Fara í efni

Sveitarstjórn

306. fundur 12. maí 2020 kl. 15:00 - 16:26 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2005013 - Beiðni um dómskvaðningu matsmanns. Málið verður nr.15 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 305

2004005F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 15

2004006F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
 • 2.1 2001058 Vinnuskóli 2020
  Fjölskyldu- og frístundanefnd - 15 Starfsreglur Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar voru endurgerðar að mestu og launakjör yngri starfsmanna ákveðin.

  Nefndin vísar endurgerðum reglum Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar ásamt ákvörðun um launakjör yngri starfsmanna til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um launakjör starfsmanna vinnuskólans sem eru í 8.-10. bekk. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt framlagðar starfsreglur Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 15 Umsóknir bárust frá AK-HVA foreldrasamtökum Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Minningarsjóði Einars Darra og Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Umsóknirnar uppfylltu reglur sjóðsins.

  Umsókn AK-HVA snýr að upphafskostnaði á samtökunum en markmiðið er að mynda öflugt foreldranet í þágu hagsmuna barna og ungmenna, stuðla að fræðslu og vera málsvari foreldra í þeim málum er snúa að menntun og velferð barna og ungmenna.

  Umsókn Minningarsjóðs Einars Darra snýr að uppsetningu á leitarvél á internetinu þar sem hægt verður með auðveldum hætti að nálgast upplýsingar um fagleg úrræði sem bjóðast við ýmis konar vandamálum s.s. fíknisjúkdómum, kvíða og þunglyndi.

  Umsókn Foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar snýr að kostnaðarþátttöku vegna Sumarhátíðar í Hvalfjarðarsveit sem ætluð er fyrir fjölskyldur í Hvalfjarðarsveit. Áætlað er að halda hátíðina í sumar en gæti frestast fram á haustið vegna samkomubanns Covid-19.

  Nefndin ákvað að veita AK-HVA foreldrasamtökum vegna upphafskostnaðar styrk að upphæð 150.000 kr., Minningarsjóði Einars Darra vegna leitarvélar styrk að upphæð 200.000 kr. og Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar vegna sumarhátíðar styrk að upphæð 300.000 kr.

  Ákvörðun nefndarinnar um styrkveitingu er vísað til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um úthlutanir úr Íþrótta- og æskulýðssjóði Hvalfjarðarsveitar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 14

2004008F

Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Menningar- og markaðsnefnd - 14 Menningar- og markaðsnefnd leggur til að samningurinn verði hækkaður í 720.000 kr. með því fororði að nefndin fái að koma að ákvörðun um hvað tekið verði fyrir í þáttunum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir að hækka ekki áður samþykkta styrkveitingu þar sem nýta á fjármuni til innra markaðsstarfs sveitarfélagsins sem nú þegar hafa verið lögð drög að."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Menningar- og markaðsnefnd - 14 Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að leggja niður formleg hátíðarhöld á Leirá þetta árið vegna Covid-19. Rætt verður við kvenfélagið Lilju um möguleika þess að streyma dagskrá á netinu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breytt fyrirkomulag hátíðarhalda á 17. júní."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Menningar- og markaðsnefnd - 14 Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að taka tilboðum frá Hrafnart í gerð kynningarmyndbanda fyrir sveitarfélagið. Menningar- og markaðsnefnd leggur til að veitt verði 1.000.000 kr. í markaðs- og kynningarefni fyrir Hvalfjarðarsveit, inn í þeirri fjárhæð er vinna Hrafnart og birting efnisins í fjölmiðlum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um töku tilboðs og gerð kynningarmyndbanda fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn samþykkir 2mkr. aukafjárveitingu til verksins en fjármagnið mun að mestu leyti fara í auglýsingakostnað og birtingu. Vegna þessa samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 þar sem 2mkr. viðbótarfjárheimild færist á deild 21055, lykil 4070 en auknum útgjöldum verður mætt annars vegar með 750þús.kr. kostnaðarlækkun á deild 05089, lyklum 5946 og 5948 og hins vegar með 1.250þús.kr. kostnaðarlækkun á deild 21085, lykli 5971."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 117

2004009F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 117
  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi á grundvelli 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2013.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir framkvæmdaleyfið á grundvelli 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2013."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 117 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 skv. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 117 USN nefnd álítur að umrædda asbestlögn beri að fjarlægja og koma í urðun á viðurkenndum urðunarstað. Ekki sé heimilt að veita leyfi til að láta lögnina liggja óhreyfða í jörð sbr. ákvæði í reglugerðum nr. 737/2003 og 705/2009. Nefndin álítur að áhættan sé það mikil að láta lögnina liggja í jörðu á einkalandi og ekki tryggt að hún verði ekki grafin upp eða hreyfð á síðari tímum með þeirri áhættu sem þá skapast.

  USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að Veitum ohf verði gert að fjarlægja lögnina.

  D.O yfirgaf fundinn undir þessum lið. G.J stjórnaði fundi á meðan.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að þess verði farið á leit við Veitur ohf. að lögnin verði fjarlægð."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

  Daníel Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 117 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu fyrir landeiganda sbr. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu fyrir landeigendum jarðarinnar. sbr. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 117 USN nefnd samþykkir að fara í samstarf við Þóru M. Júlíusdóttur um heildræna hönnun á landnýtingu við Melahverfi og næsta nágrenni.

  Þóra M. Júlíusdóttir hönnuður sat fundinn undir þessum lið.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gengið verði til samninga og samstarfs við Þóru M. Júlíusdóttir um hönnun og landnýtingu. Kostnaður við verkið fellur undir og er innan framkvæmdaáætlunar ársins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29

