Fara í efni

Sveitarstjórn

341. fundur 23. nóvember 2021 kl. 15:00 - 16:04 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
 • Helgi Magnússon 1. varamaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Brynja Þorbjörnsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 340

2111001F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 44

2111002F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Fræðslunefnd - 34

2111003F

Fundargerðin framlögð.

EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.

Elín Ósk Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það kom mér virkilega á óvart að ástandsskýrsla Verkís um Heiðarskóla hafi ekki verið sett á dagskrá sveitarstjórnar í dag til efnislegrar meðferðar og því tek ég til máls undir þessum lið þar sem umrædd skýrsla var rædd í nefndinni

Förum aðeins yfir atburðarásina eins og málið snýr að mér.

Á föstudeginum 12. nóvember er nokkrum aðilum kynnt innihald skýrslunar
Sunnudeginum 14. nóvember kl 21:42 berst póstur frá skólastjóra Heiðarskóla til foreldra og forráðamanna barna þar sem lítilega er sagt frá umræddri skýrslu
Það sama kvöld sendir oddviti póst á sveitarstjórn til upplýsinga um að eftirfarandi tölvupóstur verði sendur frá skólastjóra á starfsmenn og foreldra/forráðamann nemenda Heiðarskóla nú í kvöld til upplýsinga. Í þessu samhengi er rétt að benda á að póstur skólastjóra barst 15 mínútum áður en póstur oddvita barst til fulltrúa sveitarstjórnar.
Mánudaginn 15. nóvember fáum við fulltrúar minnihlutans fréttir af grein með fyrirsögn “Mygla fannst í Heiðarskóla".
Þriðjudaginn 16. nóvember fá nefndarmenn í fræðslunefnd fundarboð þar sem kemur fram að skýrslan verði til kynningar, þó berast fundargögn ekki fyrr en seinnipart næsta dags. Þarna eru nefndarmenn í fræðslunefnd komnir með skýrsluna í hendurnar en ekki hefur skýrslan enn borist til allra sveitarstjórnarmanna.
Þann 18. nóvember var haldinn TEAMS kynningarfundur þar sem farið er yfir innihald skýrslunar, fyrr sama dag barst loksins skýrslan til kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn.

Í ljósi þessa alls sem upp er talið vil ég spyrja oddvita hvert verður framhaldið með þetta stóra verkefni sem blasir við. Verður sveitarstjórn upplýst um málið? Það er öllum ljóst að verkið er stórt og viðamikið og mikilvægt að halda vel utan um málið í heild sinni og því velti ég því fyrir mér, hvert lögbundið ferli slíks máls sé innan stjórnsýslukerfisins

Elín Ósk Gunnarsdóttir"

Til máls tóku EÓG, GJ, RÍ og HH.
 • Fræðslunefnd - 34 Fræðslunefnd uppfærir reglur og gjaldskrá Frístundar Heiðarskóla í samræmi við breytingar á starfsemi Frístundar og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir uppfærðar reglur og gjaldskrá Frístundar Heiðarskóla til samræmis við breytingar á starfsemi Frístundar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  Til máls tók DO.

4.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 - 2025.

2109008

Síðari umræða.
Oddviti fór yfir og kynnti að við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar var tekin ákvörðun um álagningu útsvars og fasteignaskatts fyrir árið 2022 og eru þær eftirfarandi:

Álagning útsvars verður 13,69%

Álagning fasteignaskatts verður:
A-flokkur 0,38% af fasteignamati
B-flokkur 1,32% af fasteignamati.
C-flokkur 1,65% af fasteignamati.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:

"Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 1,0% af fasteignamati
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Gjaldskrá vegna sorphirðu- og sorpurðunar ásamt gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa, sem samþykktar voru á 340. fundi sveitarstjórnar, taka gildi 1. janúar nk.

Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði átta talsins á mánaðarfresti 15. hvers
mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst og september. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 25.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn samþykkti á 340. fundi gjaldskrá ljósleiðara og gjaldskrá fyrir hundahald og taka þær gildi 1. janúar nk. Aðrar þjónustugjaldskrár, s.s. leikskóla og fæðisgjalda hækka sbr. ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2022 og fjárhagsáætlunar áranna 2023-2025:

Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2022:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2022 eru áætlaðar 1.141mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.098,5mkr. Þar af eru launagjöld 559mkr., annar rekstrarkostnaður 494,3mkr. og afskriftir 45,2mkr.

Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 1.131mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.088,5 mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 559mkr., annar rekstrarkostnaður 489,1mkr. og afskriftir 40,4mkr.

Fjármunatekjur A og B hluta og A hluta eru áætluð sama fjárhæð eða 32,8mkr.

Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 78,4mkr. og í A-hluta 78,3mkr.

Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2022 eru áætlaðar 115,5mkr. og sama fjárhæð er áætluð í A-hluta.

Eigið fé A og B hluta er áætlað 3.590,9mkr. og A hluta 3.570,2mkr.

Veltufé frá rekstri árið 2022 í A og B hluta er áætlað 120,5mkr. en 115,7mkr. ef einungis er litið til A hluta.

Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 600mkr. árið 2022.

Afborganir langtímalána eru engar og ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á áætlunartímabilinu.

Áætlað er að í árslok 2022 verði handbært fé um 774,8mkr.

Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2023-2025:
Tekjur og gjöld:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2023-2025 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2022.
Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2022. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu.
Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2023-2025, samantekið A og B hluti:
Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 40,4-75,4mkr. eða uppsafnað á tímabilinu 162,4mkr.

Veltufé frá rekstri verður á bilinu 101,1-120mkr. á ári eða um 8,2-10,1% af rekstrartekjum, hæst 10,1% árið 2023 og 8,4% árið 2025.

Veltufjárhlutfall er áætlað 4,28 árið 2023, 4,31 árið 2024 og 5,20 árið 2025.

Skuldahlutfall heldur áfram að lækka en það var 10,8% árið 2020 og er áætlað 10,1% árið 2022 og að það verði komið niður í 9,6% árið 2025.

Fundarhlé gert.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2022-2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP, RÍ, DO og GJ.

5.Háimelur 4 - Lóðaumsókn

2111019

Afgreiðsla byggingarfulltrúa.
Að lokinni lóðaúthlutun í maí sl. við Háamel ásamt síðari umsóknum hefur verið ein einbýlishúsalóð laus til umsóknar, nr. 4. Nú hefur borist umsókn í þá lóð og skv. reglum um lóðaúthlutun er heimilt að taka til afgreiðslu fyrstu umsókn sem berst.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðar nr. 4 við Háamel til Nýsmíði ehf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Stytting vinnuvikunnar 2022.

2111035

Útfærsla stofnana fyrir næsta ár.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar tillögur stofnana sveitarfélagsins að tilhögun vinnutímastyttingar frá 1. janúar 2022 til ársloka 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Auglýsing um ákvörðun samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags.

2011015

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar heimilar, eins og áður á grundvelli þessa, fjarfundi sveitarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess og að staðfesting fundargerða verði í samræmi leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun Höfða 2021 ásamt greinargerð.

2111027

Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka 2 við fjárhagsáætlun Höfða 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2022-2025.

2111029

Samþykkt fjárhagsáætlun.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2022-2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2022.

2111012

Erindi frá Stígamótum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Stígamót um 50.000 kr. á árinu 2022, gert hefur verið ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun ársins".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og EÓG sátu hjá.

11.Umsókn frá Kvennaathvarfi um rekstrarstyrk fyrir árið 2022.

2111013

Erindi frá Kvennaathvarfi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 100.000 kr. á árinu 2022, gert hefur verið ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun ársins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og EÓG sátu hjá.

12.Stjórnsýslukæra nr 90/2018 - vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur

1806042

Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
Á 263. fundi sínum, sem haldinn var þann 8. maí 2018, tók sveitarstjórn ákvörðun í máli nr. 1805004 - Áskorun til sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar.
Í ákvörðuninni fólst að hafna kröfu Félags eignarlóða í Svarfhólsskógi um endurgreiðslu álagðs hreinsunargjalds rotþróa.
Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í enduruppteknu máli fyrir nefndinni nr. 90/2018, sem upp var kveðinn þann 10. nóvember sl., var framangreind ákvörðun sveitarstjórnar felld úr gildi.

Fundarhlé gert.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að greina hvað í úrskurðinum felst og hver eigi að vera næstu skref sveitarstjórnar í málinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók RÍ.

13.123. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis ásamt fylgigögnum.

2111030

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin framlögð ásamt fylgigögnum.

Fundi slitið - kl. 16:04.

Efni síðunnar