Fara í efni

Sveitarstjórn

364. fundur 23. nóvember 2022 kl. 15:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
 • Helga Harðardóttir varaoddviti
 • Helgi Pétur Ottesen ritari
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
 • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
 • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
 • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 363

2211001F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 45

2211004F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Fræðslunefnd - 45 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 730.000,- á lið 4391 Önnur sérfræðiþjónusta. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar ásamt framlögðum viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun ársins 2022 til aukafjárveitingar að fjárhæð 730þús.kr. á deild 04012, lykil 4391, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun fjárheimilda á deildum 06011 og 06089, ýmsum lyklum, þar sem fyrirséð er að fjármagn á þeim deildum verður ekki fullnýtt á árinu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 45 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki við þessa tvo liði, annars vegar vegna kostnaðar við þvott og hreingerningar, kr. 600.000 og hins vegar vegna sérmerkingar á húsnæði og skólalóð, kr. 510.000. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar ásamt framlögðum viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun ársins 2022 til aukafjárveitingar að fjárhæð 1.110þús.kr. á deild 04022, lykla 2890 og 4960, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 9

2211002F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 9 Umhverfisfulltrúi fór yfir það helsta sem tengist þeirri vinnu sem fram hefur farið undanfarnar vikur og greindi m.a. frá:
  - Ráðstefnu um úrgangsmál á vegum SSV og fram fór mánudaginn 14. nóvember sl.
  - Helstu forsendum við uppreiknaða gjaldskrá fyrir úrgangshirðu og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.
  - Tilboði frá Íslenska Gámafélaginu í viðbótartunnur fyrir heimili í sveitarfélaginu ásamt kynningarefni í tengslum við breytta úrgangsstjórnun í samræmi við lagabreytingar sem taka gildi um næstu áramót.
  - Samstarfi sveitarfélaga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga í málaflokknum.
  - Drögum að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.

  USNL-nefnd hefur farið yfir þau gögn sem borist hafa í tengslum við breytta úrgangsstjórnun og þær lagabreytingar sem taka gildi um næstu áramót. Framundan er enn frekari vinna og samstarf sveitarfélaga í tengslum við þessar breytingar og nýjar upplýsingar berast reglulega.
  USNL-nefnd vísar drögum að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit til sveitarstjórnar ásamt þeim forsendum sem nefndin hefur tekið saman í tengslum við breytingarnar og uppfærða gjaldskrá í tengslum við breytta úrgangshirðu í sveitarfélaginu.
  Bókun fundar Vísað er til dagskrárliða 4 og 5, þar sem málin verða afgreidd.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 9 Samþykkt að tilnefna Ásu Hólmarsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tilnefningu frá nefndinni, að Ása Hólmarsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd og Helga Harðardóttir varafulltrúi. Fundir hjá Vatnasvæðanefnd falla undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar en greiðsla er háð skilum fundargerðar með skráðri mætingu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 9 Núverandi matskáli í Vatnaskógi var tekinn í notkun árið 1968. Húsið var byggt fyrir sumarstarfsemi og hentar ekki vel til vetrarnotkunar. Þörf er á stærri og rúmbetri matsal og fleiri snyrtingum til að tryggja aðgengi allra. Eldhúshúsið uppfyllir ekki nútíma kröfur með tilliti til vinnuaðstöðu og hefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gert athugasemdir þar um. Einnig vantar geymslurými tengt eldhúsinu.

  Í ljósi m.a. þessa, leitaði forsvarsfólk Vatnsskógar til Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts hjá Archus og var hann beðinn að hanna endurbætur á núverandi matskála.
  Í kjölfarið voru gerðar tillögur að endurbótum núverandi matskála en niðurstaða arkitektsins var að heppilegra væri að byggja nýtt hús m.a. til að mæta áðurnefndum þörfum.
  Eftir að hafa skoðað málið betur var það niðurstaða Skógarmanna KFUM að fylgja ráðum arkitektsins og var hann fenginn til þess að hanna nýjan matskála á nýjum stað.

  Arkitektinn staðsetti húsið til móts við núverandi matskála og eru helstu rök hans og Skógarmanna KFUM fyrir staðsetningu hússins eftirfarandi:
  1) Frábært útsýni yrði úr matsal yfir Eyrarvatn og til Skarðsheiðarinnar og fyrir sunnan nýjan matskála mun myndast sólríkt svæði í skjóli fyrir ríkjandi vindátt á staðnum.
  2) Húsið yrði í línu við „Gamla skála“, elsta hús staðarins og „andlit“ hans. Staðsetning hússins tengir vel saman starfsemi beggja vegna þess.
  3) Anddyri nýja hússins bæri svip af anddyri Gamla skála og þannig munu húsin „tengjast“.
  4) Nýr matskáli yrði miðpunktur staðarins eins og núverandi matskáli er nú, þar sem auðvelt verður að tryggja aðgengi allra að húsinu á þessum stað.
  5) Staðsetning hússins er innan Lindarrjóðurs, þess hluta Vatnaskógar sem KFUM fékk afhent á sínum tíma.
  6) Hægt yrði að ljúka við byggingu nýs matskála án þess að skerða starfsemi núverandi matskála og vinna við byggingu hússins á þessum stað myndi hafa í för með sér lágmarks truflun á annarri starfsemi á staðnum.
  7) Vörumóttaka nýs matskála yrði staðsett þannig að flutningabílar ækju styttri leið um hlað staðarins.
  8) Húsið yrði vel staðsett m.t.t. brunahættu vegna skógarelda og aðkoma neyðarbíla að húsinu yrði tryggð úr tveimur áttum.
  9) Hægt verður að tengja húsið núverandi fráveitukerfi staðarins.
  10) Staðsetning hússins mun falla vel að því sem þegar hefur verið gert varðandi endanlegan yfirborðsfrágang á hlaði og stígum.

  Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að sérstakar aðstæður séu fyrir hendi varðandi staðsetningu hússins í Vatnaskógi meðal annars með tilliti til eldvarna-, öryggis- og aðgengismála, auk þess sem fleiri eldri byggingar á svæðinu séu nær vatnsbakka en 50 metrar. Í ljósi þess samþykkir nefndin að óska eftir undanþágu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vegna staðsetningar hússins skv. tillögu að deiliskipulagi svæðisins þar sem fyrirhuguð bygging matskála uppfyllir ekki ákvæði 5.3.2.14 greinar skipulagsreglugerrðar nr. 90/2014.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn tekur undir með Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að sérstakar aðstæður séu fyrir hendi varðandi staðsetningu hússins í Vatnaskógi meðal annars með tilliti til eldvarna-, öryggis- og aðgengismála, auk þess sem fleiri eldri byggingar á svæðinu eru nær vatnsbakka en 50 metrar. Í ljósi þessa samþykkir sveitarstjórn, með vísan til 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að óska eftir undanþágu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vegna staðsetningar hússins skv. tillögu að deiliskipulagi svæðisins þar sem fyrirhuguð bygging matskála uppfyllir ekki ákvæði 5.3.2.14. greinar skipulagsreglugerðar nr. 90/2014."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 9 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða skv. fyrirliggjandi tillögu, skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða skv. fyrirliggjandi tillögu, skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 9 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Eyrarási úr landi Eyrar í Svínadal, landeignanúmer 208936 sbr. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Eyrarási úr landi Eyrar í Svínadal, landeignanúmer 208936, sbr. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - fyrri umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að breytingum á samþykkt um meðhöndlun úrgangs og vísar þeim til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Gjaldskrá fyrir úrgangshirðu og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrá fyrir úrgangshirðu og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit og að ný gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2023-2026.

2208038

Síðari umræða.
Oddviti fór yfir og kynnti að við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar var tekin ákvörðun um álagningu útsvars og fasteignaskatts fyrir árið 2023 og eru þær eftirfarandi:

Álagning útsvars verður 13,69%

Álagning fasteignaskatts verður:
A-skattflokkur 0,36% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:

"Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 1,0% af fasteignamati.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði 9 talsins á mánaðarfresti 15. hvers
mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september og október. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 25.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrar þjónustugjaldskrár, s.s. rotþróa, leikskóla, fæðisgjalda, frístundar, ljósleiðara og hundahalds hækka sbr. ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2023 og fjárhagsáætlunar áranna 2024-2026:

Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2023:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2023 eru áætlaðar 1.281,4mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.185,5mkr. Þar af eru launagjöld 614,9mkr., annar rekstrarkostnaður 521,1mkr. og afskriftir 49,5mkr.

Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 1.266,7mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.170,9 mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 614,9mkr., annar rekstrarkostnaður 510,7mkr. og afskriftir 45,3mkr.

Fjármunatekjur A og B hluta og A hluta eru áætluð sama fjárhæð eða 70,5mkr.

Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 167,6mkr. og í A-hluta 167,6mkr.

Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2023 eru áætlaðar 104,5mkr. og sama fjárhæð er áætluð í A-hluta.

Eigið fé A og B hluta er áætlað 4.100,8mkr. og A hluta 4.080,2mkr.

Veltufé frá rekstri árið 2023 í A og B hluta er áætlað 215,9mkr. en 211,6mkr. ef einungis er litið til A hluta.

Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 841,5mkr. árið 2023.

Afborganir langtímalána eru engar og ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á áætlunartímabilinu.

Áætlað er að í árslok 2023 verði handbært fé um 767,3mkr.

Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2024-2026:
Tekjur og gjöld:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2024-2026 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2023 að teknu tilliti til framtíðarfjárfestinga, s.s. byggingu og rekstri nýs íþróttahúss. Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2023. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu.
Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands auk íbúaþróunar.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.


Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2024-2026, samantekið A og B hluti:

Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 71,6-181,5mkr. eða uppsafnað á tímabilinu 329,3mkr.

Veltufé frá rekstri verður á bilinu 159,4-241,9mkr. á ári eða um 10,6-17,9% af rekstrartekjum, hæst 17,9% árið 2024 og 11,3% árið 2025.

Veltufjárhlutfall er áætlað 5,85 árið 2024, 4,87 árið 2025 og 3,9 árið 2026.

Skuldahlutfall heldur áfram að lækka en það var 9,6% árið 2021 og er áætlað 8,3%% árið 2023 og að það verði komið niður í 7,7% árið 2026.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2023-2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku LBP og HPO.

7.Breytingar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar.

2204043

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að breytingum á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar og vísar þeim til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Viðhald og gerð reiðvega í Hvalfjarðarsveit.

2205014

Samningur frá 363. sveitarstjórnarfundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að gerður verði samningur við hestamannafélagið Dreyra, að fjárhæð kr. 4.000.000 á ári, um viðhald og gerð reiðvega í Hvalfjarðarsveit á árunum 2023-2027. Unnið verði í samvinnu við Dreyra að stefnumótun um forgangsröðun reiðleiða í sveitarfélaginu. Gert hefur verið ráð fyrir samningnum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Sveitarstjóra er falið að ganga frá og undirrita samning við hestamannafélagið Dreyra fyrir hönd sveitarfélagsins."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Beiðni um umsögn sveitarstjórnar með vísan til 8. mgr. 10. gr. jarðalaga nr. 81-2004.

2211029

Erindi frá Matvælaráðuneyti.
Erindi frá Matvælaráðuneyti lagt fram.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Erindinu vísað inn til Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar. Oddvita falið að sækja um frest til umsagnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Beiðni um styrk vegna jólaúthlutunar Mæðrastyrksnefndar Akraness.

2211016

Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akraness.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að styrkja jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness um kr. 200.000 en nefndin þjónar Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Samstarf við Hvalfjarðarsveit.

2211025

Erindi frá ADHD samtökunum.
Erindi frá ADHD samtökunum er varðar samstarf við Hvalfjarðarsveit og fjárveitingu til samtakanna er lagt fram.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til Fjölskyldu- og frístundanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

12.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023.

2211033

Erindi frá Stígamótum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 100.000 á árinu 2023, gert hefur verið ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun ársins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Umsögn um frumvarp til lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

2211014

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti lagt fram til kynningar.

14.Umsögn um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.

2211034

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Erindi frá Innviðaráðuneyti lagt fram til kynningar.

15.Frístundastefna.

2204059

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.

16.224. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2211028

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið.

Efni síðunnar