Fara í efni

Félagsstarf aldraðra 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit

Nú er félagsstarf aldraðra, fyrir 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit að hefjast að nýju eftir jólafrí.

Opið hús fer fram tvisvar sinnum í mánuði frá janúar fram í maí í félagsheimilinu Miðgarði á miðvikudögum kl. 14:00 nema annað sé auglýst.
Umsjón með opnu húsi hafa Sigrún Sólmundardóttir og Ingibjörg Eyja Erlingsdóttir.

Tímasetningar á opnu húsi frá janúar til maí má sjá hér:

Sundleikfimi er í Heiðarborg  alla þriðjudaga og fimmtudaga yfir vetrartímann kl. 10:40 til 11:20.
Í boði er að kaupa hádegismat í Heiðarskóla þá daga sem sundleikfimin er.
Skráning á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is.  Þeir sem hafa verið í sundleikfimi í vetur þurfa ekki að skrá sig.
Leiðbeinandi er ekki alltaf til staðar en frjálst er að mæta í sundleikfimi þessa daga.

Dagsetningar á sundleikfimi frá janúar til mars með leiðbeinanda má sjá hér: 
Dagsetningar mars til maí eru sem hér segir:
Mars:  7., 9., 16., 21., 28. og 30.
Apríl: 4. kl. 13:00, 11., 13., 18. og 27.
Maí: 2., 9., 11., 16., 23., 25., 30. (síðasti tími).
Leiðbeinandi er Hanna Þóra Guðbrandsdóttir.

Umsjón með félagsstarfi aldraðra hefur frístunda- og menningarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Ása Líndal Hinriksdóttir.