Verkefnastjóri á Velferðar- og fræðsludeild
Hvalfjarðarsveit óskar eftir metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í starf verkefnastjóra á Velferðar- og fræðsludeild. Deildin fer með verkefni sem tengjast velferðar-, fræðslu-, íþrótta-, æskulýðs-, menningar- og frístundamálum. Starf verkefnastjóra felst í að stýra fjölbreyttum verkefnum innan deildarinnar.
Verkefnastjóri starfar náið með deildarstjóra og öðru starfsfólki deildarinnar auk þess sem hann hefur samskipti við annað starfsfólk og stjórnendur stofnana sveitarfélagsins, íbúa, aðra hag- og samstarfsaðila.
Um er að ræða 80-100% starf til eins árs. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
- Umsjón og eftirfylgni með fjölbreyttum verkefnum á Velferðar- og fræðsludeild.
- Þátttaka í stefnumótun, umbótaverkefnum og faglegri uppbyggingu.
- Greining, úrvinnsla og undirbúningur gagna fyrir stjórnsýslu og skýrslugerð.
- Þróun verklags og þjónustugæða ásamt upplýsingagjöf.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun, stefnumótun og þróunarstarfi er kostur.
- Þekking og reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði og góð samskiptahæfni.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Umsókn skal fylgja:
- Ferilskrá
- Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu, rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.
Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri Velferðar- og fræðsludeildar í síma 433-8500 eða á netfanginu
felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.is
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, að sækja um starfið.