Fara í efni

Sveitarstjórn

419. fundur 23. apríl 2025 kl. 15:00 - 15:33 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 418

2504003F

Fundargerðin framlögð.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 58

2504006F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 58 Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við Valdimar Inga Brynjarsson og Hjörvar Gunnarsson og sveitarstjóra verði falið að undirrita samninginn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gengið verði til samninga við Valdimar Inga Brynjarsson og Hjörvar Gunnarsson um skipulagningu og framkvæmd Hvalfjarðardaga 2025 sem fara munu fram helgina 15. - 17. ágúst nk. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn á grundvelli framlagðra samningsdraga."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 58 Menningar- og markaðsnefnd þakkar kærlega fyrir allar innsendar umsóknir. Alls bárust 9 umsóknir í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar.

    Nefndin ákvað að styrkja eftirfarandi verkefni:

    Hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðar, upphæð, 175.000.-
    Útgáfa barnabókar eftir Brynhildi Stefánsdóttur, upphæð, 100.000.-
    Menningardagskrá Hallgrímshátíðar, upphæð, 75.000.-
    Sumartónleikar Hallgrímskirkju, upphæð, 325.000.-
    Tónleikar í sundlauginni að Hlöðum, upphæð, 125.000.-
    Uppistand í sundlauginni að Hlöðum, upphæð, 50.000.-
    Upplestur/ sögustund á pottasvæðinu í sundlauginni að Hlöðum, upphæð, 50.000.-
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir úthlutun og styrkveitingar nefndarinnar úr Menningarsjóði Hvalfjarðarsveitar 2025."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48

2504004F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að nægilega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Nefndin telur að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
    Fyrir liggur afgreiðsla framkvæmdaleyfis með skilyrðum sbr. bókun USNL-nefndar frá 12. desember 2024.

    Elín Ósk Gunnarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Elín Ósk Gunnarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á gjaldskrám byggingar- og skipulagsfulltrúa. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrám byggingar- og skipulagsfulltrúa og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna málið áfram, þ.m.t. auglýsingu gjaldskránna í B-deild Stjórnartíðinda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við Umhverfis- og skipulagsdeild að ganga til samninga við Þjóðkirkjuna/Prestsetrasjóð vegna málsins.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar sem samræmist aðalskipulagi 2020-2032."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við Umhverfis- og skipulagsdeild að breyta stærð lóðarinnar til samræmis við gildandi deiliskipulag. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Nefndin lítur svo á að með niðurdælingu og bindingu CO2 frá kísilmálmveri Elkem á Grundartanga af þeirri stærðargráðu sem getið er um í umsókninni væri stigið stórt skref í þá átt að minnka kolefnisspor starfsemi í sveitarfélaginu, auk þess sem bindingin væri mikilvægt framlag til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum á landsvísu og á heimsvísu.

    Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar liggur fyrir en unnið er að áhrifamati sem ekki liggur ennþá fyrir.

    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar rannsóknarholu á Grundartanga sbr. umsókn fyrirtækisins, dags. 2. apríl 2025.
    Samþykki sveitarfélagsins fyrir útgáfu framkvæmdaleyfisins verði þó með þeim fyrirvara að áhrifamat sem nú er unnið að leiði í ljós að hugsanleg vatnstaka úr Eiðisvatni hafi ekki þau áhrif að umhverfismarkmið vatnshlotsins náist ekki.
    Einnig er settur sá fyrirvari að leyfi landeiganda liggi fyrir og framkvæmdaraðili sendi sveitarfélaginu gögn varðandi það.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Fyrir liggur samantekt athugasemda og viðbrögð við þeim.
    Samþykkt að leita álits lögmanns sveitarfélagsins.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum, einn (GÞS) var á móti.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar um aðalskipulagsbreytinguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Lögð fram samantekt umsagna sem bárust við skipulagslýsingu sem kynnt var frá 07.03. - 21.03. sl.
    Ekki er þörf á formlegum viðbrögðum sveitarfélagsins við þeim umsögnum en eftir atvikum verður tekið tillit til þeirra við gerð aðalskipulagsbreytingar og eftir atvikum deiliskipulags. Jafnframt samþykkir nefndin að auglýsa aðslskipulagsbreytingu.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingu í Kúludalsárlandi í samræmi við 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Fyrir liggur samantekt athugasemda og viðbrögð við þeim.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að aðalskipulagsbreytingin verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að heimila landeiganda/framkvæmdaraðila að hefja vinnu við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna áforma framkvæmdaraðila.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar að heimila landeiganda/framkvæmdaaðila að hefja vinnu við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra aðalskipulagsbreytinga."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Fyrir liggur greinargerð sú sem fylgdi með deiliskipulagi því sem staðfest var af sveitarstjórn á sínum tíma.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að óska þess við Skipulagsstofnun að greinargerðin vegna deiliskipulagsins verði birt í Skipulagsvefsjá samhliða deiliskipulagsuppdrættinum sem þar er.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Melahverfis I og II, með áorðnum breytingum, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Melahverfis I og II, með áorðnum breytingum, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Breytingin samræmist gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Saurbæjarlands-Heima L172883 / Hótel Glyms í Hvalfirði, með áorðnum breytingum er varðar neysluvatn og fráveitumál, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Saurbæjarlands-Heima L172883/Hótel Glyms í Hvalfirði, með áorðnum breytingum er varða neysluvatn og fráveitumál, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Skv. ákvæðum í deiliskipulagi Holtsflatar, "Landnotkun, Vegsvæðið" segir:
    "Við gangnamunnann er til viðbótar öryggissvæði með kvöð um engar framkvæmdir á landi. Öryggissvæðið er u.þ.b. 600 m langt og 60 m breitt...."

    Ekki liggur fyrir heimild landeiganda fyrir breytingum deiliskipulagins.
    Ekki liggur fyrir umsögn Vegagerðar vegna framkvæmda innan veghelgunarsvæðisins.
    Ekki er í deiliskipulaginu fjallað um aðrar framkvæmdir s.s. gám sem þegar er á svæðinu.

    Skv. ákvæði d-liðar greinar 5.3.2.4 í skipulagsreglugerð segir að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja aðrar byggingar en íbúðar- og frístundahús, nær stofn- eða tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði.

    Skv. ákvæði greinar 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð segir að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Þó er heimilt að reisa samgöngumannvirki svo sem brýr og stíflur og fyrirhleðslur í tengslum við virkjanir fallvatna og varnir gegn ágangi sjávar og vatns nær vötnum, ám og sjó en 50 m. Ekki liggur fyrir hver fjarlægð er frá sjó.

    Skv. 13. mgr. 45. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 getur ráðherra, þegar sérstaklega stendur á og að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar veitt undanþágu frá einstökum greinum skipulagsreglugerðar.
    Ekki liggur fyrir að fengin hafi verið umsögn eða sótt um undanþágu frá ákvæðum skipulagslaga / skipulagsreglugerðar.

    Erindinu er hafnað.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Galtarlæk er heimilt að byggja allt að 2.500 m2 hús á landbúnaðarsvæði L2, einnig er í aðalskipulaginu gert ráð fyrir athafnasvæði AT-15 í landi Galtalækjar, þar sem heimilt er að byggja skemmu/geymslu fyrir léttan iðnað, birgðahald ofl.
    Umrædd framkvæmd er því í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
    Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum aðiliggjandi lóða og jarða, þ.e. Glóra L202120, Hlésey L198312, Galtarvík L133628, Grundartangi-Klafastaðir L133674 og Klafastaðir L133635.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða og jarða, þ.e. Glóra L202120, Hlésey L198312, Galtarvík L133628, Grundartangi-Klafastaðir L133674 og Klafastaðir L133635."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu sem grenndarkynnt var í Skipulagsgátt frá 05.03. - 02.04.2025 og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að svara þeirri athugasemd sem barst skv. umræðum á fundinum.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

    Sæmundur Víglundsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 48 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið. Grenndarkynnt verði hjá aðliggjandi lóðarhöfum þ.e. Ós 4 L236888, Ós 3 L133649, Ós 2 L133648 og Ós L133644.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

    Þorsteinn Már Ólafsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum, þ.e. Ós 4 L236888, Ós 3 L133649, Ós 2 L133648 og Ós L133644."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd

2409030

Mál frá 418. sveitarstjórnarfundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að framkvæmd 1. áfanga Melahverfis III og viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð 95mkr. til hækkunar fjármagns til gatnagerðar í framkvæmdaáætlun en aukin útgjöld koma til lækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Höfði , hjúkrunar- og dvalarheimili - starfshópur.

2406004

Starfsemi og rekstur Höfða, mál frá 415. sveitarstjórnarfundi.
Málið tekið fyrir að nýju eftir samskipti við Akraneskaupstað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur að ekki sé unnt að taka ákvörðun um framhald málsins fyrr en fyrir liggur hvaða þýðingu nýgert samkomulag ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur fyrir Höfða. Afgreiðslu málsins er því frestað þangað til nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir til ákvarðanatöku en óskað verður eftir fundi með félags- og húsnæðismálaráðherra til skýringa á stöðu málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Afskriftarbeiðni.

2504028

Erindi frá Sýslumanni Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi að fjárhæð kr. 44.145."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerðir 973., 974., 975. og 976. fundar.
Fundargerðirnar ásamt fylgigögnum framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:33.

Efni síðunnar