Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Svenja Auhage boðaði forföll.
1.Kerfisáætlun 2025-2034, nr. 0509-2025 - Umsagnarbeiðni.
2504024
Erindi frá Skipulagsgátt. Drög að kerfisáætlun 2025-2034. Langtímaáætlun.
Lögð fram kynningartillaga en kynningartímabil er 9. apríl til 31. maí 2025.
Eftirfarandi upplýsingar koma m.a. fram í áætluninni:
Þörf fyrir raforku fer vaxandi en framboðið hefur ekki aukist jafnhratt.Takmörkuð flutningsgeta á milli landshluta gerir það að verkum að ekki er hægt að keyra allar virkjanir á fullum afköstum. Þetta takmarkar líka möguleika á uppbyggingu nýrrar orkuframleiðslu. Eins og er skilar takmörkuðum ávinningi að virkja frekar á Norður- eða Austurlandi þar sem ójafnvægi myndi aukast í veikri byggðalínu. Þetta takmarkar verulega nýtingu nýrra og núverandi orkuauðlinda.
Stærstu verkefni þessarar áætlunar eiga að bæta þessa stöðu allverulega, þegar ný kynslóð byggðalínu tengir Akureyri við Hvalfjörð og bætir þar með tengingu stóru virkjanasvæðanna tveggja á Austurlandi og Suðurlandi. Við sjóndeildarhringinn bíður annað viðlíka verkefni. Enn á eftir að fjalla um hvernig nýja byggðalínuhringnum verði lokað sunnan megin. Um það verður ekki fjallað í þessari umferð kerfisáætlunar en Landsnet mun undirbúa þá umræðu með rannsóknum næstu tvö árin, fram að næstu
kerfisáætlun.
Önnur grundvallarbreyting sem knýr dyra er uppbygging breytilegrar orku á borð við vindorku og birtuorku. Tenging fyrsta vindorkuversins á Íslandi er á framkvæmdaáætlun. Tugir vindorkukosta hafa verið kynntir en enn sem komið er eru
aðeins tveir vindorkukostir í nýtingarflokki rammaáætlunar og mikil óvissa um það hvaða verkefni verði að veruleika.
Íslenska raforkukerfið hefur ekki sömu getu til að taka á móti breytilegri orku og raforkukerfi nágrannalandanna. Því hefur Landsnet unnið mikla greiningarvinnu til að skoða hvernig búa megi í haginn fyrir þessa nýju virkni. Niðurstöður nýs orkuflæðilíkans Landsnets benda til þess að sveiflur í orkuframboði, sérstaklega vegna innrennslis í vatnsaflsvirkjanir og tilkomu vindorku, muni kalla á aukinn sveigjanleika og styrkingu kerfisins.
Þetta undirstrikar þörfina fyrir markvissa uppbyggingu á meginflutningskerfinu, bæði hvað varðar endurnýjun og nýjar tengingar. Þegar ekki er hægt að stýra því hvenær orkan verður til, þarf að skoða hvort hægt sé að stýra því hvenær hún er notuð, hvar hún er notuð eða geyma hana á stórum rafgeymum til að jafna sveiflur. Lausnin verður alltaf samspil ólíkra þátta: tækni, samfélags, atvinnulífs og markaðar.
Flutningskerfið sem skilaði Íslandi inn í nútímann hefur þjónað okkur vel en áratugirnir í íslenskri veðráttu hafa tekið á. Gamlar línur og tengivirki fá nú hvíldina eitt af öðru. Við endurnýjun eru sumar af línunum uppfærðar með meiri flutningsgetu, sem eykur möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Nýju tengivirkin eru undir þaki, í vari fyrir veðri og vindum, og að miklu leyti fjarstýrð frá stjórnstöð Landsnets.
Meginhlutverk kerfisáætlunar er að gera grein fyrir þeirri uppbyggingu og endurnýjun sem verður sett í forgang næstu árin. Samantekt á þessum verkefnum má finna í töflum 3-1 og 3-2. Á framkvæmdalista þessarar kerfisáætlunar er fátt um nýnæmi. Að hluta til helgast það af því að í undirbúningi eru stórar framkvæmdir sem nú færast nær í tíma og munu taka talsvert af framkvæmdagetu Landsnets.
Á framkvæmdaáætlun 2026-2028 eru þrjú verkefni í þróun á Vesturlandi þ.e. ný tengivirki á Klafastöðum á Grundartanga og á Holtavörðuheiði, og Holtavörðuheiðarlína 1.
Á langtímaáætlun 2029-2032 eru eftirfarandi verkefni á Vesturlandi:
Endurnýjun: Vatnshamralína 2, Vogaskeið og Vatnshamrar.
Þróun: Vegamótalína 2, tvítenging Snæfellsness.
Ofangreint eru verkefni sem áætlað er að hefjist árin 2029 til 2034. Í köflum 9-12 í langtímaáætlun má finna forgangsröðun þessara verkefna.
Lögð fram kynningartillaga en kynningartímabil er 9. apríl til 31. maí 2025.
Eftirfarandi upplýsingar koma m.a. fram í áætluninni:
Þörf fyrir raforku fer vaxandi en framboðið hefur ekki aukist jafnhratt.Takmörkuð flutningsgeta á milli landshluta gerir það að verkum að ekki er hægt að keyra allar virkjanir á fullum afköstum. Þetta takmarkar líka möguleika á uppbyggingu nýrrar orkuframleiðslu. Eins og er skilar takmörkuðum ávinningi að virkja frekar á Norður- eða Austurlandi þar sem ójafnvægi myndi aukast í veikri byggðalínu. Þetta takmarkar verulega nýtingu nýrra og núverandi orkuauðlinda.
Stærstu verkefni þessarar áætlunar eiga að bæta þessa stöðu allverulega, þegar ný kynslóð byggðalínu tengir Akureyri við Hvalfjörð og bætir þar með tengingu stóru virkjanasvæðanna tveggja á Austurlandi og Suðurlandi. Við sjóndeildarhringinn bíður annað viðlíka verkefni. Enn á eftir að fjalla um hvernig nýja byggðalínuhringnum verði lokað sunnan megin. Um það verður ekki fjallað í þessari umferð kerfisáætlunar en Landsnet mun undirbúa þá umræðu með rannsóknum næstu tvö árin, fram að næstu
kerfisáætlun.
Önnur grundvallarbreyting sem knýr dyra er uppbygging breytilegrar orku á borð við vindorku og birtuorku. Tenging fyrsta vindorkuversins á Íslandi er á framkvæmdaáætlun. Tugir vindorkukosta hafa verið kynntir en enn sem komið er eru
aðeins tveir vindorkukostir í nýtingarflokki rammaáætlunar og mikil óvissa um það hvaða verkefni verði að veruleika.
Íslenska raforkukerfið hefur ekki sömu getu til að taka á móti breytilegri orku og raforkukerfi nágrannalandanna. Því hefur Landsnet unnið mikla greiningarvinnu til að skoða hvernig búa megi í haginn fyrir þessa nýju virkni. Niðurstöður nýs orkuflæðilíkans Landsnets benda til þess að sveiflur í orkuframboði, sérstaklega vegna innrennslis í vatnsaflsvirkjanir og tilkomu vindorku, muni kalla á aukinn sveigjanleika og styrkingu kerfisins.
Þetta undirstrikar þörfina fyrir markvissa uppbyggingu á meginflutningskerfinu, bæði hvað varðar endurnýjun og nýjar tengingar. Þegar ekki er hægt að stýra því hvenær orkan verður til, þarf að skoða hvort hægt sé að stýra því hvenær hún er notuð, hvar hún er notuð eða geyma hana á stórum rafgeymum til að jafna sveiflur. Lausnin verður alltaf samspil ólíkra þátta: tækni, samfélags, atvinnulífs og markaðar.
Flutningskerfið sem skilaði Íslandi inn í nútímann hefur þjónað okkur vel en áratugirnir í íslenskri veðráttu hafa tekið á. Gamlar línur og tengivirki fá nú hvíldina eitt af öðru. Við endurnýjun eru sumar af línunum uppfærðar með meiri flutningsgetu, sem eykur möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Nýju tengivirkin eru undir þaki, í vari fyrir veðri og vindum, og að miklu leyti fjarstýrð frá stjórnstöð Landsnets.
Meginhlutverk kerfisáætlunar er að gera grein fyrir þeirri uppbyggingu og endurnýjun sem verður sett í forgang næstu árin. Samantekt á þessum verkefnum má finna í töflum 3-1 og 3-2. Á framkvæmdalista þessarar kerfisáætlunar er fátt um nýnæmi. Að hluta til helgast það af því að í undirbúningi eru stórar framkvæmdir sem nú færast nær í tíma og munu taka talsvert af framkvæmdagetu Landsnets.
Á framkvæmdaáætlun 2026-2028 eru þrjú verkefni í þróun á Vesturlandi þ.e. ný tengivirki á Klafastöðum á Grundartanga og á Holtavörðuheiði, og Holtavörðuheiðarlína 1.
Á langtímaáætlun 2029-2032 eru eftirfarandi verkefni á Vesturlandi:
Endurnýjun: Vatnshamralína 2, Vogaskeið og Vatnshamrar.
Þróun: Vegamótalína 2, tvítenging Snæfellsness.
Ofangreint eru verkefni sem áætlað er að hefjist árin 2029 til 2034. Í köflum 9-12 í langtímaáætlun má finna forgangsröðun þessara verkefna.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við framlagða kerfisáætlun til ársins 2032.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við framlagða kerfisáætlun til ársins 2032.
2.Sjóvörn við Belgsholt L133734 - Tilkynning um framkvæmd
2504029
Erindi dags. 1. apríl 2025 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Hvalfjarðarsveitar vegna Sjóvarnar við Belgsholt, mál nr. 0462/2025.
Um er að ræða tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu þ.e. hvort gerð sjóvarnar við Belgsholt sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Kynningartími er frá 1.4.2025 til 1.5.2025.
Framkvæmdaraðili er Vegagerðin.
Um er að ræða 155 m langa sjóvörn til varnar ágangs sjávar við Belgsholt. Heildarbreidd sjóvarnarinnar er um 12 m, og svæðið sem um ræðir er því um 1.900 m2.
Áætlað magn af grjóti og sprengdum kjarna til verksins er um 3.000 m3. Reiknað er með um 300 ferðum vörubíla með efni í verkið.
Ein grafa verður á staðnum ásamt þeim bílum sem aka efni í garðinn. Gert er ráð fyrir að framkvæmdartími sé um tveir mánuðir.
Verkkaupi leggur ekki fram efni til verksins, en líklegast er að efni komi úr þekktum námum í nágrenninu. Í verkum undanfarinna áratuga á svæðinu hefur efni fengist úr grjótnámu við Kirkjuból (við munna Hvalfjarðarganga norðanmegin) og námu við Stóru Fellsöxl.
Aðkoma að framkvæmdarsvæðinu er frá Melasveitarvegi (505). Þegar komið er niður í fjörunna verður ekið eftir 4 m breiðum kjarnapúða í fjörunni sem er hluti af sjóvarnargarðinum.
Framkvæmdaraðila er ekki kunnugt um dýralíf á framkvæmdarsvæðinu en verkið verður unnið utan varptíma fugla á svæðinu.
Melbakkarnir á þessu svæði eru 12-15 m há jarðvegslög. Í aðdraganda verksins var samanburður gerður milli loftmynda síðastliðinna 25 ára sem staðfesta að mikið rof hefur átt sér stað á þeim tíma, allt að 16 m.
Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 segir að heimilt sé á þessu svæði að fara í bakkavarnir til að verjast ágangi sjávar.
Það er mat framkvæmdaraðila að umhverfisáhrif vegna gerðar sjóvarnar við Belgsholt geti ekki talist umtalsverð í skilningi laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Ósk Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi sem send var sveitarfélaginu þann 27. nóvember 2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fjallaði um erindið á 44. fundi sínum þann 9. desember 2024.
Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:
"Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis vegna gerð sjóvarnargarðs í Belgsholti skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og tilheyrandi fylgiskjölum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gildistími leyfisins verði 1 ár frá samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Umrædd framkvæmd er í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Leita þarf álits Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 en svæðið er í B-flokki náttúruminjaskrár og hverfisverndað skv. aðalskipulagi. Leyfið er með þeim áskilnaði að fyrir liggi umsögn Skipulagsstofnunar um matsskyldu um að tilkynningarskyld framkvæmd skuli ekki háð umhverfismati, áður en leyfi verður gefið út. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar."
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfesti afgreiðslu USNL-nefndar á 411. fundi sínum þann 11.12.2024.
Svar sveitarfélags vegna umsóknar um framkvæmdarleyfi var sent framkvæmdaraðila þann 12. desember 2024.
Svæðið er á B-hluta náttúruminjaskrá, Mýrar-Löngufjörur.
Forsendur fyrir verndun:
Land: Sjávarfitjungsvist, Runnamýravist á láglendi, Starungsmýravist Ferskvatn:
Flatlendisvötn, Laukavötn Fjara: Sandmaðksleirur, Skeraleirur, Gulþörungaleirur, Marhálmsgræður, Árósar Fuglar: Lundi, Æður, Kría, Álft, Blesgæs, Margæs, Lómur, Himbrimi, Haförn, Rauðbrystingur, Sanderla, Sendlingur, Jaðrakan Selir: Landselur, Útselur.
Það er tilgreint í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana að B-hluti náttúruminjaskrár flokkist sem verndarsvæði.
Framkvæmdin er að umfangi undir þeim mörkum sem tilgreind eru í lið 10.18 í viðauka 1 í lögum nr. 111/2021 en er á verndarsvæði.
„Í flokki B eru tilgreindar þær framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli umhverfismati samkvæmt lögum þessum, sbr. einnig 2. viðauka. Sama á við um framkvæmdir sem eru að umfangi undir viðmiðunarmörkum í flokki B ef þær eru fyrirhugaðar á verndarsvæði, sbr. iii. lið 2. tölul. 2. viðauka.“
Framkvæmdin er háð framkvæmdarleyfi Hvalfjarðarsveitar. Sótt hefur verið um framkvæmdarleyfi til sveitarfélagsins.
Skipulagsstofnun leitar umsagnar á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í umsögn sveitarfélagsins skal koma fram eftir því sem við á, hvort sveitarfélagið telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati sveitarfélagsins á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir að ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar liggi fyrir innan sjö vikna frá upphafi kynningartíma. Þegar ákvörðunin liggur fyrir verður hún birt í Skipulagsgátt ásamt öllum innsendum umsögnum og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim.
Um er að ræða tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu þ.e. hvort gerð sjóvarnar við Belgsholt sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Kynningartími er frá 1.4.2025 til 1.5.2025.
Framkvæmdaraðili er Vegagerðin.
Um er að ræða 155 m langa sjóvörn til varnar ágangs sjávar við Belgsholt. Heildarbreidd sjóvarnarinnar er um 12 m, og svæðið sem um ræðir er því um 1.900 m2.
Áætlað magn af grjóti og sprengdum kjarna til verksins er um 3.000 m3. Reiknað er með um 300 ferðum vörubíla með efni í verkið.
Ein grafa verður á staðnum ásamt þeim bílum sem aka efni í garðinn. Gert er ráð fyrir að framkvæmdartími sé um tveir mánuðir.
Verkkaupi leggur ekki fram efni til verksins, en líklegast er að efni komi úr þekktum námum í nágrenninu. Í verkum undanfarinna áratuga á svæðinu hefur efni fengist úr grjótnámu við Kirkjuból (við munna Hvalfjarðarganga norðanmegin) og námu við Stóru Fellsöxl.
Aðkoma að framkvæmdarsvæðinu er frá Melasveitarvegi (505). Þegar komið er niður í fjörunna verður ekið eftir 4 m breiðum kjarnapúða í fjörunni sem er hluti af sjóvarnargarðinum.
Framkvæmdaraðila er ekki kunnugt um dýralíf á framkvæmdarsvæðinu en verkið verður unnið utan varptíma fugla á svæðinu.
Melbakkarnir á þessu svæði eru 12-15 m há jarðvegslög. Í aðdraganda verksins var samanburður gerður milli loftmynda síðastliðinna 25 ára sem staðfesta að mikið rof hefur átt sér stað á þeim tíma, allt að 16 m.
Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 segir að heimilt sé á þessu svæði að fara í bakkavarnir til að verjast ágangi sjávar.
Það er mat framkvæmdaraðila að umhverfisáhrif vegna gerðar sjóvarnar við Belgsholt geti ekki talist umtalsverð í skilningi laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Ósk Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi sem send var sveitarfélaginu þann 27. nóvember 2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fjallaði um erindið á 44. fundi sínum þann 9. desember 2024.
Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:
"Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis vegna gerð sjóvarnargarðs í Belgsholti skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og tilheyrandi fylgiskjölum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gildistími leyfisins verði 1 ár frá samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Umrædd framkvæmd er í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Leita þarf álits Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 en svæðið er í B-flokki náttúruminjaskrár og hverfisverndað skv. aðalskipulagi. Leyfið er með þeim áskilnaði að fyrir liggi umsögn Skipulagsstofnunar um matsskyldu um að tilkynningarskyld framkvæmd skuli ekki háð umhverfismati, áður en leyfi verður gefið út. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar."
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfesti afgreiðslu USNL-nefndar á 411. fundi sínum þann 11.12.2024.
Svar sveitarfélags vegna umsóknar um framkvæmdarleyfi var sent framkvæmdaraðila þann 12. desember 2024.
Svæðið er á B-hluta náttúruminjaskrá, Mýrar-Löngufjörur.
Forsendur fyrir verndun:
Land: Sjávarfitjungsvist, Runnamýravist á láglendi, Starungsmýravist Ferskvatn:
Flatlendisvötn, Laukavötn Fjara: Sandmaðksleirur, Skeraleirur, Gulþörungaleirur, Marhálmsgræður, Árósar Fuglar: Lundi, Æður, Kría, Álft, Blesgæs, Margæs, Lómur, Himbrimi, Haförn, Rauðbrystingur, Sanderla, Sendlingur, Jaðrakan Selir: Landselur, Útselur.
Það er tilgreint í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana að B-hluti náttúruminjaskrár flokkist sem verndarsvæði.
Framkvæmdin er að umfangi undir þeim mörkum sem tilgreind eru í lið 10.18 í viðauka 1 í lögum nr. 111/2021 en er á verndarsvæði.
„Í flokki B eru tilgreindar þær framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli umhverfismati samkvæmt lögum þessum, sbr. einnig 2. viðauka. Sama á við um framkvæmdir sem eru að umfangi undir viðmiðunarmörkum í flokki B ef þær eru fyrirhugaðar á verndarsvæði, sbr. iii. lið 2. tölul. 2. viðauka.“
Framkvæmdin er háð framkvæmdarleyfi Hvalfjarðarsveitar. Sótt hefur verið um framkvæmdarleyfi til sveitarfélagsins.
Skipulagsstofnun leitar umsagnar á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í umsögn sveitarfélagsins skal koma fram eftir því sem við á, hvort sveitarfélagið telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati sveitarfélagsins á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir að ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar liggi fyrir innan sjö vikna frá upphafi kynningartíma. Þegar ákvörðunin liggur fyrir verður hún birt í Skipulagsgátt ásamt öllum innsendum umsögnum og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að nægilega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Nefndin telur að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Fyrir liggur afgreiðsla framkvæmdaleyfis með skilyrðum sbr. bókun USNL-nefndar frá 12. desember 2024.
Elín Ósk Gunnarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
Fyrir liggur afgreiðsla framkvæmdaleyfis með skilyrðum sbr. bókun USNL-nefndar frá 12. desember 2024.
Elín Ósk Gunnarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
3.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.
2210038
Umræður um úrgangsmál í Botnsdal.
Umræða um stöðu grenndargáma sveitarfélagsins og samantekt á úrgangstölum janúar til mars í samanburði við 2024.
Umræða um stöðu grenndargáma sveitarfélagsins og samantekt á úrgangstölum janúar til mars í samanburði við 2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að lausn úrgangsmála í Botnsdal, halda nefndinni upplýstri um stöðu mála á grenndarstöðvum og leita leiða til að samnýta grendarstöðvar í samvinnu við sumarhúsafélög í sveitarfélaginu.
4.Hreinsunarátak 2025
2504008
Tillaga lögð fram að dagsetningu hreinsunarátaksins, þ.e. 16.-26. maí og hugsanlegar staðsetningar gámanna með tilliti til aðgengis.
Tillaga að spilliefna- og raftækjabíl sem færi í pantanir íbúa sveitarfélagsins ca. viku fyrir átakstíma í samstarfi við ÍGF.
Tillaga að spilliefna- og raftækjabíl sem færi í pantanir íbúa sveitarfélagsins ca. viku fyrir átakstíma í samstarfi við ÍGF.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir árlega vorhreinsun á tímabilinu 16.-26. maí 2025. Gámar fyrir timbur, járn/dekk, gróðurúrgang og óflokkaðan úrgang verði staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og í nágrenni Krosslands. Frá 1.júní -31.ágúst gefst íbúum í dreifbýli kostur á að fá tvær gerðir af gámum til afnota í tvo sólarhringa. Tímabil hreinsunar í frístundabyggðum er frá 1. júní til 31. ágúst og er hægt að fá gáma undir timbur, járn og gróðurúrgang í 11 daga samfellt innan tímabils sbr. verklagsreglur um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit.
