Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

75. fundur 06. október 2011 kl. 17:45 - 19:45

Valgerður Jóna Oddsdóttir, Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð, Birna María Antonsdóttir, Bjarni Jónsson og Hlynur Máni Sigurbjörnsson.


Auk þeirra Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri, Katrín Rós Sigvaldadóttir fulltrúi kennara grunnskólasviðs, Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs,

Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna

1. Setning fundar.


Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.


2. Fundargerð 72. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 8. september 2011.


Formaður fer yfir fundargerð 72. fundar og hún undirrituð.


3. Fundargerð 73. fundur fræðslu- og skólanefndar dags. 21. febrúar 2011.


Formaður fer yfir fundagerð 73. fundar og hún undirrituð.


4. Fundargerð 74. opinn íbúafundur fræðslu- og skólanefndar dags. 7. mars 2011.


Formaður fer yfir fundargerð 74. fundar og hún undirrituð.


5. Mánaðarskýrsla skólastjóra fyrir septembar 2011.


Í september fór skólastarf af stað af fullum þunga. Nemendur grunnskólasviðs gáfu sér tíma til að taka upp kartöflur og svo gæddu nemendur og kennarar sér á nýjum kartöflum í matartímum, við mikla gleði.


Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í sameinuðum leik- og
grunnskóla í Hvalfjarðarsveit í Álfholtsskógi við félagsheimilið Fannahlíð. Börn frá 3 – 16 ára unnu saman í skemmtilegum útiverkefnum og grilluðu hamborgara undir berum himni. Það ríkti mikil gleði og ungir sem aldnir hjálpuðust að. Mikil áhersla hefur verið lögð á útikennslu og vinnu með opið efni, bæði á leik- og grunnskólastigi skólans nú í haust, enda veður verið með eindæmum gott.


Samstarf milli sviða hefur tekið á sig mynd og hafa kennarar grunnskólasviðs, Helena myndlistarkennari, Imba leikfimikennari og Samúel tónmenntakennari komið í heimsókn á leikskólasviðið og unnið með börnunum sem munu fara í skólaheimsóknir í október og nóvember. Skólahópurinn (tveir elstu árgangarnir) mun koma í grunnskólann alla fimmtudaga í október, nóvember, febrúar, mars og apríl. Krakkarnir munu dvelja í skólanum frá 9 – 11.30. Þau fara fyrst í Heiðarborg til Imbu. Eftir morgunhressingu í matsal hitta þau nemendur 1.bekkjar og fara með þeim í verkefnavinnu í sérgreinastofum þar sem Samúel smíða- og tónlistakennari og Helena myndlistarkennari vinna með þeim ásamt umsjónakennara 1.bekkjar og leikskólakennara.


Byrjað er að skipuleggja verkefni sem unnin verða í þeim heimsóknum og mun umhverfismennt og umhverfisvernd verða rauður þráður í þeim verkefnum. T.d. mun Samúel vinna með leikskólabörnum með náttúrulega hljóðgjafa og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu.
Annar starfsmannafundur allra starfsmanna sameinaðs leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit var svo haldinn þriðjudaginn í Sólarsal nýja húsnæðis grunnskólasviðs 20. september. Fundurinn var mjög markviss og tekin afstaða til margra mikilvægra mála. Verkefnastjórar sameiningar unnu undirbúning með skólastjóra og unnu úr niðurstöðum hópavinnu fundarins. Margir möguleikar eru til að nýta sameininguna til góðs fyrir nemendur og allir sammála um að vinna vel í þágu barnanna. Á fundinum var starfsfólki skipt upp í vinnuhópa og fékk hver hópur það verkefni að ræða og komast að niðurstöðu um hin ýmsu mál er snúa að starfsmannmálum og þróun skólastarfs í sameinuðum skóla. M.a. var rætt um starfsmannafélag og voru allir starfsmenn sammála um að sameina eigi starfsmannafélög beggja skólastiga og vinna að því að þróa sameiginlega viðburði.

 

Bráðabirgða skemmtinefnd var sett á fót sem fékk það verkefni að skipuleggja fyrstu sameiginlegu skemmtun starfsmanna. Verkefnastjórar sameiningar lögðu fram tillögu um skólaráð sameinaðs skóla. Tillagan lýtur að því að núverandi skólaráð sitji óbreytt áfram og hefji formlega vinnu við að stofna skólaráð sameinaðs leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar í samráði við foreldrafélag grunnskólans og foreldraráð leikskólans. Nýtt skólaráð taki til starfa eigi síðar en 1. apríl 2012. Með því að skipa óbreytt skólaráð mun sú þekking og reynsla sem er til staðar í dag af skólaráði nýtast inn í sameiningarvinnuna. Tillaga verkefnastjóra sameiningar var samþykkt af starfsmannahópi skólans. Á fundinum var einnig umræða um stefnu skólans og hvaða gildi starfsfólk vildi að skólinn hefði og hvaða verkefni og sérstöðu vinna ætti að. Sú umræða mun gagnast vel í þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er. Verkefnastjórar sameiningar hafa einnig verið að vinna markvisst að því að tryggja tengsl og
upplýsingaflæði milli skólanna og vinna að sameiginlegum verkefnum sem þegar eru komin af stað.


Eitt af þeim verkefnum er vinna í Byrjendalæsi/Leikskólalæsi. Sú vinna er leidd af Háskólanum á Akureyri í gegnum leiðtoga verkefnisins innan skólans Andreu Önnu Guðjónsdóttur. Þeir sem eru að vinna með Byrjendalæsi og sitja námskeið því tengdu, eru á grunnskólasviði Andrea, Sigr. Lára, Björk og Katrín Rós og á leikskólasviði Þórdís, Magga Sigga og Ragna. Námskeið frá Háskólanum fyrir allnokkra skóla á Vesturlandi var haldið í frábærri aðstöðu í grunnskólanum 29. september þar sem ráðgjafi frá HA lagði inn starfsaðferðir. Háskólinn hefur eftirlitshlutverk með gangi verkefnisins og leiðbeinir kennurum og leiðtogum, þ.a. það verðum mjög spennandi að fylgjast með árangrinum í lestrarkennslunni næstu árin. Leikskólasviðið kemur sterkt inn með leikskólalæsið, en þar er nú þegar unnið markviss að málörvun og læsi, bæði á yngri og eldri deild.


Aðrir verkefnastjórar eru á fullu í sinni greiningarvinnu og mundu skila fyrstu skýslu til skólastjóra 1. nóvember næstkomandi. Verkefnastjórar hittust einu sinni í september, en fyrirhugað er að þeir hittist til að ráða ráðum sínum hálfsmánaðarlega í vetur.
Á miðstigi er verið að gera tilraunir í þematengdri kennslu og er fyrirhugað að leita til kennara í Sæmundarskóla varðandi ráðgjöf í áframhaldandi þróunarvinnu við þá kennsluaðferð.


Samræmd próf voru á grunnskólasviði fyrir 10.bekkinga 19. – 21. september og fyrir 7. bekkinga 22. og 23. september. Gjöf barst skólanum í kringum samræmdu prófin í september frá Verktakanum Bjarka Sigurðsyni ehf. Það voru heyrnahlífar, sem þeir nemendur sem kjósa meira næði hafa tök á að fá til að útiloka hávaða og auka einbeitingu við nám eða próftöku.


Umhverfisnefndir beggja sviða komu saman í september funduðu. Í umhverfisnefnd leikskólsviðs sitja nú elstu börnin í leikskólanum, Ragna hópstjóri, Guðbjörg matráður og Daniela Gross fyrir foreldra. Á fyrsta fundi nefndarinnar var m.a. farið í hlutverk leikskólans sem Grænfánaskóla og hvaða verkefni við erum að vinna sem umhverfisvænn skóli. Rætt var um þau verkefni sem framundan eru og hvernig við getum hugsað vel um umhverfi og náttúru um leið og við vinnum þessi verkefni. Í lok fundar var síðan Grænfánanum okkar flaggað, en nýlega var keyptur nýr fáni þar sem sá gamli rifnaði í golunni.


