Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

58. fundur 16. apríl 2025 kl. 16:30 - 17:44 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Bára Tómasdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
Dagskrá
Guðjón Þór Grétarssson boðaði forföll.

1.Hvalfjarðardagar 2025

2411038

Á fundi Menningar- og markaðsnefndar þann 11. febrúar sl. var ákveðið að fá verktaka til að sjá um skipulag og framkvæmd daganna árið 2025.
Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við Valdimar Inga Brynjarsson og Hjörvar Gunnarsson og sveitarstjóra verði falið að undirrita samninginn.

2.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar 2025.

2502030

Menningar- og markaðsnefnd þakkar kærlega fyrir allar innsendar umsóknir. Alls bárust 9 umsóknir í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar.

Nefndin ákvað að styrkja eftirfarandi verkefni:

Hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðar, upphæð, 175.000.-
Útgáfa barnabókar eftir Brynhildi Stefánsdóttur, upphæð, 100.000.-
Menningardagskrá Hallgrímshátíðar, upphæð, 75.000.-
Sumartónleikar Hallgrímskirkju, upphæð, 325.000.-
Tónleikar í sundlauginni að Hlöðum, upphæð, 125.000.-
Uppistand í sundlauginni að Hlöðum, upphæð, 50.000.-
Upplestur/ sögustund á pottasvæðinu í sundlauginni að Hlöðum, upphæð, 50.000.-

3.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Áningarstaðir við sögu- og merkisstaðaskiltin.
Á 49. fundi Menningar- og markaðsnefndar var ákveðið að festa kaup á þremur bekkjum frá Krumma ehf. til að setja upp við sögu- og merkistaðaskilti í sveitafélaginu. Formanni og oddvita falið að vinna málið áfram.

4.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Umræður fóru fram um samfélagsmiðlaherferð sem unnin var af ENNEMM auglýsingastofu. Stefnt er á að setja samfélagsmiðlaherferðina í loftið á næstu vikum.

Fundi slitið - kl. 17:44.

Efni síðunnar