Fara í efni

Velferðar- og fræðslunefnd

1. fundur 08. apríl 2025 kl. 16:00 - 19:16 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helga Harðardóttir formaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir varaformaður
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ritari
  • Diljá Marín Jónsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Erna Elvarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Halldóra Andrésdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Svala Ýr Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Deildarstjóri Velferðar- og fræðsludeildar
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar sátu undir liðum 1 - 11.
Helgi Halldórsson boðaði forföll.

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara.

2206003

Á 414. fundi sveitastjórnar þann 12.02.2025 var bókað um skipan í nýja nefnd, Velferðar- og fræðslunefndar og að Helga Harðardóttir yrði formaður nefndarinnar.



Kjósa þarf um varaformann og ritara nefndarinnar.
a) Varaformaður
Lögð fram tillaga um Ástu Jónu Ásmundsdóttur sem varaformann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

b) Ritari
Lögð fram tillaga um Berglindi Ósk Jóhannesdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

2.Ákvörðun um fastan fundartíma.

2206004

Ákvörðun um fastan fundartíma Velferðar- og fræðsludeildar.
Samþykkt samhljóða að fastur fundartími nefndarinnar verði 1. fimmtudag hvers mánaðar kl. 15:30.

3.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.

2206005

Erindisbréf nefndarinnar.
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram.

4.Skóladagatal leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2025 - 2026.

2501023

Skóladagatöl fyrir leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2025-2026 lögð fram.
Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir framlagt skóladagatal Skýjaborgar fyrir skólaárið 2025-2026.

Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir framlagt skóladagatal Heiðarskóla fyrir skólaárið 2025-2026.

5.Kennslustundaúthlutun - ósk um tímaúthlutun 2025-2026 í Heiðarskóla

2503033

Úthlutun kennslustunda til skólastarfs skólaárið 2025-2026.
Velferðar- og fræðslunefnd hafnar aukinni kennslustundaúthlutun sem óskað var eftir vegna stoðþjónustu. Samþykkt er viðbótarmagn, 11,6 kennslustundir vegna stoðþjónustu. Nefndin samþykkir að öðru leyti kennslustundaúthlutun til Heiðarskóla skólaárið 2025-2026.
Velferðar- og fræðslunefnd telur mikilvægt að hefja vinnu á heildarendurskoðun kennslustundaúthlutunar til Heiðarskóla og að slík vinna sé gerð í samráði við skólastjórnendur auk þess að njóta liðsinnis og þjónustu MSHA (Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri) sem Hvalfjarðarsveit er með samstarfssamning við og hefur góða reynslu af.

6.Stöðugildi í leikskólanum Skýjaborg 2025 - 2026.

2504005

Erindi frá leikskólastjóra Skýjaborgar.
Velferðar- og fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferð á stöðugildaþörf í leikskólanum Skýjaborg 2025 - 2026. Stöðugildaþörf rúmast innan fjárheimilda ársins 2025. Velferðar- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn um stöðugildaþörf í Skýjaborg næsta skólaár.

7.Hjartastuðtæki fyrir leikskólann Skýjaborg.

2504004

Erindi frá leikskólastjóra Skýjaborgar.
Velferðar- og fræðslunefnd tekur jákvætt í erindi um kaup á hjartastuðtæki í Skýjaborg og felur deildarstjóra velferðar- og fræðsludeildar að vinna málið áfram.

8.SumarGaman

2402037

Skipulag SumarGamans 2025.
Skólastjóri Heiðarskóla kynnti fyrir nefndinni skipulag SumarGamans 2025. Nefndin samþykkir framlagt skipulag.

9.Beiðni um viðauka - Punktaletursprentari - erindi frá Skólastjóra Heiðarskóla.

2503050

Erindi frá Heiðarskóla - beiðni um viðauka vegna kaupa á punktaletursprentara.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja viðaukabeiðni vegna kaupa á punktaletursprentara. Erindinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.

10.Frístund-eftir skóla

2306014

Farið yfir verklagsreglur um starfsemi frístundar í Hvalfjarðarsveit.
Skólastjóri Heiðarskóla fór yfir nýtingu á frístundastarfi síðastliðin skólaár. Velferðar- og fræðslunefnd leggur til að frístund verði opin mánudaga til fimmtudaga þar sem engin skráning hefur verið á föstudögum á núverandi skólaári. Erindinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.

11.Fundargerðir skólaráðs

2309030

Fundargerð skólaráðs lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

12.Trúnaðarmál Velferðar- og fræðslunefndar

2504003

Trúnaðarmál tekin fyrir í Velferðar- og fræðslunefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd. Trúnaðarmál afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók.

13.Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar 2025.

2503023

Alls bárust 11 umsóknir í Íþrótta- og æskulýðssjóð Hvalfjarðarsveitar.
Velferðar- og fræðslunefnd þakkar kærlega fyrir allar innsendar umsóknir og þann metnað og frumkvæði sem þær endurspegla. Alls bárust 11 umsóknir í Íþrótta- og æskulýðssjóð Hvalfjarðarsveitar.

Nefndin ákvað að styrkja eftirfarandi verkefni:

Wipeoutbraut í sundlauginni á Hlöðum, upphæð, 200.000.-
Vorhátíð foreldrafélags leik- og grunnskóla Hvalfjarðarskóla, upphæð - 150.000.-
Fjölskyldudagur á Hvalfjarðardögum í sundlauginni á Hlöðum, upphæð - 75.000.-
Litahlaup á Hvalfjarðardögum, upphæð - 250.000.-
Sumarkeppni í sundlauginni á Hlöðum, upphæð - 75.000.-

Inga María Sigurðardóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

14.Sinfó í sundi.

2503004

Erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Lagt fram til kynningar.

15.Frumkvæðisathugun á á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu

2503031

Skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar um frumkvæðisathugun á aksturþjónustu sveitarfélaga sem fram fór á árinu 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga 2024.

2502027

Skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar um frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga sem fram fór á árinu 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:16.

Efni síðunnar