Í umhverfisnefnd grunnskólasviðs eru fulltrúar frá hverjum bekk auk Helenu verkefnastjóra útikennslu og umhverfismennta og Birgitta, Sigríður Lára og Samúel. Fundargerð þess fundar er að finna á heimasíðu Heiðarskóla, undir Grænfáni.
Eitt af þemum leikskólasviðs í vetur í Grænfánaverkefninu er vatnið og er því kærkomið þegar rignir á okkur. Þá er líka skrúfað frá vatnskrana úti og leikið með vatnið. Einnig höfum við sett vatn í sullukarið við miklar vinsældir.


Foreldrafundur var í leikskólanum 13. september og var vel mætt á þann fund. Skólastjóri og deildarstjórar fóru yfir skipulag og vetrarstarfið og síðan var boðið upp á súpu og spjall. Aðalfundur foreldraráðs / félags leikskólans var haldinn í kjölfarið. Ný stjórn foreldraráðs var kosin á fundinum og í stjórn sitja Guðný Kristín Guðnadóttir, formaður, Máni Björgvinsson, Karólína Borg Sigurðardóttir og Brynjólfur Sæmundsson og Ingibjörg Eyja Erlingsdóttir.


Fundað hefur verið vegna sérkennslumála í leikskólanum með sérkennsluteymi sem og ráðgjafaþroskaþjálfa.


Á leikskólasviði hefur septembermánuður einkennst af miklum veikindafjarvistum vegna veikinda starfsmanna og barna starfsfólks.
Á grunnskólasviði taka úrbótamál vegna uppsetningar búnaðar enn mikinn tíma og lítur út fyrir að allir verði að taka höndum saman um að þenja á þolinmæði vegna þess í vetur. Það hjálpar þó mikið hin mikla gleði yfir betri aðstöðu í nýjum skóla og starfsmenn almennt sammála um að margir nýjir möguleikar opnist í námi og starfi, sem spennandi verður að takast á við. Almenn jákvæðni ríkir í starfshópnum og allir leggjast á eitt að halda úti góðu skólastarfi.


Á þessu skólaári hefur sú nýbreytni verið tekin upp að nemendur í 1. og 10. bekk hittast reglulega og vinna saman verkefni. Yfirskrift verkefnisins er vinátta og hjálpsemi. Nú þegar hafa bekkirnir hist tvisvar sinnum í september.


Önnur nýbreytni er að í vetur verður boðið upp á tónlistarkennslu í húsnæði grunnskólasviðs. Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar og sameinaður leik- og grunnskóli í Hvalfjarðarsveit gerðu með sér samkomulag um að skólinn legði til húsnæði án endurgjalds og ungmennafélagið skipuleggi í samstarfi við skólann, tónlistarkennsluna og leggi til kennara. Tónlistarkennslan verður boðin öllum nemendum á grunnskólaaldri. Tilraunaverkefnið er hugsað til 1. janúar 2012, með möguleikum framlengingu fram á vor, ef vel gengur. Ungmennafélagið og skólinn sjá sameiginlega um kynningu á tónlistarkennslunni. Aðalmarkmið verkefnisins er að stuðla að fjölbreyttari tómstundamöguleikum í sveitarfélaginu.


September hefur liðið hratt en eins og sést af ofnagreindu er frábært skólastarf komið á fullan skrið í sameinuðum leik- og grunnskóla í Hvalfjarðasveit.


Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri


6. Ósk um aukið fjármagn til starfsmannahalds vegna fjölgunar yngri barna. Erindi frá skólastjóra.


Ingibjörg skólastjóri og Þórdís fóru yfir stöðuna í starfsmannamálum
leikskólans.


Bókun: Fræðslu-og skólanefnd styður og vísar til sveitastjórnar að auka um eitt stöðugildi leikskólakennara í leikskólanum vegna fjölgunar á inntöku yngri barna.