5.Umhverfisviðurkenning Hvalfjarðarsveitar
2504009
Tillaga til USNL-nefndar um fyrirkomulag "Umhverfisviðurkenningar Hvalfjarðarsveitar".
Með viðurkenningunni "Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar" vill sveitarfélagið hvetja íbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og verðlauna þá sem skara framúr í snyrtimennsku og umhirðu garða sinna eða lögbýlis.
Auglýst verður á heimasíðu sveitarfélagsins eftir tilnefningum og unnið úr þeim nafnlaust. Fulltrúar USNL-nefndar ásamt starfsmanni Umhverfis- og skipulagsdeildar gera sér ferð að hverju húsi og leggja mat á hverjir hljóta viðurkenningu ársins. Viðurkenningarnar verða afhentar á Hvalfjarðardögum, annars vegar fyrir snyrtilegasta lögbýlið og hins vegar fyrir snyrtilegasta garðinn.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi verklag við afhendingu viðurkenningarinnar og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu.
Auglýst verður á heimasíðu sveitarfélagsins eftir tilnefningum og unnið úr þeim nafnlaust. Fulltrúar USNL-nefndar ásamt starfsmanni Umhverfis- og skipulagsdeildar gera sér ferð að hverju húsi og leggja mat á hverjir hljóta viðurkenningu ársins. Viðurkenningarnar verða afhentar á Hvalfjarðardögum, annars vegar fyrir snyrtilegasta lögbýlið og hins vegar fyrir snyrtilegasta garðinn.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi verklag við afhendingu viðurkenningarinnar og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu.
6.Fjallskil 2025
2504018
Umræður um fjallskila- og réttarmál í Hvalfjarðarsveit.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur á 379. fundi sínum þann 12. júlí 2022 falið umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að vinna að gerð verklagsreglna um hvernig bregðast skuli við þegar ósk kemur frá landeigendum um smölun ágangsbúfjár í Hvalfjarðarveit.
Á fundinum bókaði sveitarstjórn m.a. að leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem nauðsynlegt er að skýra mikilvæg atriði s.s. um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár og fleiri veigamiklum atriðum þar sem gæta þarf að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt. Samræmdar skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum þurfa að vera fyrirliggjandi og skýrar áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar leggur áherslu á mikilvægi þess að mótaðar verði samræmdar leiðbeiningar í samræmi við lög og reglur sem við á.
Þegar taka hefur þurft afstöðu til hvort fallist verði á kröfu um að ágangsfé verði smalað á kostnað eiganda þess, hefur sveitarfélagið einkum haft til hliðsjónar 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., og 32. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitafélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp, en ákvæðin eru svohljóðandi:
Í 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., segir:
Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt.
[Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.] 1)
Þá segir í 32. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitafélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp „Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað. Má þá sveitarstjórn láta smala ágangsfénaði og koma honum þangað sem hann á að vera á kostnað umráðamanns.“
Rétt er að taka fram að í Hvalfjarðarsveit eru engir afréttir, aðeins heimalönd.
Samstarfsfundur starfsmanna sveitarfélaga á vesturlandi var haldinn á vegum SSV 8. apríl s.l. og var það upphafið að samstarfsvettvangi starfsmanna sem vinna að landbúnaðar-, skipulags-, byggingar- og umhverfismálum hjá sveitarfélögunum.
Umræður um kaffiveitingar í fjárréttum.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur á 379. fundi sínum þann 12. júlí 2022 falið umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að vinna að gerð verklagsreglna um hvernig bregðast skuli við þegar ósk kemur frá landeigendum um smölun ágangsbúfjár í Hvalfjarðarveit.
Á fundinum bókaði sveitarstjórn m.a. að leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem nauðsynlegt er að skýra mikilvæg atriði s.s. um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár og fleiri veigamiklum atriðum þar sem gæta þarf að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt. Samræmdar skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum þurfa að vera fyrirliggjandi og skýrar áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar leggur áherslu á mikilvægi þess að mótaðar verði samræmdar leiðbeiningar í samræmi við lög og reglur sem við á.
Þegar taka hefur þurft afstöðu til hvort fallist verði á kröfu um að ágangsfé verði smalað á kostnað eiganda þess, hefur sveitarfélagið einkum haft til hliðsjónar 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., og 32. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitafélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp, en ákvæðin eru svohljóðandi:
Í 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., segir:
Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt.
[Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.] 1)
Þá segir í 32. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitafélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp „Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað. Má þá sveitarstjórn láta smala ágangsfénaði og koma honum þangað sem hann á að vera á kostnað umráðamanns.“
Rétt er að taka fram að í Hvalfjarðarsveit eru engir afréttir, aðeins heimalönd.
Samstarfsfundur starfsmanna sveitarfélaga á vesturlandi var haldinn á vegum SSV 8. apríl s.l. og var það upphafið að samstarfsvettvangi starfsmanna sem vinna að landbúnaðar-, skipulags-, byggingar- og umhverfismálum hjá sveitarfélögunum.
Umræður um kaffiveitingar í fjárréttum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að við fjárréttir í Hvalfjarðarsveit verði áfram kaffiveitingar að höfðu samráði við réttarstjóra og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu í samstarfi við kvenfélagið Lilju.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að unnið verði að endurskoðun fjallskilasamþykktar í samráði við aðildarsveitarfélögin sem eru auk Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaður, Borgarbyggð og Skorradalshreppur, en einnig í samvinnu við Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að unnið verði að endurskoðun fjallskilasamþykktar í samráði við aðildarsveitarfélögin sem eru auk Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaður, Borgarbyggð og Skorradalshreppur, en einnig í samvinnu við Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi.
7.Gjaldskrá - Skipulags- og byggingarmál.
2501013
Lögð eru fram drög að endurskoðun gjaldskrár byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Markmið með endurskoðuninni var að einfalda fyrri gjaldskrá, þrepaskipta gjaldaliðum en ekki að hækka gjaldskrána almennt.
Markmið með endurskoðuninni var að einfalda fyrri gjaldskrá, þrepaskipta gjaldaliðum en ekki að hækka gjaldskrána almennt.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á gjaldskrám byggingar- og skipulagsfulltrúa. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu.
8.Fjárgirðing Ferstikluhálsi - Samningar
1810023
Fyrir liggur undirritað samkomulag dags. 08.12.2010 vegna viðhalds girðingar á Ferstikluhálsi.
Þeir aðilar sem stóðu að undirrituðu samkomulagið voru Hvalfjarðarsveit, Skógrækt ríkisins, Vesturlandsskógar og Vegagerðin.
Viðhaldi girðingarinnar á skv. samkomulaginu að skipta með eftirfarandi hætti:
Vegagerðin sér um viðhald á kaflanum frá Svarthamarsrétt að Ferstikluskála, samtals 3,2 km.
Aðrir aðilar skipta 4,3 km á milli sín með eftirfarandi hætti:
Hvalfjarðarsveit 1,7 km eða 42 %.
Skógræktin 1,2 km eða 29 %.
Vesturlandsskógar 1,2 km eða 29 %.
Umhverfis- og skipulagsdeild hefur rætt við tvo aðila um möguleika þess að taka að sér viðhald á rúmlega 4 kílómetra langri girðingu á Ferstikluhálsi.
Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir lok maí 2025.
Þeir aðilar sem leitað var til voru Gunnar Þórarinsson hjá GÞ verktökum ehf, Akureyri og Baldur Björnsson í Múlakoti, Borgarbyggð.
Þeir aðilar sem stóðu að undirrituðu samkomulagið voru Hvalfjarðarsveit, Skógrækt ríkisins, Vesturlandsskógar og Vegagerðin.
Viðhaldi girðingarinnar á skv. samkomulaginu að skipta með eftirfarandi hætti:
Vegagerðin sér um viðhald á kaflanum frá Svarthamarsrétt að Ferstikluskála, samtals 3,2 km.
Aðrir aðilar skipta 4,3 km á milli sín með eftirfarandi hætti:
Hvalfjarðarsveit 1,7 km eða 42 %.
Skógræktin 1,2 km eða 29 %.
Vesturlandsskógar 1,2 km eða 29 %.
Umhverfis- og skipulagsdeild hefur rætt við tvo aðila um möguleika þess að taka að sér viðhald á rúmlega 4 kílómetra langri girðingu á Ferstikluhálsi.
Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir lok maí 2025.
Þeir aðilar sem leitað var til voru Gunnar Þórarinsson hjá GÞ verktökum ehf, Akureyri og Baldur Björnsson í Múlakoti, Borgarbyggð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við Umhverfis- og skipulagsdeild að ganga til samninga við Baldur Björnsson vegna verksins.
9.Hlíðarbæjarland - Stofnskjöl Saurbær - Hlíðarbær 1-20
1811067
Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Í gildi er samningur um lóðarleigu vegna spildu úr landi Saurbæjar L133203.
Það hefur verið í umræðunni að ganga til samninga við Þjóðkirkjuna / Prestsetrasjóð um að minnka lóðarspildu sem leigð er undir félagsheimilið að Hlöðum og íbúðahverfið í Hlíðarbæ.
Forsaga málsins er:
Varðar upprunalandið Saurbær L133203.
Með stofnskjali dags. 02.08.2002 er stofnað Saurbæjarland Hlíðarbær L19309. Sbr. þinglýst skjal nr. 1358 / 2002.
Skv. stofnskjalinu er verið að stofna 7 ha spildu undir félagsheimili og íbúðarhverfi en skv. uppdrætti er um að ræða 9 hektara. Mismunurinn er vegna stauralínu Landsnets sbr. þinglýst skjal nr. 1252/1985.
Með leigusamningi leigir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Hvalfjarðarstrandahreppi, 7 ha spildu undir félagsheimili og íbúðarhverfi sbr. lóðarleigusamning dags. 10. desember 1985 sbr. þinglýst skjal nr. 1252/1985.
Með stofnskjali dags. 22.05.2008 er stofnað Hlíðarbæjarland L207655.
Með lóðarleigusamningi (dags. 2008-07) leigir Prestsetrasjóður, Hvalfjarðarsveit, 18,5 ha spildu undir félagsheimili og íbúðarhverfi. Sbr. þinglýst skjal nr. M-823/2009.
Skv. landeignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar er mæld stærð spildunnar 18,3 hektarar.
Landið er leigt til 35 ára frá 1. septembrer 2007. Er samningurinn því í gildi til ársins 2042.