2005002F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku DO og GJ.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu varðandi 10. lið í fundargerð nefndarinnar:
"Sveitarstjórn tekur undir álit nefndarinnar varðandi fyrirspurn um aukið heitt vatn við gamla skólahúsið og telur ekki möguleika á afhendingu á meira vatni m.v. núverandi forsendur á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að byggingarfulltrúi leyti eftir tilboði í þarfagreiningu, hönnun mannvirkis ásamt útboðsgögnum hjá eftirtöldum aðilum:
  VSÓ
  Verkís
  Mannvit
  EFLA
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila byggingarfulltrúa að leita eftir tilboðum hjá fjórum verkfræðistofum í þarfagreiningu, hönnun og útboðsgögn vegna byggingar nýs íþróttahúss."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboð frá Mannvit í vinnu við gerð hönnunar- og tilboðsgagna fyrir göngustíg í Hlíðarbæ. Jafnframt að sveitarstjórn samþykki að fela byggingarfulltrúa og umsjónarmanni eigna að ljúka undirbúningi fyrir verkið, bjóða það út og hefja framkvæmdir. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um töku tilboðs frá Mannviti og felur byggingarfulltrúa og umsjónarmanni eigna að ljúka undirbúningi verksins, útboði þess og hefja framkvæmdir í samræmi við samþykkta framkvæmdaáætlun ársins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samning sem felur í sér yfirtöku á ljósastaurum í þéttbýli. Nefndin leggur til að gengið verði frá samningi 01.09.2020 og að frágangi búnaðar í stýriskáp utan dreifistöðvar verði lokið í síðasta lagi 31.12.2020. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gengið verði frá samningi við Rarik um yfirtöku götulýsingarkerfis til eignar í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að rita undir framlagðan samning."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á gjaldskrá og samþykkja reglur sem hafa verið gerðar fyrir þennan málaflokk. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breytingar á gjaldskrá og reglum veitunnar. Sveitarstjórn samþykkir að ný gjaldskrá taki gildi frá og með 01.09.2020. Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að kynna nýja gjaldskrá fyrir notendum veitunnar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að settar verði upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Innrimel 3 og Skólastíg 2. Í framhaldi verði Mannvirkja- og framkvæmdanefnd falið að vinna gjaldskrá fyrir gjaldheimtu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að settar verði upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla, bæði við Innrimel 3, stjórnsýsluhús og við Skólastíg 2, áhaldahús við Heiðarskóla. Fjármunir vegna þessa verkefnis eru til staðar í fjárhagsáætlun ársins 2020. Sveitarstjórn felur mannvirkja- og framkvæmdanefnd að vinna drög að gjaldskrá fyrir gjaldheimtu hleðslustöðvanna og leggja fyrir sveitarstjórn áður en stöðvarnar verða teknar í notkun."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilfærslu á fjármagni á milli ára sem felur í sér að áætlaðar séu 32 milljónir á árinu 2020 í nýttar til hönnunar á mannvirki. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að færa 27mkr., sem áætlaðar eru í framkvæmdaáætlun árið 2021, vegna íþróttahúss við Heiðarskóla fram til ársins 2020 til að flýta fyrir framkvæmdum þess. Vegna þessa samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 4 við fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2020 þar sem 27mkr. færast frá árinu 2021 til ársins 2020, auknum fjárútlátum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja aukningu á fjármagni að upphæð 5 milljónir til viðhalds á eignum sveitarfélagsins og að þessir fjármunir verði settir undir deild 31090, liður 5971, óviss útgjöld. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um 5mkr. aukafjárveitingu til viðhaldsverkefna á árinu 2020. Byggingarfulltrúa og umsjónarmanni eigna er falið að koma með tillögur að verkefnum og leggja fyrir Mannvirkja- og framkvæmdanefnd. Sveitarstjórn samþykkir af því tilefni viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2020 þar sem 5mkr. aukafjárveiting færist á deild 31090, lykil 5971 en auknum fjárútlátum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja aukið fjármagn til reiðvegagerðar og lagfæringar af reiðvegum. Byggingarfulltrúa verður falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um 1,5mkr. aukafjárveitingu til reiðvegagerðar og lagfæringa reiðvega í sveitarfélaginu en með því verður heildarfjárveiting til verkefnisins samtals 3mkr. árið 2020. Byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram að höfðu samráði við Vegagerðina og reiðveganefnd Dreyra og leggja fram tillögu til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar um forgangsröðun verkefna. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2020 þar sem 1,5mkr. aukafjárveiting færist á deild 13026, lykil 5946 en auknum fjárútlátum verður mætt með kostnaðarlækkun á óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 29 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu sem hefur verið gerð af hólfun svæðisins ásamt gjaldskrá/viðmiðunarreglum sem hafa verið unnar. Jafnframt að sveitarstjórn samþykki að fela byggingarfulltrúa að auglýsa og leigja út beitarhólfin. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um hólfun svæðanna og framlögð drög að gjaldskrá/reglum og leigusamningi fyrir beitarhólfin. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela byggingarfulltrúa að auglýsa og leigja út beitarhólfin."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 ásamt erindisbréfum fastanefnda og starfsreglna ungmennaráðs.

2005007

Fyrri umræða.
Um er að ræða breytingar á 40. gr. samþykktarinnar um fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu um breytingu á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013 til síðari umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að vísa breytingum á erindisbréfum nefnda til umfjöllunar hjá viðkomandi nefnd eða ráði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ljósleiðari

2005008

Fyrirhuguð íbúakosning.
Framlagt er erindi frá framkvæmdarstjóra Mílu. Í erindinu kemur fram að Míla muni að líkindum ekki óska eftir að kaupa ljósleiðaranet Hvalfjarðarsveitar í kjölfar útboðs sem fram fór á kerfinu seinni part ársins 2019. Ástæðan eru nýlega framkomin drög að greiningu frá Póst- og fjarskiptastofnun sem orsaka breytta stöðu Mílu við kaup ljósleiðarans. Míla telur þó rétt að halda málinu opnu að sinni.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að almennri íbúakosningu um sölu á ljósleiðarakerfi Hvalfjarðarsveitar verði frestað þar til mál skýrast frekar hvort hæstbjóðandi hyggist standa við tilboð sitt í kerfið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku RÍ, BÞ, GJ, LBP og DO.

8.Leiga á beitarhólfi að Fellsöxl - Uppsögn á samning

2001004

Minnisblað frá byggingarfulltrúa og umsjónarmanni eigna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að funda með leigutaka vegna málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku DO, GJ, LBP, BÞ og RÍ.

9.Átaksverkefni - fjölgun sumarstarfa námsmanna.

2005009

Atvinnuúrræði - sumarátaksstörf 2020.
Atvinnuátaksverkefnið er samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga en Vinnumálastofnun mun halda utan um verkefnið. Hvalfjarðarsveit hefur nú þegar lýst yfir áhuga á að taka þátt í verkefninu og sótt um en von er á svörum um framhaldið í vikunni.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir þátttöku í verkefninu ef af því verður og felur sveitarstjóra, frístunda- og menningarfulltrúa og skipulags- og umhverfisfulltrúa að skilgreina nánar störf og auglýsa þau til umsóknar ásamt því að leggja kostnaðarmat verkefnisins fyrir næsta sveitarstjórnarfund."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

10.Styrkbeiðni vegna verkefna til framkvæmda og viðhalds í Álfholtsskógi.

2002025

Samstarfssamningur milli Skógræktarfélags Skilmannahrepps og Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstarfssamning við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, lýsir ánægju sinni með hann og felur sveitarstjóra að rita undir samninginn. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt vegna samningsins viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2020 þar sem 300þús.kr. aukafjárveiting er samþykkt á deild 11033, lykil 5946 en kostnaðarauka verður mætt með lækkun útgjalda á deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku LBP, BÞ og GJ.

11.Ósk um tilnefningu í starfshóp Landsnets, Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar.

2005002

Tilnefning fulltrúa ásamt fundarboði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna skipulags- og umhverfisfulltrúa, formann mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Rögnu Ívarsdóttur í starfshópinn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 2020.

2004027

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri sitji fundinn fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Ársreikningur Höfða 2019.

2004033

Ársreikningur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2019 ásamt fylgigögnum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan ársreikning Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, fyrir árið 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Geislandi ehf - Rekstrarleyfi

2004031

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Beiðni um dómkvaðningu matsmanns.

2005013

Erindi frá LIBRA lögmönnum.
Matsbeiðandi er Hólmsbúð ehf. og matsþolar eru íslenska ríkið, Orkuveita Reykjavíkur, Veitur ohf., Hvalfjarðarsveit og Anton Guðjón Ottesen. Beiðnin er sett fram í tengslum við ágreining er rekja má til notkunar Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna á landareign og vatnsréttindum matsbeiðanda og Antons Guðjóns Ottesen.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að lögfræðingur sveitarfélagsins gæti hagsmuna þess í málinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Daníel Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

16.Erindi frá HeV.

2005001

Bréf frá framkvæmdastjóra.
Lagt fram.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar fráfarandi framkvæmdastjóra samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar til framtíðar.

17.Umsögn um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2012-2025,643. mál.

2004025

Frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árið 2021-2025.
Lagt fram.

18.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna, 715. mál.

2004034

Lagt fram.

19.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76-2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

2005004

Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns).
Lagt fram.

Til máls tók RÍ.

20.Umsögn um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

2005005

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, með síðari breytingum (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara).
Lagt fram.

21.Umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.

2005010

Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.
Lagt fram.

22.881. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2004030

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

23.882. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2004035

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

24.107.-109. fundir stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

25.82.-84. fundur menningar- og safnanefndar.

2005006

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.
Fylgiskjöl:

26.192. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2005011

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.

Fundi slitið - kl. 16:26.

Efni síðunnar