Fara í efni

Sveitarstjórn

289. fundur 09. júlí 2019 kl. 15:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála - og frístundafulltrúi
Dagskrá
Hljóðupptaka misfórst af tæknilegum orsökum.

1.Sveitarstjórn - 288

1906005F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 101

1906004F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir fundargerðina.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 102

1906007F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir fundargerðina.
  • 3.1 1906021 Stofnun lögbýlis
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 102
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Narfastaðalandi 4, nr. 2A, L203958 sbr. 17. gr. laga nr. 81/2004.
    USN nefnd telur æskilegt að heiti lögbýlis verði endurskoðað m.t.t til skýrleika og aðgreiningar. USN nefnd telur einnig æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að veita jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Narfarstaðarlandi 4.nr. 2A. L203958 sbr. 17.gr. laga nr 81/2004. Sveitarstjórn tekur einnig undir bókun nefndarinnar um að æskilegt sé að heiti lögbýlisins verði endurskoðað m.t.t. skýrleika og aðgreiningar. Jafnframt að æskilegt sé að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 102 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar úr landi Hafnar L133742.
    Ný lóð sem stofnuð verður fær heitið Höfn 5 og mun renna saman við lóð Höfn L176166 sem er skráð íbúðarhúsalóð.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um stofnun lóðar úr landi Hafnar L133742. Ný lóð sem stofnuð verður fær heitið Höfn 5 og mun renna saman við lóð Höfn L176166 sem er skráð íbúðarhúsalóð."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 102
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 - íbúðabyggð og blönduð byggð sem varða stefnu um íbúðabyggð, markmið í húsnæðismálum, þéttleika byggðar og forgangsröðun uppbyggingar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að veita jákvæða umsögn við verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 - íbúðabyggð og blönduð byggð sem varða stefnu um íbúðabyggð, markmið í húsnæðismálum, þéttleika byggðar og forgangsröðun uppbyggingar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.7 1907002 Akravellir 2
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 102 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN nefndar að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Útboð - Skólaakstur í Hvalfjarðarsveit

1901173

Framlagt er niðurstaða útboðs á skólaakstri fyrir nemendur Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit sem Ríkiskaup unnu fyrir sveitarfélagið. Óskað var eftir tilboðum í skólaakstur fyrir grunnskólanema í fjögur skólaár, þ.e. frá byrjun skólaárs haustið 2019 til og með loka skólaárs vorið 2023. Möguleiki er á framlengingu 3x1 árs, að hámarki 7 ár. Um er að ræða 5 aksturleiðir og er áætlaður akstur á dag um 262 km. Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum þann 21. júní kl 14:00.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu Ríkiskaupa um að ganga til samninga við Skagaverk kt. 681279-0249 um skólaakstur í Hvalfjarðarsveit á öllum fimm akstursleiðunum. Skagaverk eru hæfir samkvæmt valforsendum útboðsins og bjóða lægsta verð í allar akstursleiðir útboðsins.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5.Beiðni um frí afnot af Fannahlíð vegna vorhátíðar.

1906035

Erindi frá Foreldrafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við ósk Foreldrafélagsins um endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Fannahlíð þann 22. maí s.l."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Samningur um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra í Hvalfjarðarsveit.

1905047

Skipan áheyrnarfulltrúa sbr. samning við Akraneskaupstað um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra. Hvalfjarðarsveit skal eiga áheyrnarfulltrúa þegar tekin eru fyrir mál sem snúa að íbúum Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að skipa Helga Pétur Ottesen sem áheyrnarfulltrúa í Barnaverndarnefnd og Velferðar- og mannréttindarráð Akraneskaupstaðar og Helgu Harðardóttur til vara".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Nýsköpunarsetur á Grundartanga.

1903054

Tilnefning stjórnarmanns í Nýsköpunarsetur á Grundartanga. Sbr. samþykkt samkomulag um stofnun Nýsköpunarseturs á Grundartanga frá því 23. mars 2019 skulu Hvalfjarðarsveit, Akraneskaupstaður og Þróunarfélag Grundartanga tilnefna saman einn fulltrúa í stjórn nýsköpunarsetursins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að leggja til að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar og Þróunarfélags Grundartanga í stjórn nýsköpunarseturs á Grundartanga.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

1906038

Framlögð yfirlýsing um samtarf sveitarfélaga um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt stofnfundargerð samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir ánægju yfir því frumkvæði sem Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftlagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftlagsbreytinga. Einn mikilvægasti þátturinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til þáttöku í samráðsvettvanginum með þáttöku í fundum og viðburðum um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar mun beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkningar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Vatnsrennslismælingar í Laxá í Leirársveit.

1906039

Niðurstaða vatnsrennslismælinga. Framlagt bréf frá Veiðifélagi Laxár í Leirársveit ásamt minnisblaði með mælingum á lágrennsli í Laxá.
Erindið framlagt.
RÍ og GJ tóku til máls.

10.Fasteignamat 2020.

1906034

Bréf frá Þjóðskrá Íslands um endurmat fasteigna frá því 31. maí s.l. Endurmatið tekur gildi 31. des næstkomandi. Samkvæmt matinu hækkar fasteigna og landmat um 8,3% í Hvalfjarðarsveit.
Erindið framlagt.

11.Álagsprósentur fasteignaskatts.

1906037

Bókun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga framlögð um álagsprósentur fasteignaskatts, minnt er á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við gerð lífskjarasamninga í apríl sl. þar sem mælst er til þess að sveitarfélög hækki ekki gjaldskrár á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda og að á árinu 2020 hækki þau gjaldskrár sínar um 2,5% að hámarki.
Erindið framlagt, verður tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

12.Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

1903032

Framlagt erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Eftirilitsnefndin hyggst kalla eftir upplýsingum í lok árs 2019 um með hvaða hætti sveitarfélög hafa staðið að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.
Erindi framlagt, vísað til kynningar í mannvirkja- og framkvæmdanefnd.

13.872. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1906036

Fundargerð.
Fundargerð framlögð.

14.95. og 96. fundur Sorpurðunar Vesturlands

1906033

Fundargerðir.
Fundargerðir framlagðar.
DO tók til máls.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar Arnheiði Hjörleifsdóttur fyrir störf hennar í stjórn Sorpurðun Vesturlands.

15.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

1906019

Aðalfundargerð, ársreikningur, framkvæmdaáætlun og upplýsingabréf.
Aðalfundargerð ásamt ársreikning og framkvæmdaáætlun framlögð

16.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 2019

1905034

Aðalfundargerð.
Aðalfundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:35.

Efni síðunnar