Fara í efni

Sveitarstjórn

418. fundur 09. apríl 2025 kl. 15:12 - 15:27 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Sæmundur Víglundsson Varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Helga Harðardóttir, varaoddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Varaoddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2503006F - Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 80. fundur. Málið verður nr. 2 á dagskránni, verði það samþykkt, ásamt afgreiðslumálum nr. 2.1., 2.3., 2.4., 2.5. og 2.6.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2504001F - Velferðar- og fræðslunefnd - 1. fundur. Málið verður nr. 3 á dagskránni, verði það samþykkt, ásamt afgreiðslumálum nr. 3.5., 3.6., 3.9., 3.10., og 3.13.
Samþykkt 7:0

Elín Ósk Gunnarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 417

2503005F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 80

2503006F

Fundargerðin framlögð.

HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 80 Eftir umræður og yfirferð tilboða þá leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við Andrúm arkitekta ehf og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að gengið verði til samninga við Andrúm arkitekta ehf. og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi þar um."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 80 Útboðsgögn fyrir 2. áfanga íþróttahússins við Heiðarborg eru tilbúin til afhendingar. Áætlað er að útboðsferli íþróttahússins verði auglýst 14.04.2025. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkið verði boðið út á grundvelli þessara gagna. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að verkið verði boðið út á grundvelli framlagðra gagna og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna málið áfram."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 80 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að bjóða út gatnagerð vegna Melahverfis III, samkv. hönnunar- og útboðsgögnum frá Eflu Verkfræðistofu.
    Lagðar fram 3 tillögur að áfangaskiptingu verksins og leggur nefndin til við sveitastjórn að verkið verði boðið út samkv. tillögu 2 og 3.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til afgreiðslu sveitastjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 80 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ræða við verktakann um framlengingu á verksamningi vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit á grundvelli ákvæðis núverandi samnings. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að framlengja þjónustusamning við Miðfellsbúið ehf. vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit í samræmi við ákvæði samningsins þar um og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna málið áfram í samstarfi við Vegagerðina."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 80 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að sótt verði um styrk hjá Styrktarsjóði EBÍ vegna áframhaldandi göngustígagerðar við Eiðisvatn. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að sótt verði um styrk vegna göngustígagerðar við Eiðisvatn og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna málið áfram."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Velferðar- og fræðslunefnd - 1

2504001F

Fundargerðin framlögð.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 1 Velferðar- og fræðslunefnd hafnar aukinni kennslustundaúthlutun sem óskað var eftir vegna stoðþjónustu. Samþykkt er viðbótarmagn, 11,6 kennslustundir vegna stoðþjónustu. Nefndin samþykkir að öðru leyti kennslustundaúthlutun til Heiðarskóla skólaárið 2025-2026.
    Velferðar- og fræðslunefnd telur mikilvægt að hefja vinnu á heildarendurskoðun kennslustundaúthlutunar til Heiðarskóla og að slík vinna sé gerð í samráði við skólastjórnendur auk þess að njóta liðsinnis og þjónustu MSHA (Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri) sem Hvalfjarðarsveit er með samstarfssamning við og hefur góða reynslu af.

    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um framlagða kennslustundaúthlutun til Heiðarskóla 2025-2026. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir mikilvægi þess að hefja vinnu á heildarendurskoðun kennslustundaúthlutunar og felur Velferðar- og fræðsludeild og formanni Velferðar- og fræðslunefndar það verkefni í samstarfi við MSHA auk samráðs við skólastjórnendur."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 1 Velferðar- og fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferð á stöðugildaþörf í leikskólanum Skýjaborg 2025 - 2026. Stöðugildaþörf rúmast innan fjárheimilda ársins 2025. Velferðar- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn um stöðugildaþörf í Skýjaborg næsta skólaár. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar vegna stöðugildafjölda Skýjaborgar 2025-2026 sem rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2025."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 1 Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja viðaukabeiðni vegna kaupa á punktaletursprentara. Erindinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 430.000 á deild 04022, lykil 5853 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 1 Skólastjóri Heiðarskóla fór yfir nýtingu á frístundastarfi síðastliðin skólaár. Velferðar- og fræðslunefnd leggur til að frístund verði opin mánudaga til fimmtudaga þar sem engin skráning hefur verið á föstudögum á núverandi skólaári. Erindinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu nefndarinnar að uppfærðum verklagsreglum um starfsemi frístundar og að frístund verði ekki opin á föstudögum, einungis mánudaga til fimmtudaga. Breytingin er gerð í ljósi þess að á núverandi skólaári hefur engin skráning verið á föstudögum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Velferðar- og fræðslunefnd - 1 Velferðar- og fræðslunefnd þakkar kærlega fyrir allar innsendar umsóknir og þann metnað og frumkvæði sem þær endurspegla. Alls bárust 11 umsóknir í Íþrótta- og æskulýðssjóð Hvalfjarðarsveitar.

    Nefndin ákvað að styrkja eftirfarandi verkefni:

    Wipeoutbraut í sundlauginni á Hlöðum, upphæð, 200.000.-
    Vorhátíð foreldrafélags leik- og grunnskóla Hvalfjarðarskóla, upphæð - 150.000.-
    Fjölskyldudagur á Hvalfjarðardögum í sundlauginni á Hlöðum, upphæð - 75.000.-
    Litahlaup á Hvalfjarðardögum, upphæð - 250.000.-
    Sumarkeppni í sundlauginni á Hlöðum, upphæð - 75.000.-

    Inga María Sigurðardóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir úthlutun og styrkveitingar nefndarinnar úr Íþrótta- og æskulýðssjóði."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.

    Birkir Snær Guðlaugsson og Inga María Sigurðardóttir viku af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

4.Ársreikningur Höfða 2024.

2504013

Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, framlagðan ársreikning 2024 fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2025.

2504015

Aðalfundarboð.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Birkir Snær Guðlaugsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn verður þriðjudaginn 6. maí nk. klukkan 14. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fundurinn falli undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2025.

2504006

Erindi frá Styrktarsjóði EBÍ 2025.
Framlagt og áður afgreitt undir máli 2.6. hjá Mannvirkja- og framkvæmdanefnd þar sem samþykkt var að sótt yrði um styrk vegna göngustígagerðar við Eiðisvatn.

7.Aukafundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.

2503046

Fundargerð og erindi vegna nýrra samþykkta fyrir EBÍ.
Fundargerðin framlögð ásamt tilkynningu um nýjar samþykktir fyrir EBÍ.

8.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

2501032

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Framlagt og vísað til USNL nefndar.

9.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum -Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

2502009

Fundargerðir 154. - 159. fundar ásamt fylgigögnum.
Fundargerðirnar ásamt fylgigögnum framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:27.

Efni síðunnar