Leigugjaldið hækkaði fyrstu árin skv. samningi, þar til árið 2015 að það endaði í 35.000 kr/hektara, sem svaraði til 647.500 kr fyrir alla spilduna.
Leigugjaldið tekur breytingum skv. byggingarvísitölu, miðað við 1. september ár hvert (sem er gjalddagi leiguverðs) og er grunnvísitala samningsins 372,0 stig.
(Af vef Hagstofunnar að dæma þá virðist þessi vísitala vera sú sem gilti fyrir júlí 2007, 10 mánuðum áður en undirritunar-dagsetning samningsins, en samningurinn virðist gilda 10 mánuði aftur í tímann eða frá 1. sept 2007).
Með þessum samningi fellur úr gildi eldri samningur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins við Hvalfjarðarstrandahrepp dags. 10. desember 1985.
Samningur um lóðarleigu er frá júlí árið 2008 (handskrifað á samninginn) og gildir til ársins 2042.
Árlegt leigugjald miðað við byggingarvísitölu júlí 2007 sem var 372,0 stig var 647.000 kr (árið 2015).
Vísitala í september 2024, sem er árlegur gjalddagi, er komin í 967,3 stig (miðað við verðlagsgrunn frá 1987 sem reyndar kemur ekki fram í samninginum), og hefur vísitalan hækkað um 160 % frá þeirri vísitölu sem samningurinn miðast upphaflega við og er því árlegt leigugjald komið í 1.683.500 kr.
(Reikningur Þjóðkirkjunnar fyrir 2024 var 1.679.671 kr.)
Í gildi er samningur um lóðarleigu vegna spildu úr landi Saurbæjar L133203.
Það hefur verið í umræðunni að ganga til samninga við Þjóðkirkjuna / Prestsetrasjóð um að minnka lóðarspildu sem leigð er undir félagsheimilið að Hlöðum og íbúðahverfið í Hlíðarbæ.
Forsaga málsins er:
Varðar upprunalandið Saurbær L133203.
Með stofnskjali dags. 02.08.2002 er stofnað Saurbæjarland Hlíðarbær L19309. Sbr. þinglýst skjal nr. 1358 / 2002.
Skv. stofnskjalinu er verið að stofna 7 ha spildu undir félagsheimili og íbúðarhverfi en skv. uppdrætti er um að ræða 9 hektara. Mismunurinn er vegna stauralínu Landsnets sbr. þinglýst skjal nr. 1252/1985.
Með leigusamningi leigir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Hvalfjarðarstrandahreppi, 7 ha spildu undir félagsheimili og íbúðarhverfi sbr. lóðarleigusamning dags. 10. desember 1985 sbr. þinglýst skjal nr. 1252/1985.
Með stofnskjali dags. 22.05.2008 er stofnað Hlíðarbæjarland L207655.
Með lóðarleigusamningi (dags. 2008-07) leigir Prestsetrasjóður, Hvalfjarðarsveit, 18,5 ha spildu undir félagsheimili og íbúðarhverfi. Sbr. þinglýst skjal nr. M-823/2009.
Skv. landeignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar er mæld stærð spildunnar 18,3 hektarar.
Landið er leigt til 35 ára frá 1. septembrer 2007. Er samningurinn því í gildi til ársins 2042.
Leigugjaldið hækkaði fyrstu árin skv. samningi, þar til árið 2015 að það endaði í 35.000 kr/hektara, sem svaraði til 647.500 kr fyrir alla spilduna.
Leigugjaldið tekur breytingum skv. byggingarvísitölu, miðað við 1. september ár hvert (sem er gjalddagi leiguverðs) og er grunnvísitala samningsins 372,0 stig.
(Af vef Hagstofunnar að dæma þá virðist þessi vísitala vera sú sem gilti fyrir júlí 2007, 10 mánuðum áður en undirritunar-dagsetning samningsins, en samningurinn virðist gilda 10 mánuði aftur í tímann eða frá 1. sept 2007).
Með þessum samningi fellur úr gildi eldri samningur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins við Hvalfjarðarstrandahrepp dags. 10. desember 1985.
Samningur um lóðarleigu er frá júlí árið 2008 (handskrifað á samninginn) og gildir til ársins 2042.
Árlegt leigugjald miðað við byggingarvísitölu júlí 2007 sem var 372,0 stig var 647.000 kr (árið 2015).
Vísitala í september 2024, sem er árlegur gjalddagi, er komin í 967,3 stig (miðað við verðlagsgrunn frá 1987 sem reyndar kemur ekki fram í samninginum), og hefur vísitalan hækkað um 160 % frá þeirri vísitölu sem samningurinn miðast upphaflega við og er því árlegt leigugjald komið í 1.683.500 kr.
(Reikningur Þjóðkirkjunnar fyrir 2024 var 1.679.671 kr.)
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við Umhverfis- og skipulagsdeild að ganga til samninga við Þjóðkirkjuna/Prestsetrasjóð vegna málsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
10.Efstiás 2 - leiðrétting á stærð lóðar.
2504021
Erindi dags. 3. febrúar 2025 frá Hallfreði Vilhjálmssyni.
Skv. deiliskipulagi fyrir Efstaás er lóðin Efstiás 2, skráð 1,2 hektarar eða 12.000 m2 að stærð en skv. fasteignaskrá er lóðin skráð 4.700 m2.
Óskað er eftir leiðréttingu á skráðri stærð lóðarinnar.
Skv. deiliskipulagi fyrir Efstaás er lóðin Efstiás 2, skráð 1,2 hektarar eða 12.000 m2 að stærð en skv. fasteignaskrá er lóðin skráð 4.700 m2.
Óskað er eftir leiðréttingu á skráðri stærð lóðarinnar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við Umhverfis- og skipulagsdeild að breyta stærð lóðarinnar til samræmis við gildandi deiliskipulag.
11.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborun á Grundartanga
2504007
Erindi dags. 2. apríl 2025 frá Carbfix hf.
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borunar á rannsóknarholu á Grundartanga í þeim tilgangi að kanna fýsileika svæðisins fyrir niðurdælingu og varanlega bindingu CO2 í bergi, en borunin er liður í að auka þekkingu á jarðlögum á svæðinu og kanna hvort bergið nýtist sem geymslusvæði CO2.
Komi í ljós að svæðið henti til þessara nota er stefnt að því að binda þar árlega allt að 450.000 tonn af CO2 frá kísilmálmveri Elkem á Grundartanga í samræmi við samning Carbfix, Elkem á Íslandi og Þróunarfélags Grundartanga þar um. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr losun frá stóriðju á Íslandi innan ETS kerfisins um tæp 25%, en losun frá stóriðju innan ETS kerfisins er nú um 40% af heildarlosun Íslands.
Í umsókninni kemur fram að stefnt sé að því að nýta affallsvatn frá Elkem við borun á rannsóknarholunni og að notast verði við vatn úr Eiðisvatni ef affallsvatnið nægir ekki til að ljúka borverkinu.
Fram kemur að unnið sé að áhrifamati vegna fyrirhugaðrar vatnstöku, væntanlega m.t.t. áhrifa á vatnshlotið Eiðisvatn 104-332-L.
Ætlunin er að þetta áhrifamat verði auglýst samhliða drögum að starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til borunar.
Tilraunaborunin fellur undir lið 2.04 í 1. viðauka við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 og er því tilkynningarskyld skv. lögunum.
Skv. ákvæðum 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi, nr. 777/2012, skal ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu tilkynningaskyldrar framkvæmdar liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu en þann 14. apríl 2025 gaf Skipulagsstofnun út það álit að borun grannrar tilraunaholu á borð við þá sem hér um ræðir falli ekki undir tölulið 2.04 í 1. viðauka við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 og sé því ekki tilkynningarskyld skv. lögunum.
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borunar á rannsóknarholu á Grundartanga í þeim tilgangi að kanna fýsileika svæðisins fyrir niðurdælingu og varanlega bindingu CO2 í bergi, en borunin er liður í að auka þekkingu á jarðlögum á svæðinu og kanna hvort bergið nýtist sem geymslusvæði CO2.
Komi í ljós að svæðið henti til þessara nota er stefnt að því að binda þar árlega allt að 450.000 tonn af CO2 frá kísilmálmveri Elkem á Grundartanga í samræmi við samning Carbfix, Elkem á Íslandi og Þróunarfélags Grundartanga þar um. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr losun frá stóriðju á Íslandi innan ETS kerfisins um tæp 25%, en losun frá stóriðju innan ETS kerfisins er nú um 40% af heildarlosun Íslands.
Í umsókninni kemur fram að stefnt sé að því að nýta affallsvatn frá Elkem við borun á rannsóknarholunni og að notast verði við vatn úr Eiðisvatni ef affallsvatnið nægir ekki til að ljúka borverkinu.
Fram kemur að unnið sé að áhrifamati vegna fyrirhugaðrar vatnstöku, væntanlega m.t.t. áhrifa á vatnshlotið Eiðisvatn 104-332-L.
Ætlunin er að þetta áhrifamat verði auglýst samhliða drögum að starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til borunar.
Tilraunaborunin fellur undir lið 2.04 í 1. viðauka við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 og er því tilkynningarskyld skv. lögunum.
Skv. ákvæðum 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi, nr. 777/2012, skal ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu tilkynningaskyldrar framkvæmdar liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu en þann 14. apríl 2025 gaf Skipulagsstofnun út það álit að borun grannrar tilraunaholu á borð við þá sem hér um ræðir falli ekki undir tölulið 2.04 í 1. viðauka við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 og sé því ekki tilkynningarskyld skv. lögunum.
Nefndin lítur svo á að með niðurdælingu og bindingu CO2 frá kísilmálmveri Elkem á Grundartanga af þeirri stærðargráðu sem getið er um í umsókninni væri stigið stórt skref í þá átt að minnka kolefnisspor starfsemi í sveitarfélaginu, auk þess sem bindingin væri mikilvægt framlag til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum á landsvísu og á heimsvísu.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar liggur fyrir en unnið er að áhrifamati sem ekki liggur ennþá fyrir.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar rannsóknarholu á Grundartanga sbr. umsókn fyrirtækisins, dags. 2. apríl 2025.
Samþykki sveitarfélagsins fyrir útgáfu framkvæmdaleyfisins verði þó með þeim fyrirvara að áhrifamat sem nú er unnið að leiði í ljós að hugsanleg vatnstaka úr Eiðisvatni hafi ekki þau áhrif að umhverfismarkmið vatnshlotsins náist ekki.
Einnig er settur sá fyrirvari að leyfi landeiganda liggi fyrir og framkvæmdaraðili sendi sveitarfélaginu gögn varðandi það.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar liggur fyrir en unnið er að áhrifamati sem ekki liggur ennþá fyrir.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar rannsóknarholu á Grundartanga sbr. umsókn fyrirtækisins, dags. 2. apríl 2025.
Samþykki sveitarfélagsins fyrir útgáfu framkvæmdaleyfisins verði þó með þeim fyrirvara að áhrifamat sem nú er unnið að leiði í ljós að hugsanleg vatnstaka úr Eiðisvatni hafi ekki þau áhrif að umhverfismarkmið vatnshlotsins náist ekki.
Einnig er settur sá fyrirvari að leyfi landeiganda liggi fyrir og framkvæmdaraðili sendi sveitarfélaginu gögn varðandi það.
12.Litla-Botnsland 1, L224375- Aðalskipulagsbreyting.
2311012
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. nóvember 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhuguð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á náttúruferðamennsku samhliða skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Heildar byggingarmagn svæðis verður allt að 5.000 m2. Unnið er að matstilkynningu til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Auglýsingatími var frá 30.01.-17.03.2025 og 8 athugasemdir bárust í Skipulagsgátt.
Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, miðvikudaginn 12.mars 2025 kl. 17.
Á fundi Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 19. mars s.l. var lagður fram listi yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust í Skipulagsgátt við tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, á kynningartíma tillögunnar. Farið yfir þær athugasemdir og voru umræður um þær. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna áfram að málinu.
Fyrirhuguð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á náttúruferðamennsku samhliða skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Heildar byggingarmagn svæðis verður allt að 5.000 m2. Unnið er að matstilkynningu til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Auglýsingatími var frá 30.01.-17.03.2025 og 8 athugasemdir bárust í Skipulagsgátt.
Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, miðvikudaginn 12.mars 2025 kl. 17.
Á fundi Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 19. mars s.l. var lagður fram listi yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust í Skipulagsgátt við tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, á kynningartíma tillögunnar. Farið yfir þær athugasemdir og voru umræður um þær. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna áfram að málinu.
Fyrir liggur samantekt athugasemda og viðbrögð við þeim.
Samþykkt að leita álits lögmanns sveitarfélagsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum, einn (GÞS) var á móti.
Samþykkt að leita álits lögmanns sveitarfélagsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum, einn (GÞS) var á móti.
13.Galtarlækur - Aðalskipulagsbreyting
2405015
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkti á fundi sínum 15.01.2025 að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Galtalækjar í Hvalfjarðarsveit.
Kynningartími í Skipulagsgátt var frá 30.01. - 13.03.2025 og bárust 17 umsagnir.
Á fundi nefndarinnar þann 19. mars s.l. var lagður fram listi yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust í Skipulagsgátt við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á jörðinni Galtarlæk, L133627, á kynningartíma tillögunnar. Farið var yfir þær athugasemdir og voru umræður um þær. Umhverfis- og skipulagsdeild var falið að vinna áfram að málinu og ræða við framkvæmdaraðila.
Fundur var haldinn með framkvæmdaraðila þann 1. apríl s.l.
Kynningartími í Skipulagsgátt var frá 30.01. - 13.03.2025 og bárust 17 umsagnir.
Á fundi nefndarinnar þann 19. mars s.l. var lagður fram listi yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust í Skipulagsgátt við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á jörðinni Galtarlæk, L133627, á kynningartíma tillögunnar. Farið var yfir þær athugasemdir og voru umræður um þær. Umhverfis- og skipulagsdeild var falið að vinna áfram að málinu og ræða við framkvæmdaraðila.
Fundur var haldinn með framkvæmdaraðila þann 1. apríl s.l.
Lögð fram samantekt umsagna sem bárust við skipulagslýsingu sem kynnt var frá 30.01. - 13.03. sl.
Ekki er þörf á formlegum viðbrögðum sveitarfélagsins við þeim umsögnum og eftir atvikum verða þær hafðar til hliðsjónar við gerð aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags.
Ekki er þörf á formlegum viðbrögðum sveitarfélagsins við þeim umsögnum og eftir atvikum verða þær hafðar til hliðsjónar við gerð aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags.
14.Kúludalsárland - Aðalskipulagsbreyting.
2409001
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 26. febrúar 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á landskikum í Kúludalsárlandi í Hvalfjarðarsveit í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynningartími lýsingarinnar var frá 7.- 21.mars 2025.
9 umsagnir bárust í Skipulagsgátt frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Rarik, Náttúruverndarstofnun, Vegagerðinni-Vestursvæði, Náttúrufræðistofnun Íslands, Ragnheiði Jónu Þorgrímsdóttur, Magnúsi Pétri Þorgrímssyni og Eddu Kristrúnu Andrésdóttur.
Kynningartími lýsingarinnar var frá 7.- 21.mars 2025.
9 umsagnir bárust í Skipulagsgátt frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Rarik, Náttúruverndarstofnun, Vegagerðinni-Vestursvæði, Náttúrufræðistofnun Íslands, Ragnheiði Jónu Þorgrímsdóttur, Magnúsi Pétri Þorgrímssyni og Eddu Kristrúnu Andrésdóttur.
Lögð fram samantekt umsagna sem bárust við skipulagslýsingu sem kynnt var frá 07.03. - 21.03. sl.
Ekki er þörf á formlegum viðbrögðum sveitarfélagsins við þeim umsögnum en eftir atvikum verður tekið tillit til þeirra við gerð aðalskipulagsbreytingar og eftir atvikum deiliskipulags. Jafnframt samþykkir nefndin að auglýsa aðslskipulagsbreytingu.
Ekki er þörf á formlegum viðbrögðum sveitarfélagsins við þeim umsögnum en eftir atvikum verður tekið tillit til þeirra við gerð aðalskipulagsbreytingar og eftir atvikum deiliskipulags. Jafnframt samþykkir nefndin að auglýsa aðslskipulagsbreytingu.
15.Hólabrú - aðalskipulagsbreyting (E13 Innri-Hólmur).
2408019
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 22. janúar 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Hólabrúarnámu (E13-Innri Hólmur) í samræmi við 1. gr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynningartími var frá 14.febrúar - 28. mars 2025 og bárust 7 umsagnir í Skipulagsgátt.
Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun, Vegagerðinni-Vestursvæði, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hestamannafélaginu Dreyra, Akraneskaupsstað og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Kynningartími var frá 14.febrúar - 28. mars 2025 og bárust 7 umsagnir í Skipulagsgátt.
Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun, Vegagerðinni-Vestursvæði, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hestamannafélaginu Dreyra, Akraneskaupsstað og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Fyrir liggur samantekt athugasemda og viðbrögð við þeim.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
16.Katanesvegur 34, Grundartanga- aðalskipulagsbreyting.
2504025
Erindi frá Aurora fiskeldi ehf.
Ósk um breytingu á aðalskipulagi þar sem lóðinni Katanesvegi 34 á Grundartanga verði breytt úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði.
Leyfi landeiganda liggur ekki fyrir í umsóknargögnum.
Ósk um breytingu á aðalskipulagi þar sem lóðinni Katanesvegi 34 á Grundartanga verði breytt úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði.
Leyfi landeiganda liggur ekki fyrir í umsóknargögnum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að heimila landeiganda/framkvæmdaraðila að hefja vinnu við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna áforma framkvæmdaraðila.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
17.Gandheimar, L 133740 og Geldingará, L 133739 - aðalskipulagsbreyting.
2504027
Erindi dags. 11. apríl 2025 frá VSÓ ráðgjöf fh. landeiganda.
Fyrir hönd Námufjélagsins ehf., Hafsteins Hrafns Daníelssonar og Hafsteins Daníelssonar ehf. er óskað eftir heimild til að vinna breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og heimild til að vinna deiliskipulag fyrir efnistöku- og efnislosunarsvæði ásamt athafnasvæði á landi Gandheima Geldingsárlandi (L133740) í eigu Hafsteins Daníelssonar ehf og landi Geldingaár (L133739) í eigu Hafsteins Hrafns Daníelssonar.
Svæðið er staðsett norðan við Leirárvoga, austan við Vesturlandsveg.
Tillaga að athafnasvæði er 20 ha (Geldingaá), tillaga að efnistöku- og efnislosunarsvæði er 52 ha (Gandheimar). Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í flokki 2 í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Efnistaka skv. fyrirliggjandi matsáætlun er um 4.800.000 m3 og árleg efnistaka gæti því verið um 200.000 m3 til að byrja með. Því má ætla að efnisvinnsla gæti verið í allt að 24 ár á svæðinu miðað við þær forsendur. Í umhverfismatsskýrslu, sem er í vinnslu, verður lagt frekara mat á þessar forsendur. Matsáætlun og álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir ásamt skýrslu frá Náttúrustofu Vesturlands um fuglalíf á svæðinu.
Aðalskipulagsbreytingin felur í sér eftirfarandi:
1. Bæta við efnistöku- og efnislosunarsvæði.
2. Fella út reiðleið/gönguleið í Gandheimum.
3. Bæta við athafnasvæði.
4. Skilgreining vatnsbóla.
a. Fella út vatnsból 30, skilgreina nýtt vatnsból (fyrir Geldingaá) og vatnsverndarsvæði.
i. Fjarsvæði
ii. Grannsvæði
iii. Brunnsvæði
5. Skilgreining á vegtengingu að námusvæði.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Óskað er eftir að fyrrgreindum aðilum verði veitt heimild til að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig heimilað að leggja upp helstu skipulagsgögn vegna aðalskipulagsbreytingar.
Fyrir hönd Námufjélagsins ehf., Hafsteins Hrafns Daníelssonar og Hafsteins Daníelssonar ehf. er óskað eftir heimild til að vinna breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og heimild til að vinna deiliskipulag fyrir efnistöku- og efnislosunarsvæði ásamt athafnasvæði á landi Gandheima Geldingsárlandi (L133740) í eigu Hafsteins Daníelssonar ehf og landi Geldingaár (L133739) í eigu Hafsteins Hrafns Daníelssonar.
Svæðið er staðsett norðan við Leirárvoga, austan við Vesturlandsveg.
Tillaga að athafnasvæði er 20 ha (Geldingaá), tillaga að efnistöku- og efnislosunarsvæði er 52 ha (Gandheimar). Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í flokki 2 í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Efnistaka skv. fyrirliggjandi matsáætlun er um 4.800.000 m3 og árleg efnistaka gæti því verið um 200.000 m3 til að byrja með. Því má ætla að efnisvinnsla gæti verið í allt að 24 ár á svæðinu miðað við þær forsendur. Í umhverfismatsskýrslu, sem er í vinnslu, verður lagt frekara mat á þessar forsendur. Matsáætlun og álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir ásamt skýrslu frá Náttúrustofu Vesturlands um fuglalíf á svæðinu.
