Fara í efni
Hafnarfjall
11 SSE 5 m/s
Akrafjall
10 E 2 m/s
Þyrill
10 E 1 m/s

Snjómokstur í Hvalfjarðarsveit 2019-2020

Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin hafa skrifað undir samning við Miðfellsbú ehf vegna
snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit, til vorsins 2020. Fyrirkomulagið varðandi
snjómokstur og hálkueyðingu mun vera eins og síðastliðinn vetur.

Dreifbýli
Allt að fjórum sinnum á almanaksári greiðir Hvalfjarðarsveit fyrir snjómokstur / hálkueyðingu að heimreiðum íbúðarhúsa í dreifbýli þar sem föst búseta er.
Ábúendur skulu panta mokstur / hálkueyðingu með eins sólarhrings fyrirvara svo hægt sé að tryggja snjómokstur / hálkueyðingu eins og óskað er eftir.
Íbúar eldri en 67 ára og örorkulífeyrisþegar, m.v. 75% örorku geta leitað til sveitarfélagsins um mokstur / hálkueyðingu á heimreiðum umfram fjögur skipti. Fyrir slíka þjónustu þarf að greiða 50% af taxta viðkomandi verktaka. 

Hvalfjarðarsveit greiðir ekki kostnað vegna snjómoksturs / hálkueyðingar sem til hefur verið
stofnað án hennar samþykkis að undanskildu, ef beiðni um mokstur / hálkueyðingu kemur
frá lögreglu, slökkviliði, lækni eða sjúkraflutningsmönnum vegna neyðarflutninga, skal þá
strax sinna því.

Að gefnu tilefni eru íbúar vinsamlegast beðnir um að merkja þá staði þar sem verðmæti eru
undir snjó til þess að snjómokstursvélar rekist ekki utan í og valdi tjóni. Verktaki ber ekki
ábyrgð á tjóni ef snjómokstursvélar rekast í verðmæti sem eru á kafi í snjó og ekki sýnileg.

Hægt er að nálgast viðmiðunarreglur varðandi snjómokstur í Hvalfjarðarsveit, inn á
heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. https://www.hvalfjardarsveit.is/is/thjonusta/umhverfismal/snjomokstur/snjomokstur-vidmidunarreglur

Hægt er að panta heimreiðamokstur / hálkueyðingu:
-á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
-alla virka daga frá kl. 10-15 í síma 433-8500
-alla daga frá kl. 8-20 í síma 896-5141