Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

15. fundur 22. apríl 2020 kl. 15:30 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson ritari
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Vinnuskóli 2020

2001058

Yfirfara starfsreglur og launakjör Vinnuskólans.
Starfsreglur Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar voru endurgerðar að mestu og launakjör yngri starfsmanna ákveðin.

Nefndin vísar endurgerðum reglum Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar ásamt ákvörðun um launakjör yngri starfsmanna til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

2.Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar- Umsóknir

1904002

Umsóknir.
Umsóknir bárust frá AK-HVA foreldrasamtökum Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Minningarsjóði Einars Darra og Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Umsóknirnar uppfylltu reglur sjóðsins.

Umsókn AK-HVA snýr að upphafskostnaði á samtökunum en markmiðið er að mynda öflugt foreldranet í þágu hagsmuna barna og ungmenna, stuðla að fræðslu og vera málsvari foreldra í þeim málum er snúa að menntun og velferð barna og ungmenna.

Umsókn Minningarsjóðs Einars Darra snýr að uppsetningu á leitarvél á internetinu þar sem hægt verður með auðveldum hætti að nálgast upplýsingar um fagleg úrræði sem bjóðast við ýmis konar vandamálum s.s. fíknisjúkdómum, kvíða og þunglyndi.

Umsókn Foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar snýr að kostnaðarþátttöku vegna Sumarhátíðar í Hvalfjarðarsveit sem ætluð er fyrir fjölskyldur í Hvalfjarðarsveit. Áætlað er að halda hátíðina í sumar en gæti frestast fram á haustið vegna samkomubanns Covid-19.

Nefndin ákvað að veita AK-HVA foreldrasamtökum vegna upphafskostnaðar styrk að upphæð 150.000 kr., Minningarsjóði Einars Darra vegna leitarvélar styrk að upphæð 200.000 kr. og Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar vegna sumarhátíðar styrk að upphæð 300.000 kr.

Ákvörðun nefndarinnar um styrkveitingu er vísað til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

3.Félagsstarf eldri borgara 2020

2004019

Sundleikfimi og Opið hús árið 2020.
Frístunda - og menningarfulltrúi fór yfir félagsstarf eldri borgara á fyrrihluta ársins 2020 og þeirri stöðvun sem varð á starfseminni vegna Covid-19. Lagt er upp með að félagsstarfið fari aftur af stað í haust með fyrirvara um heimild frá yfirvöldum.

4.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Erindi frá félagsmálaráðuneyti og UNICEF á Íslandi.
Lagt fram.

5.Heimaþjónusta aldraðra 2020

2004020

Stöðukynning.
Frístunda-og menningarfulltrúi fór yfir hvernig heimaþjónustu aldraðra væri hagað fyrrihluta ársins 2020.
Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar