Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

75. fundur 09. mars 2009 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Benoný Halldórsson, Guðjón Jónasson,
Daníel A Ottesen og Björgvin Helgason og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Önnur mál
1. Kosningar, skipulags- og byggingarnefnd Mál nr. BH090018
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Nefndin skiptir með sér verkum.
Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar 10. febrúar sl. og eftir birtingu í B-deild
stjórnartíðinda, hefur sveitarstjórn skipað í allar nefndir sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri kallar eftir tilnefningu meðal nefndarmanna:
Nefndarmenn leggja til einróma að fyrirkomulag verði óbreytt.
Formaður er Björgvin Helgason, varaformaður Sigurgeir Þórðarson, ritari Jón
Haukur Hauksson og vararitari Ása Helgadóttir.
Kærur
2. Litli-Botn 133199, dómur Hæstaréttar (00.0480.00) Mál nr. BH090014
460600-2270 ghp Lögmannsstofa ehf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
030334-4429 Pétur Geirsson, Egilsgötu 16, 310 Borgarnes
201256-3729 Jóhann Hauksson, Logafold 150, 112 Reykjavík
Erindi ghp lögmannstofu dags. 10. febrúar varðandi Hæstaréttardóm 204/2008 er
varðar Litla Botn.
Rafpóstur frá Ragnari H. Hall varðandi sama mál.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga og vinna
að málinu
Önnur mál
3. Kjarrás 1a, útsetning (29.0100.11) Mál nr. BH090015
290159-5209 Sigurður Óli Björgólfsson, Efstuhlíð 3, 221 Hafnafjörður
201265-2159 Zoran Kokotovic, Digranesvegi 26, 200 Kópavogur
Mælingar Ólafs K. Guðmundssonar á lóðarmörkum, byggingarreitum og húsum á
lóðinni og aðliggjandi lóð.
Erindi Sigurðar Óla varðandi eiganda lóðar nr. 1a við Kjarrás.
Nefndin telur ekki heimilt að byggt sé nær lóðarmörkum en 10 m. Ljóst er að
hluti hússins er utan þeirra marka sem nemur 2 metrum og ekki í samræmi við
gildandi aðaluppdrætti samþykktum 2. febrúar 2006.
Nefndin krefst þess að húsið verði byggt í samræmi við gildandi aðaluppdrætti og
innan byggingarreits.
Varðandi bréf Sigurðar Óla Björgólfssonar og Kristbjargar Richter um umrót
vegna frágangs rotþróar og tengingu vatnslagnar vísar nefndin bréfritara til
félags lóðarhafa sbr. greinargerð deiliskipulags Glammastaða frá 24. júlí 1993

4. Kúludalsárland 7 133702, auglýsingaskilti (00.0380.70) Mál nr. BH070155
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
590602-3610 Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Erindi Huga Hreiðarssonar fh. Atlantsolíu dags. 28 janúar 2009 varðandi
auglýsingaskilti sem frestað var á síðasta fundi.
Formaður fjallar um Fund formanns skipulags- og byggingarnefndar, skipulagsog
byggingarfulltrúa og fulltrúa Atlantsolíu varðandi auglýsingaskilti sem haldinn
var 23. febrúar sl.
Skiltið hefur verið fjarlægt.
5. Umhverfismál, umhverfi
byggingarvinnustaða
Mál nr. BH090013
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Umhverfi og umgengni við byggingavinnustaði.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda lóðarhöfum í Hlíðarbæ,
Melahverfi, frístundasvæða og dreifbýli áskorun sbr. 61.5 í byggingarreglugerð.
Viðurkenninng meistara
6. Staðbundin viðurkenning meistara,
dúklagningameistari
Mál nr. BH090012
120250-4509 Friðgeir Hallgrímsson, Kristnibraut 73, 113 Reykjavík
Umsókn Friðgeirs um staðbundna viðurkenningu sem dúklagningameistari í
lögsagnarumdæmi Hvalfjarðarsveitar.
Meðfylgjandi meistarabréf dags. 28. maí 1974
Staðbundin viðurkenning frá Reykjavík dags. 10. janúar 2006
samþykkt.
Skipulagsmál
7. Efra-Skarð 133164, skipting lands (00.0180.00) Mál nr. BH090016
260760-2389 Jón Þórarinsson, Efra-Skarði, 301 Akranes
080377-4289 Birna María Antonsdóttir, Efra-Skarði, 301 Akranes
Umsókn Birnu Maríu og Jóns um heimild til þess að skipta landi eins og
meðfylgjandi uppdráttur Guðmundar Sigurðssonar sýnir dags. 5. febrúar 2009.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

8. Grundartangahöfn 133676, breytt
deiliskipulag vestursvæði
(31.0001.00) Mál nr. BH080144
530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Erindi Faxaflóahafnar varðandi ósk um breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og
hafnarsvæði, vestursvæði.
Samanber meðfylgjandi uppdrættir og greinargerð Teiknistofu Arkitekta Gylfi
Guðjónsson og félagar.
Erindið var auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997
Eftirtalin erindi bárust á auglýsingatíma.
1. Skipulagsstofnun 4. febrúar 2009
2. Umhverfisstofnun 10. febrúar 2009
3. Vegagerð ríkisins 11. febrúar 2009
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að svæðið neðan Grundartangavegar svæði
001 á deiliskipulagsuppdrætti sem í aðalskipulagi Skilmannahrepps 2002-2014 er
skilgreint sem blönduð landnotkun , iðnaðar- og hafnarsvæði, verði samþykkt.
Jafnframt felst nefndin á heiti gatna sem eru á uppdráttum.
9. Innri-Hólmur 133691, námur, Hólabrú (00.0280.00) Mál nr. BH080021
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 4 febrúar 2009 varðandi Efnistöku úr Hólabrú,
umsögn um frummatsskýrslu.
Nefndin gerir engar athugsemdir við frummatsskýrslu vegna efnistöku úr
Hólabrú.
Ása Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins
10. Litli-Sandur 133532, drög að matsáætlun
líparítsnámu
(00.0482.00) Mál nr. BH090017
560269-5369 Sementsverksmiðjan hf, Mánabraut 20, 300 Akranes
Erindi Umís ehf. dags. 16. febrúar 2009 varðandi drög að matsáætlun
líparítsnámu.
Nefndin gerir engar athugsemdir við drög að tillögu að matsáætlun vegna
líparítsvinnslu.
Guðjón Jónasson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
11. Skipulagsmál, gókartbraut Mál nr. BH090009
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Sigmars H. Gunnarssonar, varðandi aðstöðu fyrir gókartbraut í
Hvalfjarðasveit.
Viðræður við Sigmar um staðsetningu aðstöðu
Nefndin getur fallist á að aðrar staðsetningar verði skoðaðar en að tekið verði
tillit til sjón- og hávaðamengunar og landnotkunar.

12. Stóri-Lambhagi 2 133657, skipting lands (00.0440.00) Mál nr. BH090007
010329-4939 Svandís Haraldsdóttir, Brekkubyggð 7, 210 Garðabær
Umsókn Svandísar um heimild til þess að skipta landi eins og meðfylgjandi
uppdráttur Ólafs K. Guðmundssonar sýnir dags. janúar 2009.
Meðfylgjandi heimild landeiganda aðliggjandi lands um aðkomu dags. 26.1.2009
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25

Efni síðunnar