Fara í efni

Sveitarstjórn

62. fundur 10. febrúar 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund, að því búnu var gengið til boðaðrar dagskrár.

Á fundinn mættu Ása og Sigurbjörg frá Landlínum og fóru yfir aðalskipulagsdrögin sem eru að fara í kynningu. Að aflokinni kynningu svöruðu þær athugasemdum en sveitarstjórn er hvött til að fara vel yfir tillögurnar og koma ábendingum til Skúla Lýðssonar skipulags- og byggingarfulltrúa. Undir fundargerð skipulags- og byggingarnefndar svaraði Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fyrirspurnum. Að auki sat Björgvin Helgason fyrri hluta fundar.

Fundarhlé var gert kl. 20.45 og farið í kynnisferð í nýbyggingu stjórnsýsluhúss. Fundur settur aftur kl. 21.15.

 

Fundargerðir nefndar sveitarfélagsins

1. 61. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 13. janúar 2009. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Sveitarstjóri benti á að viðræður er í gangi vegna bréfs íbúa er varða heit og köld svæði við OR. Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til sölu eigna; Núverandi stjórnsýsluhús, Stóru-Fellsöxl að hluta og félagsheimilið Fannahlíð. Tillagan samþykkt samhljóða. Arnheiður spurði hvort sótt hefði verið um endurgreiðslur til Skipulagsstofnunar vegna aðalskipulagsins á grundvelli samþættingarvinnu aðalskipulags og Staðardagskrár 21. Hvatti til að í lið 4. er varða Elkem verði fylgt eftir.

2. 74. fundur skipulags- og bygginganefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 4. febrúar 2009 ásamt afgreiðslum. Skúli fór yfir atriði fundargerðarinnar. Ábending varðandi lið 4. málefni Atlandsolíu og að skilti verði fjarlægð. Stefán Ármannsson situr hjá við þennan lið.

Afgreiðslur;

a) 5.Stóra-Fellsöxl 133650, náma - umhverfismat (00.0400.00). Mál nr. BH080012. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi Skipulagsstofnunar dags. 28 janúar 2009 varðandi ákvörðun um tillögu að matsáætlun vegna malarnámu í landi Stóru Fellsaxlar.

Lagt er til að tillaga að matsáætlun verði samþykkt.

Tillagan samþykkt samhljóða.

b) 6.Tunga 133209, varðar breytta notkun húsa (00.0560.00). Mál nr. BH090008. 290656-3979 Linda Guðbjörg Samúelsdóttir, Tungu 1, 301 Akranes. Erindi Lindu dags. 27.janúar 2009 varðandi heimild til breyttrar notkunar húsa. Nefndin tekur jákvætt í erindið, en telur það þurfa nánari athugunar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samvinnu við hagsmunaaðila.

Afgreiðslunni frestað.

c) 8. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, aðalskipulag. Mál nr. BH060064

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes.

Erindi Þórðar Þórðarsonar hjá Landlínum dags. 29. janúar 2009, varðandi vatnsvernd í Akrafjalli. Erindi formanns varðandi könnun á skilgreiningu á ræktunarlandi. Nefndin tekur jákvætt í erindi varðandi könnun á vatnsverndarsvæðum í Akrafjalli, en telur að afla þurfi fyllri upplýsingum varðandi hugsanlegan kostnað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla gagna.  Nefndin óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að setja af stað vinnu við skilgreiningu á ræktunarlandi í sveitarfélaginu.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Fjármögnun er inn í kostnaði við

aðalskipulagsgerð. Magnús Hannesson situr hjá.

d) 9. Aðalskipulag Skilmannahrepps breyting vegna Melahverfis. Mál nr. BH080043. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna deiliskipulags Melahverfis.

Aukinn þéttleiki byggðar. Verslunar og þjónustukjarni verði við innkomu í hverfið. Tillagan var auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Lagt er til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Tillagan samþykkt samhljóða.

e) 10. Digrilækur 1, nýtt deiliskipulag (00.0485.05). Mál nr. BH080058

471293-2109 Tekton ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Erindi Tektons ehf. fh. landeigenda varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Digralæk 1 Hvalfjarðarsveit. Tillagan hefur verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust. Erindi Skipulagsstofnunar varðandi samþykkt sveitarstjórnar á deiliskipulaginu dags. 15. desember 2008. Nefndin leggur til að breytingin verði samþykkt, enda hefur breyting á aðalskipulagi fyrrum Hvalfjarðarstrandarhrepps verði staðfest og birt í B deild Stjórnartíðinda.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Arnheiður situr hjá.

f) 11. Grundartangi stóriðnaðarsvæði, matslýsing. Mál nr. BH090011.

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi Faxaflóahafna varðandi umhverfismat áætlana, matslýsing, dags. 30.jan.2009. Nefndin leggur til að tillaga að matslýsingu verði samþykkt.

Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum. Arnheiður og Magnús benda á að rétt hefði verið að umrædd matslýsing hefði verið send til umfjöllunar í umhverfisnefnd

g) 12. Laxárbakki 133656, deiliskipulag (00.0420.03). Mál nr. BH080114

530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes.

Tillaga Ingvars Þ. Gunnarssonar fh. Vattar ehf. um deiliskipulag Laxárbakka. Erindið var auglýst samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ein athugsemd barst frá Veiðifélags Laxár dags. 12.12. 2008. Athugasemd frá Veiðifélagi Laxár er ekki talin vera athugasemd varðandi skipulagsmál, enda engar breytingar verið að gera við rotþró, staðsetningu hennar, eða frágang í skipulaginu. Erindi veiðifélagsins er talið eiga að beinast að Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna að lausn málsins í samvinnu við heilbrigðisfulltrúa. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

Tillagan samþykkt samhljóða.

h) 15. Skipulagsmál, gókartbraut. Mál nr. BH090009. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes.

Erindi sveitarstjóra, þar sem framsent er erindi Sigmars H. Gunnarssonar, varðandi aðstöðu fyrir gókartbraut í landi Narfastaða.

Umrædd lóð er inni á skilgreindu frístundasvæði. Umrædd starfsemi er ekki talin falla að þeirri landnotkun og mundi kalla á breytingu á aðalskipulagi. Umrædd starfsemi er ekki talin falla vel að frístundasvæði, jafnvel þótt skipulagi væri breytt. Staðsetning, stærð og útlit byggingarinnar er talin kalla á sérstaka málsmeðferð, enda er talið að byggingin yrði áberandi. Nefndin tekur ekki jákvætt í erindið.

Tillagan samþykkt samhljóða. Skipulags- byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. 33. fundur félagsmálanefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 21. janúar 2009. Stefán fór yfir atriði fundargerðarinnar.

Afgreiðslur.

3) Leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitafélaga. Tilmæli frá félagsmálaráðuneytinu um hækkun á grunnaðstoð. Grunnfjárhæðin sem ráðuneytið mælir með er 115.567kr.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerðin framlögð.

4. 28. og 29. fundur framkvæmdarnefndar um bygginu stjórnsýsluhúss í Hvalfjarðarsveit haldnir 15. janúar og 3. febrúar 2009. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðanna.

Ákveðið að bæta við loftræsingu í húsið.

Fundargerðirnar framlagðar.

5. Verkfundargerðir 6-Lóð og 1-Innréttingar vegna byggingu stjórnsýsluhúss í Hvalfjarðarsveit, haldnir 29. janúar og 3. febrúar 2009. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðanna.

Fundargerðin framlögð.

6. 29. og 30. fundur framkvæmdanefndar Heiðarskóla haldnir 14. janúar og 4. febrúar 2009. Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðanna. Ræddi staðsetningu nýs skólahúss, sem og nýtt deiliskipulag fyrir svæðið við Heiðarskóla og fl.  Tillaga um að deiliskipulag lóðar við Heiðarskóla verði unnið af VSB. Samþykkt samhljóða.

Tillaga um að nýju skólahúsi verði valinn staður austan megin Tannakotslækjar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Hlynur lagði fram eftirfarandi bókun; Ég samþykki niðurstöðu framkvæmdahóps um staðarval nýbyggingu Heiðarskóla þar sem mér er annt um framgang verkefnisins.  Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að staðsetningu væri betur farið vestan megin

Tannakotslækinn. Það álit mitt er einfaldlega byggt á mati mínu á kostum og göllum tillagna sem fyrir lágu, þar sem ég met fleiri kosti við þessa staðsetningu en aðrir, auk

þess sem hönnunarhópur verkefnisins mælti með henni.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

Ása Helgadóttir lagði fram eftirfarandi bókun; Í ljósi stöðu efnahagslífs í þjóðfélaginu í

dag og mikillar óvissu um fjármögnun og tekjum sveitarfélagsins á þessu ári, hef ég ákveðnar áhyggjur á áframhaldandi uppbyggingu nýs skóla á þessu ári. Því er það tillaga mín að staðið verði við gerða samninga við arkitekta er varðar hönnunarvinnu nýs skóla, verði lokið á árinu, en áframhaldandi vinnu við nýjan skóla verði endurmetin í byrjun næsta árs.

7. 36. fundur fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar haldinn 5. febrúar 2009. Hlynur fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Lagt til að sveitarstjóra og formanni fræðslu- og skólanefndar verði falið að skoða nánar 3. lið vegna náms grunnskólanemenda í framhaldsskóla.

Tillaga um að styrkja Saman hópinn um kr. 10.000.

Tillögurnar samþykktar samhljóða.

8. 36. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar haldinn 9. febrúar.  Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við UMÍS - Stefán Gíslason varðandi undirbúningsvinnu er varðar starfsleyfið.

Fundargerðin lögð fram.

 

Mál til afgreiðslu.

9. Ný stjórn- og fundarsköp í Hvalfjarðarsveit. Samþykki samgönguráðuneytisins dagsett 12. janúar 2009. Samþykkt birt í B-deild Stjórnartíðinda 26. janúar 2009.

Tillaga um eftirtalda aðila í nefndir og ráð. Önnur nefndarskipan verður óbreytt eins og kosið hefur verið í á fyrri fundum sveitarstjórnar.

 

Atvinnumálanefnd:                       Fjölskyldunefnd:

Guðmundur Gíslason                    Stefán Ármannsson

Hansína B. Einarsdóttir                 Valdís Heiðarsdóttir

Björn Jóhannesson                       Sara Margrét Ólafsdóttir

Varamenn:                                  Hannessína Ásgeirsdóttir

Eyjólfur Jónsson                           Sigrún Sigurgeirsdóttir

Snorri Þór Ómarsson                    Varamenn

Bjarki Sigurðsson.                       Gunnar H. Tyrfingsson

                                                  Dagný Hauksdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða        Birna María Antonsdóttir

                                                  Dóra Líndal Hjartardóttir

                                                  María L. Kristjánsdóttir

 

                                                  Tillagan samþykkt samhljóða

 

Fræðslu- og skólanefnd:               Skipulags-og bygginganefnd

Hlynur M. Sigurbjörnsson              Björgvin Helgason

Þórdís Þórisdóttir                          Jón Haukur Hauksson

Lára Ottesen                                Sigurgeir Þórðarson

Valgerður Oddsdóttir                    Ása Helgadóttir

Bjarni Jónsson                             Benóný Halldórsson

Varamenn:                                  Varamenn:

Hallgrímur Rögnvaldsson               Daníel Ottesen

Baldvin Björnsson                         Guðjón Jónasson

Arnheiður Hjörleifsdóttir                Lilja Guðrún Eyþórsdóttir

Guðni Þorri Helgason                     Bjarni Jónsson

Pétur Sigurjónsson                        Sigurður Sverrir Jónsson

Tillagan samþykkt samhljóða         Tillagan samþykkt samhljóða

 

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd: Menningarmálanefnd:

Arnheiður Hjörleifsdóttir                   Ragna Kristmundsdóttir

Baldvin Björnsson                           Ása Hólmarsdóttir

Petrína Ottesen                               Bjarni Jónsson

Gauti Halldórsson                            Varamenn:

Andrea Guðjónsdóttir                       Guðfinna Indriðadóttir

Varamenn:                                     Daníel Ottesen

Daniela Gross                                 Helena Bergstöm

Jón Valgeir Viggósson

Brynjólfur Ottesen                           Tillagan samþykkt samhljóða

Hannessína Ásgeirsdóttir

María Kristjánsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Landbúnaðarnefnd:

Daníel Ottesen

Baldvin Björnsson

Friðjón Guðmundsson

Varamenn:

Daniela Gross

Stefán Ármannsson

Magnús Ingi Hannesson.

Tillagan samþykkt samhljóða

 

Haraldur Magnússon hefur sagt sig úr nefndum fyrir Hvalfjarðarsveit skv. bréfi frá 5. febrúar .

Sveitarstjórn þakkar Haraldi störf í þágu Hvalfjarsveitar.

10. Tilhögun á veittum afslætti af fasteignargjöldum til elli- og ellilífeyrisþega í Hvalfjarðarsveit og fjölda gjalddaga fasteignargjalda árið 2009, tillaga frá sveitarstjóra.

3.Elli- og örorkulífeyrisþegar:

Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur og er hámarksafsláttur kr. 61.000. Ekki þarf að sækja um lækkun, gerður vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2008. Örorkulífeyrisþegar þurfa að leggja fram örorkuskírteini.

Afsláttur vegna einstaklinga:

Tekjumörk: Afsláttur:

1.883.700.- 100% ( 61.000)

1.883.700 - 2.161.425 80% ( 48.800)

2.161.425- 2.511.600 50% ( 30.500)

Afsláttur vegna hjóna:

Tekjumörk: Afsláttur:

2.632.350.- 100% ( 61.000)

2.632.350 - 2.946.300 80% ( 48.800)

2.946.300- 3.513.825 50% ( 30.500)

Gjalddagar fasteignagjalda verða 7 talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst. Fyrsti gjaldagi 15. febrúar. Ef álagning er 20.000 eða minna er einn gjalddagi 15. maí.

Tillagan samþykkt samhljóða.

11. Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Hlíðarbæjar og nágrennis, fyrri umræða. Tillaga um að vísa gjaldskránni til síðari umræðu á næsta fundi. Samþykkt samhljóða.

12. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar þeirri ákvörðun fráfarandi sjávar- og landbúnaðarráðherra að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Ákvörðunin er í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og stefnu stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins. Ákvörðunin hefur mikil áhrif fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar og nærsveita þar sem mikill fjöldi verðmætra starfa mun skapast á tímum atvinnuleysis. Tillagan samþykkt samhljóða.

13. Tilkynning um 23. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 13. mars n.k. Tillaga um að Hallfreður Vilhjálmsson verði aðalfulltrúi og Sigurður Sverrir Jónsson til vara.

Tillagan samþykkt samhljóða.

14. Erindi frá Arnóri, Bergsteini og Ólafi varðandi verslun í Melahverfi og endurbættan leikvöll móttekið 4. febrúar 2009. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða nánar hvað er hægt að gera til úrbóta.

15. Málefni Aðalvíkur, máli frestað á fundi sveitarstjórnar 13. janúar 2009. Sveitarstjórn getur ekki fallist að beiðni um lögbýli innan þynningarsvæðis sjá svar frá Skipulagsstofnun dags. 13. jan. sl.

16. Beiðni um afnot af Heiðarborg fyrir starfsemi ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar frá Baldvini Björnssyni formanni félagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að veita afnot af mannvirkjum til ungmennafélagsins án endurgjalds. Tilraunarverkefni til 1. júlí en þá verði staðan endurmetin.

17. Heilbrigðis- og forvarnarverkefnið „Hugsað um barn“ fyrir 10. bekk Heiðarskóla. Ósk um stuðning sveitarfélagsins við verkefnið. Umsjónarmaður er Magnús Óskarsson.

Vísað til fræðslu og skólanefndar.

 

Mál til kynningar

18. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, kynning frá fulltrúum Landlína kl. 17.00. Sigurbjörg Áskelsdóttir og Ása Harðardóttir fóru yfir aðalskipulagstillöguna. Öllum ábendingum er beint til Skúla Lýðssonar skipulags- og byggingafulltrúa sem er tengiliður við verkefnið.

19. Drög að samkomulagi um samstarf og samvinnu Hvalfjarðarsveitar við

nágrannasveitarfélög Lagt fram Sveitarstjóra falið að ræða við sveitarstjóra og oddvita

20. Svar fjármálaráðuneytisins dagsett 30. janúar 2009 við erindi Hvalfjarðarsveitar þar sem sveitarfélagið óskaði eftir því að fasteignargjöld af fyrrum olíubirgðastöð Nato yrðu afturvirk frá því að stöðin komst í borgaraleg not, erindi sent 15.maí 2008.  Sveitarstjóri upplýsti að verið er að vinna með FMR varðandi útreikninga á fasteignagjöldum frá því að salan átti sér stað.

21. Málefni Elkem á Íslandi.

a) Tilkynning frá Elkem um endurnýjun á starfsleyfi fyrirtækisins. Lagt fram.

b) Afrit af bréf Skipulagsstofnunar til Elkem Ísland varðandi sólarkísilverksmiðju á Grundartanga dagsett 19. janúar 2009. Lagt fram. Sveitarstjóri fór yfir kynningu sem var 9. febrúar með forsvarsmönnum verkefnisins.

22. Áskorun frá Magnúsi Jónssyni formanni Skólastjórafélags Vesturlands á sveitarfélög á Vesturlandi að standa vörð um starf grunnskólanna á svæðinu, dagsett 27. janúar 2009. Vísað til fræðslu og skólanefndar.

23. Kynning á endurskoðaðri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hjá 34 sveitarfélögum á Suðvesturlandi 2009-2020 ásamt umhverfismati áætlunarinnar. Þegar sent til umhverfis- og náttúruverndarnefndar og skipulags og byggingarnefndar til kynningar. Skýrslan er aðgengileg á vef Sorpu www.sorpa.is. Lagt fram.

24. Megináhersla í úrgangsmálum, erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. janúar 2009 ásamt drögum. Vísað til umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

25. Lögreglusamþykktir sveitarfélaga, erindi frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti dagsett 22. janúar 2009. Sveitarstjóra falið að undirbúa fund með sýslumanni varðandi erindið og önnur mál er varða Hvalfjarðarsveit.

26. Stofnun þróunarseturs í málmiðnaði og málmtækni á sunnanverðu Vesturlandi, skýrsla undirbúningshóps. Vísað til kynningar í atvinnumálanefnd.

27. Brunavarnaátak Búnaðarsamtaka Vesturland. Lagt fram.

28. Svar við fyrirspurn Sigurðar Sverris Jónssonar sveitarstjórnarmanns frá 61. fundi. Lagt fram.

Aðrar fundargerðir

29. 12. fundur Akranesstofu haldinn 15. janúar 2009. Arnheiður ræddi málefni Akranesstofu. Sveitarstjórn ítrekar að fjárhagsáætlun Akranesstofu hefur ekki borist.

Fundargerðin lögð fram.

30. 57. fundur stjórnar Faxaflóahafna haldinn 9. janúar 2009. Lögð fram.

31. 14. stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands haldinn 14. janúar 2009. Fundargerð send rafrænt. Lögð fram.

32. 760. fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 23. janúar 2009. Fundargerð send rafrænt. Lögð fram.

 

Önnur mál.

A) Atvinnuleysi í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað er varðar atvinnuleysi og viðbrögð Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu og koma á kynningarfundi er varða fjármálaráðgjöf og möguleika á símenntun til íbúa í Hvalfjarðarsveit.

B) Þriggja ára áætlun, áætlað er að hún verði tekin fyrir á næsta fundi.

C) Sveitarstjóri fór yfir atriði er varða viðhaldsverkefni sem mögulegt er að ráðast í á árinu vegna atvinnuástandsins, falið að vinna nánari útfærslur.

D) Efnistaka úr Hólabrú beiðni um umsögn. Vísað til umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

E) Sveitarstjóra falið að kalla saman formenn nefnda.

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 22.00

 

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Hlynur Sigurbjörnsson varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Efni síðunnar