Fara í efni

Umsókn um greiðslufrest fasteignagjalda

 

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti svohljóðandi bókun á fundi sínum þann 21. apríl 2020:

„Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sem fyrstu aðgerðir verðieftirfarandi breytingar á gjalddögum fasteignaskatts og fasteignagjalda árið 2020: Aðilar, sem þess óska, geta sótt um greiðslufrest allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatts og gjalda ársins 2020.  Aðilar hafa frjálst val um hvaða gjalddaga ársins sótt er um frest vegna og geta „nýir“ gjalddagar verið frá 15. október 2020 til 15. janúar 2021.  Allar umsóknir skulu berast á sérstöku eyðublaði með tölvupósti til ingunn@hvalfjardarsveit.is.
Einnig er hægt að fylla út þetta rafræna eyðublað hér að neðan.

Ath. sækja þarf sérstaklega um fyirir hverja fasteign/fasteignanúmer.

Hægt er að óska eftir að fresta einum, tveimur eða þremur gjalddögum fasteignagjalda:
*Beiðni um frestun gjalddaga viðkomandi mánaðar verður að berast í síðasta lagi 15 dögum fyrir eindaga.  Undantekning frá því er vegna gjalddaga 15. febrúar, 15. mars og 15. apríl en þær þurfa að berast fyrir 11. maí nk. 

1. gjalddagi sem á að fresta
(nýr gjalddagi)
2. gjalddagi sem á að fresta
(nýr gjalddagi)
3. gjalddagi sem á að fresta
(nýr gjalddagi)