Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

44. fundur 10. október 2007 kl. 18:00 - 20:00

Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson, Daníel A Ottesen, Bjarni Rúnar Jónsson og Björgvin Helgason

Byggingarl.umsókn
1.
Herdísarholt 207331, gistihús nr. 2, nr. 3 og nr. 4
(00.0480.02)
Mál nr. BH070139
291154-3959 Gunnar Hlöðver Tyrfingsson, Höfn, 301 Akranes
Umsókn Gunnars Hlöðvers um heimild til þess að reisa smáhús í tengslum við aðalhús á lóðinni samkvæmt með fylgjandi uppdráttum Páls Björgvinssonar kt. 050953-3439 arkitekts.
Stærð húss nr. 2: 28,3 m2 - 113,0 m3
Stærð húss nr. 3: 28,3 m2 - 113,0 m3
Stærð húss nr. 4: 28,3 m2 - 113,0 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 26.524,-
Úttektargjöld 15 aðkomur kr.: 90.630,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingargjöld kr.: 93.810,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 244.672,-
Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag, samþykkt
2.
Litli-Sandur olíustöð, hækkun þróa, brunavarnalagnir, gufusöfnunarbúnaður
(38.0000.60)
Mál nr. BH070124
660695-2069 Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Erindi Olíudreifingar ehf. sem vísað var frá sveitarstjórn aftur til skipulags- og byggingarnefndar til frekari afgreiðslu.
Umsókn Árna Ingimundarsonar fh. Olíudreifingar ehf. um heimild til þess að hækkar veggi lekavarnarþróar og koma fyrir brunvarnalögnum og gufusöfnunarkerfi samanber meðfylgjandi uppdrættir Hjartar Stefánssonar verkfræðings hjá VBjarg ehf. verkfræðistofu.
Gjöld kr.: 6.042,-
Meðfylgjandi:
Jarðfræðiskýrsla Línuhönnunar frá desember 2005
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 1. október 2007
Umhverfisstofnun er Úttektaraðili að olíubirgðastöðvum og hefur gert athugasemdir við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. Umræddar framkvæmdir eru að nær öllu leyti endurbætur á eldri lögnum og nýlagnir slökkvilagna. Nefndin leggur til að leyfi verði veitt.

3.
Stóri-Lambhagi 1 veiðihús 133655, viðbygging
(00.0420.02)
Mál nr. BH070137
430774-0269 Veiðifélag Laxár í Leirársveit, Eyri, 301 Akranes
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar kt. 150550-4759 arkitekts fh. Veiðifélags Laxár í Leirársveit um heimild til þess að byggja við húsið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar.
Stærðir viðbyggingar: 55,3 m2 - 190,1 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 17.528,-
Úttektargjöld 7 aðkomur kr.: 42.294,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 93.530,-
Erindið samþykkt
Önnur mál
4.
Digrilækur 1, nýskráning lands
Mál nr. BH070136
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjóra varðandi nýskráningu lands úr Miðsandi (varnarsvæði)
Til skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist ósk um úthlutun á landnúmeri á því sem virðist vera hluti af því landi úr jörðinni Miðsandi þar sem skipulagi hefur verið frestað og ekkert skipulag er í gildi. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna betur landstærðir og hvort allt land Miðsands hafi áður verið skráð í landskrá fasteigna, þar með talið land sem kallað var varnarsvæði. Fyrirliggjandi erindi er ekki í samræmi við skilgreiningu þess svæðis sem kallað var varnarsvæði á aðaluppdrætti. Erindinu er frestað.
5.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa, Gjaldskrá
Mál nr. BH060019
Erindi sveitarstjóra dags. 3. september, varðandi breytingu á gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa.
Tillaga að breyttri gjaldskrá.
Unnin hafa verið drög að breyttri gjaldskrá. Drögin eru samþykkt, með þeirri viðbót að afgreiðslugjald vegna sérhverrar úttektar vegna framkvæmdarleyfis verði 6.400 kr.
6.
Másstaðaland 133707, nafnbreyting
(00.0440.01)
Mál nr. BH070140
190353-5329 Áskell Þórisson, Ekrusmára 9, 201 Kópavogur
Umsókn Áskels um heimild til þess að breyta nafni lands úr skráðu nafni Másstaðaland 133707 í Ægissíða.
Meirihluti nefndarinnar samþykkir erindið. Jón Haukur telur að leita beri samþykkis örnefnanefndar skv. lögum nr. 35/1953.
Skipulagsmál
7.
Aðalvík 211189, Umsókn um hús samkvæmt br.b ákvæði 3. tl.
(00.0181.00)
Mál nr. BH070134
171152-3649 Kristinn L Aðalbjörnsson, Nökkvavogi 50, 104 Reykjavík
Umsókn Kristins um heimild til þess að reisa einbýlishús á landinu samkvæmt bráðabirgðaákvæði skipulags- og byggingarlaga 3. tl. og meðfylgjandi uppdráttum.
Sótt er um leyfi til að byggja á lóð nr. 1. Umrætt svæði er á því svæði sem umhverfisráðherra staðfesti ekki aðalskipulag á vegna þess að hluti svæðisins er innan þynningarsvæðis frá iðnaðarsvæðinu við Grundartanga. Því er ekkert skipulag í gildi á umræddu svæði. Byggingarreitur íbúðarhússins er utan skilgreinds þynningarsvæðis. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar um að málið verði unnið í samræmi við 3.tl. brb.ákvæðis skipulags- og byggingarlaga.
8.
Deiliskipulag Fornistekkur, Bjarteyjarsandi, breyttir skilmálar
Mál nr. BH070068
050848-2649 Sigurjón Guðmundsson, Bjarteyjarsandi 2, 301 Akranes
Tillaga að breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir Fornastekk, Bjarteyjarsandi, sem samþykkt var einróma á aðalfundi félags sumarbústaðaeigenda að Bjarteyjarsandi.
Tillagan var grenndarkynnt eigendum lóða við Fornastekk alls 45 aðilum.
Ein athugsemd barst frá lóðarhöfum Fornastekks 22.
Umrædd breyting á deiliskipulagsskilmálum var unnin á vegum landeigenda á Bjarteyjarsandi og félags húseigenda á viðkomandi frístundasvæði. Breytingatillagan var metin minni háttar og var því grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum með því að senda út 45 bréf ásamt upplýsingum um efni tillögunnar. Breytingatillagan var einróma samþykkt á fundi húseigenda á svæðinu. Einn aðili hefur gert athugasemdir sem varða flatarmál húsa og mænishæð. Eftir nokkrar umræður um málið varð nefndin sammála um að leggja til við sveitarstjórn að breytingatillagan verði samþykkt óbreytt og auglýst.
9.
Melahverfi, deiliskipulag
Mál nr. BH070133
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Afmörkun og vinna við drög að deiliskiplagi Melhverfis á grundvelli rammaskipulags V.S.Ó.
Smári Johnsen skipulagsfræðingur hjá V.S.Ó kemur á fundinn, fjallað verður um fyrirhugað deiliskipulag.
Farið er yfir tillögur að deiliskipulagi að þéttbýli í Melahverfi. Smára falið að vinna tillögur og punkta sem hægt verði að leggja fram á fundi nefndarinnar eftir um 2 vikur.

10.
Skipulagsmál, námur
Mál nr. BH070135
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 með síðari breytingum (eldri námur).
Aðgerðir samfara gildistöku 1. júlí 2008.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa með áberandi hætti gildistöku á breytingum á lögum um náttúruvernd til að gefa rekstraraðilum námusvæða sem rýmstan tíma til að bregðast við.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:45

Efni síðunnar