Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

8. fundur 26. september 2019 kl. 08:00 - 10:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • Ásta Marý Stefánsdóttir varaformaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Ásta Marý vék af fundi kl. 09:20.

1.Ákvörðun um fastan fundartíma Menningar- og markaðsnefndar

1806032

Ákvörðun um fastan fundartíma nefndarinnar.
Nefndin ákvað fastann fundartíma annan fimmtudag í hverjum mánuði kl. 17:00. Fundir falla niður ef ekki er tilefni til fundarhalda.

2.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Aðgerðaráætlun.
Nefndin er búin að ræða við nokkra aðila og hefur aflað sér upplýsinga um hvernig staðið hefur verið að verkefnum hjá öðrum sveitarfélögum.
Nefndin vann úr þessum upplýsingum og setti niður grind af verkefninu.

3.Beiðni um varðveislu á skautbúningi kvenfélaganna í Hvalfjarðarsveit.

1909027

Beiðni um varðveislu á skautbúningi kvenfélaganna í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin þakkar fyrir erindið.

Nefndin telur að núverandi geymsla sé alls óviðunandi á búningnum, en hann er geymdur í skjalageymslu þar sem hann getur orðið fyrir hnjaski.

Nefndin telur að uppstilling í andyri komi ekki til greina þar sem hann getur orðið fyrir skaða, svo sem upplitun vegna sólarljóss og einnig liggi hann vel við þjófnað á þeim stað. Þar fyrir utan telur nenfdin að sveitarfélagið geti ekki borið ábyrgð á búningnum sem er mjög verðmætur.
Nefndin leggur til að kallað verði á fulltrúa kvennfélaganna til viðræðna um framtíðargeymslustað fyrir búninginn.

4.Sundlaugin að Hlöðum 2019

1902015

Sumarið 2019
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir rekstur sundlaugarinnar sumarið 2019.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni yfir því hve margir nýttu sér sundlaugina og hve vel hefur verið staðið að þjónustunni og utanumhaldi.
Nefndin styður að aftur verði gengið til samninga við Aldísi Ýr Ólafsdóttur fyrir sumarið 2020.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Efni síðunnar