Fara í efni

Sveitarstjórn

181. fundur 23. september 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Ása Helgadóttir aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Skúli Þórðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti, setti fundinn og bauð fólk velkomið til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.Sveitarstjórn - 180

1409001F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44

1409004F

Fundargerðin framlögð.
AH fór yfir efni fundargerðarinnar.
HS tók til máls um efni fundargerðarinnar.
Oddviti lagði til að gert yrði fundarhlé og var það samþykkt.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44 USN nefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að formanni og byggingarfulltrúa sé falið að ræða við Íslenska gámafélagið um fyrirkomulag hreinsunarátaks innan sveitarfélagsins. Jafnframt tekur nefndin jákvætt í hugmyndir bréfritara um sameiginlegan fund með fulltrúum sumarhúsafélaga í Hvalfjarðarsveit og sveitarstjórnar og leggur til við sveitarstjórn að koma á slíkum fundi. Bókun fundar Oddviti bar upp tillögu um að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa sumarhúsafélaga til fundar með sveitarstjórn.
  Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44 USN nefnd vann drög að umsögn til Orkustofnunnar og felur skipulagsfulltrúa ljúka við gerð umsagnarinnar og koma til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að gera umsögn USN-nefndar að sinni."
  Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. SÁ situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44 USN nefnd lýsir undrun sinni á því að ekki sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi og vísar málinu til sveitarsjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir að fresta umfjöllun málsins."
  Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44 Erindi lögð fram og kynnt. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til ábendinga HEV og MÍ við efni lýsingar áður en tillaga deiliskipulags verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu deiliskipulags í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2014 og skal grenndarkynna hana fyrir lóðarhöfum Hæðabyggðar 3, 5 og 6. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2015 og í kjölfarið sótt um framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44 Úrskurður lagður fram og kynntur. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44 Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir með erindi dags. 4. sept. 2014. Safnstjóri Hernámssetursins á Hlöðum hefur fengið að taka úr bragganum það sem hægt er að nýta og það sem hefur varðveislugildi. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif og afskráningu byggingar hjá Þjóðskrá Íslands. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 44 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar malarnáms (1,38 ha) en fresta afgreiðslu stofnun lóða fjallendis og Hafnarár þar til fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lands. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

3.111. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1409050

Fundargerðin framlögð.
HS fór yfir efni fundargerðarinnar.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu við 1. lið fundargerðarinnar:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita tímabundna heimild til leikskólavistar utan lögheimilissveitarfélags frá október til ársloka 2014."
Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu við 2. lið fundargerðarinnar:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita tímabundna heimild til leikskólavistar utan lögheimilissveitarfélags skólaárið 2014-2015."
Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

4.Afskrift á þing- og sveitasjóðsgjöldum.

1409039

Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 11. september 2014.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum að fjárhæð kr. 1.317.379- með áföllnum kostnaði. Umræddar kröfur eru frá árinu 2008."
Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

5.Beiðni um fjárheimild fyrir stöðu stuðningsfulltrúa á grunnskólastigi, til að veita nemanda námslegan og félagslegan stuðning vegna verulegra námsfrávika fyrir skólaárið 2014-2015.

1409042

Erindi frá skólastjóra Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Beiðni um fjárheimild fyrir stöðu stuðningsfulltrúa á grunnskólastigi.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita skólastjóra heimild til ráðningar stuðningsfulltrúa á grunnskólastigi. Ráðningin er tímabundin til 15. júní 2015.
Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

6.Fundir með sveitarstjórnum haustið 2014.

1409043

Erindi frá Alþingi (fjárlaganefnd), dagsett 16. september 2014.
Oddviti leggur til að sveitarstjóra, oddvita og varaoddvita verði falið að sækja fund með fjárlaganefnd Alþingis í októbermánuði nk.
Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

7.Samkomulag við almenna starfsmenn í Heiðarskóla og Skýjaborg.

1409046

Erindi frá trúnaðarmönnum Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti leggur til að sveitarstjóra og fjármálastjóra verði falið að fara yfir erindið og afgreiðslu verði frestað til næsta fundar.
Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

8.Fundargerð frá sauðfjárbændum með upprekstur í Akrafjall.

1409047

Beiðni um að sveitafélagið skipi einn nefndarmann til að starfa með starfshóp sauðfjárbænda.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Ásu Helgadóttur í starfshópinn.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

9.Viðvera oddvita og sveitarstjórnarfulltrúa í stjórnsýsluhúsi.

1409049

Tillaga frá oddvita og varaoddvita.
Lagt er til að oddviti, og eftir atvikum varaoddviti, verði með viðverutíma á skrifstofu sveitarfélagsins að Innrimel 3 annan hvern mánudag milli kl. 10 og 12.
Jafnframt er lagt til að sveitarstjórnarfulltrúar verði til viðtals fyrsta þriðjudag í mánuði milli klukkan 16 og 18 fram að áramótum, þ.e. 7. október, 4. nóvember og 2. desember. Þessi viðverutími verði auglýstur með dreifibréfi til íbúa og á heimasíðu sveitarfélagsins. Um áramót verði þessi ákvörðun metin og endurskoðuð ef ástæða þykir til.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

10.Veitunefnd Hvalfjarðarsveitar.

1409051

Oddviti og varaoddviti leggja til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að skipuð verði veitunefnd á vegum sveitarfélagsins.
Oddviti og varaoddviti leggja til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að skipuð verði veitunefnd á vegum sveitarfélagsins. Nefndin skal skipuð þremur fulltrúum og jafnmörgum til vara. Lagt er til að nefndin fari með veitumál samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða um vatns- og hitaveitur ásamt fjarskiptamálum. Hlutverk nefndarinnar verði m.a. að annast stefnumótun er varðar veitumál, vera sveitarstjórn til ráðgjafar og sinna öðrum þeim verkefnum sem henni verða sett með erindisbréfi. Sveitarstjórn samþykkir að skipa eftirtalin í nefndina:
Aðalmenn verði:
Stefán G. Ármannsson, Sæmundur Víglundsson og Ása Hólmarsdóttir.
Varamenn verði:
Björgvin Helgason, Ólafur Jóhannesson og Halldóra Halla Jónsdóttir.
Sveitarstjóra er jafnframt falið að vinna drög að erindisbréfi fyrir nefndina.
Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

11.Samkomulag vegna göngubrúar yfir Hafnará í Hvalfjarðarsveit.

1409052

Samkomulag á milli Hvalfjarðarsveitar og eigenda að Höfn í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti kynnti framlagt samkomulag milli Hvalfjarðarsveitar og eigenda Hafnar um uppsetningu brúar yfir Hafnará á gönguleið sem skilgreind er í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Oddviti lagði til að framlagt samkomulag verði samþykkt.
Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0

12.Beiðni um umsögn vegna fjárfestingarverkefnis.

1404014

Erindi frá lögmanni Silicor Materials, dags. 1. september 2014.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt ívilnanir til handa Silicor Materials um 50% afslátt á fasteignasköttum til 10 ára. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur að ekki sé unnt að verða við framkominni beiðni um frekari ívilnanir."
Tillagna samþykkt samhljóða. 7-0

13.Fjárrekstur í gegnum Hafnarsel.

1310001

Erindi frá Valtý Sigurðssyni hrl. dagsett 10. september 2014.
Bréf lagt fram til kynningar.

14.109. og 110. stjórnarfundir SSV, haldnir 7. júlí og 11. september 2014.

1409040

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15.111. stjórnarfundur SSV, 18. september 2014.

1409048

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.120. og 121. fundir Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1409041

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

17.818. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1409044

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar