Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

36. fundur 21. mars 2014 kl. 10:00 - 12:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.


Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir  skipulagsfulltrúi, ritaði fundargerð.


Undir lið 1 og 2 komu á fundinn fulltrúar Umhverfisstofunnar Halla Einarsdóttir og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir. Einnig sat fundinn Sigurbjörg Ósk Áskelssdóttir skipulagsfulltrúi.

 

Skipulagsmál


1 Breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga   -   Mál nr. 1311026


Lögð var fram breyting aðalskipulags á iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga og lýsing er varðar stækkun iðnaðarsvæðis um 52,4 ha. minnkun athafnasvæðis um 85,8 ha. og minnkun hafnasvæðis um 6,7 ha.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að leyta umsagnar og kynna lýsingu fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Tillaga AH. Varðandi kafla 8.2.1. Kynning verkefnislýsingar, verði: Lýsingin verður send Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum. Hún verður einnig kynnt almenningi (íbúum sveitarfélagsins) með auglýsingum, kynningarfundi, framlagningu á heimasíðu sveitarfélagsins og á skrifstofu sveitarstjórnar. Samhliða fari fram skoðanakönnun (kosning) meðal íbúa Hvalfjarðarsveitar er varðar fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu og afstöðu íbúa til hennar. Gefinn verði sá frestur sem þarf til þessa skv. Sveitarstjórnarlögum.


Tillagan er felld með atkvæðum BH, SAF, DO, OIJ. Fylgjandi: AH


2    Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.    -   Mál nr. 1403029

Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar lögð fram.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn breytingu á stefumörkun aðalskipulags varðandi
iðnaðarsvæði. Nefndin leggur jafnframt til að unnin verði lýsing samanber 30 gr.
skipulagslaga 123/2010.


Afgreiðslur byggingarfulltrúa


3    Selá - Litla Botnsland 186295 - Viðbygging   -   Mál nr. 1403025


Sótt er um 15m2 viðbyggingu á frístundarhúsi í Litla Botnslandi. Samkvæmt
upplýsingum frá eiganda var eldri bygging fyrir sem búið er að fjarlægja á þeim stað þar
sem óskað er eftir að viðbyggingin muni koma.


Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfi samanber 44.gr.
Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á umræddu svæði og er
þegar byggt hverfi.


4    Glammastaðir - Stofnun lögbýlis   -   Mál nr. 1403022


Málið var tekið fyrir á 35 fundi nefndarinnar.
Ný gögn lágu fyrir varðandi þinglýsingu og upplýsingar varðandi málið. Sjá póst frá
byggingarfulltrúa 11.03.2014.


Nefndin gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis en bendir á landamerki eru ekki
staðfest af eigendum aðliggjandi lands.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:25 .


Efni síðunnar