Fara í efni

Sveitarstjórn

328. fundur 27. apríl 2021 kl. 15:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Marteinn Njálsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2104052 - Erindi frá Veiðifélagi Leirá. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 6:0, MN sat hjá.

1.Sveitarstjórn - 327

2104002F

Fundargerðin framlögð.

2.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 7

2104004F

Fundargerðin framlögð.

3.Fræðslunefnd - 28

2104003F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Fræðslunefnd - 28 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja kennslustundaúthlutun í Heiðarskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir framlagða kennslustundaúthlutun fyrir Heiðarskóla skólaárið 2021-2022."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 28 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja áætlaða starfsmannaþörf í Skýjaborg fyrir skólaárið 2021-2022. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir framlagða áætlaða starfsmannaþörf fyrir Skýjaborg skólaárið 2021-2022."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 28 Samantekin niðurstaða.
  Markmið tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg var að fjölga leikskólakennurum og bæta starfsskilyrði í leikskólanum. Verkefnið hefur staðið í þrjú ár og hefur þróun þess verið fylgt eftir með reglulegri yfirgerð á matsviðmiðum. Samkvæmt niðurstöðum frá apríl 2021 hefur leikskólakennurum fjölgað verulega á tímabilinu og starfsfólk mjög ánægt með verkefnið og áhrif þess á heilsu, vellíðan, starfsanda, þjónustu og álag í starfi. Önnur áhrif verkefnisins eru aukinn sveigjanleiki til að takast á við forföll og annað óvænt sem upp getur komið í daglegu starfi og er forfallakostnaður í algjöru lágmarki. Jafnframt hefur dregið verulega úr kostnaði vegna skammtímaveikinda.

  Að mati fræðslunefndar hefur verkefnið í heild sinni verið árangursríkt og hefur skilað sér á jákvæðan hátt inn í starfsemi Skýjaborgar. Fræðslunefnd leggur því til við sveitarstjórn að fyrirkomulag um styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg haldist óbreytt en að stöðumat fari fram á tveggja ára fresti þá næst fyrir 30. júní 2023.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir óbreytt fyrirkomulag um styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg og að stöðumat fari fram á tveggja ára fresti, þá næst fyrir 30.júní 2023."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 138

2104001F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 138 Starfsemin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og áfram er gert ráð fyrir þessari landnotkun við endurskoðun aðalskipulagsins sem nú stendur yfir. Sveitarfélagið hefur ítrekað óskað eftir við landeiganda, að gert verði deiliskipulag fyrir svæðið, en þær óskir hafa ekki borið árangur.
  Nefndin ítrekar að hafist verði strax handa við gerð deiliskipulags fyrir skotæfingasvæðið þar sem fjallað verði m.a. um skotstefnu þar sem gætt verður að öryggi fólks og búfénaðar í næsta nágrenni. Í starfsleyfi komi skýrt fram hver opnunartími skotsvæðisins sé, ákvæði um hljóðvist s.s. um notkun hljóðdeyfa ofl., sem og að tekið verði tillit til þeirra ábendinga sem borist hafa Hvalfjarðarsveit, frá íbúum í næsta nágrenni við skotæfingasvæðið.
  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggst ekki gegn útgáfu tímabundins starfsleyfis fyrir skotæfingasvæðið, til 2 ára í stað 4 ára, en ítrekar fyrri kröfu sína um að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
  AH tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn tekur undir þau atriði sem fram koma í bókun nefndarinnar, jafnframt samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar að leggjast ekki gegn útgáfu tímabundins starfsleyfis fyrir skotæfingasvæðið til 2 ára í stað 4 ára og ítreka þær kröfur til landeiganda að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir svæðið."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 138 Skv. gildandi aðalskipulagi er landið skilgreint sem samfélagsþjónustusvæði.
  Við endurskoðun aðalskipulagsins er gert ráð fyrir að landnotkunin breytist í landbúnaðarsvæði sbr. landnotkunarflokkur 3.
  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd gefur jákvæða umsögn með veitingu starfsleyfis til tveggja ára, fyrir rekstur kjúklingabúsins Fögrubrekku í Hvalfjarðarsveit.
  AH tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og gefur jákvæða umsögn með veitingu starfsleyfis til tveggja ára fyrir rekstur kjúklingabúsins að Fögrubrekku í Hvalfjarðarsveit."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 138 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hafnar erindinu um óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins, á grundvelli ákvæða í deiliskipulagi.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og hafnar erindinu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 138 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felst ekki á athugasemdir bréfritara um staðsetningu landamerkja milli Kirkjubóls og Kúludalsár og telur að viðkomandi sé ekki aðili máls vegna landamerkjanna. Nefndin tekur ekki undir sjónarmið bréfritara varðandi mótmæli vegna nálægðar fyrirhugaðrar skógræktar við eign viðkomandi.
  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis fyrir skógrækt í landi Kúludalsár að teknu tilliti til umsagnar Vegagerðarinnar.
  Endanlegri afgreiðslu málsins vísað til sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn tekur undir þau atriði sem fram koma í bókun nefndarinnar og samþykkir veitingu á framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Kúludalsár að teknu tilliti til umsagnar frá Vegagerðinni."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 138 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við landamerki Ásfells.
  Lagt er til við sveitarstjórn að staðfesta landamerkin.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og staðfestir landamerki milli Ásfells og Hvalfjarðarsveitar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 138 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við framlagða tillögu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 36

2104005F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 36 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að Mannvit verði falið að skoða þá valkosti sem þeir bjóða samkv. meðfylgjandi minnisblaði. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram með Mannvit. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir að fela verkfræðistofunni Mannvit að skoða ennfrekar þá valkosti varðandi fráveitu sem fram koma í minnisblaði verkfræðistofunnar. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að vinna málið áfram með Mannviti."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 36 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að þetta verkefni verði sett inn á fjárhagsáætlun á árinu 2022. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og vísar verkefninu til gerðar fjárhagsáætlunar 2022."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

6.Erindi frá Veiðifélaginu Leirá

2104052

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

Marteinn Njálsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

7.Erindi frá Magnúsi R. Magnússyni

2104043

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar fyrir innsent erindi og samþykkir að vísa því til þeirrar vinnu sem í undirbúningi er vegna hitaveitu fyrir Heiðarskólasvæðið frá lögn Veitna í landi Beitistaða, með því að vísa erindinu til skoðunar í þá vinnu sem framundan er verða metnir þeir möguleikar sem eru fyrir bæina Steinsholt, Neðra Skarð og Melkot að tengjast fyrirhugaðri veitu, ásamt öðrum þeim aðilum sem á lagnaleiðinni verða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

8.Stuðningur við þróun náms- og starfsferils íbúa í Hvalfjarðarsveit.

2104045

Erindi frá Katrínu Rós Sigvaldadóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og frístundanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Til máls tók MN.

9.Erindi frá Félagi villikatta á Vesturlandi.

2104027

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að funda með bréfritara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

10.Almannavarnarnefnd Vesturlands.

2104028

Áhættuskoðun 2020.
Framlagt til kynningar er vinnuskjal vegna áhættuskoðunar fyrir Vesturland 2020 sem starfsmaður Almannavarnarnefndar Vesturlands hefur unnið að en það mun verða sent almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

11.Upplýsingaöflun um þróun fjármála sveitarfélaga.

2104029

Bréf frá ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
Framlagt, erindið er í vinnslu.

12.Umsögn um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.

2104030

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið er framlagt.

13.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.

2104031

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið er framlagt, jafnframt er erindinu vísað til USN nefndar.

14.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48-2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.

2104032

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið er framlagt, jafnframt er því vísað til USN nefndar.

15.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.

2104033

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið er framlagt, jafnframt vísað til USN nefndar.

16.Umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.

2104034

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindið er framlagt, jafnframt vísað til Fræðslunefndar.

17.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.

2104035

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindið er framlagt, jafnframt vísað til Fræðslunefndar.

18.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.

2104037

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið er framlagt, jafnframt vísað til USN nefndar.

19.Umsögn um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, 712. mál.

2104038

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið er framlagt, jafnframt vísað til USN nefndar.

20.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162-2006, 668. mál.

21.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.

2104040

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

22.Umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 702. mál.

2104041

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

23.118. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2104020

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Efni síðunnar