Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar í landi Móa

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. maí  2020  að auglýsa breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 í landi Móa samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í gildandi aðalskipulagi. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu snýr að því að hluti svæðisins verður skilgreindur sem verslunar-og þjónustusvæði. Heimilað verður bygging á gestahúsum, geymslu, gróðurhúsi, kaldri vélargeymslu, þjónustuhúsi og tjaldsvæði, auk þess að þar megi vera föst búseta. Gisting á svæðinu verður fyrir allt að 50 manns.

Aðalskipulagsbreyting Móar

 Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 12. júní á milli kl. 10:00 – 12:00.

 Athugasemdum/ábendingum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is ” merkt Móar”  fyrir 24. júlí 2020.

 Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar