Fara í efni

Sveitarstjórn

206. fundur 27. október 2015 kl. 16:00 - 18:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir ritari, Jónella Sigurjónsdóttir 

vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Daníel Ottesen 

aðalmaður og Brynja Þorbjörnsdóttir 1. varamaður.

 

Hjördís Stefánsdóttir  ritari, ritaði fundargerð.

 

Í fjarveru oddvita setti Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaoddviti fundinn og bauð 

sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar 

dagskrár.

 

Brynja Þorbjörnsdóttir sat fundinn í forföllum Björgvins Helgasonar.

Sveitarstjóri Skúli Þórðarson boðaði forföll.

1.   1509006F - Sveitarstjórn - 205

 

Fundargerð lögð fram.

 

2.   1510003F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 60

 

Fundargerð framlögð.

AH fór yfir fundargerðina. Fundargerðin lögð fram.

 

2.1.  1509042 - Sorphirða - útboð á sorphirðu 2016-2020

 

Erindi frá Akraneskaupstað varðandi útboð á sorphirðu.

 

Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér framlengingarákvæði í samningi 

við Íslenska Gámafélagið frá árinu 2010 um sorphirðu í 

sveitarfélaginu. Samningurinn mun þá gildi til 31. ágúst 2016. Gera 

þarf ráð fyrir gerð útboðsgagna í fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 

fyrir árið 2016.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

2.2.  1508026 - Kúludalsá - Endurnýjun á vatnslögn - Ósk um styrk

 

Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur þar sem sótt er um styrk vegna 

vatnslagnar á Kúludalsá.

 

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu USN nefndar um að sveitarfélagið 

taki þátt í kostnaði við endurbæturnar í samræmi við reglur 

styrktarsjóðs vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum. 

 

2.3.  1510025 - Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Norðurál 

Grundartanga

 

Erindi frá Umhverfisstofnun varðandi starfsleyfi fyrir álver Norðuráls á 

Grundartanga.

 

Sveitarstjórn samþykkir að gera athugasemdir USN-nefndar varðandi 

tillögu að starfsleyfi Norðuráls á Grundartanga að sínum og felur 

umhverfis- og skipulagsfulltrúa að koma þeim til Umhverfisstofnunar. 

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Athugasemdirnar eru eftirfarandi:

 

Athugasemdir umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar 

Hvalfjarðarsveitar:

Um er að ræða framleiðsluaukningu upp á 50.000 tonn og hefur 

Hvalfjarðarsveit áður gefið út að framleiðsluaukningunni geti ekki fylgt 

meiri losun flúors, þar sem litið sé svo á að þolmörkum flúors á 

svæðinu sé náð. Því sé nauðsynlegt að herða viðmiðunarmörk fyrir 

flúor í nýju starfsleyfi. Fyrirliggjandi starfsleyfisdrög gera ráð fyrir því 

sbr. gr. 3.9 um losunarmörk. Sé starfsleyfi fyrir Fjarðaál á Reyðarfirði 

skoðað kemur hins vegar í ljós að losunarmörk fyrir flúor þar eru enn 

þrengri, eða 0,35 kg/t Al. Hvalfjarðarsveit telur eðlilegt og rétt að 

samræmi sé milli starfsleyfa álvera hvað losunarmörk varðar og fer 

fram á að Umhverfisstofnun útskýri hvers vegna losunarmörk Alcoa 

Fjarðaáls séu önnur en Norðuráls á Grundartanga. Einnig telur 

Hvalfjarðarsveit eðlilegt að Norðurál á Grundartanga geti sýnt fram á 

það í verki og með raunmælingum að hægt sé að efla 

mengunarvarnir þannig að álverið geti haldið sig innan nýrra og 

hertra markmiða áður en endanlegt starfsleyfi er gefið út. Þannig fer 

Hvalfjarðarsveit fram á að byrjað sé á að veita Norðuráli tímabundið 

starfsleyfi þar til að ljóst sé með raunmælingum að fyrirtækið geti 

haldið sig innan nýrra og hertra marka. 

Hvalfjarðarsveit bendir einnig á, og tekur undir gagnrýni um að 

Norðurál hafi umsjón með vöktun, mælingum og mati á þeim, ásamt 

útgáfu skýrslna vegna eigin mengunar.

Þá gerir Hvalfjarðarsveit eftirfarandi athugasemdir við einstaka liði 

starfsleyfistillögunnar:

1.6 ,,Ef mengun af völdum rekstrarins er meiri en búast mátti við 

þegar starfsleyfið var gefið út.....“ Er hér átt við alla mengun, svo sem 

loftmengun, hljóðmengun, rykmengun, mengun í vatni, sjó, frárennsli 

o.s.frv.?

1.8 Til að auka trúverðugleika umhverfisvöktunar telur 

Hvalfjarðarsveit rétt að Umhverfisstofnun boði til kynningarfundar um 

umhverfisvöktunar á sínum forsendum en ekki 

fyrirtækjanna/rekstraraðila og á hlutlausum kynningarstað. 

Þá gagnrýnir Hvalfjarðarsveit að upplýsingar er varða 

umhverfisvöktun berist almenningi eftir en það útilokar viðbrögð við 

hugsanlegri mengunarhættu. Hvalfjarðarsveit óskar eftir símælingum, 

sér í lagi hvað varðar flúor, og öflugri upplýsingagjöf á rauntíma.

1.10 Nokkuð hefur borið á umræðu um þynningarsvæði 

iðnaðarsvæðisins á Grundartanga. Hvalfjarðarsveit óskar eftir 

samantekt Umhverfisstofnunar um þynningarsvæðið, hvernig það var 

upphaflega fundið og hvort raunmælingar undanfarinna ára styðji við 

þann uppdrátt sem fyrir liggur í starfsleyfisdrögunum um mörk 

þynningarsvæðisins. 

Jafnframt óskar Hvalfjarðarsveit eftir meira gagnsæi í tengslum við 

mælingar á flúoríði þannig að ekki sé einungis reiknað meðaltal, 

heldur séu sýnd hæstu gildi og tíðni þeirra. Það gefur að mati 

Hvalfjarðarsveitar mun betri mynd en meðaltalsgildi. Einnig óskar 

Hvalfjarðarsveit eftir því að mælingartímabilið sé allt árið en ekki 1. 

apríl ? 30. september. 

2.4 Hvalfjarðarsveit telur ekki rétt að þrátt fyrir að rekstraraðili reki 

innra eftirlit sé möguleiki á að draga úr reglubundnu ytra 

mengunareftirliti. Slíkt ýtir ekki undir trúverðugleika eftirlitsins. 

Sambærilega klausu er ekki að finna í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls, svo 

dæmi séu tekin. 

2.5 Hvalfjarðarsveit finnst vanta upp á sýnileika viðbragðsáætlunar 

og leggur til að hún sé gerð opinber og aðgengileg á heimasíðu 

Umhverfisstofnunar. 

2.7 Varðandi mengunaróhöpp finnst Hvalfjarðarsveit óljóst hvað átt er 

við með ”eins fljótt og kostur er“ og telur nauðsynlegt að setja inn 

tímamörk. Einnig þarf að vera ljóst hvert ferlið er í framhaldi af 

tilkynningu til eftirlitsaðila, t.d. hvað varðar almenning á svæðinu og 

gagnvart búfjáreigendum. Mengunaróhöpp hafa átt sér stað hjá 

Norðuráli en verulega hefur skort á upplýsingar til almennings þegar 

það hefur gerst. Hvalfjarðarsveit telur nauðsynlegt að bæta úr þessu. 

2.9 Hvalfjarðarsveit gerir athugasemd við að opnað sé á þann 

möguleika að draga úr tíðni mælinga.

3.1 Í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls (gr. 1.3) segir: ”Bestu fáanlegu tækni 

hefur verið

lýst í BREF1 skjali um non-ferrous málmiðnað, skv. ákvæðum 

tilskipunar

Evrópusambandsins 96/61/EB, um samþættar mengunarvarnir og 

eftirlit, og verið

skilgreind í tilmælum nr. 94/1 innan Parísarsamningsins um varnir 

gegn mengun

sjávar frá landstöðvum (PARCOM2)“. Hvalfjarðarsveit fer fram á að 

sambærilegt ákvæði sé í starfsleyfi Norðuráls.

3.24 Hvalfjarðarsveit gerir athugasemdir við það að ekki skuli fara 

fram jarðgerð á lífrænum úrgangi frá Norðuráli, jafn stór og 

vinnustaðurinn er.

3.28! Hvalfjarðarsveit finnst vanta umfjöllum um lýsingu og 

ljósmengun í kaflann ANNAÐ í starfsleyfinu. Mikið hefur borið á 

kvörtunum vegna ljósmengunar frá iðnaðarsvæðinu á Grundartanga 

og ljóst að við því þarf að bregðast. 

4.1 Hvalfjarðarsveit gerir athugasemd við að ekki skuli gert ráð fyrir 

árlegum mælingum á PAH-efnum.

4.5 Hvalfjarðarsveit bendir á réttmæta gagnrýni varðandi framkvæmd 

mælinga og að rekstraraðili skuli sjálfur eiga að ábyrgjast mælingar 

vegna eigin mengunar. Hvalfjarðarsveit telur löngu tímabært að 

endurskoða þetta ákvæði. 

Kafli 6 ? Gildistaka. Hvalfjarðarsveit gerir athugasemd við gildistíma 

starfsleyfisins og finnst hann of langur. Sjá einnig umfjöllun um 

tímabundið starfsleyfi hér að ofan.

 

Að lokum vill Hvalfjarðarsveit taka undir með Faxaflóahöfnum um að: 

a) Komið verði á upplýsingamiðlun til íbúa í grennd við Grundartanga 

svo að þeir geti brugðist við ef óhagstætt veðurfar er talið geta aukið 

líkur á að dreifing flúors verði umfram það sem þynningarsvæði og 

reiknilíkön gera ráð fyrir. 

b) Umhverfisstofnun komi á fót samráðsvettvangi og auknu samráði 

milli þeirra aðila sem vinna að umhverfisvöktun á 

Grundartangasvæðinu. Einnig að framsetning umhverfisupplýsinga 

bætt þannig að íbúar í nágrenni svæðisins hafi greiðan aðgang að 

grundvallarupplýsingum varðandi stöðu mála.

 

2.4.  1509044 - Beitistaðaland - Hesthús

 

Erindi frá Guðbirni Kristvinssyni þar sem sótt er um að byggja 118.8 fm 

hesthús í Beitistaðalandi.

 

Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið skv. 3. 

mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum eftirtalinna 

landnúmera: 198834, 195205,190959, Vegagerðinni og eigenda 

vatnstökustaðar.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

2.5.  1509056 - Ferstikla 1 - Stofnun lóðar - Gróðurstikla

 

Erindi frá eigendum Ferstiklu 1 þar sem sótt er um stofnun lóðar úr 

landi Ferstiklu 1.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

2.6.  1509051 - Skálatangi 2 - Ósk um nafnabreytingu - Skálavík -Lnr.133712

 

Erindi frá Daníel Daníelssyni Skálatanga 2 þar sem óskað er eftir 

nafnabreytingu. Óskað er eftir að íbúðarhúsalóðin heiti Skálavík.

 

Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytinguna, enda sé hún í samræmi 

við lög um örnefni nr. 22/2015.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

3.   1510002F - Fjölskyldunefnd - 53

 

ÁH fór yfir fundargerðina og fundargerð framlögð.

 

3.1.  1510006 - Heimagreiðslur

 

ÁH lagði til að afgreiðslunni yrði frestað og að nefndin endurskoði 

reglurnar í heild sinni, sem eru frá 2006. 

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

3.2.  1510005 - Verklagsreglur starfsfólks leik- og grunnskóla í 

barnaverndarmálum.

 

ÁH kynnti reglurnar og gerði grein fyrir því að búið væri að kynna þær 

fyrir starfsfólki leik- og grunnskóla.

 

4.   1510039 - 33. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

 

JS fór yfir fundargerðina. Fundargerð framlögð.

 

5.   1510024 - Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar.

 

Varðandi sölu á íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga 

varðandi erindið.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

6.   1509052 - Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, október 2015.

 

9 umsóknir bárust.

 

JS óskaði eftir því að sveitarstjórn greiði atkvæði um hæfi sitt.

HS og BÞ telja JS vanhæfa. 

DO,AH,ÁH og SÁ telja JS hæfa.

HS gerði grein fyrir afstöðu sinni. 

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita eftirtöldum styrk:

 

Foreldrafélag leik- og grunnskóla 50.000 fyrir verkefnið: Innleiðing 

foreldrasáttmála.

Fimleikafélag Akraness 100.000 vegna áhaldakaupa.

Jón R. Hilmarsson 50.000 vegna ljósmyndasýningar.

Alexandra Chernyshova 75.000 til útgáfu nótnabókar og sérstakra 

tónleika.

Æskulýðsmiðstöð KFUM Vatnaskógi 100.000 vegna nýbyggingar í 

Vatnaskógi.

Stígamót 40.000 í styrk.

 

Samtals 415.000 krónur.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

7.   1510041 - Ákvæði sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar.

 

Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - innanríkisráðuneytið.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga og svara 

erindinu.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

8.   1510037 - Safnasvæðið - fjárhagsáætlun 2016.

 

Erindi frá Akraneskaupstað, dagsett 21. október 2015

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

9.   1411041 - Skilarétt við Akrafjall.

 

Ósk um viðræður - sent til Akraneskaupstaðar og svar frá 

Akraneskaupstað.

 

Lagt fram til kynningar.

 

10.   1510036 - 19. fundur menningar- og safnanefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

11.   1510038 - 54. fundur stjórnar Höfða Hjúkrunar- og dvalarheimilis.

 

Lagt fram til kynningar.

 

12.   1510040 - 137. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

 

Lagt fram til kynningar.

 

13.   1502013 - Skýrsla sveitarstjóra.

 

Fellur niður vegna forfalla sveitarstjóra.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:48 

Efni síðunnar