Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

53. fundur 28. apríl 2015 kl. 15:15 - 17:15

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson 

aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður og 

Ólafur Melsted embættismaður.

Ása Hólmarsdóttir  , ritaði fundargerð.

Nefndarmál 

 

1    Erindisbréf nefndar   -   Mál nr. 1111013

 

Skipulags- og umhverfisfulltrúa var á síðasta USN nefndarfundi falið að vinna málið 

áfram og gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

 

Drög að uppfærðu erindisbréfi rædd. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að vinna 

málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 

2    Grundartangi - Hávaðamengun   -   Mál nr. 1503026

 

Borist hefur erindi frá Einari Tönsberg, sumarhúsaeiganda í Kjós, varðandi 

hávaðamengun frá Grundatangasvæðinu.

 

Skipulagsfulltrúi kynnti erindið og lagði fram drög að svarbréfi.

Nefndin fjallaði um hljóðmengunarmál á Grundartanga á fundi sínum þann 11. 

desember s.l. og þá var samþykkt að fara í kortlagningu á hávaða frá iðnaðarsvæðinu.

 

3    Stefnumótun USN nefndar   -   Mál nr. 1503014

 

Sveitarstjórn hefur hafið vinnu við stefnumótun í málefnum sveitarfélagsins.

USN nefnd hefur unnið að stefnumótun fyrir þá málaflokka sem undir nefndina heyra: 

(ásýnd sveita, náttúruvernd, úrgangsmál, hljóðvist, fráveita, skipulagsmál, 

samgöngumál, skógrækt, umhverfismál, og loftgæði).

Formanni falið að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum og senda á 

nefndarmenn.

 

4    Ráðstefnur og fundir 2015   -   Mál nr. 1504030

 

Fundir og ráðstefnur sem skipulags- og umhverfisfulltrúi eða nefndarmenn hafa sótt. 171

Skipulags- og umhverfisfulltrúi og nefndarmenn gerðu grein fyrir námskeiðum, 

ráðstefnum og fundum sem þau hafa sótt undanfarna mánuði. Þar má helst nefna 

göngustíganámskeið á vegum Ferðamálastofu, úrgangsráðstefnu á vegum Sambands 

íslenskra sveitarfélaga og Landgræðslunnar og ársfundur umhverfisstofnunar.

 

Framkvæmdarleyfi

 

5    Leyfi til efnistöku í landi Kjalardals.   -   Mál nr. 1412009

 

Borist hefur erindi frá Bjarka B. Magnússyni varðandi efnistöku í landi Kjalardals. 

Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á allt að 30.000 rm. á rúmlega 4000 fm. 

svæði við núverandi námu, til 12 mánaða.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir 

efnistökunni. Ekki þarf að grenndarkynna framkvæmdarleyfið þar sem framkvæmdin 

er í samræmi við aðalskipulag sbr. 13. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulagsfulltrúa 

falið að vinna málið áfram.

 

Skipulagsmál

 

6    Bjarkarás 7 - Breyta skráningu úr sumarhúsi í íbúðarhús   -   Mál nr. 1407016

 

Sótt er um að breyta 63.7 fm. sumarhúsi í íbúðarhús. Samkvæmt gildandi 

byggingarreglugerð getur húsið talist íbúðarhús þegar byggð hefur verið geymsla. 

Málið var áður til umfjöllunar í USN nefnd 14. júli 2014 þar sem gerð var eftirfarandi 

bókun. "USN nefnd leggur til að fresta málinu þar til deiliskipulag Bjarkaráss hefur 

öðlast gildi. Deiliskipulag Bjarkaráss tók gildi 24. mars 2015."

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á skráningu Bjarkaráss 7 

úr sumarhúsi í íbúðarhús þegar byggð hefur verið geymsla, enda er það í fullu 

samræmi við gildandi byggingarreglugerð.

 

Ólafur Jóhannesson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.

 

7     Breyting deiliskipulags lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, Norðurál   -Mál nr. 1409023

 

Erindi hefur borist frá Norðurál hf. dags. 5. mars 2015 um skipulagsmál vegna 

aukningar framleiðslu Norðuráls á Grundartanga. Málið var tekið fyrir á 52.fundi USN 

nefndar 11. mars 2015 og gerð eftirfarandi bókun: "Málinu frestað og umhverfis- og 

skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna"

 

USN nefnd telur fyrirhugaða framleiðsluaukningu Norðuráls á Grundartanga kalla á 

breytingu á gildandi deiliskipulagi sbr. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

 

8  Hugmynd um svæði fyrir frístundabúskap í nálægð við Melahverfi.   -   Mál nr. 

1504013

 

Borist hefur erindi frá Sigurði Arnari Sigurðssyni varðandi hugmyndir um byggð fyrir 

frístundabúskap norðan við Melahverfi. Erindinu var vísað til USN nefndar frá 172 

sveitarstjórn.

 

USN nefnd þakkar bréfritara innsent erindi og tekur jákvætt í hugmyndir hans um 

svæði fyrir frístundabúskap í nálægð við Melahverfi. Nefndin telur að skoða þurfi 

hugmyndirnar nánar m.a. með m.t.t. staðsetningar og almennra skipulags- og 

byggingarskilmála. Skipulagfulltrúa falið að skoða þessi atriði nánar.

 

9    Mýrarholtsvegur 2   -   Mál nr. 1503018

 

Á 52. fundi USN nefndar var gerð eftirfarandi bókun "USN nefnd fer fram á að farið 

verði í óverulega breytingu á deiliskipulagi og að jafnframt fari fram grenndarkynning 

fyrir Faxaflóahöfnum og Elkem vegna þess að fyrirhuguð bygging fer út fyrir 

byggingareit. 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram."

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi 

lóðarinnar að undangenginni grenndarkynningu fyrir Faxaflóahöfnum og Elkem.

 

10     Óskað eftir að skipulögð frístundabyggð í landi Beitistaða (sunnan þjóðvegar) 

verði breytt í íbúðabyggð.   -   Mál nr. 1503044

 

Borist hefur erindi frá eigendum lands og lóða í frístundabyggð sunnan þjóðvegar í 

landi Beitistaða þar sem óskað er eftir því að frístundabyggð verði breytt í íbúðabyggð. 

Erindið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 24. mars 2015 og gerð eftirfarandi bókun: 

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til USN nefndar."

 

Málinu frestað. Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari gagna.

 

11   Skotsvæði Skotfélags Akraness innan sveitarfélagsmarka Hvalfjarðarsveitar og 

fyrirhuguð breyting á notkun þess með nýrri riffilbraut.   -   Mál nr. 1406009

 

Á 41. fundi USN nefndar 30. júní 2014 var málinu frestað og ákveðið að oddviti, 

formaður USN nefndar og skipulagsfulltrúi myndu funda með Skotfélagi Akraness og 

íbúum á Ósi. Sá fundur var haldinn 18. febrúar 2015.

 

Skipulagsfulltrúi hefur rætt við heilbrigðiseftirlit Vesturlands og hljóðverkfræðing 

varðandi málið. Skipulagsfulltrúa falið að kanna kostnað við hljóðmælingar og móta 

verklagsreglur varðandi þær og leggja fyrir hlutaðeigandi aðila.

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

12    Miðsandur Kampur - Hvalstöð - Mhl.16   -   Mál nr. 1504005

 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á tómstundarhúsi mhl. 16 á Miðsandi 

Kampi,LNR. 133503. Bygging er 100.22 fm. og verður eftir stækkun 168,1 fm. 

Stækkun er því 65,9 fm. og verður húsinu breytt í framhaldi í starfsmannahús.

 

USN leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út byggingarleyfi, sbr. 3 mgr. 44 gr. 

skipulagslaga 123/2010

 

13    Hvítanes 2 - Niðurrif - Fok á mannvirkjum   -   Mál nr. 1503045

 

Eyðilegging á mannvirkjum á Hvítanesi 2 vegna óveðurs þann 14. mars s.l. Byggingar 

ónýtar. Óskað er eftir samþykki á niðurfellingu á matshlutum. Um er að ræða 

matshluta 05+06+07+08+10+11+13+14+15+16+20+21

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila afskráningu mannvirkja, lnr. 133633 

Hvítanes 2, mhl.05,06,07,08,10,11,13,14,15,16,20 og 21. Byggingarfulltrúa falið að 

vinna málið áfram.

 

14    Akrakot - Stofnun lóðar - Akrakot 1   -   Mál nr. 1504020

 

Sótt er um að stofna íbúðarhúsalóð í landi Akrakots, lnr. 133677. Íbúðarhúsalóðin er 

undir íbúaðarhúsinu sem er með mhl. 02 með fastanr. 210-5095.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun íbúðarhúsalóðar.

 

15    Vallarnesland C - Gróðurhús   -   Mál nr. 1504021

 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 30 fm. gróðurhúsi við hlið sumarhúss sem er á 

Vallarneslandi C.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita byggingarleyfi. sbr. 3 mgr. 4. gr. 

skipulagslaga nr. 123/2010.

 

16    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 33   -   Mál nr. 1504004F

 

Fundargerð

16.1   BF990061 - Asparskógar 3

Lokaúttekt.

16.2   1502035 - Efstiás 1 - Rekstrarleyfi

Rekstrarleyfi, fer í útleigu gistingar.

16.3   1504001 - Hrísabrekka 19 - Sumarhús - Flutningur á sumarhúsi á lóð

Flutningur á sumarhúsi á lóð.

16.4   1502018 - Litli Sandur - Hvalstöð - Mhl.44

Byggingarleyfisgjöld.

16.5   1503002 - Litli Sandur - Olíustöð - Lnr. 192332 - Stofnun lóða 1 3 4

Gjöld vegna stofnun lóða.

16.6   1503029 - Lækjarkinn 13

Byggingarleyfisgjöld.

16.7   1504002 - Norðurál Grundartanga - Mhl.43 - Viðbygging - Starfsmanna

Byggingarleyfisgjöld.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40 

Efni síðunnar