Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

82. fundur 08. nóvember 2017 kl. 15:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Flokkun landbúnaðarlands

1512017

Kynning
Guðrún Lára Sveinsdóttir og Ásgeir Jónsson frá Steinsholti ehf kynntu vinnu sína á flokkun á landbúnaðarlandi í Hvalfjarðarsveitar.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi vinna Steinsholts ehf við flokkun á landbúnaðarlandi verði höfð til hliðsjónar við gerð nýs Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

2.Áskorun Ragnheiðar Þorgrímsdóttur til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

1512004

Svarbréf hefur borist frá Umhverfisstofnun, dagsett 16. október s.l varðandi orsök á veikindum hrossa á Kúludalsá og ástæðu til viðameiri rannsókna.
Lagt fram.

3.Beiðni um breytingu á skipulagi

1710019

Erindi frá Hafsteini Sverrissyni fyrir hönd Sigurbjörns Inga Sigurðssonar þar sem óskað er eftir að breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Hvalfjarðarsveit hvað varðar skráningu Leirutröð 3 - úr sumarhúsi yfir í íbúðarhús.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem það er ekki í samræmi við þá stefnu sem sveitarstjórn hefur sett í skipulagsmálum.

4.Fyrirspurn vegna lóðar sem liggur fyrir innan Sólvelli 2.

1505019

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 16. júní 2017. Ný umsókn hefur borist dagsett 15. október 2017 - sveitarstjórn vísar erindið til USN
Afgreiðslu frestað.

5.Gröf 1 - Mhl.02 - Geymsla

1709013

Grenndarkynningu lokið með samþykki.
Lagt fram til kynningar.

6.Litli Sandur - breyting á deiliskipulagi

1709014

Olíudreifing ehf óskar eftir rökstuðningi við afgreiðslu sveitarstjórnar.
Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.

ÁH vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.

7.Skipulag og umhverfi - undirb. fjárhagsáætlun 2018

1710013

Lagt fram.
Skipulagsfulltrúi lagði fram gögn.
Umræður um fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2018.

8.Útboð vegna sorpmála.

1702012

Samningur lagður fram og kynntur.

9.Greinargerð-skipulagsskilmálar, frá lóðarleiguhöfum í Svarfhólsskógi.

1408005

Lóðarleiguhafar hafa óskað eftir breytingu á greinargerð með deiliskipulagi í Svarfhólsskógi.
Skipulagsfulltrúi greindi frá stöðu mála.
Afgreiðslu frestað.

10.Móhóll í landi Hafnar - breyting á deiliskipulagi

1710017

Afgreiðslu frestað þar sem enn vantar upplýsingar frá sveitarstjóra um rekstrarleyfi á frístundasvæðum.

11.Rekstrarleyfi og skipulög

1710021

Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi, sveitarstjóri og lögfræðingur sveitarfélagsins fóru á Skipulagsstofnunar varðandi rekstrarleyfi á skipulögðum frístundasvæðum.
Skipulagsfulltrúi greindi frá fundinum. Lagt verður fram minnisblað á næsta fundi.

12.Fyrirspurn um málsmeðferð vegna þjónustumiðstöðva Svarsins við þjóðvegi

1711003

Svar Skipulagsstofnunar varðandi málsmeðferð vegna þjónustumiðstöðva lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar