einhverjum tilfellum yfirfarin og byggingarskilmálar endurskoðaðir.
Tillagan var auglýst frá 29.05.2025 - 10.07.2025.
Alls bárust 7 umsagnir, frá 1) Skipulagsstofnun, 2) Náttúruverndarstofnun, 3) Veitum, 4) Minjastofnun Íslands, 5) Vegagerðinni, 6) Náttúrufræðistofnun og 7) Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
1) Skipulagsstofnun bendir á að það er ekki lögbundið hlutverk hennar að gefa umsögn um tillögur að deiliskipulagi á kynningartíma og telur því ekki tilefni til að gefa almenna umsögn um tillöguna á þessu stigi málsins.
2) Náttúruverndarstofnun bendir á að í 2. mgr. 68. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd kemur fram að leita skuli umsagnar Náttúruverndarstofnunar við gerð deiliskipulags á náttúruverndarsvæðum og á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laganna, og telur stofnunin að svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Stofnunin áformar því að veita ekki umsögn varðandi tillöguna.
3) Veitur hafa farið yfir tillöguna og vilja koma á framfæri að unnið er að hönnun dreifikerfis hitaveitu fyrir nýja byggð á svæðinu og komi til uppfærslu á skipulagi sem gæti haft áhrif á hönnun hitaveitukerfisins, óska Veitur eftir góðu og reglulegu samráði.
4) Minjastofnun Íslands / Minjavörður Vesturlands hefur farið yfir tillöguna og hefur ekki athugasemdir þar sem engar minjar virðast vera innan skipulagsreitsins.
5) Vegagerðin hefur kynnt sér tillöguna og telur, með hliðsjón af hlutverki stofnunarinnar, að nægilega vel sé gerð grein fyrir helstu þáttum í fyrirhugaðri tillögu og gerir ekki athugasemd.
6) Náttúrufræðistofnun bendir á að hluti þeirra lóða sem skilgreindar eru sem óbyggðar eða í uppbyggingu í Melahverfi II virðist, samkvæmt lýsingu og skipulagsuppdrætti, að hluta vera á deiglendi eða votlendi, þrátt fyrir að vera framræst. Í greinargerð (kafli 3.1) kemur fram að á svæðinu sé m.a. að finna vistgerðir eins og starungsmýravist, grasengjavist og lyngmóavist á láglendi sem flokkast með hátt eða mjög hátt verndargildi samkvæmt vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar og eru á lista Bernarsamningsins frá árinu 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Við skipulagsgerð og framkvæmdir skal gæta sérstakrar varfærni gagnvart slíkum vistgerðum.
Á tímum loftslagsbreytinga er mikilvægt að dregið sé úr raski á votlendi, enda gegnir það mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu, vatnsbúskap og líffræðilegri fjölbreytni. Því vill stofnunin hvetja Hvalfjarðarsveit til að kanna hvort unnt sé að vega upp á mót raski á blautu landi eða votlendi innan Melahverfis með mótvægisaðgerðum, t.d. með endurheimt votlendis á öðrum svæðum í sveitarfélaginu. Náttúrufræðistofnun gerir ekki frekari athugasemdir.
7) Heilbrigðiseftirlitið leggur fram 7 tölusettar hugmyndir/athugasemdir til að tryggja sjálfbærni í skipulaginu, og eru þær settar fram með vísun til 1. gr. laga nr 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir þar sem markmið laganna er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Melahverfis I og II, með áorðnum breytingum í samræmi við 3. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Svör við framkomnum athugasemdum liggja fyrir á fundinum og voru þær samþykktar og er umhverfis- og skipulagsdeild falið að svara framkomnum athugasemdum.
Tillögunni vísað til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Svör við framkomnum athugasemdum liggja fyrir á fundinum og voru þær samþykktar og er umhverfis- og skipulagsdeild falið að svara framkomnum athugasemdum.
Tillögunni vísað til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
10.Erindi Landsnets um skipan sérstakrar raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
2404092
Erindi Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins dags. 4. júlí 2025.
Óskað er umsagnar Hvalfjarðarsveitar um framkomna beiðni Landsnets um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar.
36. fundur dags. 06.05.2024:
Inngangur: Erindi frá Innviðaráðuneyti þar sem óskað er umsagnar um beiðni Landsnets um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Bókun: Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í að skipuð verði raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
44. fundur dags. 09.12.2024:
Inngangur: Erindi dags. 04.12.2024 frá Innviðaráðuneyti þar sem óskað er umsagnar um beiðni Landsnets um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Er sérstaklega óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess mats Landsnets að rík þörf sé á skipun sérstakrar raflínunefndar vegna málsins og þeirrar niðurstöðu Landsnets að skilyrði þess séu fyrir hendi.
Bókun: Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að skipuð verði raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1, ef það megi verða til þess að flýta afgreiðslu skipulagsmála vegna verkefnisins.
Óskað er umsagnar Hvalfjarðarsveitar um framkomna beiðni Landsnets um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar.
36. fundur dags. 06.05.2024:
Inngangur: Erindi frá Innviðaráðuneyti þar sem óskað er umsagnar um beiðni Landsnets um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Bókun: Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í að skipuð verði raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
44. fundur dags. 09.12.2024:
Inngangur: Erindi dags. 04.12.2024 frá Innviðaráðuneyti þar sem óskað er umsagnar um beiðni Landsnets um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Er sérstaklega óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess mats Landsnets að rík þörf sé á skipun sérstakrar raflínunefndar vegna málsins og þeirrar niðurstöðu Landsnets að skilyrði þess séu fyrir hendi.
Bókun: Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að skipuð verði raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1, ef það megi verða til þess að flýta afgreiðslu skipulagsmála vegna verkefnisins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skipuð verði raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
11.Galtarvík 2 - byggingarleyfi innan þynningarsvæðis
2210035
Erindi frá Axel Blomsterberg.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús / breytta notkun húsnæðis, á svæði sem er innan þynningarsvæðis skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar þann 30.11.2022.
Eftirfarandi var bókun nefndarinnar:
"Í ljósi þess að umrædd byggingarleyfisumsókn er á svæði sem telst vera þynningarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, hafnar nefndin erindinu.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um reglur sem gilda um þynningarsvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar."
Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús / breytta notkun húsnæðis, á svæði sem er innan þynningarsvæðis skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar þann 30.11.2022.
Eftirfarandi var bókun nefndarinnar:
"Í ljósi þess að umrædd byggingarleyfisumsókn er á svæði sem telst vera þynningarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, hafnar nefndin erindinu.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um reglur sem gilda um þynningarsvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar."
Í ljósi þess að þynningarsvæði er ennþá í gildi í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, telur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd sér ekki fært um að samþykkja erindið.
Nefndin vill benda á að fyrirhugað er að hefja vinnu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins með það að markmiði að fella niður þynningarsvæðið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin vill benda á að fyrirhugað er að hefja vinnu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins með það að markmiði að fella niður þynningarsvæðið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
12.Umhverfisviðurkenning Hvalfjarðarsveitar
2504009
Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Á 48. fundi USNL-nefndar þann 16.04.2025 var fjallað um fyrirkomulag "Umhverfisviðurkenninga Hvalfjarðarsveitar".
Með viðurkenningunni "Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar" vildi sveitarfélagið hvetja íbúa til að huga vel að nærumhverfi sínu og verðlauna þá sem skara framúr í snyrtimennsku og umhirðu garða sinna eða lögbýla.
Auglýst var þann 9. júlí sl., á heimasíðu sveitarfélagsins eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins og var frestur veittur til og með 10. ágúst n.k.
Fulltrúar USNL-nefndar ásamt starfsmanni Umhverfis- og skipulagsdeildar gera sér ferð og leggja mat á hverjir hljóta viðurkenningu ársins.
Viðurkenningarnar verða afhentar á Hvalfjarðardögum dagana 15. - 17. ágúst n.k., annars vegar fyrir snyrtilegasta lögbýlið og hins vegar fyrir snyrtilegasta garðinn.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkti á fundi sínum í apríl sl., verklag við afhendingu viðurkenninganna, sem felst m.a. í að tilnefna tvo aðila úr USNL-nefnd sem taka þátt í að velja snyrtilegasta býlið og snyrtilegasta garðinn í Hvalfjarðarsveit 2025, en auk þeirra verður starfsmaður Umhverfis- og skipulagsdeildar. Reikna má með að farið verði í skoðunarferð dagana 11. - 13. ágúst n.k.
Fulltrúi nefndarinnar aðstoðar svo við afhendingu viðurkenninganna á Hvalfjarðardögum, ásamt fulltrúa menningarmála og sveitarstjórnar.
Á 48. fundi USNL-nefndar þann 16.04.2025 var fjallað um fyrirkomulag "Umhverfisviðurkenninga Hvalfjarðarsveitar".
Með viðurkenningunni "Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar" vildi sveitarfélagið hvetja íbúa til að huga vel að nærumhverfi sínu og verðlauna þá sem skara framúr í snyrtimennsku og umhirðu garða sinna eða lögbýla.
Auglýst var þann 9. júlí sl., á heimasíðu sveitarfélagsins eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins og var frestur veittur til og með 10. ágúst n.k.
Fulltrúar USNL-nefndar ásamt starfsmanni Umhverfis- og skipulagsdeildar gera sér ferð og leggja mat á hverjir hljóta viðurkenningu ársins.
Viðurkenningarnar verða afhentar á Hvalfjarðardögum dagana 15. - 17. ágúst n.k., annars vegar fyrir snyrtilegasta lögbýlið og hins vegar fyrir snyrtilegasta garðinn.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkti á fundi sínum í apríl sl., verklag við afhendingu viðurkenninganna, sem felst m.a. í að tilnefna tvo aðila úr USNL-nefnd sem taka þátt í að velja snyrtilegasta býlið og snyrtilegasta garðinn í Hvalfjarðarsveit 2025, en auk þeirra verður starfsmaður Umhverfis- og skipulagsdeildar. Reikna má með að farið verði í skoðunarferð dagana 11. - 13. ágúst n.k.
Fulltrúi nefndarinnar aðstoðar svo við afhendingu viðurkenninganna á Hvalfjarðardögum, ásamt fulltrúa menningarmála og sveitarstjórnar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu Umhverfis- og skipulagsdeildar, þar sem tilnefndir voru 2 aðilar úr USNL-nefnd, ásamt starfsmanni Umhverfis- og skipulagsdeildar, til að annast skoðunarferð og val vegna umhverfisviðurkenninga Hvalfjarðarsveitar 2025.
13.Endurupptaka máls nr. 106-2024 - synjun framkvæmdaleyfis vegna virkjunar í landi Þórisstaða.
2411006
Erindi dags. 4. júlí 2025 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Í erindinu tilkynnir nefndin um niðurstöðu sína vegna beiðnar landeiganda Þórisstaða um endurupptöku málsins þ.e. endurupptöku úrskurðar í málinu sem kveðinn var upp 15. apríl sl., þar sem lyktir málsins urðu þær að hafnað var kröfu kæranda um ógildingu ákvarðana sveitarstjórnar um synjun umsóknar landeiganda um framkvæmdaleyfi vegna virkjunar í landi Þórisstaða og að synja um endurupptöku þeirrar ákvörðunar.
Úrskurðarnefndin tilkynnti Hvalfjarðarsveit um endurupptökubeiðnina og gaf sveitarfélaginu kost á að koma að athugasemdum vegna hennar.
Var það niðurstaða nefndarinnar að ekki væru lagaskilyrði til þess að fallast á beiðni um endurupptöku málsins.
Í erindinu tilkynnir nefndin um niðurstöðu sína vegna beiðnar landeiganda Þórisstaða um endurupptöku málsins þ.e. endurupptöku úrskurðar í málinu sem kveðinn var upp 15. apríl sl., þar sem lyktir málsins urðu þær að hafnað var kröfu kæranda um ógildingu ákvarðana sveitarstjórnar um synjun umsóknar landeiganda um framkvæmdaleyfi vegna virkjunar í landi Þórisstaða og að synja um endurupptöku þeirrar ákvörðunar.
Úrskurðarnefndin tilkynnti Hvalfjarðarsveit um endurupptökubeiðnina og gaf sveitarfélaginu kost á að koma að athugasemdum vegna hennar.
Var það niðurstaða nefndarinnar að ekki væru lagaskilyrði til þess að fallast á beiðni um endurupptöku málsins.
Lagt fram til kynningar.
14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 102
2505009F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 102.
Lagt fram.
- 14.1 2505004 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskógar 36 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 102 Samrýmist skipulagi og er samþykkt.
- 14.2 2506005 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 4 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 102 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 14.3 2506006 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Neðra-Skarð 133792 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 102 Málinu er vísað til USNL nefndar vagna skipulags.
15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 103
2506003F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 103.
Lagt fram.
- 15.1 2505005 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Móar 207358 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 103 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skliyrðum sbr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 15.2 2505026 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klafastaðavegur 4 - Flokkur 2Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 103 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 15.3 2506008 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Miðsandur Kampur 133503 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 103 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 15.4 2506013 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Katanesvegur 3 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 103 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 104
2507002F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 104.
Lagt fram.
- 16.1 2306008 Fögruvellir 3 - Umsókn um byggingarleyfi umfl.2,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 104 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingurm og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 105
2507003F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 105.
Lagt fram.
- 17.1 2505027 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturás 6 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 105 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 17.2 2505028 Umsókn um aðgang að OneAppAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 105 Til að ná í Appið þá er farið inn á heimasíðu sveitarfélagsins, þar inn í þjónustugáttina, skráir þig þar inn á rafrænum skilrýkjum og ferð inn í 04-Byggingamál og skráir þig þar inn í Appið.
Samþykkt. - 17.3 2505030 Umsókn um aðgang að OneAppAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 105 Til að ná í Appið þá er farið inn á heimasíðu sveitarfélagsins, þar inn í þjónustugáttina, skráir þig þar inn á rafrænum skilrýkjum og ferð inn í 04-Byggingamál og skráir þig þar inn í Appið.
Samþykkt. - 17.4 2506021 Umsókn um aðgang að OneAppAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 105 Til að ná í Appið þá er farið inn á heimasíðu sveitarfélagsins, þar inn í þjónustugáttina, skráir þig þar inn á rafrænum skilrýkjum og ferð inn í 04-Byggingamál og skráir þig þar inn í Appið.
Samþykkt. - 17.5 2506029 Umsókn um aðgang að OneAppAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 105 Til að ná í Appið þá er farið inn á heimasíðu sveitarfélagsins, þar inn í þjónustugáttina, skráir þig þar inn á rafrænum skilrýkjum og ferð inn í 04-Byggingamál og skráir þig þar inn í Appið.
Samþykkt.
Sæmundur Víglundsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu vegna máls nr. 7.
Ómar Kristófersson vék af fundi við umræður og afgreiðslu vegna máls nr. 8.
Ómar Kristófersson vék af fundi við umræður og afgreiðslu vegna máls nr. 8.
Fundi slitið - kl. 17:00.