7. Þróunartillaga skólastjóra á skipuriti skólans.


Ingibjörg skólastjóri kynnti tillögu að breyttum starfsheitum í skipuriti sameinaðs leik-og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.


Bókun: Fræðslu-og skólanefnd samþykkir fram komna tillögu skólastjóra um breytingar á stöðu staðgengils skólastjóra. Skólinn mun fara í tilraunaverkefni í samráði við stéttarfélög stjórnenda innan KÍ (SÍ og FSL) og samstarfsnefnd sveitarfélaga varðandi þróun á starfsheiti sviðstjóra í samreknum skóla. Unnið verður eftir skipuritinu út skólaárið 2012-2013. Skipuritið verður endurskoðað á vorönn 2013. Nefndin vísar til frekari rökstuðnings í erindi skólastjóra. Nefndin lýsir ánægju sinni með að skóli sveitarfélagsins skuli vera í mótandi hlutverki í þróun stjórnunarstaða í samreknum skólum.


8. Skólastefna og skipun í stýrihóp.


Ákveðið var að skipa í fjögurra manna stýrihóp til að halda utan um vinnu við endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins.
Stýrihópinn skipa:
Birna María Antonsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Hlynur Máni Sigurbjörnsson og Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri.


9. Aðgangur í Heiðarborg. Heilsuefling í skammdeginu.


Fræðslu- og skólanefnd leggur til og vísar því til sveitarstjórnar að aðgangur að þreksal og sundlaug Heiðarborgar verði íbúum og starfsmönnum Hvalfjarðarsveitar frí út þetta skólaár þ.e. 2011-2012. Hugmyndin er hugsuð í tilraunaskyni til að auka heilsu og heilbrigði í sveitarfélaginu með því að auka aðsókn í íþróttaaðstöðuna. Ennþá verði hægt að leigja sundlaug á 2000 kr tímann sem og íþróttasal. Einnig þarf að borga fyrir sérstök námskeið.
Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


Greinargerð:
Þar sem sveitarfélagið er að halda úti sundlaug og íþróttaaðstöðu í Heiðarborg fyrir þó nokkra fjármuni er það synd ef það stendur lítið notað fyrir utan skólatíma. Það sem hefur innheimst af aðgangseyri síðustu árin er ekki mikið og hefur lítið að segja í rekstur aðstöðunnar. Þessi litla fjárhæð sýnir að aðsóknin hefur ekki verið mikil. Með því að hafa frían aðgang er það von okkar að aðsóknin aukist og að sem flestir muni njóta þess sem Heiðarborg hefur upp á að bjóða. Vonandi mun þetta ýta undir aukna íþróttaiðkun í sveitarfélaginu. Þó aðgangurinn sé frír teljum við að fólk muni ekki síður ganga um eignir sveitarfélagsins af virðingu og snyrtimennsku. Þar sem hreyfing stuðlar að andlegu og líkamlegu hreysti vonumst við til að sem flestir nýti sér þessa fínu aðstöðu.
Tillaga samþykkt samhljóða.


10. Útleiga á skólahúsnæði. Til umræðu


Umræður.


Fræðslu-og skólanefnd mun leggja fram drög að reglum um útleigu skólahúsnæðisins.


11. Önnur mál:

 

Aðalfundur foreldrafélags Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Dags. 3. október 2011.


María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldrafélagsins fór yfir fundargerðina.

Þakkir frá Katrínu Rós dönskukennara skólans.


Katrín Rós vil koma á framfæri þakklæti til fræðslu-og skólanefndar og sveitarstjórn fyrir veittan stuðning og peningastyrk vegna fyrirhugaðrar Danmerkurferðar 10. Bekkjar.


Umræða um aukna tónlistarkennslu.

Skólamál í Hvalfjarðarsveit.


Ákveðið var að halda opinn íbúafund um skólamál í Hvalfjarðarsveit laugardaginn 5. nóv. 2011.

 


Fundi slitið kl. 19:40


Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð
Birna María Antonsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Valgerður Jóna Oddsdóttir

Efni síðunnar