Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

102. fundur 02. júlí 2019 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Stofnun lögbýlis

1906021

Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Laurent Balmer um skráningu lögbýlis við Narfastaði 4 nr.2A.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Narfastaðalandi 4, nr. 2A, L203958 sbr. 17. gr. laga nr. 81/2004.
USN nefnd telur æskilegt að heiti lögbýlis verði endurskoðað m.t.t til skýrleika og aðgreiningar. USN nefnd telur einnig æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis.

2.Höfn 5-stofnun lóðar

1907001

Stofnun lóðarinnar Höfn 5. úr landi Hafnar L133742.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar úr landi Hafnar L133742.
Ný lóð sem stofnuð verður fær heitið Höfn 5 og mun renna saman við lóð Höfn L176166 sem er skráð íbúðarhúsalóð.

3.Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum.

1906030

Landsáætlun og landshlutaáætlanir í skógrækt,
bindingu kolefnis og uppbyggingu skógarauðlinda á Íslandi til framtíðar.
USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að boða Skógræktina til vinnufundar vegna aðalskipulagsins með Verkfræðistofunni Eflu varðandi skógræktaráform sveitarfélagsins.

4.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðabyggð og blönduð byggð 2010-2030-2040

1906041

Verkefnislýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Með verklýsingunni er boðaðar umfangsmiklar breytingar á AR2010-2030, sem einkum varða stefnu um íbúðarbyggð, markmið í húsnæðismálum, þéttleika byggðar og forgangsröðun uppbyggingar

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 - íbúðabyggð og blönduð byggð sem varða stefnu um íbúðabyggð, markmið í húsnæðismálum, þéttleika byggðar og forgangsröðun uppbyggingar.

5.Dragháls

1809044

Vegna óleyfisframkvæmda við Draghálsár.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála.

6.Dreifing á svínaskít frá þauleldi utan leyfilegs áburðartíma

1906042

Bréf til Umhverfisstofnunar vegna dreifingar á svínaskít frá þauleldi utan leyfilegs áburðartíma.
Bréf framlagt.
USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að fylgjast með framhaldi málsins hjá UST.

7.Akravellir 2

1907002

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar