Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

49. fundur 11. desember 2014 kl. 15:30 - 17:30

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson 

aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður og 

Sigurbjörg Ósk Áskellsdóttir embættismaður.

 

Ása Hólmarsdóttir  , ritaði fundargerð.

 

Nefndarmál

 

 

1    Ársfundur náttúruverndarnefndar 2014   -   Mál nr. 1411017

 

Ársskýrsla var lögð fram á 48. fundi USN nefndar og afgreiðslu hennar frestað. 

Fyrirlestrar og niðurstöður hópavinnu frá ársfundi 2014 hafa verið birtar á heimasíðu 

Umhverfisstofnunar. Næsti árssfundur Umhverfisstofnunar er áætlaður þann 12. nóv. 

2015.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ársskýrsla USN nefndar, sem nefndin hefur 

tekið saman, verði send Umhverfisstofnun og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið 

áfram.

 

2  Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. í 

Hvalfirði.   -   Mál nr. 1411030

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna birgðastöðvar Olíudreifingar 

ehf. á Litla-Sandi. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 5. janúar 2015.

 

Nefndin tók saman ábendingar og athugasemdir vegna tillögu að starfsleyfi.

Samþykkt að fela formanni og skipulagsfulltrúa að funda með Sigurði Ingasyni frá 

Umhverfisstofnun til að fá frekari upplýsingar um skilyrði í starfsleyfi.

Í framhaldi verði gengið frá umsögn sem send verður til nefndarmanna til samþykkis.

 

Framkvæmdarleyfi

 

3    Skipanes, framkvæmdaleyfi sjóvörn   -   Mál nr. 1409054

 

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Hvalfjarðarsveitar um hvort og á hvaða forsendum 

framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum 

nr. 106/2000 m.s.br.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að umsögn sveitarfélagsins verði eftirfarandi: 153 

"Umrædd framkvæmd er á svæði sem nýtur verndar samkvæmt Ramsar-samningnum 

(alþjóðlega mikilvægt votlendi). Sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um 

friðlýsingu Grunnafjarðar gildir sú regla að landeigendum er heimilt að verja lönd  sín 

ágangi sjávar. Umrædd framkvæmd stofnar hvorki gróðri né dýralífi svæðisins í hættu 

að mati USN nefndar. Aftur á móti mun framkvæmdin verja gróinn bakka og er því 

jákvæð með tilliti til gróðurverndar. Það er mat sveitarfélagsins að framkvæmdin hafi 

ekki veruleg umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum."

 

4  Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu reiðvegar meðfram Svínadalsvegi 

502 samhliða núverandi framkvæmd.   -   Mál nr. 1411029

 

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu reiðvegar meðfram 

Svínadalsvegi (502) frá Leirársveitarvegi við Tungu og að Kambshóli og efnistöku til 

framkvæmdar. Umsögn Veiðimálastofnunar fyrir efnistöku úr Súluá liggur fyrir ásamt 

heimild Veiðifélags Laxár, Fiskistofu og landeiganda að Súluá. Orkustofnun gerir ekki 

athugasemd við efnistökuna.

 

USN nefnd telur umræddan reiðveg vera í samræmi við stefnu aðalskipulags 

Hvalfjarðarsveitar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt 

að undangenginni grenndarkynningu fyrir landeigendum sbr. 5. mgr. 13. gr. og 44.gr. 

skipulagslaga nr. 123/2010

 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

5    Ytri Hólmur, framkvæmdaleyfi sjóvörn   -   Mál nr. 1409055

 

Á 45. fundi USN nefndar var lagt til við sveitarstjórn að heimila grenndarkynningu 

umsóknar framkvæmdaleyfis sbr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún 

grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Býlu 1,3 og 5 og landeiganda Ytri Hólms I. 

Sveitarstjórn samþykkti bókun USN nefndar á 182. fundi sínum þann 14. október 

2014.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að beita 3. mgr. 44. gr. 

skipulagslaga sem felur í sér að stytta tímabil grenndarkynningar með áritun granna 

og landeiganda á kynningargögnum þar sem þeir lýsa því yfir að þeir geri ekki 

athugasemdir við framkvæmdina. Lagt er til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram og 

grenndarkynnt verði samhliða grenndakynningu óverulegrar breytingar deiliskipulags 

af sama svæði.

 

Skipulagsmál

 

6  Ósk um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð milli 

bygginga og vega, Glammastaðir.   -   Mál nr. 1410029

 

Málinu var frestað á 48. fundi USN nefndar og óska umsagnar Vegagerðar og 

Veiðifélags Laxár í Leirársveit áður en umsögn verði unnin og send Umhverfis- og 

auðlindaráðuneytinu. Umsögn Vegagerðar liggur fyrir.

Reiturinn er 30m frá veginum og 50m frá vatninu.

Vegurinn er tengibraut í dag en var það ekki þegar deiliskipulag fyrir 

frístundabyggðina var samþykkt. 154 

Þess vegna var sumarhúsaeigendum heimilt að byggja nær veginum en heimilt er í 

dag.

Þá var ekki heldur kveðið á um lágmarksfjarlægð frá vegi eða vatni eins og gert er í 

núgildandi reglugerð.

Við bætast svo ákvæði laga um lax- og silungsveiði sem kveða á um 100m fjarlægð frá 

vatni.

Það ákvæði var sett eftir að deiliskipulag fyrir frístundabyggðina var staðfest.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að í umsögn sveitarfélagsins komi fram að 

sveitarfélagið sé ekki fylgjandi því að umrædd undanþága verði veitt.

Heimild í skipulagslögum til að veita undanþágur miðast við aðstæður ”þegar 

sérstaklega standi á“, sbr. 12. mgr. 45. gr. laganna.

Sveitarstjórn telur þessum skilyrðum ekki fullnægt í þessu máli. 

Þá telur sveitarstjórn að ákvæði 33. gr. lax- og silungsveiðilaga nr. 61/2006, takmarki 

svigrúm til að samþykkja undanþágubeiðnina.

 

7    Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð, Litli-Sandur   -   Mál nr. 1401020 

 

Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð, Litla-Sands, ásamt umhverfisskýrslu er lögð fram 

og kynnt.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að auglýsa deiliskipulag 

Olíubirgðastöðvar á Litla-Sandi ásamt umhverfisskýrslu sbr. 1. mgr. 41. gr. 

skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til ábendinga skipulagsfulltrúa við framlögð 

skipulagsgögn og honum falið að vinna málið áfram.

 

8    Ytri Hólmur, breyting deiliskipulags íbúðalóða við Býlu   -   Mál nr. 1412012

 

Á 45. fundi USN nefndar var lagt til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu 

deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt 

fyrir lóðarhöfum Býlu 1,3 og 5 og landeiganda Ytri Hólms I. Sveitarstjórn samþykkti 

bókun USN nefndar á 182. fundi sínum þann 14. október 2014.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að beita 3. mgr. 44. gr. 

skipulagslaga sem felur í sér að stytta tímabil grenndarkynningar með áritun granna 

og landeiganda á kynningargögn þar sem þeir lýsa því yfir að þeir geri ekki 

athugasemdir við skipulagstillöguna. Lagt er til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

9    Glammastaðir ehf. kt: 480113-0470.   -   Mál nr. 1303047

 

Á 47. fundi USN nefndar var skipulagsfulltrúa falið að undirbúa svar við erindi Atla 

Más Ingólfssonar, hdl. f.h. forsvarsmanna Valz ehf. í samráði við sveitarstjóra og 

málinu frestað. Uppdráttur hefur borist þar sem tekið hefur verið tillit til óska 

landeiganda Geitabergs.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á umsókn Valz ehf. um skiptingu 

lands út úr landi jarðarinnar Glammastaðaland, landnúmer 190661, með eftirfarandi 

athugasemdum:

Sveitarstjórn er með afgreiðslu sinni ekki á nokkurn hátt að staðfesta hnitpunkta þá 155 

sem fram koma á uppdrætti frá Landlínum ehf., dags. 1.12.2014, sem umsækjandi 

hefur lagt fram með umsókn sinni. Eigandi aðliggjandi lands, Geitabergs, hefur ekki 

staðfest framangreindan uppdrátt en sveitarstjórn telur engu að síður að fallast megi á 

landskipti hins útskipta lands eins og þau eru færð inn á uppdráttinn, þar sem þau 

virðast vera í samræmi við þinglýst landamerki.

Sveitarstjórn er með afgreiðslu sinni ekki að taka afstöðu til deilna sem sveitarfélaginu 

er kunnugt um að séu vegna veiðiréttinda fyrir landi Glammastaðalands í 

Glammastaðavatni (Þórisstaðavatn), sbr. það sem kemur fram í þinglýstu afsali til 

Glammastaða ehf. (nú Valz ehf.) frá Arion banka hf., dags. 9. janúar 2013, þar um.“

 

10    Hallgrímskirkja í Saurbæ - undirbúningur friðlýsingar.   -   Mál nr. 1405028

 

Erindi barst frá Minjastofnun Íslands þar sem tilkynnt er um friðlýsingu 

Hallgrímskirkju í Saurbæjarsókn á Hvalfjarðarströnd.

 

Erindið lagt fram.

 

11    Sæla Hafnarlandi   -     Mál nr. BH070041

 

USN nefnd tók málið fyrir 29. mars 2007 um stofnun lögbýlis til ræktunar á 

skógarplöntum. Nefndin tók jákvætt í erindið, en málið var aldrei afgreitt af 

sveitarstjórn. Þar sem langt er um liðið er málið því aftur tekið fyrir í USN nefnd.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lögbýlis á landinu Sælu 

lnr.208216 og Sælufjals lnr. 208215 og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Önnur mál

 

12    Hljóðvist á Grundartanga   -   Mál nr. 1412005

 

Í ljósi þeirra athugasemda sem bárust vegna auglýsingar breytingar aðalskipulags 

vegna landnotkunar á Grundartanga var haft samráð við Ólaf Hjálmarsson, 

verkfræðing, vegna mögulegra aðgerða til að skoða ástand hljóðvistar á athafna- og 

iðnaðarsvæðinu á Grundartanga.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að á árinu 2015 verði ráðist í kortlagningu 

hávaða frá iðnaðarsvæði á Grundartanga í samræmi við reglugerð um kortlagningu 

hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:25 .

Efni síðunnar