Fara í efni

Vatnaskógur - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vatnaskóg í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið sem skipulagssvæðið takmarkast við er 223 ha að stærð, að mestu kjarri og skógi vaxið við suðurströnd Eyrarvatns og Þórisstaðavatns. Talsverð byggð er á svæðinu, samkomuhús, svefnskálar, íþróttahús og kapella. Helstu breytingar með deiliskipulagstillögunni felast m.a. í að þar sem nú er merkt leiksvæði á samþykktu deiliskipulagi milli núverandi matskála og gamla skála er fyrirhuguð bygging fyrir nýjan matskála og eldhús sem byggt verður á megin byggingarsvæði svæðisins við hlið Gamla skála og gegnt núverandi Matskála. Í stað leiksvæðis skv. núgildandi deiliskipulagi fyrir Vatnaskóg sem samþykkt var í sveitarstjórn 10.06.2008, verður byggingarreitur, merktur B13 sem verður 961 m2 að stærð. Stærð fyrirhugaðrar byggingar þ.e. matskála/eldhúss, verður 435 m2 að stærð og nýtingarhlutfall byggingarreits því 0,45 eða 45 %.

Um er að ræða endurupptöku deiliskipulagstillögu sem var áður auglýst árið 2020 og var til umfjöllunar hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar árið 2020, sbr. mál nr. 2.2 af fundi nr. 299 dags. 13.01.2020.

Vatnaskógur - skipulagsuppdráttur

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 15. júní 2022 til og með 28. júlí 2022.

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is.

Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar 22. júní 2022 á milli 10:00 – 11:00.

Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. júlí 2022.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.

Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi