Fara í efni

Tónleikaröð Hallgrímskirkju í Saurbæ

 25. ágúst 2019 kl. 16.00.

Halldóra Eyjólfsdóttir mezzósópran, Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir sópran, Sigþrúður Erla Arnardóttir alt, Júlíana Rún Indriðadóttir píanó, Sigrún Mary Mcormick víóluleikari

Efnisskrá
Johannes Brahms, Op. 91.  2 Gesange fyrir alt, lágfiðlu og píanó. 
Tvö ljóð um lífið og barnið sem þarf að sofna.
1. Gestillte Sehnsucht. Ljóð eftir Friedrich Rücker
2. Die ihr schwebet. Ljóð eftir Emanuel Geibel.
Flytjendur: Sigþrúður, Sigrún og Júlíana

Wesendonck Lieder, Richard Wagner, Fünf Gedichte für ein Frauenstimme. Ljóð eftir Mathilde Wesendonck.
 1. Der Engel" ("The Angel"), samið í nóvember 1857
2. "Stehe still!" ("Be still!"), samið í febrúar 1858
3. "Im Treibhaus – Studie zu Tristan und Isolde" ("In the Greenhouse"), samið í maí 1858
4. "Schmerzen" ("Sorrows"), samið í desember 1857
5. "Träume – Studie zu Tristan und Isolde" ("Dreams"), samið í desember  1857
Flytjendur: Halldóra og Júlíana

Haugtussa, Opus 67, Edvard Grieg, við ljóð eftir Arne Garborg.
1. Det syng: Það er sungið
2. Veslemöy: Ungmeyjan
3. Blåbær-Li: Bláberjahlíðin
4. Möte: Að hittast
5. Elsk: Ást
6. Killingdans: Kiðlingadans
7. Vond dag: Vondur dagur
8. Ved Gjætle-Bekken: Við lækinn.
Flytjendur: Ragnhildur Dóra og Júlíana

Sigþrúður Erla Arnardóttir byrjað í söngnámi 2008 og tók sína fyrstu tíma hjá Mörtu Halldórsdóttur sem kynnti hana fyrir söngnámi í Tónskóla Sigursveins.  Þar stundaði hún nám hjá John Speight og Júlíönu Rún Indriðadóttur þar til hún lauk framhaldsprófi frá skólanum 2015. Einnig hefur Sigþrúður sótt tíma hjá Jóni Þorsteinssyni, bæði einkatíma og hóptíma.

Halldóra Eyjólfsdóttir mezzósópran stundaði söngnám hjá John Speight og Júlíönu Rún Indriðadóttur í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og útskrifaðist þaðan 2014. Hún hefur einnig sótt tíma hjá Jóni Þorsteinssyni og notið leiðsagnar m.a. Ingveldar Ýrar Jónsdóttur, Mörtu Halldórsdóttur og Sólrúnar Bragadóttur. Hún var félagi í Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefànssonar 1993-2007. Halldóra er félagi í sönghópnum Góðum grönnum og í Kammerkór Seltjarnarnarneskirkju.

Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir lauk burtfararprófi í söng frá söngskóla Sigurðar Demetz þar sem kennarar hennar voru Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Auður Gunnarsdóttir. Síðan þá hefur hún verið í söngtímum m.a. hjá  Laufeyju Helgu Geirsdóttur og Jóni Þorsteinssyni.  Ragnhildur hefur sungið við ýmiss tækifæri og haldið reglulega tónleika.

Júlíana Rún Indriðadóttir lauk fullnaðarprófi í píanóleik frá  Tónskóla Sigursveins árið 1989 þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttormsdóttir. Hún stundaði síðan píanónám hjá Georg Sava í Berlín  og Jeremy Denk og Edward Auer við Indiana University Bloomington þaðan sem hún lauk meistaragráðu í píanóleik árið 1998. Júlíana hlaut TónVakaverðlaun ríkisútvarpsins árið 1995. Hún hefur komið fram á tónleikum sem einleikari, meðleikari og kórstjóri á Íslandi og í Þýskalandi. Júlíana hefur starfað sem tónlistarkennari og meðleikari við Tónskóla Sigursveins frá árinu 1998 og sem skólastjóri frá árinu 2015.

Sigrún Mary Mcormick hóf nám í fiðluleik við Tónlistarskólann á Akureyri 8 ára gömul.  Kennarar hennar voru Gréta Baldursdóttir, Tiina Kuusmik og Tomasz Kolosowski.  Þegar Sigrún var 16 ára prufaði hún að spila á víólu í strengjasveit skólans og var ekki aftur snúið. Sigrún lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri og framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri vorið 2016.  Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands í maí 2019 og lærði hún þar hjá Svövu Bernharðsdóttur og Þórunni Ósk Marinósdóttur. Árið 2018 var hún í skiptinámi við Musikhögskolan i Malmö og lærði hjá Henrik Frendin.

Inngangseyrir er 1.500 kr. en ekki mögulegt að taka við kortum.
Allir hjartanlega velkomnir. 
Allur ágóði rennur í sjóð til styrktar staðnum. Þeir sem ekki sjá sér möguleika að mæta á tónleikana en vilja styrkja málefnið geta lagt inn á söfnunarreikning: 0552-14-100901 kt 590169-2269.

Tilboð
Hótel Glymur er  með tilboð á réttum eftir tónleika og 20% afslátt af matseðli.
Bjarteyjarsandur er með tónleikatilboð á vöfflum á tónleikadögum. Vaffla með rjóma, heitt súkkulaði, kaffi og/eða swiss mokka á
1.000 kr. Opið frá hádegi.