Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

44. fundur 18. september 2014 kl. 15:30 - 17:30

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Arnar Sigurðsson 1. varamaður og Sigurbjörg Ósk Áskellsdóttir embættismaður.
Daníel Ottesen  , ritaði fundargerð.


ÓIJ vék af fundi kl. 17:00
SAS vék af fundi kl. 17:40

Nefndarmál


1 Ályktanir 9. fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftslags- og orkumál og málefni norðurslóða   -   Mál nr. 1409032


Ályktun lögð fram.


Lagt fram.


2  Framlenging á leyfi Melmis ehf., dags. 23.júní 2004, til leitar og rannsókna á málmum, með síðari breytingum.   -   Mál nr. 1408015

Breytingar hafa verið gerðar á leyfi Melmis ehf. til leitar og rannsóknar á málmum. Rannsóknir Melmis ehf. beinast nú að 9 svæðum á landinu í stað 14 svæða áður. Hvalfjarðareldstöð er eitt níu svæða sem Melmir hefur leyfi til leitar og rannsókna á málmum.


Erindi lagt fram.


3  Sorphirðumál o.fl.   -   Mál nr. 1408013


Á 179. fundi sveitarstjórnar var erindi Reynis Ásgeirssonar, formanns
Svarfhólsskógar, félags eignarlóða í Svarfhólsskógi, vísað til USN nefndar.


USN nefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að formanni og byggingarfulltrúa sé falið að ræða við Íslenska gámafélagið um fyrirkomulag hreinsunarátaks innan sveitarfélagsins. Jafnframt tekur nefndin jákvætt í hugmyndir bréfritara um sameiginlegan fund með fulltrúum sumarhúsafélaga í Hvalfjarðarsveit og
sveitarstjórnar og leggur til við sveitarstjórn að koma á slíkum fundi.

 

4 Umsögn um umsókn Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar um nýtingarleyfi neysluvatns í landi Hlíðarfótar í Svínadal í Hvalfjarðarsveit.   -   Mál nr. 1409013


Orkustofnun óskar umsagnar Hvalfjarðarsveitar á umsókn Vatnsveitufélags
Hvalfjarðarsveitar um nýtingarleyfi neysluvatns í landi Hlíðarfótar í Svínadal.

USN nefnd vann drög að umsögn til Orkustofnunnar og felur skipulagsfulltrúa ljúka við gerð umsagnarinnar og koma til sveitarstjórnar.


5    Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga    -   Mál nr. 1409024


Magnús Freyr Ólafsson, verkefnastjóri Umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á
Grundartanga óskar eftir fulltrúa sveitarfélagsins til árlegrar sýnatöku. Sýnataka á sér stað vor og haust sbr. leiðbeiningum Nýsköpunarmiðstöðvar.

Formaður gerði grein fyrir því að farið var í sýnatöku 17. sept. 2014. Næsta sýnataka verður á vormánuðum 2015.


Fyrirspurnir


6    Fyrirspurn um byggingarleyfi í landi Hafnar 3.   -   Mál nr. 1409028


Lögð er fram fyrirspurn um hvort að mögulegt sé að fá byggingarleyfi fyrir 100 fm bílsskúr/bílskýli/geymslu í landi Hafnar 3. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að fá slíkt leyfi.


Deiliskipulag er ekki í gildi fyrir umrædda lóð. Grenndarkynna þarf byggingarleyfi sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nágrönnum. Einnig þarf að óska umsagnar Umhverfisstofnunar þar sem fyrirhuguð bygging er á svæði á náttúruminjaskrá. Svæðið er merkt N3 á sveitarfélagsuppdrætti Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og í greinargerð aðalskipulags stendur að á svæðinu sé náttúrulegur birkiskógur í nágrenni þéttbýlis og svæðið hafi mikið útivistargildi.


Framkvæmdarleyfi


7    Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagnar.   -   Mál nr. 1312020


AH og DO fara yfir stöðu mála.


USN nefnd lýsir undrun sinni á því að ekki sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi og vísar málinu til sveitarsjórnar.


Skipulagsmál


8    Ályktun um varðveislu landbúnaðarlands.   -   Mál nr. 1409014


Á 180. fundi sveitarstjórnar var erindi vísað til USN nefndar er varðar aðalfund
Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Úthlíð 22. mars 2014. Aðalfundurinn hvetur sveitarstjórnarfulltrúa til að kynna sér og nýta heimildir í skipulagslögum við gerð aðal- og deiliskipulags til að varðveita landbúnaðarland. Einnig verður að skilgreina mismunandi undirflokka landbúnaðarlands, svo sem land til skógræktar, jarðræktar, beitarland og fleira.


Erindið lagt fram til kynningar.


9    Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð, Litla-Sandur   -   Mál nr. 1401020

Haldið var opið hús 1. september 2014 vegna lýsingar deiliskipulags
Olíubirgðastöðvar á Litla-Sandi. Leitað hefur verið umsagnar Heilbrigðiseftirlits
Vesturlands, Minjavarðar Vesturlands, Landsnets, Vegagerðar og
Mannvirkjastofnunar. Ábendingar við efni lýsingar komu frá Landsneti,
Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Minjastofnun Íslands. Erindi var sent á landeigendur aðliggjandi lands sbr. 5.2.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Erindi lögð fram og kynnt. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til ábendinga HEV og MÍ við efni lýsingar áður en tillaga deiliskipulags verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.


10    Endurskoðun aðalskipulags.   -   Mál nr. 1409020


Sveitarstjórn óskar umsagnar USN nefndar á því hvort að ástæða sé til að endurskoða Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sbr. 35.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Tilkynna skal Skipulagsstofnun niðurstöðuna innan 12 mánaða.


USN nefnd frestar málinu til næsta fundar nefndarinnar.


11 Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir   -Mál nr. 1409022


Lagt fram.


Lagt fram til kynningar.


12    Deiliskipulag Melahverfis   -   Mál nr. 1409031


USN nefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.


Frestað.


13 Hæðarbyggð 4 - Beiðni um breytingu á skipulagsskilmálum   -   Mál nr. 1409035


Landeigendur Kalastaða óska eftir að breyta skilmálum deiliskipulags Hæðabyggðar á lóð 4 í landi Kalastaða. Breytingin felur í sér að heimilt verði að byggja 100 m2 hús í stað 250 m3 á lóðinni og heimilaður þakhalli verði 1:6 í stað 1:3.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu deiliskipulags í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2014 og skal grenndarkynna hana fyrir lóðarhöfum Hæðabyggðar 3, 5 og 6.


14    Skipulagsdagurinn 2014   -   Mál nr. 1406036


AH, GJ og SÓÁ gerðu grein fyrir Skipulagsdeginum sem haldinn var 29.ágúst 2014 í Reykjavík. Nefndarfólki bent á að nálgast megi erindi sem flutt voru á
Skipulagsdeginum á heimasíðu Skipulagsstofnunar.


Afgreiðslur byggingarfulltrúa


15    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 29   -   Mál nr. 1409006F


Afgreiðslurnar kynntar og lagðar fram.

15.1   1407038 - ELKEM - Mhl.31
15.2   1402050 - Ferstikla 3 - Byggingarleyfisumsókn
15.3   1408010 - Félagsheimilið Hlaðir - Rekstrarleyfi - Endurnýjun
15.4   1407010 - Hrísabrekka 19 - Gestahús fjarlægt
15.5   1112024 - Klafastaðavegur 4 - Kratus - Mhl.01
15.6   1406038 - Litli Sandur - Niðurrif - Geymslur
15.7   1401024 - Lækjarmelur 5 - Lóðarfrágangur - Stöðuleyfi
15.8   1403025 - Selá - Litla Botnsland 186295 - Viðbygging
15.9   1405030 - Norðurál - Mhl.08 viðbygging - Hjálmageymsla


16    Fjárrekstur í gegnum Hafnarsel.   -   Mál nr. 1310001


Skipulagsfulltrúi, oddviti fóru í vettvangsferð ásamt landeiganda Hafnar þann 4.
september sl. Aðstæður voru skoðaðar og í samráði við landeiganda er lögð fram tillaga að staðsetningu göngubrúar.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir framkvæmdinni í
fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2015 og í kjölfarið sótt um framkvæmdaleyfi.

17    Glammastaðir ehf.kt: 480113-0470.   -   Mál nr. 1303047


Tekið var fyrir mál nr. 54/2013 hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er varðar kæru á drætti á afgreiðslu Hvalfjarðarsveitar á umsókn Glammastaða ehf. dags. 18. mars 2013, um skiptingu á landi Glammastaða í Hvalfjarðarsveit.

Úrskurður lagður fram og kynntur.


18    Glammastaðir ehf.kt: 480113-0470.   -   Mál nr. 1303047


Á 26. fundi USN nefndar þann 5. júlí 2013 var umsókn um skiptingu lands úr landi Glammastaða tekin fyrir. Nefndin ákvað að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir lægi samþykki eigenda aðliggjandi lands.


Nefndin telur nauðsynlegt að áður en fallist verði á erindið liggi fyrir samþykki
eigenda aðliggjandi lands til staðfestingar á merkjum og telur slíkt samþykki vera meðal þeirra gagna sem umsækjanda beri að afla og leggja fram. Í ljósi úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 54/2013 leggur USN nefnd til við sveitarstjórn að umsækjandi verði gefinn frestur til 8. október 2014 til að leggja fram smþykki eigenda aðliggjandi lands. Ella verði erindinu synjað þar sem fullnægjandi gögn hafi ekki verið lögð fram.


19    Litli Sandur - Niðurrif - Geymslur   -   Mál nr. 1406038


Byggingarfulltrúa og formanni nefndar var falið að vinna áfram varðandi niðurrif á bogabragga.


Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir með erindi dags. 4. sept. 2014. Safnstjóri Hernámssetursins á Hlöðum hefur fengið að taka úr bragganum það sem hægt er að nýta og það sem hefur varðveislugildi. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif og afskráningu byggingar hjá Þjóðskrá Íslands.


20 NA - Grundartangahöfn 12 - Lnr.179740 - Mhl.06 - Viðbygging   -   Mál nr. 1409029


Sótt er um stækkun á loftpressuhúsi á óskilgreindri lóð (lnr. 179740)á gildandi
deiliskipulagi frá 1997 m.s.br. varðandi stóriðnaðar- og hafnarsvæði við Grundartanga.


Umsókn byggingarleyfis er hafnað á þeim forsendum að hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. USN nefnd bendir umsækjanda hins vegar á að í auglýsingu er tillaga að breytingu deiliskipulags austursvæðis sem tekur yfir umrætt svæði.


21 NA - Grundartangahöfn 12 - Lnr.179740 - Mhl.08 - Viðbygging   -   Mál nr. 1409030


Sótt er um stækkun á spennistöð á óskilgreindri lóð (lnr. 179740)á gildandi
deiliskipulagi frá 1997 m.s.br. varðandi stóriðnaðar- og hafnarsvæði við Grundartanga.


Umsókn byggingarleyfis er hafnað á þeim forsendum að hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. USN nefnd bendir umsækjanda hins vegar á að í auglýsingu er tillaga að breytingu deiliskipulags austursvæðis sem tekur yfir umrætt svæði.


22  Tillögur Mannvirkjastofnunnar að reglugerð um starfsemi slökkviliða.   -   Mál nr. 1409015


Lagt fram.


Byggingarfulltrúa falið að yfirfara framkomin drög og koma á framfæri
athugasemdum ef einhverjar eru fyrir tilskilinn frest.


23    Höfn - Stofnun lóða - Malarnáma, Fjalllendi, Hafnará   -   Mál nr. 1409033

 

Um er að ræða stofnun þriggja lóða úr landi Hafnar (133742). Um er að ræða lóð malarnám (1,38 ha), fjallendi (1046 ha) og Hafnará (17,6 ha).


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar malarnáms (1,38 ha) en fresta afgreiðslu stofnun lóða fjallendis og Hafnarár þar til fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lands.


Önnur mál


24   Fjárhagsáætlun 2015-2018 undirbúningur   -   Mál nr. 1405016


USN nefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.


Frestað.


25  Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum
Hvalfjarðarsveitar.   -   Mál nr. 1409019


Á 180. fundi sveitarstjórnar var samþykktum siðareglum Hvalfjarðarsveitar

vísað á fastenefndir sveitarfélagsins til kynningar.


Siðareglur Hvalfjarðarsveitar lagðar fram til kynningar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:50 .


Efni síðunnar