Fara í efni

Sveitarstjórn

273. fundur 09. október 2018 kl. 15:00 - 15:32 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Daníel Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Guðný Kristín Guðnadóttir 1. varamaður
 • Sunneva Hlín Skúladóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Daníel Ottesen, varaoddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Björgvin Helgason og Ragna Ívarsdóttir boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 272

1809004F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 18

1809005F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 91

1809007F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 91 USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að grenndarkynna stofnun lóðar fyrir landeiganda Miðsands.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar um að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna stofnun lóðarinnar fyrir landeiganda Miðsands."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 91 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið fyrir landeigendum Hríshóls og Kjaransstaða.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar að umsókn um byggingarleyfi skuli grenndarkynnt fyrir landeigendum Kjaransstaða og Hríshóls sbr. ákvæði 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 91 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir landeigendum aðliggjandi lóða.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir landeigendum aðliggjandi lóða."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 91 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfið.

  USN nefnd óskar eftir framtíðaráformum landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.
  Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins.
  Jafnframt tekur sveitarstjórn undir bókun nefndarinnar um að óska eftir framtíðaráformum landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 91 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna á grundvelli 44.greinar skipulaga nr. 123/2010. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar um að samþykkja breytinguna á grundvelli 44.greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 91 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið ásamt óverulegum breytingum á byggingarreitum á Klafastaðavegi, 5 og 7 og 7 og 9, í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið ásamt óverulegum breytingum á byggingarreitum á Klafastaðavegi, 5 og 7 og 7 og 9, í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 91 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar um að samþykkja erindið í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 91 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað til vinnu við heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar sem fram fer á kjörtímabilinu. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að erindinu verði vísað til vinnu við heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar sem fram fer á kjörtímabilinu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Skólastjórnendur Heiðarskóla-ósk um fasta yfirvinnu.

1810001

Ósk um fasta yfirvinnu.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra og oddvita að afla frekari gagna og funda með skólastjórnendum Heiðarskóla um kjör og starfsaðstæður."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
HH lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
SHS lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

5.Brunavarnaáætlun-tilboð

1810011

Tilboð í gerð endurskoðunar á brunavarnaáætlun fyrir Slökkvlið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna vegna kostnaðar við gerð brunavarnaráætlunar Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Til að mæta kostnaðarhlutdeild Hvalfjarðarsveitar samþykkir sveitarstjórn jafnframt viðauka nr.18 við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð kr. 580.140 á deild 07023, bókhaldslykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fornistekkur 29 - Rekstrarleyfi

1705018

Erindi frá Lexoris Lögfræðiþjónustu vegna neikvæðrar umsagnar sveitarfélagsins um rekstrarleyfisumsókn vegna útleigu frístundahúss að Fornastekk 29.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Á fundi sveitarstjórnar þann 27. júní 2017 var samþykkt að endurupptaka mál vegna umsagnar sveitarfélagsins um umsókn um rekstrarleyfi vegna útleigu sumarhússins Fornistekkur 29, Hvalfjarðarsveit.
Var ákvörðun um endurupptöku byggð á þeim forsendum að umsækjendur hefðu bent á að umrætt hús væri í fastri leigu til stéttarfélags þrjá mánuði á ári.
Eftir nánari skoðun á málinu telur sveitarfélagið að slík leiga réttlæti ekki að sveitarfélagið veiti jákvæða umsögn um áðurnefnda umsókn.
Sveitarstjórn telur að h. liður 4. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, með síðari breytingum, kveði á um að orlofshús félagasamtaka teljist ekki frístundahús í skilningi reglugerðarinnar og því þurfi ekki rekstrarleyfi samkvæmt ákvæðum hennar til slíkrar útleigu.
Þannig kalli slík útleiga ekki sjálfkrafa á að sveitarfélagið veiti jákvæða umsögn um rekstrarleyfi til að leigja umrætt hús út hina níu mánuði ársins. Slík útleiga sé útleigu til stéttarfélaga óviðkomandi.
Sveitarstjórn telur því að slík útleiga myndi eftir sem áður ganga gegn þeim skipulagsskilmálum sem á svæðinu gilda nú og gildir þá einu að breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins sé í vinnslu og að þeirri breytingu sé ætlað að rýmka heimildir landeigenda sumarhúsabyggða til að deiliskipuleggja land sitt með þeim hætti að heimilt verði að leigja frístundahús innan þess í tímabundinni leigu.
Sveitarstjórn telur sig bundna af þeim skipulagsskilmálum sem gilda á þeim degi sem umsögn um umsókn um rekstrarleyfi er veitt, sbr. 2. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Með vísan til þessa telur sveitarstjórn að ekki sé hægt að veita jákvæða umsögn um umsóknina."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
GJ lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

7.Umsögn um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda-erindi frá nefndarsviði Alþingis.

1810003

Umsögn vegna þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.
Lagt fram til kynningar. Þegar sent til Fjölskyldu- og frístundarnefndar.

8.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum.

1810005

Umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytinga á skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum.
Lagt fram til kynningar. Þegar sent til Fjölskyldu- og frístundarnefndar.

9.Fundur almannaverndarnefndar 31.08.2018.

1810006

Fundargerð almannavarnanefndar á Vesturlandi.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Umsögn - Akraneshöfn - endurbætur á aðalhafnargarði.

1807002

Tilkynning um niðurstöðu Skipulagsstofnunar að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar. Erindið verður einnig sent til kynningar í USN-nefnd.

11.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

1810008

Fundarboð-Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri mun sitja fundinn fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar.

12.172. fundur Faxaflóahafna sf. ásamt fjárhagsáætlun 2019.

1810002

Fundargerð 172. fundar Faxaflóahafna sf. ásamt fjárhagsáætlun 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.87. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar-og dvalarheimilis.

1810004

Fundargerð 87. fundar stjórnar Höfða.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:32.

Efni síðunnar