Fara í efni

Sveitarstjórn

398. fundur 08. maí 2024 kl. 15:01 - 15:25 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Harðardóttir varaoddviti
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Fundargerð umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar - 36. Málið verður nr. 3 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2404092 - Umsögn vegna erindi Landsnets um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Málið verður nr. 3.3. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2305052 - Qair, umsögn um matsskyldu vegna vetnisframleiðslu. Málið verður nr. 3.6. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2306036 - Gröf II 207694 - UFF2 - Umsókn um byggingarleyfi - Deiliskipulag. Málið verður nr. 3.7. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2404106 - Framkvæmdaleyfi - Cobra borholur á Katanesi. Málið verður nr. 3.9. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2403028 - Framkvæmdaleyfi - vegur í landi Hafnarbergs L-208217. Málið verður nr. 3.12. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2404105 - Framkvæmdaleyfi - vegur í landi Grafar II.
Málið verður nr. 3.13. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 397

2404007F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 56

2404010F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 56 Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.

    Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna árið 2023, eru 66 karlar og 55 konur.
    Kynjahlutfallið er því þannig að karlar eru 55% og konur eru 45% í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Nefndin gerir ekki athugasemdir til sveitarstjórnar við stöðu mála.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir ánægju með að jafnræði sé í kynjahlutföllum árið 2023 í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar eða 66 karlar og 55 konur. Kynjahlutfallið er því þannig að karlar eru 55% og konur eru 45% en samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar skal kynjahalli ekki vera undir 40%."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 56 Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir erindisbréf samráðshóps um málefni fatlaðs fólks. Nefndin vísar erindisbréfinu til samþykktar hjá sveitastjórn og að sveitastjórn tilnefni þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Samkvæmt Erindisbréfi skipar sveitastjórn formann hópsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir erindisbréf samráðshóps um málefni fatlaðs fólks."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Samráðshópur Hvalfjarðarsveitar um málefni fatlaðs fólks skal skipað sex fulltrúum, þar af skulu þrír fulltrúar og þrír til vara kosnir af sveitarstjórn.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Skipan þriggja fulltrúa sveitarstjórnar í samráðshóp Hvalfjarðarsveitar um málefni fatlaðs fólks er eftirfarandi:

    Aðalmenn:
    Ásta Jóna Ásmundsdóttir
    Marie Greve Rasmussen
    Vignir Már Sigurjónsson

    Varamenn:
    Ásdís Björg Björgvinsdóttir
    Helgi Pétur Ottesen
    Ómar Örn Kristófersson"
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að Marie Greve Rasmussen verði formaður samráðshóps Hvalfjarðarsveitar um málefni fatlaðs fólks."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 36

2404008F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 36 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í að skipuð verði raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðrasveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu nefndarinnar, að tekið er jákvætt í að skipuð verði raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 36 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar vegna framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga, mál nr. 0284/2024: Kynning á umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum), sem nú er til kynningar í Skipulagsgátt.

    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur á fyrri stigum málsins skilað inn umsögn um matsáætlun vegna fyrirhugaðrar verksmiðju. Nú liggja fyrir ítarlegri upplýsingar um verkefnið.

    Ásýnd:

    Reisa þarf byggingar yfir framleiðslueingarnar svo sem eins og verkstæði og starfsmannaaðstöðu en einnig umfangsmeiri byggingar eins og framleiðslutanka og turna. Flestar byggingarnar framleiðslueininganna eru 10-20 metra háar og ammoníaks ofn og tenging við háspennulínur standa upp úr allt að 30 metra háar. Þrjár loftskiljur eru um 40 metra háar og kyndill, er hæsta mannvirkið, um 60 metra hár turn sem mun standa á vesturenda lóðarinnar. USNL-nefnd leggur áherslu á að hugað verði vel að þessum þætti, þar sem hæð og umfang bygginga er enn óljós og virkt samtal við sveitarfélagið verði þar um.

    Aðföng:

    Gríðarleg orkuþörf er fyrir alla áfangana eða 840 MW og óljóst er enn með orku til framleiðslunnar.

    Vatn er takmörkuð auðlind í sveitarfélaginu þegar rætt er um aukna uppbyggingu á Grundartanga. Fram kemur í skýrslunni að Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar, sem Faxaflóahafnir eru aðili að, vinnur nú að aukinni vatnsöflun fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Unnið er að aukinni vatnstöku inn á veitusvæði vatnsveitunnar en engir augljósir kostir eru í stöðunni í dag.

    Hljóðvist:

    Tekið er fram að hávaði frá tækjabúnaði verði undir viðmiðunarmörkum reglugerða. Hvalfjarðarsveit beindi því til Skipulagsstofnunar á fyrri stigum að gerðar yrðu hljóðvistarmælingar á Grundartanga en borið hefur á því að kvartanir berist vegna hávaðamengunar frá svæðinu. Brugðist hefur verið við því og með matsskýrslu fylgir nú tæknileg hljóðgreiningarskýrsla, unnin af verkfræðistofunni COWI. Einnig er tekið fram að hönnun taki mið af hljóðvist bæði á hönnunartíma og á rekstrartíma. Í niðurstöðum mats á áhrifum á hljóðvist er starfsemi Qair á Grundartanga talin hafa óveruleg neikvæð áhrif á hljóðvist og að hljóðvistargreining sýni að starfsemin uppfylli viðmiðunarmörk reglugerðar um hávaða frá iðnaðarstarfseminni. Þrátt fyrir það, er ljóst að með tilkomu verksmiðju Qair á Grundartanga bætast við á bilinu 1-3 dB í nálægri byggð. Nú þegar berst bæði niður og högg frá framkvæmdasvæðinu í því magni að það skerðir lífsgæði íbúa, bæði í næsta nágrenni við iðnaðarsvæðið, í Melahverfi og víðar. USNL-nefnd beinir því til Skipulagsstofnunar, framkvæmdaraðila og landeiganda að þrátt fyrir að hávaði frá verksmiðjunni sé undir viðmiðunarmörkum, sé um truflandi þátt að ræða og því brýnt að finna leiðir til að lágmarka hljóð og hljóðmengun frá svæðinu öllu.

    Hættuleg efni:

    Vegna sprengihættu lagði Hvalfjarðarsveit ríka áherslu á að gert yrði áhættumat fyrir framleiðsluna. Það liggur nú fyrir skýrsla frá verkfræðistofunni COWI um þessi þrjú efni: ammoníak, vetni og súrefni. Öllum þessum efnum fylgir áhætta, þó líkur á óhappi séu taldar litlar í skýrslu VSÓ/Qair. Það eru ekki taldar miklar líkur á stórslysi af völdum ammóníakleka og ljóst að gerðar verða miklar kröfur varðandi hönnun og fleira þegar um varasöm efni í þessu magni er að ræða. USNL-nefnd ítrekar að hvergi verði veittur afsláttur þegar kemur að öryggismálum.

    Áfangaskipting verksmiðjunnar:

    Framleiðslan er fyrirhuguð í þremur áföngum og hver um sig hefur um 250.000 tonna framleiðslugetu af ammoníaki. USNL-nefnd leggur til að áföngum verksmiðjunnar verði fjölgað og umfang þeirra minnkað, svo mögulega sé hægt að sannreyna þau umhverfisáhrif sem verksmiðjan er talin hafa, sér í lagi í ljósi margra óvissuþátta, sem snúa t.d. að aðföngum og framleiðsluferlinu.

    Umhverfisvöktun:

    Á kynningarfundi framkvæmdaraðila kom fram að verksmiðjan yrði hluti af þeirri vöktunaráætlun sem unnin er fyrir nokkur fyrirtæki á Grundartangasvæðinu, skv. starfsleyfi þeirra. USNL-nefnd óskar eftir nánari upplýsingum um þennan þátt og með hvaða hætti fyrirhuguð verksmiðja Qair tekur þátt í þeirri vöktun, hvaða þættir bætast við umhverfisvöktunina með tilkomu nýrrar verksmiðju sem er ólík annarri starfsemi á svæðinu.

    Lífríki á landi:

    Í umhverfismatsskýrslunni kemur fram að áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á vistgerðir og gróður verði staðbundin. Sama á við um áhrif á fuglalíf. Niðurstaða matsins er því óveruleg neikvæð áhrif. USNL-nefnd vill að þessi þáttur sé rökstuddur betur en gert er í skýrslunni. Svæðið er mikilvægt búsvæði fyrir fjölbreytt fuglalíf á og við Katanes í fjölbreyttu landi; votlendi, graslendi og strandlengju. Auk þess er framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar bryggju innan svæðis sem Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að tilheyri B-hluta Náttúruminjaskrár vegna fjöruvistgerða, fugla og sela.

    Skipulagsmál:

    Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag en gera þarf breytingar á deiliskipulagi miðað við framlögð gögn.

    Samráð:

    Að lokum bendir USNL-nefnd Hvalfjarðarsveitar á að á opnum kynningarfundi um verkefnið, var rætt um að fundargerð þess fundar ásamt viðbrögðum framkvæmdaraðila yrðu gerð opinber og yrðu hluti af þeim gögnum sem fylgdu verkefninu. Í ljósi þess að á fundinum endurspegluðust ýmis sjónarmið leggur USNL-nefnd á það áherslu að virkt samtal verði við íbúa sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir bókun nefndarinnar og gerir umsögn hennar að sinni. Sveitarstjórn felur umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að skila inn umsögninni."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 36 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagið fyrir sitt leyti með þeim breytingum að ný lóð fyrir jarðspennistöð verði komið fyrir, upplýsingum um burðargetu vegar um svæðið verði breytt og veginum lýst sem svokölluðum D4 vegi samkvæmt stöðlum Vegagerðarinnar um Héraðsvegi sem er 4 metra breiður vegur með útskotum og 60-80cm hár.
    Nefndin hvetur landeiganda til að huga að slökkvivatni á svæðinu en gerir ekki kröfu um breytingar á deiliskipulagsuppdrætti vegna þess.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið fyrir sitt leyti með þeim breytingum að ný lóð fyrir jarðspennistöð verði komið fyrir, upplýsingum um burðargetu vegar um svæðið verði breytt og veginum lýst sem svokölluðum D4 vegi samkvæmt stöðlum Vegagerðarinnar um Héraðsvegi sem er 4 metra breiður vegur með útskotum og 60-80cm hár. Nefndin og sveitarstjórn hvetur landeiganda til að huga að slökkvivatni á svæðinu en gerir ekki kröfu um breytingar á deiliskipulagsuppdrætti vegna þess. "
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 36 Samþykkt.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðs graftrar og borunar, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðs graftrar og borunar, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 36 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt til landeiganda vegna fyrirhugaðs aðkomuvegar, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt til landeiganda vegna fyrirhugaðs aðkomuvegar, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 36 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt til landeiganda vegna fyrirhugaðs vegar um Gröf II, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt til landeiganda vegna fyrirhugaðs vegar um Gröf II, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Heiðarborg.

2404083

Drög að samningi við Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit um endurgjaldslaus afnot af íþróttasal Heiðarborgar sumarið 2024.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan samning við Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit um endurgjaldslaus afnot af íþróttasal Heiðarborgar sumarið 2024 og felur sveitarstjóra að rita undir samninginn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Virkjun í landi Þórisstaða.

2310021

Erindi frá Axel Helgasyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að erindinu verði svarað í samstarfi við lögfræðing sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Sauðfjárbeit á landi Þórisstaða.

2404103

Erindi frá Axel Helgasyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til USNL nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Deiliskipulag Túnfótar að Þórisstöðum.

2011011

Erindi frá Axel Helgasyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til USNL nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Forsetakosningar 2024.

2305011

Kjörskrá lögð fram.
Kjörskráin lögð fram til kynningar en hún mun liggja frammi, almenningi til sýnis, á afgreiðslutíma skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stjórnsýsluhúsinu, Innrimel 3, Melahverfi, frá og með 10. maí 2024 til kjördags.

9.Tengivegaáætlun fyrir árin 2024-2028.

2404104

Erindi frá Vegagerðinni.
Erindið lagt fram til kynningar.

10.Umsögn um frumvarp til laga um lagareldi.

2404098

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Erindið lagt fram til kynningar.

11.947. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2404100

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Efni síðunnar