Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

91. fundur 05. október 2018 kl. 15:00 - 18:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Daníel Ottesen formaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Jóhanna G. Harðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Brekka III - stofnun lóðar

1809037

Brekkmann ehf óskar eftir að stofna lóð úr landi Brekku. Um er að ræða landspildu sunnan Hvalfjarðarvegar, 34ha að stærð.
Mannvirki á lóðinni er í eigu Brekkmanns ehf.
USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að grenndarkynna stofnun lóðar fyrir landeiganda Miðsands.

2.Kjaransstaðir II - Gestahús

1809040

Laufey H. Geirsdóttir, kt. 210368-4189 óskar eftir byggingarleyfi fyrir gestahúsi/stöðuhýsi á Kjaransstöðum II. Samþykki lóðareiganda liggur fyrir.
Um er að ræða 48 m2 stöðuhýsi sem verður fest á steyptan sökkul og tengt við rotþró og vatn.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið fyrir landeigendum Hríshóls og Kjaransstaða.

3.Aðgerðaráætlun - Umhverfis-, skipulags- og nátturuverndarnefnd

1808052

Málið rætt og unnið verður áfram að aðgerðaráætlun nefndarinnar.

4.Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.

1409019

Lagt fram.

5.Umhverfisstefna Hvalfjarðarsveitar - Eftirfylgni

1702030

USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að taka saman stöðu verkefna sem tengjast umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar.

6.Stóri-Lambhagi - L133653 - Skemma-Hesthús

1809042

Birkir Snær Guðlaugsson, kt. 261087-3599 sækir um byggingarleyfi í Stóra-Lambhaga, L133652. Um er að ræða skemmu/hesthús sem er 275 fm stálgrindarhús.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir landeigendum aðliggjandi lóða.

7.Draghálsá - stífla - verkstöðvun

1809044

Skipulagsfulltrúi kynnti stöðvun á framkvæmdum á byggingu á stíflu í Draghálsá þann 19. september s.l.

USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna í málinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

8.Fyrirspurn - breyting á skipulagi

1809043

Birgir Jóhannesson er með fyrirspurn er varðar breytingu á skipulagi.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

9.Framkvæmdaleyfi - Grundartanga, flæðigryfja. Umsókn frá Elkem Ísland ehf. vegna losunar á úrgangsefnum í flæðigryfjum.

1809041

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfið.

USN nefnd óskar eftir framtíðaráformum landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

10.Aðalvík - Geymsla, stækkun

1809038

Sigurður Jónsson óskar eftir að stækka áður grenndarkynnta geymslu. Stækkunin nemur 3 metrum og heildarstærð geymslunnar verður því 9X30 m og heildarfermetrar verða 270.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna á grundvelli 44.greinar skipulaga nr. 123/2010.

11.Grundartanga - deiliskipulagsbreyting

1806002

Deiliskipulagið var auglýst frá 15. ágúst til og með 28. september 2018 engar athugasemdir bárust.
Faxaflóahafnir óska eftir óverulegri breytingu á byggingareitum miðað við auglýsta deiliskipulagsbreytingu.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið ásamt óverulegum breytingum á byggingarreitum á Klafastaðavegi, 5 og 7 og 7 og 9, í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, breyting - frístundasvæði

1801036


Nefndinni bárust 25 ábendingar frá 36 aðilum.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfisstofnun óskaði eftir fresti.

USN nefnd samþykkir að fela formanni, varaformanni og skipulagsfulltrúa að funda með Landlínum um framhald málsins.

13.Háimelur 10-12 og 14-16

1809045

Óskað er eftir leyfi til að fara lítillega út fyrir byggingarreit
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Eigendur að landi Ásfells- beiðni um breytingu á þéttbýli

1809003

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað til vinnu við heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar sem fram fer á kjörtímabilinu.

15.Mannvirki á miðhálendinu - framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu

1809039

Út er komin skýrslan Mannvirki á miðhálendinu - framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar