Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg
2202016
Opnun tilboða í verkið "Nýr leikskóli í Hvalfjarðarsveit - Arkitekta- og landslagshönnun" hafa verið yfirfarin, lægsta tilboðið er frá Andrúm arkitektum ehf. Samkv. útboðslýsingu er það tilboð metið hagstæðast sem mætir kröfum útboðsgagna fyrir lægstu tilboðsfjárhæðina.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi
Upphæð
Hlutfall
Andrúm Arkitektar
19.695.000,- kr. 66%
ASK arkitektar
33.770.000,- kr
113%
Arkís arkitektar
30.500.000,- kr
102%
Hjark arkitektar
59.780.000,- kr
199%
JeSE arkitektar
25.000.000,- kr
83%
Kostnaðaráætlun
30.000.000,- kr
100%
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi
Upphæð
Hlutfall
Andrúm Arkitektar
19.695.000,- kr. 66%
ASK arkitektar
33.770.000,- kr
113%
Arkís arkitektar
30.500.000,- kr
102%
Hjark arkitektar
59.780.000,- kr
199%
JeSE arkitektar
25.000.000,- kr
83%
Kostnaðaráætlun
30.000.000,- kr
100%
Eftir umræður og yfirferð tilboða þá leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við Andrúm arkitekta ehf og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
2.Íþróttahús - Heiðarborg
2001042
Verkstaða framkvæmda við íþróttahúsið Heiðarborg.
Yfirferð á verkstöðu framkvæmda.
3.Íþróttahús - Heiðarborg
2001042
Útboð 2. áfangi; frágangur innanhúss, lagnir, raflagnir, innréttingar og búnaður ásamt frágangi lóðar.
Útboðsgögn fyrir 2. áfanga íþróttahússins við Heiðarborg eru tilbúin til afhendingar. Áætlað er að útboðsferli íþróttahússins verði auglýst 14.04.2025. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkið verði boðið út á grundvelli þessara gagna.
4.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd
2409030
Gatnahönnun og útboðsgögn Melahverfis III.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að bjóða út gatnagerð vegna Melahverfis III, samkv. hönnunar- og útboðsgögnum frá Eflu Verkfræðistofu.
Lagðar fram 3 tillögur að áfangaskiptingu verksins og leggur nefndin til við sveitastjórn að verkið verði boðið út samkv. tillögu 2 og 3.
Endanlegri afgreiðslu vísað til afgreiðslu sveitastjórnar.
Lagðar fram 3 tillögur að áfangaskiptingu verksins og leggur nefndin til við sveitastjórn að verkið verði boðið út samkv. tillögu 2 og 3.
Endanlegri afgreiðslu vísað til afgreiðslu sveitastjórnar.
5.Snjómokstur 2023-2026
2212001
Samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar við Miðfellsbúið ehf vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit rennur út 30.04.2025 með möguleika á framlengingu til 30.04.2027.
Framlagt erindi frá Sigurði Þór Runólfssyni fyrir hönd Miðfellsbúsins ehf.
Framlagt erindi frá Sigurði Þór Runólfssyni fyrir hönd Miðfellsbúsins ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ræða við verktakann um framlengingu á verksamningi vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit á grundvelli ákvæðis núverandi samnings.
6.Styrktarsjóður EBÍ 2025.
2504006
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands. Bréf til kynningar á Styrktarsjóði EBÍ en aðildarfélög geta sótt í sjóðinn. Umsóknafrestur er til aprílloka 2025.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að sótt verði um styrk hjá Styrktarsjóði EBÍ vegna áframhaldandi göngustígagerðar við Eiðisvatn.
7.Samstarf við samræmda úttekt vatnsveitna á Íslandi.
2503035
Beiðni um samstarf við samræmda úttekt vatnsveitna á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
8.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028
2409031
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir verkstöðu framkvæmda.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Mál nr.2503046 - Styrktarsjóður EBÍ 2025. Málið verður nr.6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0