Fara í efni

Deiliskipulagstillaga í landi Stóra-Botns

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13.janúar 2020  að auglýsa  deiliskipulagstillögu fyrir frístundarbyggðina Furugerði í landi Stóra-Botns sbr. 40. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Deiliskipulagssvæðið er á landnotkunarreit fyrir frístundarbyggð sem auðkenni F31a.
Svæði tekur til 9.1 ha að stærð. Fyrirhugað er að byggja í heild fjögur frístundarhús ásamt fylgdarhúsi innan hverrar lóðar en tvö hús eru þegar byggð.

 Deiliskipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.

 Furugerði, frístundabyggð í landi Stóra-Botns, greinargerð.
Furugerði, frístundabyggð í landi Stóra-Botns, tillaga að deiliskipulagi. 

Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 7. febrúar 2020 á milli 10:00 – 12:00

 Athugasemdum/ábendingum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Stóri-Botn”  fyrir 21. febrúar 2020.

 Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Bogi Kristinsson Magnusen