Aðalskipulagsbreytingin felur í sér eftirfarandi:
1. Bæta við efnistöku- og efnislosunarsvæði.
2. Fella út reiðleið/gönguleið í Gandheimum.
3. Bæta við athafnasvæði.
4. Skilgreining vatnsbóla.
a. Fella út vatnsból 30, skilgreina nýtt vatnsból (fyrir Geldingaá) og vatnsverndarsvæði.
i. Fjarsvæði
ii. Grannsvæði
iii. Brunnsvæði
5. Skilgreining á vegtengingu að námusvæði.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Óskað er eftir að fyrrgreindum aðilum verði veitt heimild til að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig heimilað að leggja upp helstu skipulagsgögn vegna aðalskipulagsbreytingar.
Á fundinum var farið yfir erindi landeiganda Geldingaár/Gandheima og voru umræður um málið.
Nefndin leggur til að Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn fari sameiginlega yfir málið.
Afgreiðslu málsins frestað.
Nefndin leggur til að Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn fari sameiginlega yfir málið.
Afgreiðslu málsins frestað.
18.Holtaflöt - deiliskipulag í landi Kirkjubóls og Innri-Hólms.
2504026
Erindi frá Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar.
Greinargerð deiliskipulags Holtaflatar í landi Kirkjubóls og Innri-Hólms frá 1995.
Svo virðist sem greinargerð vegna deiliskipulagsins hafi ekki ratað í Skipulagsvefsjá, en á uppdrætti í Skipulagsvefsjá er getið um þessa greinargerð.
Engar breytingar hafa verið gerðar á greinargerðinni frá því hún var samþykkt.
Greinargerð deiliskipulags Holtaflatar í landi Kirkjubóls og Innri-Hólms frá 1995.
Svo virðist sem greinargerð vegna deiliskipulagsins hafi ekki ratað í Skipulagsvefsjá, en á uppdrætti í Skipulagsvefsjá er getið um þessa greinargerð.
Engar breytingar hafa verið gerðar á greinargerðinni frá því hún var samþykkt.
Fyrir liggur greinargerð sú sem fylgdi með deiliskipulagi því sem staðfest var af sveitarstjórn á sínum tíma.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að óska þess við Skipulagsstofnun að greinargerðin vegna deiliskipulagsins verði birt í Skipulagsvefsjá samhliða deiliskipulagsuppdrættinum sem þar er.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að óska þess við Skipulagsstofnun að greinargerðin vegna deiliskipulagsins verði birt í Skipulagsvefsjá samhliða deiliskipulagsuppdrættinum sem þar er.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
19.Melahverfi-deiliskipulag - I. og II áfangi.
2203054
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Melahverfi I og II.
Deiliskipulag þetta tekur til íbúðarbyggðar og þjónustulóða Melahverfis I og II. Skipulagssvæðið eru tæpir 18 ha. Á skipulagssvæðinu eru tvö deiliskipulög í gildi, Deiliskipulag lóða við Innrimel og Lækjarmel, samþ. 07.05.1998 m.s.br. og Deiliskipulag Melahverfis II, samþ. 22.07.2009 m.s.br. Þau verða felld úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.
Í gildi er deiliskipulag fyrir Melahverfi III sem var staðfest í B-deild Stjórnartíðinda 04.11.2024.
Markmiðið er að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í heild þar sem gildandi skipulagsáætlanir eru komnar til ára sinna og vill sveitarfélagið uppfæra þau og hafa í samræmi við kröfur sem gerðar eru til deiliskipulags í dag. Þá hefur landnotkun á hluta svæðisins verið breytt í aðalskipulagi og verður nýtt deiliskipulag í samræmi við það. Á byggðum lóðum verða lóðamörk yfirfarin og í einhverjum tilfellum leiðrétt og byggingarskilmálar endurskoðaðir.
Deiliskipulag þetta tekur til íbúðarbyggðar og þjónustulóða Melahverfis I og II. Skipulagssvæðið eru tæpir 18 ha. Á skipulagssvæðinu eru tvö deiliskipulög í gildi, Deiliskipulag lóða við Innrimel og Lækjarmel, samþ. 07.05.1998 m.s.br. og Deiliskipulag Melahverfis II, samþ. 22.07.2009 m.s.br. Þau verða felld úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.
Í gildi er deiliskipulag fyrir Melahverfi III sem var staðfest í B-deild Stjórnartíðinda 04.11.2024.
Markmiðið er að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í heild þar sem gildandi skipulagsáætlanir eru komnar til ára sinna og vill sveitarfélagið uppfæra þau og hafa í samræmi við kröfur sem gerðar eru til deiliskipulags í dag. Þá hefur landnotkun á hluta svæðisins verið breytt í aðalskipulagi og verður nýtt deiliskipulag í samræmi við það. Á byggðum lóðum verða lóðamörk yfirfarin og í einhverjum tilfellum leiðrétt og byggingarskilmálar endurskoðaðir.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Melahverfis I og II, með áorðnum breytingum, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
20.Saurbæjarland - Heimar L172883 - Deiliskipulagsbreyting
2504030
Erindi dags. 11. apríl 2025 frá Helenu Ósk Óskarsdóttur, arkitekt.
Óskað er breytinga á deilskipulagi fyrir Saurbæjarland Heima L172883 / Hótel Glym í Hvalfirði.
Breytingin felur í sér stækkun á hótelbyggingu austan megin við hótel.
Þar er skilgreindur nýr byggingarreitur og þeim eldri sem var þar fyrir er breytt.
Einnig eru skilgreindir nýir byggingarreitir fyrir smáhýsi ofan við hótel ásamt byggingarreit fyrir starfsmannahús.
Nánar tiltekið er óskað eftir eftirfarandi breytingum:
1. Skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir starfsmannahús.
2. Skilgreindir eru 17 nýir byggingarreitir fyrir smáhýsi.Smáhýsin verða svokölluð norðurljósahús með útsýni yfir Hvalfjörð.
3. Skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir viðbyggingu austan við hótel Glym. Innan hans rúmast viðbygging og SPA aðstaða.
4. Byggingarreitur fyrir anddyri breytist svo hann stendur sér.
4. Bætt er við þá göngustíga sem fyrir eru og raðast smáhýsin við þá.
5. Bætt er við 34 nýjum bílastæðum ofan við hótel Glym.
Samþykki landeiganda og Þjóðkirkjunnar liggur fyrir.
SMÁHÝSI:
Innan hvers byggingarreits er heimilt að byggja eitt smáhýsi sem rúmar 2-3 gesti.
Stærð: Hámarksstærð hvers smáhýsis er 25 m2.
VIÐBYGGING:
Heimilt er að byggja 1000 m2 viðbyggingu með tengigangi við núverandi hótelbyggingu
á 1-2 hæðum.
30 hótelherbergi 18 m2 hvert, opið alrými, fundarrýmiog önnur nauðsynleg rými s.s. þvottaherbergi, geymslu- og tæknirými.
Stærð: 1000 m2
STARFSMANNAHÚS:
Nú þegar er ekkert starfsmannahús á svæðinu og er því núverandi byggingarreit fyrir starfsmannahús breytt í byggingarreit fyrir hefðbundið orlofshús þar sem slíkt hefur nú þegar verið byggt.
Skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir starfsmannahús sem myndi rúma 12 starfsmenn.
Stærð: Hámarksstærð er 250 m2.
Að öðru leiti haldast skilmálar deiliskipulags óbreyttir.
Með erindinu fylgdi uppdráttur með greinargerð.
Óskað er breytinga á deilskipulagi fyrir Saurbæjarland Heima L172883 / Hótel Glym í Hvalfirði.
Breytingin felur í sér stækkun á hótelbyggingu austan megin við hótel.
Þar er skilgreindur nýr byggingarreitur og þeim eldri sem var þar fyrir er breytt.
Einnig eru skilgreindir nýir byggingarreitir fyrir smáhýsi ofan við hótel ásamt byggingarreit fyrir starfsmannahús.
Nánar tiltekið er óskað eftir eftirfarandi breytingum:
1. Skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir starfsmannahús.
2. Skilgreindir eru 17 nýir byggingarreitir fyrir smáhýsi.Smáhýsin verða svokölluð norðurljósahús með útsýni yfir Hvalfjörð.
3. Skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir viðbyggingu austan við hótel Glym. Innan hans rúmast viðbygging og SPA aðstaða.
4. Byggingarreitur fyrir anddyri breytist svo hann stendur sér.
4. Bætt er við þá göngustíga sem fyrir eru og raðast smáhýsin við þá.
5. Bætt er við 34 nýjum bílastæðum ofan við hótel Glym.
Samþykki landeiganda og Þjóðkirkjunnar liggur fyrir.
SMÁHÝSI:
Innan hvers byggingarreits er heimilt að byggja eitt smáhýsi sem rúmar 2-3 gesti.
Stærð: Hámarksstærð hvers smáhýsis er 25 m2.
VIÐBYGGING:
Heimilt er að byggja 1000 m2 viðbyggingu með tengigangi við núverandi hótelbyggingu
á 1-2 hæðum.
30 hótelherbergi 18 m2 hvert, opið alrými, fundarrýmiog önnur nauðsynleg rými s.s. þvottaherbergi, geymslu- og tæknirými.
Stærð: 1000 m2
STARFSMANNAHÚS:
Nú þegar er ekkert starfsmannahús á svæðinu og er því núverandi byggingarreit fyrir starfsmannahús breytt í byggingarreit fyrir hefðbundið orlofshús þar sem slíkt hefur nú þegar verið byggt.
Skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir starfsmannahús sem myndi rúma 12 starfsmenn.
Stærð: Hámarksstærð er 250 m2.
Að öðru leiti haldast skilmálar deiliskipulags óbreyttir.
Með erindinu fylgdi uppdráttur með greinargerð.
Breytingin samræmist gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Saurbæjarlands-Heima L172883 / Hótel Glyms í Hvalfirði, með áorðnum breytingum er varðar neysluvatn og fráveitumál, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Saurbæjarlands-Heima L172883 / Hótel Glyms í Hvalfirði, með áorðnum breytingum er varðar neysluvatn og fráveitumál, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
21.Holtaflöt - Deiliskipulagsbreyting - Tækjahús við Hvalfjarðargöng
2504012
Erindi frá Eflu verkfræðistofu dags. 3. apríl 2025 f.h. Vegagerðarinnar.
Um er að ræða ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Holtsflöt í landi Kirkjubóls og Innri-Hólms sem staðfestur var af hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps þann 27.03.1995 og af Skipulagsstjóra ríkisins þann 21.04.1995.
Í breytingunni felst að afmörkuð er ný 261 m2 lóð fyrir allt að 30 m2 tæknihús/þjónustuhús með allt að 3,5 m hámarkshæð fyrir Hvalfjarðargöng og byggingarreitur afmakaður innan lóðar.
Innan byggingarreits er skv. tillögunni heimilt að byggja tækjahús allt að 30 m2 og hámarkshæð byggingar er 3,5 m. Bílastæði eru sýnd innan byggingarreits til skýringa. Einnig er skv. tillögunni heimilt að hafa gám innan byggingarreits.
Byggingarreitur er í tillögunni staðsettur innan öryggissvæðis, en þar er í gildandi deiliskipulagi kvöð um að ekki skuli vera framkvæmdir, einnig er sami byggingarreitur staðsettur innan 30 m veghelgunarsvæðis og innan 50 m svæðis skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. 5.3.2.4.
Fram kemur í tillögunni að sækja þurfi um undanþágu vegna nálægðar við veg.
Í deiliskipulagstillögu er vísað til frekari upplýsinga skv. mæliblaði.
Um er að ræða ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Holtsflöt í landi Kirkjubóls og Innri-Hólms sem staðfestur var af hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps þann 27.03.1995 og af Skipulagsstjóra ríkisins þann 21.04.1995.
Í breytingunni felst að afmörkuð er ný 261 m2 lóð fyrir allt að 30 m2 tæknihús/þjónustuhús með allt að 3,5 m hámarkshæð fyrir Hvalfjarðargöng og byggingarreitur afmakaður innan lóðar.
Innan byggingarreits er skv. tillögunni heimilt að byggja tækjahús allt að 30 m2 og hámarkshæð byggingar er 3,5 m. Bílastæði eru sýnd innan byggingarreits til skýringa. Einnig er skv. tillögunni heimilt að hafa gám innan byggingarreits.
Byggingarreitur er í tillögunni staðsettur innan öryggissvæðis, en þar er í gildandi deiliskipulagi kvöð um að ekki skuli vera framkvæmdir, einnig er sami byggingarreitur staðsettur innan 30 m veghelgunarsvæðis og innan 50 m svæðis skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. 5.3.2.4.
Fram kemur í tillögunni að sækja þurfi um undanþágu vegna nálægðar við veg.
Í deiliskipulagstillögu er vísað til frekari upplýsinga skv. mæliblaði.
Skv. ákvæðum í deiliskipulagi Holtsflatar, "Landnotkun, Vegsvæðið" segir:
"Við gangnamunnann er til viðbótar öryggissvæði með kvöð um engar framkvæmdir á landi. Öryggissvæðið er u.þ.b. 600 m langt og 60 m breitt...."
Ekki liggur fyrir heimild landeiganda fyrir breytingum deiliskipulagins.
Ekki liggur fyrir umsögn Vegagerðar vegna framkvæmda innan veghelgunarsvæðisins.
Ekki er í deiliskipulaginu fjallað um aðrar framkvæmdir s.s. gám sem þegar er á svæðinu.
Skv. ákvæði d-liðar greinar 5.3.2.4 í skipulagsreglugerð segir að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja aðrar byggingar en íbúðar- og frístundahús, nær stofn- eða tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði.
Skv. ákvæði greinar 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð segir að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Þó er heimilt að reisa samgöngumannvirki svo sem brýr og stíflur og fyrirhleðslur í tengslum við virkjanir fallvatna og varnir gegn ágangi sjávar og vatns nær vötnum, ám og sjó en 50 m. Ekki liggur fyrir hver fjarlægð er frá sjó.
Skv. 13. mgr. 45. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 getur ráðherra, þegar sérstaklega stendur á og að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar veitt undanþágu frá einstökum greinum skipulagsreglugerðar.
Ekki liggur fyrir að fengin hafi verið umsögn eða sótt um undanþágu frá ákvæðum skipulagslaga / skipulagsreglugerðar.
Erindinu er hafnað.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
"Við gangnamunnann er til viðbótar öryggissvæði með kvöð um engar framkvæmdir á landi. Öryggissvæðið er u.þ.b. 600 m langt og 60 m breitt...."
Ekki liggur fyrir heimild landeiganda fyrir breytingum deiliskipulagins.
Ekki liggur fyrir umsögn Vegagerðar vegna framkvæmda innan veghelgunarsvæðisins.
Ekki er í deiliskipulaginu fjallað um aðrar framkvæmdir s.s. gám sem þegar er á svæðinu.
Skv. ákvæði d-liðar greinar 5.3.2.4 í skipulagsreglugerð segir að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja aðrar byggingar en íbúðar- og frístundahús, nær stofn- eða tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði.
Skv. ákvæði greinar 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð segir að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Þó er heimilt að reisa samgöngumannvirki svo sem brýr og stíflur og fyrirhleðslur í tengslum við virkjanir fallvatna og varnir gegn ágangi sjávar og vatns nær vötnum, ám og sjó en 50 m. Ekki liggur fyrir hver fjarlægð er frá sjó.
Skv. 13. mgr. 45. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 getur ráðherra, þegar sérstaklega stendur á og að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar veitt undanþágu frá einstökum greinum skipulagsreglugerðar.
Ekki liggur fyrir að fengin hafi verið umsögn eða sótt um undanþágu frá ákvæðum skipulagslaga / skipulagsreglugerðar.
Erindinu er hafnað.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
22.Hafnarland, Ölver -Deiliskipulag
2406027
Tillaga að deiliskipulagi frá Plúsark f.h. lóðarhafa.
Málið var upphaflega á dagskrá Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar á 39. fundi en síðar tók tillagan breytingum.
Málið var aftur á dagskrá á 42. fundi Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 16.10.2024.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að lagfæra þurfi tillöguna áður en hægt sé að fjalla um hana og felur skipulagsfulltrúa að upplýsa skipulagshöfund um þær lagfæringar sem gera þarf að mati nefndarinnar.
Málið var síðast á dagskrá á 47. fundi Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 19.03.2025.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að lagfæra þurfi tillöguna áður en hægt sé að fjalla um hana og felur skipulagsfulltrúa að upplýsa skipulagshöfund um þær lagfæringar sem gera þarf að mati nefndarinnar.
Sveitarfélagið upplýsti skipulagshöfund og lóðarhafa með tölvupósti þann 31.03.2025 að breyta þurfi aðalskipulagi til að deiliskipulagsbreytingin nái fram að ganga.
Hér er því eingöngu verið að fjalla um deiliskipulagið.
Málið var upphaflega á dagskrá Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar á 39. fundi en síðar tók tillagan breytingum.
Málið var aftur á dagskrá á 42. fundi Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 16.10.2024.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að lagfæra þurfi tillöguna áður en hægt sé að fjalla um hana og felur skipulagsfulltrúa að upplýsa skipulagshöfund um þær lagfæringar sem gera þarf að mati nefndarinnar.
Málið var síðast á dagskrá á 47. fundi Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 19.03.2025.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að lagfæra þurfi tillöguna áður en hægt sé að fjalla um hana og felur skipulagsfulltrúa að upplýsa skipulagshöfund um þær lagfæringar sem gera þarf að mati nefndarinnar.
Sveitarfélagið upplýsti skipulagshöfund og lóðarhafa með tölvupósti þann 31.03.2025 að breyta þurfi aðalskipulagi til að deiliskipulagsbreytingin nái fram að ganga.
Hér er því eingöngu verið að fjalla um deiliskipulagið.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umrædd tillaga sé ófullnægjandi og er erindinu hafnað. Nefndin bendir á að breyta þarf landnotkun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar til samræmis við tillögu að deiliskipulagi, eins og skipulagshöfundur hefur verið upplýstur um.
23.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Galtarlækur 133627 - Flokkur 2
2504017
Erindi frá byggingarfulltrúa.
Sótt er um byggingarleyfi fyrir einnar hæðar límtréshúsi sem verður geymsluhús á jörðinni Galtalæk L133627.
Stærð 24 m x 100,35 m = 2.408,4 m2, 17.693,5 m3.
Vegghæð 5,65 m, Mænishæð 8,64 m.
Skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er gert ráð fyrir athafnasvæði AT-15 í landi Galtalækjar. Um er að ræða heimild til uppbygginga á skemmu/geymslu fyrir léttan iðnað, birgðahald ofl.
Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
Sótt er um byggingarleyfi fyrir einnar hæðar límtréshúsi sem verður geymsluhús á jörðinni Galtalæk L133627.
Stærð 24 m x 100,35 m = 2.408,4 m2, 17.693,5 m3.
Vegghæð 5,65 m, Mænishæð 8,64 m.
Skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er gert ráð fyrir athafnasvæði AT-15 í landi Galtalækjar. Um er að ræða heimild til uppbygginga á skemmu/geymslu fyrir léttan iðnað, birgðahald ofl.
Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
Skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Galtarlæk er heimilt að byggja allt að 2.500 m2 hús á landbúnaðarsvæði L2, einnig er í aðalskipulaginu gert ráð fyrir athafnasvæði AT-15 í landi Galtalækjar, þar sem heimilt er að byggja skemmu/geymslu fyrir léttan iðnað, birgðahald ofl.
Umrædd framkvæmd er því í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum aðiliggjandi lóða og jarða, þ.e. Glóra L202120, Hlésey L198312, Galtarvík L133628, Grundartangi-Klafastaðir L133674 og Klafastaðir L133635.
Umrædd framkvæmd er því í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum aðiliggjandi lóða og jarða, þ.e. Glóra L202120, Hlésey L198312, Galtarvík L133628, Grundartangi-Klafastaðir L133674 og Klafastaðir L133635.
24.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vallarás - Flokkur 2
2501004
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkti á fundi sínum 19.02.2025 að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn Vallaráss. Grenndarkynnt var hjá aðliggjandi lóðarhöfum, þ.e. Vellir 7 L219979, Reynivellir L219975, Vellir 4 L219976, Vellir 6 L219978, Vellir 2 L219974, auk upprunajarðar Vellir 1 L219973.
Kynningin var í Skipulagsgátt frá 5. mars - 2. apríl s.l. og barst ein athugasemd á auglýsingatíma.
Kynningin var í Skipulagsgátt frá 5. mars - 2. apríl s.l. og barst ein athugasemd á auglýsingatíma.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu sem grenndarkynnt var í Skipulagsgátt frá 05.03. - 02.04.2025 og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að svara þeirri athugasemd sem barst skv. umræðum á fundinum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Sæmundur Víglundsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Sæmundur Víglundsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
25.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lambhagi 2 192687 - Flokkur 2
2504016
Erindi frá byggingarfulltrúa.
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr að Lambhaga 2 L192687.
Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Stærð 79,2 m2 / 297,1 m3.
Vegghæð 3,15 m, mænishæð 4,32 m.
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr að Lambhaga 2 L192687.
Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Stærð 79,2 m2 / 297,1 m3.
Vegghæð 3,15 m, mænishæð 4,32 m.
Skv. ákvæðum 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem segir m.a. í 3. málsgrein, að skipulagsnefnd sé heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Að mati Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar varðar erindið ekki aðra en sveitarfélagið og umsækjanda. Því samþykkir nefndin að heimila byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum athugasemdum og skilyrðum byggingarfulltrúa.
26.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ós 5 - Flokkur 2
2503030
Erindi frá byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á einni hæð úr forsteyptum einingum og með mænisþaki.
Stærð 220,9 m2 / 879,5 m3.
Vegghæð 3,02 m, mænishæð 4,61 m.
Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á einni hæð úr forsteyptum einingum og með mænisþaki.
Stærð 220,9 m2 / 879,5 m3.
Vegghæð 3,02 m, mænishæð 4,61 m.
Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið. Grenndarkynnt verði hjá aðliggjandi lóðarhöfum þ.e. Ós 4 L236888, Ós 3 L133649, Ós 2 L133648 og Ós L133644.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Þorsteinn Már Ólafsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Þorsteinn Már Ólafsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
27.Umhverfismatsdagurinn 2025.
2504023
Erindi dags. 11.04.2025 frá Skipulagsstofnun.
Umhverfismatsdagurinn í ár fer fram þann 5. júní í Nauthól og í beinu streymi, en hann er árleg ráðstefna um umhverfismat, þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi í málaflokknum hverju sinni. Sem fyrr stefnir í fjölbreytta dagskrá fróðlegra erinda og samtals um umhverfismat.
Öll sem áhuga hafa eru hvött til að koma og vera með, hlíða á erindi og taka þátt í umræðum.
Umhverfismatsdagurinn í ár fer fram þann 5. júní í Nauthól og í beinu streymi, en hann er árleg ráðstefna um umhverfismat, þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi í málaflokknum hverju sinni. Sem fyrr stefnir í fjölbreytta dagskrá fróðlegra erinda og samtals um umhverfismat.
Öll sem áhuga hafa eru hvött til að koma og vera með, hlíða á erindi og taka þátt í umræðum.
Lagt fram til kynningar.
28.Loftslagsdagurinn 2025.
2504001
Erindi dags. 31.03.2025 frá Umhverfis- og orkustofnun.
Loftslagsdagurinn 2025 fer fram þann 1. október í Hörpu og beinu streymi, en þessi dagur hefur fest sig í sessi sem einn helsti viðburðurinn á sviði loftslagsmála á Íslandi.
Dagskráin byggist á fjölbreyttum erindum, umræðum, hugvekjum og tækifærum til að blanda geði.
Kynning á nýjustu tölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi verður á sínum stað ásamt öðrum spennandi viðfangsefnum sem tengjast loftslagsmálum.
Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:
-Almenning
-Atvinnulífið
-Stjórnvöld
-Vísindasamfélagið
-Nemendur
-Fjölmiðla
Loftslagsdagurinn 2025 fer fram þann 1. október í Hörpu og beinu streymi, en þessi dagur hefur fest sig í sessi sem einn helsti viðburðurinn á sviði loftslagsmála á Íslandi.
Dagskráin byggist á fjölbreyttum erindum, umræðum, hugvekjum og tækifærum til að blanda geði.
Kynning á nýjustu tölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi verður á sínum stað ásamt öðrum spennandi viðfangsefnum sem tengjast loftslagsmálum.
Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:
-Almenning
-Atvinnulífið
-Stjórnvöld
-Vísindasamfélagið
-Nemendur
-Fjölmiðla
Lagt fram til kynningar.
29.Landsskipulagsstefna 2024 - 2038.
2504020
Erindi dags. 09.04.2025 frá Skipulagsstofnun.
Síðustu misseri hefur Skipulagsstofnun unnið að útgáfu gildandi landsskipulagsstefnu sem nú er komin út.
Um er að ræða Landsskipulagsstefna 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.
Útgáfunni er ætlað að gera efni stefnunnar aðgengilegri þeim sem vinna að framfylgd hennar, sveitarfélögum, ráðgjöfum og öðrum þeim sem hafa áhuga á eða koma að skipulagsgerð.
Í útgefinni stefnu eru áherslur og tilmæli þingsályktunar um landsskipulagsstefnu sett fram undir fjórum köflum eftir því hvar þau eiga við samkvæmt landfræðilegri skiptingu, þ.e. á miðhálendi, í dreifbýli, í þéttbýli og á haf- og standsvæðum. Öllum þeim áherslum og tilmælum sem eiga við fyrir skipulagsgerð á tilteknu svæði eru þannig gerð skil í viðkomandi kafla. Skýringum hugtaka hefur jafnframt verið bætt við auk þess sem valið efni úr greinargerð þingsályktunartillögu hefur verið nýtt þar sem talin var þörf á frekari skýringum við stefnuna.
Á landsskipulag.is má nálgast útgefna stefnu ásamt frekari upplýsingum um stefnuna, framfylgd hennar og einstakra verkefna aðgerðaáætlunar.
Síðustu misseri hefur Skipulagsstofnun unnið að útgáfu gildandi landsskipulagsstefnu sem nú er komin út.
Um er að ræða Landsskipulagsstefna 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.
Útgáfunni er ætlað að gera efni stefnunnar aðgengilegri þeim sem vinna að framfylgd hennar, sveitarfélögum, ráðgjöfum og öðrum þeim sem hafa áhuga á eða koma að skipulagsgerð.
Í útgefinni stefnu eru áherslur og tilmæli þingsályktunar um landsskipulagsstefnu sett fram undir fjórum köflum eftir því hvar þau eiga við samkvæmt landfræðilegri skiptingu, þ.e. á miðhálendi, í dreifbýli, í þéttbýli og á haf- og standsvæðum. Öllum þeim áherslum og tilmælum sem eiga við fyrir skipulagsgerð á tilteknu svæði eru þannig gerð skil í viðkomandi kafla. Skýringum hugtaka hefur jafnframt verið bætt við auk þess sem valið efni úr greinargerð þingsályktunartillögu hefur verið nýtt þar sem talin var þörf á frekari skýringum við stefnuna.
Á landsskipulag.is má nálgast útgefna stefnu ásamt frekari upplýsingum um stefnuna, framfylgd hennar og einstakra verkefna aðgerðaáætlunar.
Lagt fram til kynningar.
30.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.
2501032
Erindum vísað til USNL-nefndar, frá 418. fundi sveitarstjórnar dags. 09.04.2025.
Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 10. apríl 2025.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 271. mál - Stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. apríl nk.
Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 3. apríl 2025.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 268. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 23. apríl nk.
Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 10. apríl 2025.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 271. mál - Stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. apríl nk.
Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 3. apríl 2025.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 268. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 23. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
31.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 95
2503001F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
- 31.1 2502032 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarás 6 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 95 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingaráform verða gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 31.2 2502035 Hrísabrekka 3 - stöðuleyfi.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 95 Um er að ræða leyfi fyrir einn gám í takmarkaðan tíma.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum. - 31.3 2012041 Innri-Hólmur L133691 - Niðurrif - Mhl.04 12Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 95 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingaráform verða gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 31.4 2503003 Stöðuleyfi - Skólastígur 2, áhaldahús.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 95 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2021 með síðari breytingum til eins árs.
- 31.5 2503017 Stöðuleyfi - Laxá - Hafnará.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 95 Samtals er um 2 gáma að ræða, sem flytjast á milli verka.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerðð 112/2012 með síðari breytingum. - 31.6 2503019 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólheimar 5 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 95 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
- 31.7 2503024 Tangarvegur 7 - niðurrif - mhl. 02.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 95 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingaráform verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
32.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 96
2503004F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
- 32.1 2410021 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lyngmelur 10 - Flokkur 2Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 96 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 32.2 2410022 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lyngmelur 12 - Flokkur 2Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 96 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 32.3 2503020 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kjarrás 5a - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 96 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 32.4 2503030 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ós 5 - Flokkur 2Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 96 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
- 32.5 2503028 Hjallholt 34 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 96 Engin gögn fylgja umsókn sem eiga að fylgja með skv. 2.6.1. í byggingarreglugerð.
Erindinu er hafnað. - 32.6 2410004 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gröf II 207694 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 96 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 32.7 2411007 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 23 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 96 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
- 32.8 2412013 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 24 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 96 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
33.Námur í Hvalfjarðarsveit - endurskoðun.
2412004
Á fundi Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar í september sl., undir lið um fjárhagsáætlun ársins 2025, var ákveðið að ráðast í að skoða námumál í sveitarfélaginu á árinu 2025.
Í samræmi við fyrri ákvörðun Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar leitaði nefndin eftir verðupplýsingum frá nokkrum aðilum vegna skoðunar á núverandi námum í sveitarfélaginu.
Í þessu felst m.a. að skoða hverja og eina námu í sveitarfélaginu, þó aðallega þær stærstu, gera dróna-yfirborðsmælingu og áætla það magn sem búið er að taka úr viðkomandi námu, og skila yfirborði náma í þrívídd og þurfa gögnin að styðjst við fastmerki til að hægt sé að gera samanburð við síðari mælingar/landlíkön.
Með öðrum orðum er verkefnið að gera landlíkön, reikna magn og flatarmál og gera stutta skýrslu um stöðu mála.
Hér að neðan eru þeir aðilar sem leitað var til:
Efla Verkfræðistofa.
Loftmyndir ehf.
ReSource.
Verkís.
Í samræmi við fyrri ákvörðun Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar leitaði nefndin eftir verðupplýsingum frá nokkrum aðilum vegna skoðunar á núverandi námum í sveitarfélaginu.
Í þessu felst m.a. að skoða hverja og eina námu í sveitarfélaginu, þó aðallega þær stærstu, gera dróna-yfirborðsmælingu og áætla það magn sem búið er að taka úr viðkomandi námu, og skila yfirborði náma í þrívídd og þurfa gögnin að styðjst við fastmerki til að hægt sé að gera samanburð við síðari mælingar/landlíkön.
Með öðrum orðum er verkefnið að gera landlíkön, reikna magn og flatarmál og gera stutta skýrslu um stöðu mála.
Hér að neðan eru þeir aðilar sem leitað var til:
Efla Verkfræðistofa.
Loftmyndir ehf.
ReSource.
Verkís.
Fyrir liggur að lægsta verðáætlun er frá Verkís hf.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagssviði að ganga til viðræðna við Verkís vegna verksins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagssviði að ganga til viðræðna við Verkís vegna verksins.
Fundi slitið - kl. 18:00.