Fara í efni

Sveitarstjórn

291. fundur 27. ágúst 2019 kl. 15:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Bára Tómasdóttir aðalmaður
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
 • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1908036 - Áskorun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og bæjarstjórnar Akraness til ríkisstjórnar Íslands um stefnubreytingu í málefnum orkukræfs iðnaðar. Málið verður nr.8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 290

1908001F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 11

1908002F

Fundargerðin framlögð.
 • Fræðslunefnd - 11 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita heimild til að ráða stuðningsfulltrúa í Heiðarskóla í 80% stöðuhlutfall frá 15. ágúst 2019 - 5. júní 2020. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir skólastjóra Heiðarskóla heimild til að ráða stuðningsfulltrúa í 80% stöðuhlutfall frá 15. ágúst 2019 til 5. júní 2020."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 103

1908004F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 103 Fyrir fundinn liggja jákvæðar umsagnir frá Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands sem og samningar við landeigendur.
  USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfið verði gefið út.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um veitingu framkvæmdaleyfisins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 103 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

  USN nefnd felur formanni og skipulags- og umhverfisfulltrúa að skila umsögn í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og umræður á fundinum.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að fela formanni nefndarinnar og skipulags- og umhverfisfulltrúa að skila umsögn í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og umræður á fundinum."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Landbúnaðarnefnd - 15

1908003F

Fundargerðin framlögð.
 • 4.1 1908017 Fjallskil 2019.
  Landbúnaðarnefnd - 15 Fjallaskilaseðill Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2019


  A.
  Leitarsvæði Núparéttar
  Núparétt: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar. Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt.

  Fyrri leitir:07.09.19
  Fyrri rétt: 08.09.19 kl 13:00
  Seinni leitir: 21.09.19
  Seinni réttir: 21.09.19 Þegar smölun lýkur.

  Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
  Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
  Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
  Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.


  B. Leitarsvæði Reynisréttar.
  Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru.

  Fyrri leitir: 21.09.19
  Fyrri rétt: 21.09.19 þegar smölun lýkur
  Seinni leitir: 28.09.19
  Seinni réttir: 28.09.19 Þegar smölun lýkur

  Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Ólafur Sigurgeirsson.
  Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
  Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson


  C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar
  Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir.

  Fyrri leitir: 06 og 07.09.19
  Fyrri rétt: 08.09.19 kl 10:00
  Seinni leitir: 28 og 29.09.19
  Seinni réttir: 29.09.19 þegar smölun lýkur

  Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
  Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
  Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Guðmundur Brynjólfur Ottesen.
  Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson

  Nefndin leggur til að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar og salernisaðstaða að höfðu samráði við réttarstjóra.


  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu landbúnaðarnefndar um göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit á árinu 2019:

  "Göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit 2019

  A. Leitarsvæði Núparéttar
  Núparétt: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar. Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt.

  Fyrri leitir:07.09.19
  Fyrri rétt: 08.09.19 kl 13:00
  Seinni leitir: 21.09.19
  Seinni réttir: 21.09.19 Þegar smölun lýkur.

  Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
  Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
  Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
  Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

  B. Leitarsvæði Reynisréttar.
  Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru.

  Fyrri leitir: 21.09.19
  Fyrri rétt: 21.09.19 þegar smölun lýkur
  Seinni leitir: 28.09.19
  Seinni réttir: 28.09.19 Þegar smölun lýkur

  Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Ólafur Sigurgeirsson.
  Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
  Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson

  C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar
  Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir.

  Fyrri leitir: 06 og 07.09.19
  Fyrri rétt: 08.09.19 kl 10:00
  Seinni leitir: 28 og 29.09.19
  Seinni réttir: 29.09.19 þegar smölun lýkur

  Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
  Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
  Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Guðmundur Brynjólfur Ottesen.
  Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson

  Nefndin leggur til að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar og salernisaðstaða að höfðu samráði við réttarstjóra."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 15 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið og vegagerðin taki út girðingar meðfram þjóðvegum og þeir aðilar sem sinna viðhaldi fái greitt samkvæmt reglum vegagerðarinnar, en aðrir sem sinna ekki viðhaldi að þrýst verði á að því sé sinnt.
  Nefndin leggur einnig til að þrýst verði á vegagerðina að klára ókláraðar girðingar meðfram þjóðvegum í sveitarfélaginu.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að hafa samband við Vegagerðina og vinna málið áfram."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Tillaga vegna hljóðritunar sveitarstjórnarfunda Hvalfjarðarsveitar.

1908030

Tillaga um tímabundna tilraun að fella niður hljóðritanir sveitarstjórnarfunda frá og með 1.9.2019 til 31.7.2020.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fella niður samþykkt sveitarstjórnar frá 14. sept. 2010 um verklagsreglur vegna hjóðritunar á fundum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt þessi gildir tímabundið frá og með 1. sept 2019 til og með 31. júlí 2020. Frá 14. september 2010 hafa gilt verklagsreglur um hljóðritanir funda sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vill gera þá tímabundnu tilraun að fella niður hljóðritanir funda sveitarstjórnar. Í stað hljóðritunar ætlar sveitarstjórn að leggja enn meiri metnað í að hafa fyllri
upplýsingar til skýringar þeim málum sem tekin eru til afgreiðslu sveitarstjórnar og birta gögn undir málum í fundargerðum sveitarstjórnar til upplýsinga fyrir íbúa."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku DO og RÍ.

6.Tillaga að breytingu á starfssviði og starfsheiti Félagsmála-og frístundafulltrúa í kjölfar samnings við Akraneskaupstað um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra.

1908032

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að nýtt starfsheiti Félagsmála- og frístundafulltrúa verði Frístunda- og menningarfulltrúi og að starfshlutfall verði 100%. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagða skiptingu starfshlutfallsins milli deilda og verkefna. Breyting þessi felur m.a. í sér að Heiðarborg mun frá og með 1. janúar nk. færast undan ábyrgð og yfirstjórn skólastjóra og undir yfirstjórn og ábyrgð Frístunda- og menningarfulltrúa. Samhliða þeirri breytingu, frá og með 1. janúar nk. mun deildin Heiðarborg færast af málaflokki 04 (Fræðslu- og uppeldismálum) og yfir í málaflokk 06 (Æskulýðs- og íþróttamál). Til viðbótar munu félagsheimili sveitarfélagsins, Miðgarður, Fannahlíð og Hlaðir, ásamt markaðsmálum flytjast undir hið nýja starfssvið frá og með 1. september nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Tillögur nr. 9-16 um viðauka við fjárhagsáætlun 2019.

1908033

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2019 en um er að ræða breytingar á innri leigu fasteigna sem komnar eru til vegna eldri eigna sem eru að fullu afskrifaðar sem leiðir til þess að afskriftarhluti í reiknaðri innri leigu fellur út. Nettó áhrif breytingarinnar er engin á handbært fé þar sem einungis er verið að leiðrétta sömu fjárhæðir er færast til gjalda í aðalsjóði og tekna í eignarsjóði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins 2019 en um er að ræða fjármagnsflutning milli deilda vegna vinnu við skjalaflokkun og vistun. Fjárhæðin, 4mkr. færast af deild 21040, lykli 4980 yfir á deild 05031, lykil 4391."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins 2019 en um er að ræða aukafjárveitingu vegna kaupa og uppsetningar á nýjum kerfum í félagsmálahluta One system. Fjárhæðin, 802þús.kr. færast á deild 02002 og skiptist niður á tvo bókhaldslykla sbr. framlagðan viðauka, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins 2019 en um er að ræða aukafjárveitingu að fjárhæð 1,5mkr. á deild 31008, lykil 4636 vegna lagfæringar á stíflu í Eiðisvatni. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók DO.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna launaleiðréttingar og starfsmats en um er að ræða aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 1.969.811 á deild 06002 sem skiptist niður á sex bókhaldslykla sbr. framlagðan viðauka. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna unnins dómsmáls við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna framlaga úr sjóðnum frá árunum 2013 til 2018 en um er að ræða tekjuauka að nettó fjárhæð kr. 653.043.261, að teknu tilliti til kostnaðar. Viðaukinn skiptist niður á þrjár deildir og þrjá bókhaldslykla sbr.framlagðan viðauka. Tekjuaukinn leiðir til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna greiðslu framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna tímabilsins júní til desember 2019 en um er að ræða tekjuauka að fjárhæð kr. 148.500.000. Tekjuaukinn færist á deild 00008 og skiptist niður á þrjá bókhaldslykla sbr.framlagðan viðauka. Tekjuaukinn leiðir til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna aukinnar arðgreiðslu frá Faxaflóahöfnum árið 2019 auk arðgreiðslu frá Speli sem ekki var áætlað fyrir en um er að ræða tekjuauka að fjárhæð 32mkr. Tekjuaukinn færist á deild 28002 og skiptist niður á tvo bókhaldslykla sbr.framlagðan viðauka. Tekjuaukinn leiðir til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


8.Áskorun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og bæjarstjórnar Akraness til ríkisstjórnar Íslands um stefnubreytingu í málefnum orkukræfs iðnaðar.

1908036

Oddviti lagði fram eftirfarandi áskorun bæjarstjórnar Akraness og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til ríkisstjórnar Íslands um stefnubreytingu í málefnum orkukræfs iðnaðar:

"Bæjarstjórn Akraness og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar komu saman til sameiginlegs fundar mánudaginn 26. ágúst 2019 vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í atvinnumálum á Grundartanga og leitt getur til verulegs samdráttar í starfsemi orkukræfs iðnaðar og fækkun starfa.

Núverandi atvinnustarfsemi á Grundartangasvæðinu hefur byggst upp á löngum tíma og er gríðarlega mikilvæg fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi, Akranes, Hvalfjarðarsveit og í vaxandi mæli Borgarbyggð. Nærri lætur að um 1.100 bein störf séu í þeim 20 atvinnufyrirtækjum sem þar reka starfsemi og annar eins fjöldi starfa tengist þjónustu við þessi fyrirtæki og þá sérstaklega stærstu fyrirtækin Elkem og Norðurál.

Ötullega hefur verið unnið að því undanfarin ár á vettvangi samstarfs Þróunarfélags Grundartanga, Norðuráls, Elkem og Faxaflóahafna að finna, greina og nýta þau tækifæri sem svæðið býr yfir til vaxtar og aukinnar verðmætasköpunar. Þar hefur sérstök áhersla verið lögð á umhverfismál, nýsköpun og fullnýtingu efnis- og auðlindastrauma á sviði orkuvinnslu og orkuendurvinnslu sem nýtt verði til uppbyggingar nýrra fyrirtækja með tilheyrandi fjölgun starfa. Því miður er nú margt sem bendir til þess að sú mikla vinna sé unnin fyrir gíg vegna breytinga á rekstrarumhverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi. Afleiðingar þessa má m.a. sjá í niðurstöðu gerðardóms um orkuverð til Elkem á Grundartanga.

Stjórnvöld á Íslandi sköpuðu orkukræfum iðnaði góð skilyrði til rekstrar með sanngjörnu raforkuverði og fengu með því til sín öflug fyrirtæki sem mörg hver hafa verið í rekstri um áratugaskeið, þau hafa greitt há laun og haft mjög jákvæð áhrif á uppbyggingu sinna nærsamfélaga. Jafnframt hafa þau lagt mikið af mörkum til uppbyggingar raforkuinnviða samfélagsins í heild. Að auki er rétt að benda á mikilvægi framleiðsluvara fyrirtækja á Grundartanga sem eru lykilframleiðendur ýmissa sérvara sem leitað er eftir til lausnar í þeim orkuskiptum sem nú eru að eiga sér stað og kallað er eftir á heimsvísu.

Nú er hins vegar svo komið að rekstrarumhverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi hefur versnað til muna og það samkeppnisforskot sem hér var í orkuverði er algjörlega horfið. Kjörnir fulltrúar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit kalla eftir svörum um hver tók ákvörðun um þessa stefnubreytingu og á hvaða vettvangi hún var tekin.

Birtingarmynd þessarar ákvörðunar er framganga Landsvirkjunar, fyrirtækis sem er að öllu leyti í eigu ríkisins og hefur í krafti einokunarstöðu í raforkusölu á stórnotendamarkaði knúið fram mjög miklar verðhækkanir á raforku til orkukræfs iðnaðar. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurtekið lýst því yfir að hlutverk þess sé meðal annars verðmætasköpun en fram til þessa hefur sú verðmætasköpun eingöngu snúist um að hámarka arðsemi Landsvirkjunar en ekki að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar.

Því vilja kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna minna á að í fyrirhugaðri orkustefnu má finna eftirfarandi leiðarljós:

- Að hámarka samfélagslegan ávinning af nýtingu orku
- Stuðningur stefnunnar við atvinnustefnu og samspil við lykilatvinnugreinar
- Stuðningur stefnunnar við byggðastefnu og jákvæða byggðaþróun til lengri tíma

Með hliðsjón af framansögðu skora bæjarstjórn Akraness og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á íslensk stjórnvöld að endurskoða núverandi stefnu í málefnum orkukræfs iðnaðar á Íslandi og setja Landsvirkjun eigendastefnu án tafar sem tekur m.a. mið af ofangreindum leiðarljósum í framtíðarorkustefnu Íslands.

27. ágúst 2019

Bæjarstjórn Akraness
Bára Daðadóttir (S) sign
Elsa Lára Arnardóttir (B) sign
Einar Brandsson (D) sign
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir (S) sign
Ólafur Adolfsson (D) sign
Ragnar B. Sæmundsson (B) sign
Rakel Óskarsdóttir (D) sign
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (D) sign
Valgarður Lyngdal Jónsson (S) sign

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
Atli Viðar Halldórsson (Í) sign
Björgvin Helgason (Á) sign
Brynja Þorbjörnsdóttir (H) sign
Bára Tómasdóttir (Á) sign
Daníel Ottesen (Á) sign
Guðjón Jónasson (Á) sign
Ragna Ívarsdóttir (Í) sign

Áskorunin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.9.Hernámssetrið ehf. - Rekstrarleyfisumsókn.

1908029

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi-umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfisumsóknar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Erindi frá Stéttarfélagi Vesturlands.

1908031

Staðan í kjaramálum félagsmanna Stéttarfélags Vesturlands með kröfu um eingreiðslu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar getur ekki orðið við erindi bréfritara þar sem Hvalfjarðarsveit veitti Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd þann 11. desember sl. Þar af leiðir að sveitarfélaginu er óheimilt að hafa afskipti af kjarasamningsgerð ásamt því að sveitarfélagið skuldbindur sig til þess að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim kjarasamningum sem sambandið gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. RÍ sat hjá.

11.Athugasemd vegna hagabeitar.

1803037

Erindi frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð vegna hagabeitar innan skilgreinds þynningarsvæðis.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar til fyrra svars í bréfi til Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð dags. 22. febrúar sl. sem bréfritari vísar til í erindi sínu að ekki hafi borist til Umhverfisvaktarinnar og mun því nú verða sent aftur til samtakanna. Í ofangreindu bréfi er m.a. vísað til bókunar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 280. fundi hennar þann 12. febrúar sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók DO.

12.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.

1908021

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar mótmælir þeim áformum sem koma fram í þingsályktunartillögu sveitarstjórnarráðherra að beita lögþvingunum til sameiningar sveitarfélaga á Íslandi. Sveitarstjórn hvetur ráðamenn til að virða sjálfsákvörðunarrétt íbúa í málefnum síns sveitarfélags en tillagan um lágmarksfjölda íbúa er sem slík í algjörri andstæðu við þau lýðræðislegu áherslur sem koma fram að öðru leyti í tillögunni. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að skila inn umsögn um málið í samráðsgátt stjórnvalda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Áskorun til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að fara eftir tilmælum Samb.ísl.sv.félaga í tengslum við lífskjarasamninga.

1908019

Erindi frá stjórn Svarfhólsskógar, félags eignarlóða í Svarfhólsskógi.
Lagt fram.

14.Áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands.

1908022

Erindi frá Samtökum grænkera á Íslandi.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Efni síðunnar