Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

49. fundur 28. nóvember 2007 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason, Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson og Daníel A Ottesen, auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir
1.
Fornistekkur 39, nýtt sumarhús
(10.0103.90)
Mál nr. BH070063
170448-4059 Sveinn G Ágústsson, Bretlandi,
Umsókn Sveins um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ásmundar Jóhannssonar kt. 170441-4519 byggingarfræðings.
Stærðir húss 99,8 m2 og 351,6 m3
Gestahús 20,0m2 - 65,0 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 31.176,-
Úttektargjöld 8 aðkomur kr.: 48.336,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingargjöld kr.: 62.540,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 175.760,-
Samþykkt þar sem erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
2.
Lækjarmelur 14, breyttir aðaluppdrættir
(22.1001.40)
Mál nr. BH070158
630905-2300 BKR ehf, Hamraborg 20A, 200 Kópavogur
Umsókn Bjarka Más Sveinssonar fh. BKR ehf. um heimild til þess að breyta aðaluppdráttum eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum.
Gjöld kr.: 6.042,-
Einnig er sótt um að bílgeymsla fari lítilsháttar út fyrir byggingarreit.
Samþykkt , þar sem breytingin er óveruleg.
3.
Saurbæjarland/Heimar 172883, starfsmannahús
(50.0000.10)
Mál nr. BH070157
700300-3310 Hvalfjörður hf, Skipholti 50D, 105 Reykjavík
Umsókn Helga Hjálmarssonar arkitekts fh. Hvalfjarðar hf. um heimild til þess að reisa starfsmannahús eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Helga.
Stærð húss 149,3 m2 - 557,6 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 39.756,-
Úttektargjöld 10 aðkomur kr.: 60.420,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingargjöld kr.: 62.540,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 196.424,-
Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag, samþykkt.

4.
Saurbæjarland/Heimar 172883, útleiguhús
(50.0000.10)
Mál nr. BH070159
700300-3310 Hvalfjörður hf, Skipholti 50D, 105 Reykjavík
Umsókn Helga Hjálmarssonar arkitekts fh. Hvalfjarðar hf. um heimild til þess að reisa 6 útleiguhús eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Helga.
Græna húsið:
Stærð húss 85,5 m2 - 306,3 m3
Gula húsið:
Stærð húss 78,3 m2 - 287,8 m3
Rauða húsið:
Stærð húss 85,5 m2 - 306,3 m3
Náttúru húsið:
Stærð húss 85,5 m2 - 306,3 m3
Veislu húsið:
Stærð húss 78,3 m2 - 287,8 m3
Rómantíska húsið:
Stærð húss 78,3 m2 - 287,8 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 143.740,-
Úttektargjöld 25 aðkomur kr.: 151.050,-
Lokaúttektargjald kr.: 202.248,-
Mælingargjöld kr.: 187.620,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 684.658,-
Erindið er í samræmi við gildandi skipulag, samþykkt.
Skipulagsmál
5.
Deiliskipulag Höfn II, breyting á deiliskipulagi
Mál nr. BH070072
Tillaga Páls Björgvinssonar arkitekts hjá Teiknistofu Vesturlands fh. landeigenda, að breytingu á deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Hafnar II.
Tillagan gerir ráð fyrir að húsum verði fjölgað um 68 hús á svæðinu sem gefur nýtingu 1,96 pr. ha.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
6.
Kross 1, Breyting á deiliskipulagi og skipulagsskilmálum
(00.0161.00)
Mál nr. BH060076
500602-3170 Stafna á milli ehf, Kirkjubraut 56, 300 Akranes
530289-1339 JB Byggingafélag ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
Breyting á deiliskipulagi og skilmálum í landi Kross 1. áfanga.
Tillagan felur í sér breytingu á byggingarreit Fögruvalla 1 þannig að reitnum er skipt í tvo byggingarreiti fyrir tvö hús í stað eins, fallið verður frá byggingu bílageymslu
Tillagan hefur verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Endarathugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt.

7.
Melar 133788, Skiljuhús og haugtankur, útrás
(00.0420.00)
Mál nr. BH060032
600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 20. nóvember 2007 og umfjöllun umhverfis- náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar frá 15. október 2007 varðandi fyrispurn
vegna afgreiðslu nefndarinnar á erindi Stjörnugrís hf., um að breyta deiliskipulagi fyrir skiljuhús og haugtank og gera ráð fyrir úthlaupi til sjávar sbr. meðfylgjandi uppdrættir Verkfræðiþjónustu Þráinn Víkingur ehf. og deiliskipulagsuppdráttur frá Hús og Skipulag og skýrslu frá verkfræðistofunni Vatnaskil.
Lagt er til að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Meirihluti nefndarinnar leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Jafnframt verði gert nýtt reiknilíkan sem miðist við 14.000 m3 seyru og lengd útrásar verði ákvörðuð miðuð við þá niðurstöðu.
Minnihluti nefndarinnar, Magnús Ingi, bókar eftirfarandi: Umhverfisnefnd hefur kynnt sér innihald skýrslu Verkfræðistofunnar Vatnaskila (sem og önnur gögn sem málinu tengjast), og gerir ekki athugasemdir við skýrsluna. Þó finnst nefndinni rétt að fara nánar í saumana á efnismagninu sem um er rætt, þ.e. 12.000 tonn á ári, miðað við 8000 stæði. Þar sem mínir útreikningar hljóða upp á rúma 20.000 m3
Niðurstaða umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar: Það er samdóma álit nefndarinnar, að leggjast gegn umræddu úthlaupi til sjávar.
Ástæður þess eru nokkrar:
- Með slíku úthlaupi til sjávar, þ.e. að blauthluta seyru frá svínabúinu verði veitt til sjávar, er í raun verið að sóa næringarefnum, og hleypa þeim í sjó sem þarf ekkert á þessum næringarefnum að halda. Slíka sóun telur umhverfisnefndin hæpið að sé í takt við bestu fáanlegu tækni hvað varðar hreinsun á frárennsli. Um leið má velta málinu fyrir sér frá víðara sjónarhorni, og skoða út frá stærri umhverfisvanda - loftslagsvandanum. Það að hleypa slíku áburðarmagni í sjóinn, frekar en að nota hann á landi t.d. til uppgræðslu og binda þannig gróðurhúsalofttegundir, er ekki skynsamlegt og/eða æskilegt út frá umhverfissjónarmiði.
- Fjaran við Mela og nágrenni er á náttúruminjaskrá og í næsta nágrenni við fyrirhugað úthlaup er Grunnafjörður - friðlýst Ramsarsvæði vegna eiginleika sinna sem einstakt votlendi á heimsvísu. Umhverfisnefnd telur mikil verðmæti felast í friðlýsingunni og finnst fyrirhugað úthlaup ekki ásættanlegt m.t.t. þeirra verðmæta. Í þessu sambandi finnst umhverfisnefnd rétt að benda á að láta náttúruna njóta vafans.
- Strandsvæðið í nágrenninu, Melabakkarnir, eru vinsælt útivistarsvæði og umhverfisnefnd telur að úthlaupið geti rýrt gildi svæðisins sem slíks.
- Umhverfisnefnd vill benda á að í nágrenni við fyrirhugað úthlaup eru verðmætar laxveiðiár, og telur rétt að hugsanleg áhrif úthlaupsins á þær séu könnuð frekar.
- Umhverfisnefnd bendir á að fyrirhugað úthlaup er á mörkum landamerkja tveggja jarða; Áss og Mela. Umhverfisnefnd telur rétt að kynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir landeigendum Áss, vegna þessarar staðsetningar.

- Í ljósi ofangreindra þátta, er það mat umhverfisnefndar að slíkt úthlaup sé ekki í anda sjálfbærrar þróunar, og því á skjön við undirritaða Ólafsvíkuryfirlýsingu sveitarstjórnar, og vinnu sveitarfélagsins að Staðardagskrá 21.
8.
Stóri-Lambhagi sláturhús 133656, aðalskipulag
(00.0420.03)
Mál nr. BH070027
530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes
Umsókn Ingvars Þ. Gunnarssonar fh. Vattar ehf. um heimild til þess að breyta notkun lóðarinnar úr iðnaðarlóð í athafna og þjónustulóð.
Tillagan var auglýst 17. 0g 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin á aðalskipulaginu verði samþykkt.
Framkvæmdarleyfi
9.
Skipulagsmál, vatn
Mál nr. BH070154
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Oddvita dags. 26. nóvember 2007, varðandi leyfi fyrir borun á rannsóknarholum vegna vatnsveitu Hvalfjarðarsveitar í landi Eystri Leirárgarða, Vestri Leirárgarða og Geldingaár.
Gjöld kr.: 6.042,-
Erindið samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

Efni síðunnar