Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

54. fundur 20. maí 2015 kl. 15:30 - 17:30

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson 

aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður og 

Ólafur Melsted embættismaður.

 

Ása Hólmarsdóttir  , ritaði fundargerð.

Nefndarmál

 

1    Kortlagning hávaða á Grundartanga   -   Mál nr. 1505017

 

Í tengslum við breytingu aðalskipulags á Grundartanga haustið 2014 og þær 

athugasemdir sem bárust á kynningartíma skipulagsins, ákvað USN nefnd á 49. fundi 

sínum 11.des. 2014 að nauðsynlegt væri að kortleggja hávaða frá iðnaðarsvæðinu á 

Grundartanga. Sveitarstjórn staðfesti þessa ákvörðun USN nefndar á fundi sínum 15. 

des. 2014.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra, formanni USN nefndar og 

skipulags- og umhverfisfulltrúa verði falið að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um 

hljóðmælingar og kortlagningu hávaða frá iðnaðarsvæðinu við Grundartanga í 

samræmi við reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir nr. 1000/2005.

 

2  Samkomulag um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og 

frágang lóða á Grundartanga.   -   Mál nr. 1505002

 

Gert hefur verið samkomulag á milli Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um 

uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga

 

USN nefnd fagnar samkomulagi þessu og telur það tryggja bætta aðkomu 

Hvalfjarðarsveitar að undirbúningi og ákvörðunum um þá starfsemi sem fyrirhuguð sé 

á Grundartanga. Samkvæmt 2 gr. samkomulagsins eru aðilar sammála um að móta 

stefnu um æskilega nýja starfsemi á svæðinu þar sem umhverfissjónarmið verði höfð 

að leiðarljósi. Því leggur USN nefnd til við sveitarstjórn að skipa formann USN 

nefndar sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í þessa stefnumótunarvinnu og jafnframt óska 

eftir tilnefningu frá Faxaflóahöfnum.

 

3    Stefnumótun USN nefndar   -   Mál nr. 1503014 

 

Á USN nefndarfundi 22. apríl 2015 var formanni nefndar falið að uppfæra drögin í 

samræmi við umræður á fundinum og senda á nefndarmenn.

 

USN nefnd stefnir að vinnufundi í júní n.k. vegna stefnumótunarvinnu.

 

4    Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis Grundartanga   -   Mál nr. 1505016

 

Gefin hefur verið út skýrsla um umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis á Grundartanga fyrir 

árið 2014.

 

Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að hafa samband við verkefnisstjóra 

umhverfisvöktunarinnar og óska eftir kynningu á niðurstöðum vöktunarinnar fyrir 

USN nefnd.

 

5  Tilkynning frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um styrkveitingu til 

framkvæmda við göngustíga, uppgræðslu og öryggisframkvæmdir við Glym í 

Botnsdal í Hvalfirði.   -   Mál nr. 1406013

 

Borist hefur styrkur frá Ferðamálastofu vegna framkvæmda við Glym í Botnsdal. 

Hafnar eru framkvæmdir í samvinnu við Umhverfisstofnun og landeigendur um bætt 

aðgengi á svæðinu.

 

Skipulags- og umhverfisfulltrúi lagði fram samantekt, dagsett 19. maí 2015, um vinnu 

vegna framkvæmda við Glym síðustu ár. 

USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og formanni USN nefndar að fylgja 

verkefninu eftir.

 

6    Ráðstefnur og fundir 2015   -   Mál nr. 1504030

 

Fundir og ráðstefnur sem skipulags- og umhverfisfulltrúi og nefndarmenn hafa sótt.

 

Skipulags- og umhverfisfulltrúi og nefndarmenn gerðu grein fyrir námskeiðum, 

ráðstefnum og fundum sem þau hafa sótt undanfarin mánuð.

Það má helst nefna fund vegna umhverfisvöktunar á Grundartanga og SATS fund í 

Ólafsvík (samtök tæknifólks hjá sveitarfélögum).

 

7    Efra-Skarðsland - Ósk um nafnabreytingu   -   Mál nr. 1504006

 

Borist hefur erindi frá Ármanni Rúnari Ármannssyni þar sem óskað er eftir 

nafnabreytingu á Efra-Skarðslandi. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 

12. maí 2015 og eftirfarandi bókun gerð: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir 

að vísa erindu til umsagnar USN nefndar"

 

USN nefnd telur að nafnabreyting þessi sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015 

og gerir þar af leiðandi ekki athugasemd við breytinguna.

 

8  Ályktun frá aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands, sem haldinn var 9. apríl 

2015.   -   Mál nr. 1505006

 

Sveitarstjórn hefur borist ályktun af aðalfundi Búnaðasambands Vesturlands, sem 177 

haldinn var 9. apríl 2015, svohljóðandi: "Vegna aukinna krafna um ásýnd bújarða og 

umhverfismál í sveitum skora Búnaðarsamtök Vesturlands á sveitarfélög á starfssvæði 

Búnaðarsamtakanna að tryggja greiðan aðgang að timbur og járngámum." 

Erindið lagt fram til kynningar og jafnframt vísað til USN nefndar.

 

Hvalfjarðarsveit býður árlega upp á aðgengi að járn og timburgámum víðsvegar um 

sveitarfélagið og hvetur íbúa- og sumarbústaðaeigendur til góðrar umgengni á 

löndum sínum og lóðum.

 

Skipulagsmál

 

9  Greinargerð-skipulagsskilmálar, frá lóðarleiguhöfum í Svarfhólsskógi.   -   Mál 

nr. 1408005

 

Sveitarfélagið hefur móttekið óskir 18 lóðarhafa í Svarfhólsskógi um breytingar á 

skilmálum deiliskipulags frístundarbyggðar. Málið var tekið fyrir á fundi USN nefndar 

21. ágúst 2014 og eftirfarandi bókun gerð "USN nefnd leggur til að formaður og 

skipulagsfulltrúi kalli formann félags frístundalóðarhafa í Svarfhólsskógi og 

landeiganda á sinn fund"

 

Skipulagsfulltrúi gerði tilraun til að boða formann félagsins og landeigenda á sinn 

fund en náði ekki í landeiganda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. USN leggur til að 

skipulags- og umhverfisfulltrúi hafi samband við hlutaðeigandi.

 

10  Vallanesland C - breyting á skráningu á sumarhúsi í íbúðarhús.   -   Mál nr. 

1504034

 

Borist hefur erindi frá Þórði Magnússyni varðandi breytingu á skráningu sumarhúss á 

Vallaneslandi C í íbúðarhús.

 

Byggingarfulltrúa falið að gera úttekt á húsnæðinu og meta hvort mannvirkið sé í 

samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar er varðar skilgreiningar á íbúðarhúsnæði.

 

11    Leynisvegur 6 - breyting á deiliskipulagi og viðbygging   -   Mál nr. 1505018

 

Borist hefur erindi frá Snók verktökum varðandi breytingu á deiliskipulagi og 

viðbyggingu við hús. Óskað er eftir því að nýtingarhlutfall lóðar hækki úr 0.4 í 0.6, 

byggingarreitur stækki og að hægt verði að byggja 3-5 metra frá lóðarmörkum. Einnig 

er óskað eftir því að staðsetja eldsneytisdælu á lóð ásamt niðurgröfnum 

eldsneytistönkum og olíuskilju.

 

USN nefnd felur skipulags - og umhverfisfulltrúa falið að ræða við skipulagsfulltrúa 

Faxaflóahafna og bréfritara.

 

12  Breyting deiliskipulags lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, Norðurál   -Mál nr. 1409023

 

Erindi hefur borist frá Norðuráli hf. dags. 5. mars 2015 vegna aukningar í framleiðslu 

Norðuráls á Grundartanga. Málið var tekið fyrir á 53. fundi USN nefndar 22. apríl 

2015 og gerð eftirfarandi bókun. "USN nefnd telur fyrirhugaða framleiðsluaukningu 

Norðuráls á Grundartanga kalla á breytingu á gildandi deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. 178 

gr. skipulagsáætlana nr. 123/2010. skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram."

 

Málinu frestað, nefndarfólk óskaði eftir lengri tíma til að kynna sér gögnin.

 

13    Krafa um ógildingu deiliskipulag - Glammastaðir   -   Mál nr. 1505015

 

Borist hefur erindi frá Land-lögmenn fh. Valz þar sem farið er fram á ógildingu 

deiliskipulags vegna Glammastaða.

 

USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að leita álits lögmanns og 

Skipulagsstofnunar vegna erindisins.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:30 .

Efni síðunnar