Fara í efni

Jólamarkaður í Miðgarði

Jólamarkaður til styrktar Innra-Hólmskirkju

Laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi verður haldin jólamarkaður í Miðgarði, Hvalfjarðarsveit frá kl 13-17 báða dagana.
Á markaðunum verður ýmiskonar handverk, sultur, kleinur, broddur, kæfa og kökur.
Einnig verður boðið til sölu kaffi, rjómavöfflur og smákökur.

Vonumst til að sjá sem flesta og að við eigum saman notalega stund á aðventunni.
Nefndin

Ath ekki posi á staðnum