Fara í efni

Umsóknir um greiðslufrest fasteignaskatta og gjalda vegna Covid 19

Á 305. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var samþykkt að sem fyrstu aðgerðir yrðu eftirfarandi breytingar á gjalddögum fasteignaskatts og fasteignagjalda árið 2020:

Aðilar, sem þess óska, geta sótt um greiðslufrest allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatts og gjalda ársins 2020. Aðilar hafi frjálst val um hvaða gjalddaga ársins sótt er um frest vegna og geta "nýir" gjalddagar verið frá 15. október 2020 til 15. janúar 2021.

Allar umsóknir skulu berast á sérstöku eyðublaði með tölvupósti til ingunn@hvalfjardarsveit.is
 Umsóknareyðublaðið má nálgast hér
Hér er einnig hægt að fylla út rafræna umsókn beint.